Kírópraktík er grein innan heilbrigðisþjónustunnar sem fjallar um greiningu og meðhöndlun kvilla í stoðkerfi mannslíkamans t.d. háls-, herða-, höfuð- og mjóbaksverkja.
Stéttin er tiltölulega ung hérlendis en Tryggvi Jónasson hefur starfað hér lengst eða frá 1978. Kírópraktorafélag Íslands var stofnað í september 1989 eftir að Gunnar Arnarson og Katrín Sveinsdóttir höfðu snúið heim frá námi. Félagið vann í vetur að gerð nýrrar reglugerðar um greinina í samvinnu við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og var hún gefin út í janúar 1990.
Kírópraktorafélag Íslands er í nánu samstarfi við kírópraktorafélög Norðurlandanna og var annar tveggja árlegra funda stjórna þeirra einmitt hald inn hér á landi á mars síðastliðnum.Eins og fram kom í fyrri hluta greinarinnar byggja kórópraktorar aðallega á sjúkrasögu og skoðun í greiningu kvilla. Víðast erlendis nota kírópraktorar einnig röntgenmyndatöku til aðstoðar við sjúkdómsgreiningar enda kírópraktorar menntaðir til að taka og lesa úr röntgenmyndum en hér á landi eru rannsóknir framkvæmdar í samráði við lækni.
Meðhöndlun felst aðallega í nákvæmum liðkunum á hryggnum (hnykkingum) auk ráðgjafar o.fl. Hryggur sem ekki hreyfist mjúklega og jafnt getur ekki skilað hlutverki sínu, hvorki sem uppi staða líkamans né til hreyfinga. Auk þess koma fram álagspunktar sem leiða af sér enn frekari röskun á starfsemi hryggjarins með tilheyrandi einkennum. Algengt er að fólk þurfi að koma 10 til 20 sinnum til meðhöndlunar hjá kírópraktor á 10 til15 vikna tímabili en það fer allt eftir aldri viðkomandi og eðli kvillans. Skoðun tekur oftast u.þ.b. hálftíma en hver meðhöndlun tekur aðeins 10 til 15 mínútur og hentar þetta meðhöndlunarform því oft vel í okkar hraða samfélagi. En hver er uppruni þessarar fræðigreinar?
Söguleg ágrip
Rætur liðfræðinnar liggja meðal beinasetjara, „bonesetters“, á Bretlandseyjum, en vísdómur og aðferðir þeirra höfðu gengið mann fram af manni þar í landi frá ómunartíð. Einna frægastur þeirra varð Englendingurinn Sir Herbert Barker sem starfaði kringum aldamótin síðustu en hann lærði ,,beinasetningamar“ affrænku sinni. Sir Barker átti mikilli velgengni að fagna í starfi nema að því leyti að breska læknafélagið hafði horn í síðu hans enda hafði hann enga læknismenntun og gat ekki einu sinni úrskýrt aðferðir sínar á viðunandi hátt. Þegar læknir að nafni dr. Frederick Axham, sem heillast hafði af störfum Sir Barkers, fór að vinna sem deyfingalæknir með honum, fannst læknafélaginu nóg um og kærði dr. Axham fyrir ósæmilegt athæfi í starfi.
Var honum gert að hætta samstarfinu við Sir Barker ella vera sviptur lækningaleyfinu. Dr. Axham taldi sig ekki geta gengið að þessum skilmálum og varð því af réttindum sínum. Árið 1936 var Sir Barker, eftir margra áratuga árangursríkt starf, loks boðið að halda fyrirlestur fyrir fjölda bæklunarskurðlækna í London um starf sitt og þar með tekinn í nokkra sátt. ,,Beinasetjarar“ eru nú ákaflega fáir en starfa á svipuðum grundvelli og áður, oftast með beinasetningarnar sem hlutastarf eða „hobbý“.
„Chiropractíc“, upphafið
Samsíða ferli Sir Barkers í Englandi þróuðust tvær kenningar vestur í Bandaríkjunum, osteopathy (beinskekkjulækningar) og chiropractic (kírópraktik). Það var sveitalæknir frá Virginíu að nafni Andrew Taylor sem þróaði osteopathy út frá þeirri hugmynd að líkaminn gæti ekki starfað eðlilega nema hann væri byggingafræðilega heilbrigður. Í nágrannaríkinu Lowa skýrið Kanadamaður að nafni Daniel David Palmer frá því að hann hefði læknað dyravörðinn sinn afnæstum algeru heymarleysi. Það gerði hann með því að hnykkja til hryggjarlið, sem hafði 7 árum áður farið úr sínum réttu skorðum, á svipaðan hátt og ,,beinasetjararnir“ bresku, en aðferðum þeirra hafði hann kynnst hjá breskum munki sem var á ferðalagi um Bandaríkin. Palmer þessi var nýjungagjarn og athafnamaður í sinni heimabyggð, rak hann m.a. útvarpsstöð sem seinna varð þekkt fyrir það að Ronald Reagan, fyrrum forseti Bandaríkjanna, starfaði þar um tíma.
Upp frá þessu fór Palmer að safna að sér allri þeirri þekkingu sem hann komst yfir um mannslíkamann og sér í lagi hrygginn (mynd 1). Lagði hann að lokum fram þá kenningu að ef hryggjarliður væri ekki í réttum skorðum (chiropractic subluxation) orsakaði það ýmist of mikið, eða of lítið tauga- og blóðflæði til líffæranna og þar væri fundinn undirrót flestra ef ekki allra sjúkdóma (sbr. visnum garðs sem fær ekki vætu vegna þess að einhver stendur með hælinn á vökvunarslöngunni eða veðst upp í svað ef vatnsaginn verður of mikill, of lengi).
Skipulagt nám í kírópraktík
Árið 1885 setti Palmer á stofn skóla, til að útbreiða kenningu sína og aðferð en líkt og sir Barker í Englandi lenti hann upp á kant við læknastéttina sem stefndi honum og mörgum lærisveinum hans fyrir að stunda lækningar án leyfis. Þessir frumkvöðlar fagsins máttu þola ófrægingarherferð læknastéttarinnar og jafnvel fangelsun um tíma en tókst að halda sjálfstæði sínu og sérkennum á meðan osteopathy hvarf inn í amerísku læknastéttina.
Nú er vaxandi samvinna milli kírópraktora og annarra heilbrigðisstétta um allan heim, bæði á sviði samskipta og meðhöndlunar sjúklinga sem og í rannsóknarstörfum. Kírópraktík hefur hlotið viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda víðast hvar í heiminum og er fagið nú kennt í Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada, Englandi og Frakklandi. Á fundi stjórna kírópraktorafélaganna á Norðurlöndunum í Reykjavik: í mars síðastliðnum, var lagður grunnur að stofnum sem fara mun með málefni stéttarinnar á Norðurlöndunum. Þessi stofnun á eftir að verða greininni til mikils framdráttar t.d. á sviðum menntunar, rannsókna og lagalega.
Tvær kenningar að baki kírópraktíkur
,,Afturhvarf til eðlilegrar eðlisfræðilegrar starfsemi“. Eftir því sem þekkingin jókst kom betur í ljós að til voru þeir sjúkdómar sem höfðu lítið eða ekkert að gera með starf hryggjarins. Kenningin um „afturhvarf til eðlilegrar eðlisfræðilegrar starfsemi“ kom sem svar við þessu. Í henni felst að þó truflanir á starfsemi hryggjarins séu e.t.v. ekki meginástæða sjúkdóma geti þær verið valdur að hluta einkenna og þannig valdið auknu álagi. Sé þessu aukaálagi létt af líkamanum og honum þannig gefinn kostur á að hverfa „aftur til eðlilegrar eðlisfræðilegrar starfsemi“, verði hann betur í stakk búinn til að takast á við annað álag sem kann að steðja að. En hverslags „truflanir“ eru þetta?
Hreyfingu liðamóta er hægt að skipta upp í þrjá hluta, sem stigvaxandi eru: Virk hreyfing (active movement), teygjanleg hreyfing (passive movement) og yfirhreyfing (paraphysiological space). Við efri mörk yfirhreyfingarinnar eru líffærafræðileg mörk hreyfingar (limit of anatomical integrity) og verður liðurinn ekki spenntur lengra án skemmda á þeim vefjum sem halda honum í eðlilegum skorðum. Innan takmarka virku hreyfingarinnar gerist sú hreyfing sem vöðvarnir umhverfis liðinn valda. Ef tekið er í hvoru megin liðar má spenna harm lengra, yfir í teygjanlegu hreyfinguna (reynið t.d. að spenna fingurna aftur, fyrst með vöðvunum sem framkvæma þessa hreyfing en svo með hinni hendinni, þá fara fingurliðirnir yfir í svæði teygjanlegu hreyfingarinnar.
Hluti rannsóknar kórópraktora felst í að finna „stífni“ í liðamótunum (mynd 4). Hún er fundin með því að hreyfa sjúklinginn eða einstaka liði hans, á ýmsa vegu og meta hvort þeir hreyfast eðlilega. Komi íljós óeðlileg stífni eða takmörkun á einhverjum þætti hreyfingar liðs, leiðréttir kírópraktorinn hann gjarnan, með s.k. hnykkingu (adjustment), hafi ekkert komið fram við rannsóknina sem mælir gegn því. Til að framkvæma hnykkingu færir kírópraktorinn liðamótin sem á að hnykkja gegnum virku- og teygjanlegu hreyfingamar (MTH). Þar gefur hann örgrunnt, snöggt viðbragð sem kippir liðnum yfir í yfirhreyfinguna. Eins og sjá má af grafinu krefst þetta ekki mikillar aukningar í afli heldur er mikilvægt að viðbragðið sé snöggt og yfirvegað. Eftir hnykkinguna er viss óstöðugleiki í liðnum og mörkin milli teygju- og yfirhreyfinganna hverfa í 15 til 20 mínútur. Þegar hreyfing liðarins hefur verið leiðrétt þannig, geta vöðvarnir sem spanna hann tekið eðlilega á að nýju og liðurinn verður sá hlekkur í keðju liðamótanna sem honum er ætlað að vera en eðlilega verður meira álag á liðamótin næst lið sem ekki hreyfist eðlilega.
,,Sársaukahliðskenningin“
Algengast er að fólk komi til kírópraktors vegna verkja. ,,Sársaukahliðskenningin“ útskýrir mikilvægi hreyfingarinnar sem er endursköpuð með hnykkingu í minnkun sársauka. Boðin um sársauka berast til mænunnar eftir grönnum (G), óeinangruðum taugaþráðum sem tengja það við sendifrumu (S) (myndir 7 og 8). S-fruman sendir svo þráð upp eftir mænunni til heilans (mynd 7). Þar fara boðin um svæði sem kallað er dreif (retibular formation) til heilastúkunnar (thalamus) sem miðlar skynjuninni til heilabarkarins(cortex) en þrír ólíkir hlutar hans taka þátt í skynhrifunum. Miðhluti hans (post central gyrus) skynjar hvar meiðslin hafa orðið. Ennishlutinn (frontal cortex) skilgreinir sambandið milli skynjunarinnar um verki og staðarins sem verkirnir koma frá og að síðustu bætir gagnaugahluti heilans (teporal cortex) við minningum um fyrri reynslu. Minnkun á starfsemi heilabakarins dregur úr verkjum, t.d. svefn og mikið áfengi en aukið starf hans veldur auknum sársauka, t.d. ótti og sum lyf.
Dreifin, svæði árvekni, slær á verki ef huganum er beint frá þeim en eykur þá sé hugsað um þá. Þannig má segja að sársauki sé samansettur úr tveimur þáttum, andlegum og líkamlegum. Andlegi þátturinn getur dregið úr eða algerlega komið í veg fyrir að sársauki nái meðvitundinni, í miklu annríki til dæmis. ,,Sársaukahliðið“ er hins vegar hluti af líkamlega þættinum, staðsett í afturhorni (posterior comer) gráa efnis mænunnar. Það er sársaukahliðið sem veldur því að sársauki minnkar þegar stunga eða rispa er nudduð eða útlimur hristur. Ástæðan er aukið streymi stöðu og hreyfiboða til mænunnar (mynd 8). Þar sem hnykking eykur hreyfanleika hryggjarins, bætast boðin um þessa auknu hreyfingu við þau boð sem bárust eftir þráðunum og ,,loka hliðinu“ á sársaukaboð í mænunni.
Höfundur: Gunnar Arason kírópraktor greinin skrifuð 1990
Flokkar:Meðferðir