Villtir blágrænir þörungar

Næringarorkuverið sem eflir ónæmiskerfið, heilastarfsemina og ver gegn sýkingum
Úrdráttur úr bók dr. Gillian McKeith, Miracle Superfood Wild Blue – Green Algae (með góðfúslegu leyfi hennar).

Blágræna undrið Lækningarkraftur villtu blágrænu þörunganna er mjög margþættur og kvillar og einkenni eins og m.a. húðvandamál, offita, þungmálmar í blóði, þunglyndi, hæg melting, ofvöxtur Candita albicans sveppsins, blóðsykursójafnvægi og blóðskortur hafa oft lagast við reglulega notkun villtra blágrænna þörunga. Dr. Gillian hefur náð góðum árangri í að bæta sína eigin heilsu og sjúklinga sinna með notkun þörunganna.

Þörungarnir og ég

Sem klínískur næringarfræðingur hef ég alltaf stært mig af því að borða mjög hollan og góðan mat en ég hafði einu sinni smá leyndarmál sem ég skammaðist mín alltaf fyrir en það voru hvítir blettir á nöglunum sem ekki vildu hverfa þrátt fyrir allt holla fæðið og mikla inntöku á sinktöflum. Blóðrannsókn sýndi það berlega að mig vantaði sínk. Sannað er að sinkskortur getur haft veruleg áhrif á húð- og hárheilsu fólks.

Ég jók sinkneyslu mína og prófaði að taka inn sínk í hylkja-, töflu-, og vökvaformi en hvítu blettirnir hurfu ekki og greinilegt var að ég gat ekki frásogað sínk úr fæðu né fæðubótaefnum. Ég hélt augunum opnum fyrir öllum möguleikum sem gætu hjálpað mér að taka upp sínk og var ég orðin nokkuð örvæntingafull. Einnig þráði ég að verða barnshafandi og vitað er að sinkskortur getur valdið ófrjósemi og er nauðsynlegt steinefni á fyrir meðgöngu og á meðan henni stendur.

Fyrir nokkrum árum varð ég nánast fyrir opinberun. Það var þegar ég var aðalumsjónarmaður útvarpsþáttarins sem var sendur út um öll Bandaríkin „Healthline Across America“. Ég tók viðtal við mann sem hafði læknast af hvítblæði en hann hafði tvívegis farið í lyfja- og geislameðferð við þeim lævísa sjúkdómi og töldu læknar að þriðja meðferðin yrði honum um megn.

Við þessar upplýsingar afréð maðurinn að skrá sig út af sjúkrahúsinu og þar sem læknavísindin höfðu ekki fært honum heilsu, yrði hann að leita annarra ráða (ég vil leggja áherslu á að ég er ekki að ráðleggja neinum sjúklingum sem haldnir eru hvítblæði að skrá sig út af sjúkrahúsi). 10 árum eftir að maðurinn skráði sig út af sjúkrahúsinu var það svo að þessi maður var gestur í þættinum mínum. Hann var fullkomlega heilbrigður, leið vel og var laus við öll einkenni hvítblæðis og eins og hann sagði hefði sjúkdómurinn hans lagst í dvala.

Ég spurði hann hvernig hann hefði getað haldið sjúkdóminum og einkennum hans niðri í öll þessi ár. Hann svaraði einfaldlega: „Ég gerði aðeins einn hlut öðruvísi“. Ég hrópaði undrandi: „Og hvað er þetta eina sem þú hefur breytt“? „Ég tek inn svokallaða bágræna þörunga frá Klamath Lake á hverjum degi og missi aldrei úr einn einasta dag“.

Ég hafði aldrei heyrt um blágræna þörunga og voru þessar upplýsingar eins og að ég hefi orðið undir tonni af bjargi. Upp frá þessu ákvað ég að viða að mér öllum upplýsingum sem til væru um blágræna þörunga og verða einn mesti og besti fræðingur um þá. Þetta varð síðan kveikjan að bókinni minni „Miracle Superfood Wild Blue-green Algae“, sem selst hefur í miljónum eintökum um allan heim. Ég byrjaði að taka inn blágræna þörunga frá Klamath Lake í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Hvítu blettirnir á nöglunum hurfu innan 3ja mánaða.

Fljótlega varð ég barnshafandi og tók ég inn daglega minnst 2 tsk. af þörungunum ásamt eplasafa á meðgöngunni. Fóstrið þroskaðist mjög vel og voru læknarnir mjög hissa þegar ég þessi litla kona (ath! Gillian er mjög lágvaxin og með mjög fíngerða beinabygg-  ingu) eignaðist heilbrigt 4 kg. stúlkubarn. Meðan á brjóstagjöf stóð hélt ég uppteknum hætti með þörungana og kvensjúkdómalæknirinn minn sagði mér að hann hefði aldrei sé eins kröftuga og rjómakennda móðurmjólk. Einnig var ég fljót að ná orku og heilsu eftir fæðingu dóttur minnar og dafnar hún einstaklega vel. Því get ég fullyrt að ég sé ein fróðasta manneskja um villta blágræna þörunga, sérstaklega Aphanizemenon flos-aqua frá Klamath Lake, Oregon.

Hvað eru þörungar?
Hugleiðum hvað eru þörungar. Þörungar eru svokallað plöntusvif, hefur hvorki rætur, blóm né lauf. Vitað er um að til séu 25000 tegundir, flestar tegundir eru sjávarþörungar en restin ferskvatnsþörungar. Lindarfroða, vatnamosi, þari og söl eru t.d. þörungar. Stærð þörunga eru allt frá því að vera frumungur sem þarf að þúsundfalda í smásjá upp í að vera allt upp í 50 metra. Þeir fjölga sér sjálfir sem dæmi ef þú klippir þá í sundur þá halda þeir áfram að stækka. Þeir hafa margbreytilega liti. Því dýpri sem liturinn er á þaranum því ríkari er hann af næringarefnum. Eina sem þarinn þarf til að dafna er steinefni, sólarljós og vatn.

Blágrænir þörungar
Til eru margar tegundir af blágrænum þörungum, líklega á bilinu 500-1500. Rekja má úr steingervingum að blágrænir þörungar hafa verið til í yfir 4 milljarða ára meðan margar tegundir plantna og annarra lífvera hafa dáið út.

Framúrskarandi eiginleikar villtu blágrænu þörunganna frá Klamath Lake þörunganámunum Villtu blágrænu þörungarnir (Aphanizemenon flosaqua frá Klamath Lake, Oregon) eru frábrugðnir og fremri flestum þörungum veraldar. Þeir vaxa villtir, sem sagt þörungar sem ekki eru ræktaðir í tilbúnum tjörnum. Þeir eru einir af fáum ferskvatnsþörungum sem vaxa villtir í einni næringar- og steinefnaríkasta jarðvegi jarðar Hið náttúrlega og hreina umhverfi Klamath Lake er einstakt og eru ekki til nein atvik um eitrun vegna inntöku á þörungum úr Klamath Lake tjörnunum sem eru undir ströngu öryggis- og gæðaeftirliti. Ég færi rök fyrir því að villtir blágrænir þörungar frá Klamath Lake séu fremri öllum öðrum þörungum þar sem þeir eru:

1) meltanlegri, hafa einstæða frásogunarhæfileika.
2) eru mjög orkugefandi næring.
3) hafa gríðarlegt magn næringarefna.
4) eru hæfir til að berjast gegn mörgum sjúkdómum.

Plöntuveggur villtu blágrænu þörunganna er mjög mjúkur og er þar af leiðandi auðmeltanlegur og auk þess er hann mjög ensímríkur. Gríðarlegur fjöldi næringarefna er í þörungunum og er nýting þeirra allt að 95%. Í þörungunum er mjög ríkulegt magn af B vítamínum sérstaklega af B2, B6 og einstaklega hátt hlutfall af B12, það mesta sem hægt er að fá úr plönturíkinu og því afar hentugt fyrir grænmetisætur, þeim sem þjást af blóðskorti og fyrir þá sem nýta illa B12 úr fæðunni. Mjög hátt hlutfall er af mörgum steinefnum sér í lagi sinki og var það það eina sem hjálpaði mér að auka sink búskapinn í líkama mínum. Auk þess eru þeir auðugir af kjarna og amínósýrum og próteini. Villtir blágrænir þörungar henta öllum frá ársgömlum börnum og eru þeir mjög meltanlegir og ensímríkir og mjög hentugir þeim sem eiga erfitt með að upptaka næringu úr fæðu og bætiefnum.

Þýtt úr bók dr. Gillian McKeith, Miracle Superfood Wild Blue -Green Algae.
Þýðandi: Þuríður Ottesen.

Bók dr. Gillian McKeith, er fáanleg í verslunum Heilsuhúsanna.
Gillian McKeith

Höfundur: Þuríður Ottesen þýddiFlokkar:Greinar

%d