Með auknum áhuga á umhverfi okkar, fræðumst við um gagnverkandi áhrif náttúrunnar og mannsins : Hörkuleg inngrip í vistkerfið skila sér til baka, sem skaðleg áhrif á líf mannsins. Við skynjum þá einnig hvernig maðurinn og náttúran eiga sameiginlega tilvist í kerfi, sem stöðugt þarf að halda í jafnvægi, ef ekki á að fara illa.
Áhrif umhverfis á manninn eru óumdeilanleg, hvort heldur er um að ræða náttúrulegt eða tilbúið umhverfi, á félagslega, andlega og líffræðilega hlið mannsins.
Mörg af þessum áhrifum eru augljós, öðrum fer minna fyrir. Þau sem hér skulu gerð að umtalsefni eru nýuppgötvuð eða enduruppgötvuð. Málefnið er okkur íslendingum mikilvægt, vegna þess hve sérstæðan hátt við höfum á útfærslu íbúðabygginga okkar og þá um leið vegna þess hve mikið við dveljum í þeim miðað við þjóðirnar sunnan við okkur.
En hvaða áhrif hafa byggingarnar á líffræðilega hlið okkar og hvaðan koma upplýsingarnar þar að lútandi? Í stuttu máli þessi:
1. Staðarval íbúðabygginga og/ eða svefnherbergja vegna rafeðlisfræðilegra áhrifa, bæði náttúrulegra frá rafsegulsviði jarðar og af mannavöldum frá háspennulínum og innanhúss rafleiðslum.
2. Áhrif frá byggingarefnunum sjálfum, sérstaklega þeim, sem við veljum innan hitaðs rýmis hússins. Yfirborð veggja, gólfa og lofta. Sömuleiðis áhrif frá byggingarmáta hússins, sem t.d. getur blandast áhrifum segulsviða.
3. Samsetning hússins og staðsetning geymsluhólfa innan þess. Þar á meðal: Val á hitunarkerfi, gluggum og gleri, loftræstikerfi, tækjum í eldhúsi o.s.frv.
Upplýsingarnar um þessi áhrif berast okkur í dag frá Vestur-Þýskalandi, þar sem fræðigreinin (Baubiologie) er orðin viðurkennd, enda margir arkitektar tekið hana í sína þjónustu, Sömuleiðis berast okkur upplýsingar frá Bandaríkjunum og Kanada sem benda til sömu niðurstöðu og frá Þýskalandi. Tímaritið Newsweek (21. ágúst 1989) segir í stuttri grein frá því sem þeir kalla Lífhúsahreyfinguna (Biohouse). Þar er rætt um að þetta svið sé nýr markaður í Þýska landi.
Fimm til tíu prósent allra nýbyggðra húsa séu „Lífhús“ og þó að fólk hlægi að þessari hugmyndafræði í byrjun þá líði því einfaldlega betur í þess konar húsum. En slík hús taka tillit til alls þess, sem varast ber af neikvæðum áhrifum húsanna á líkama mannsins. En þetta eru ekki bara einstök hús: Líftryggingafyrirtæki í Karlsruhe byggði 110 íbúða hverfi í Schafbnihl. Markmiðið með því var að skapa hverfi, þaðan sem enginn vildi flytja aftur. Og í frásögninni segja íbúarnir frá því, hvernig allt innanstokks sé þar betra en í venjulegu húsi og líðanin einfaldlega mikið betri. Hinn frjálsi þýski markaður er einnig að taka við sér, þar sem Joachim Elbe, arkitekt í Tubigen, sem byrjaði að byggja „Lífhús“ fyrir 12 árum, hefur nú fengið það verkefni að teikna heilt hverfi með íbúðum og atvinnurekstri í Frankfurt.
Staðarval húsa
Í greininni gerir Newsweek dálítið grín að aðferðunum, sem hafa verið notaðar til þess að leita að jarðseguláhrifunum og frávikum frá þeim. Það eru sem sé spákvistanotendur, sem koma þar við sögu, þegar staðsetja skal íbúðir af þessu tagi á lóðunum. Þeirra hlutverk hefur verið að staðsetja frávikin frá venjulegu rafsviði jarðar (0,5 gauss) með þessari þúsunda ára gömlu aðferð frá Kína (Fengshui). Og þar erum við komin að fyrsta þætti þessarar umfjöllunar: Staðarvali Húsa. Á meðan ég man: Newsweek segir á hinn bóginn ekki frá því að í Þýskalandi er einnig kominn á markaðinn nákvæmur rafsegulmælir (Fyrirtækið BioPhysics Mersmann), sem gerir kleift að fínna nákvæmlega frávik frá jarðsegulsviðinu innanhúss og lesa síðan af tölvuskermi staðsetningu og stærð þess í hverju húsi fyrir sig, þar sem slíkt er fyrir hendi. En hvað varðar okkur um þessi frávik?
Allt frá árinu 1920 liggja fyrir rannsóknir, sem benda til þess að ýmis veikindi, allt frá svefnleysi til krabbameins orsakast af því einu að sjúklingarnir hafast við í rúmum sínum staðsett í frávikssvæði jarðsegulsviðsins. Með því að dveljast að staðaldri 6-8 tíma á sama staðnum á þennan hátt veikjast þeir. Venjulega er hér um litla rafsegulbletti að ræða, þannig að jafnvel aðeins eitt líffæri veikist, það sem oftast er staðsett í frávikspunktinum. í byrjun rannsóknanna á þessu, röktu menn sig til baka, þ.e. skoðuðu skýrslur um krabbameinsdauða og mældu síðan frávikin í svefnherbergjum viðkomandi sjúklinga. En eins og áður segir eru þetta engin ný vísindi, þar sem Kínverjar hafa ávallt staðsett hús og svefnherbergi burtu frá þessum punktum.
Stimpillinn „kerlingabækur“ fylgir þessu auðvitað ennþá eins og nálastunguaðferðinni. Til þess að fá úr því skorið hvort hér sé um raunveruleika en ekki ímyndun að ræða hefur ráðuneyti Rannsókna og Tækni í Bonn nú reitt fram 12 milljónir ísl.kr. til rannsókna á þessu sviði. Niðurstaðna er að vænta seint á þessu ári. Margar ólíkar skoðanir eru til um það, hver sé hinn raunverulegi orsakavaldur þessara rafsegulfrávika á mannslíkamann. Kannski er besta skýringin sú að úr því að hin ýmsu líffæri mannsins inniberi rafsegulsvið, með reyndar lágri spennu, lO’9 gauss það lægsta, sem eru um einn milljarðasti af sviðsstyrkleika jarðarinnar, þá geti frávikið frá venjulega sviðinu (venjulega aukning um 20-40%) truflað spennu líffærisins og þar með haft eyðileggjandi áhrif á það.
Nýlegar rannsóknir frá Colorado benda ennfremur til þess að áhrif frá háspennulínum orsaki krabbamein og þó sérstaklega hvítblæði barna. Afstaða okkar til háspennustrengja og rafmagns almennt er mun kæruleysislegri á Vesturlöndum en í Rússlandi t.d. Íbúðabyggingar eru ekki leyfðar í 500 metra fjarlægð frá háspennustrengjum í Rússlandi, en hér á landi eru litlir 50 metrar leyfilegir. Þá minni ég á dóm sem féll nýlega í Hæstarétti þar sem að bóndi tapaði máli við Landsvirkjun (minnir mig). Málsatvik voru þau að vorið eftir að háspennustrengur var lagður nálægt fjárhúsum hans misstu allar ær hans fóstur og gat hann því ekki nytjað gripina. Í dómsorði Hæstaréttar var sagt eitthvað á þá leið, að engar sannanir lægju fyrir um orsök og afleiðingu í þessu máli. Í Lífhúsum Þýskalands eru rafleiðslur settar innan í ofinn málmhólk sem hindrar að rafsegulsviðið, sem myndast umhverfis allar rafleiðslur, virki langt frá leiðslunni. Það segir sig sjálft að rafmagnsinntak og töflur er best að hafa hvergi nærri langtímadvalarstað fólks.
Sýkjandi hús
Fram á sjónarsviðið er kominn mikill fjöldi tækja til þess að varast þessar jarðsýkjandi (geopathísku) veikindaorsakir í gömlum húsum. Erfitt er ennþá að greina á milli hvað kemur að gagni og hvað ekki. En reynsla komandi ára mun væntanlega skera úr um það. Það er rétt að leggja áherslu á, að það eru e.t.v. samverkandi þættir innanhúss ásamt frávikum í rafsegulsviði, sem geta verið orsakavaldar, eða réttara sagt gikkurinn sem hleypir skotinu af, þannig að veikindi brjótist út. Þannig má tala um mismunandi mikið „sýkjandi hús“ við hliðina á þeim sem eru laus við „sýkingaráhrif“. Fjögurra ára rannsóknir sænskra vísindamanna, sem kynntar voru í Stokkhólmi haustið 1989, staðfesta það að til eru „sýkjandi hús“ og „heilbrigð hús“. En um það hafði verið deilt í langan tíma þar í landi. Þar má því búast við nýjum byggingarstöðlum.
Snúum okkur þá að byggingarefnunum:
Allt, sem gert er úr náttúrulegum efnum er af hinu góða: Timbur, múrsteinar, hlaðið grjót og torf. Allt sem er úr gerviefnum, t.d. teppi, klæðningar, einangrun, plastmálning, er af hinu illa. Steinsteypan sjálf er heldur ekki góð ein sér eða það sem fylgir henni: Járnabindingar. En allt er þetta háð því hvernig húsið er sett saman. Þar skiptir mestu hvaða efni eru innan við einangrunina sjálfa, þ.e. í um 20° C hita og hafa þar með betri möguleika en ella til þess að gufa upp, losa mólekúl út í andrúmsloftið (einangrunarplast) sem við svo öndum að okkur. Góð veggjaklæðning inni er t.d. tré, hlaðið grjót, múrsteinar, brenndar flísar. Góð gólfklæðning er timbur, parkett eða borðviður. Slæmur er allur viður eða plötur settar saman með formaldehýð blönduðu lími. Þá eru teppi í hólf og gólf alger bannvara.
Reglugerð frá Heilbrigðis og tryggingarmálaráðuneytinu um leyfilegt magn formaldehýðs í spónaplötum er að fínna í H.h. á bls. 30 í 1.-2. t.bl. 1987. Það ber að hafa í huga að góð loftræsting (hreint loft) getur unnið á móti uppgufun og rykþyrlun frá gerviefnum innanhúss. Já, gerviefni gufa í raun og veru upp, hægt og hægt. Miðað við hitastig hér á landi má áætla að yfirleitt sé ónóg loftræsting í íbúðum. Það sem fyrst kemur í hugann við skoðun íslenskra bygginga er sá háttur, að hafa plasteinangrunina innan á steyptu veggjunum. Plastið er smám saman að leysast upp og þrátt fyrir að það sé þakið pússningu fer mikið af loftuppleystum plastmólekúlum inn í íbúðir fólks og þar með ofan í öndunarfærin. Það mun síður en svo vera heilsubætandi, enda hafa erlendir læknar fullyrt að öndunarfærasjúkdómar séu mun algengari hér, en á hinum Norðurlöndunum (Skýrslur Neðra Áss).
Einangra húsin að utan
Eitt gott ráð til þess að minnka þessa hættu er að einangra húsin að utan. Utan á steypunni, sem sagt eðlisfræðilega og lífeðlisfræðilega rétt, en ekki eins og nú er í tísku hér, í bága við alla skynsemi. Að sjálfsögðu þarf þá að loka steypunni með olíumálningu, því að ber er hún hættuleg öndunarfærunum samt mun minna en einangrunarplastið.
Það sem fylgir steinsteypunni og er neikvætt er járnabindingin. Ef ekki eru gerðar sérstakar ráðstafanir geta járnin í gólfi, veggjum og lofti myndað svokallað Faradayiskt- búr. Það er stöðugt rafsegulsvið, sem er af öðrum toga en náttúrulega jarðsegulsviðið.
Tilraunir á músum, sem látnar eru dveljast stöðugt við slíkar aðstæður, sýna m.a. að þær hætta að fjölga sér eftir tvo ættliði. Við þessi áhrif má losna, með því að jarðtengja alla járnabindinguna. En fleira kemur til: Frávik í jarðsegulsviðinu, sem áður var umtöluð, er lendir á járnagrind í gólfi, getur dreift mjög úr þeim neikvæðu áhrifum, sem það veldur og virkar e.t.v. þannig á alla íbúa hússins í stað þess að lenda utan dvalarstaðs nokkurs íbúanna, eins og lang oftast er tilfellið.
Val á hitakerfi er mikilvægt. Rafhitun mun vera verri í eðli sínu en vatnshitun. Lofthitun þó sýnu verst vegna bakteríu- og sveppamyndana í loftrörum, sem geta borist ofan í öndunarfærin. Mælt er með því að setja ofnana ekki á fáa staði (undir gluggunum) heldur dreifa þeim um herbergin (gólflistaofnar) vegna of mikilla sveiflna í lofti herbergjanna og þar með þyrlun á ryki til öndunarfæranna. Hitun með múrsteinsofnum (finnskir ofnar) sem brenna viði hægfara án þess að reykur myndist er einnig góð. Sömuleiðis er mælt með sólarorkuhita. Gluggar ættu almennt að vera minni en var tíska hér fyrir áratug eða svo.
Þá ber að hafa í huga að eina verulega spörun á hitatapi næst með því að minnka gluggafletina. Orðið spörun á raunar ekki við í þessu sambandi heldur fylgifiskur þess, hitajafnvægið í húsinu, Því meira sem það er, þeim mun betrajafnvægi er í allri líffræðilegri starfsemi innandyra. Mælt er með því að 20% af gluggum hússins sé útbúið með sérstöku gleri, sem hleypir í gegnum sig réttu magni af innfararauðum og útfjólubláum geislum sólarinnar. Þannig eru tryggð rétt líffræðileg hlutföll loftsins inna dyra. Um lofræstikerfi gegnir sama máli og lofthitun, sem má lesa hér að ofan.
Tækin í eldhúsinu eru að verða flóknari með árunum. Hið nýjasta þeirra, örbylgjuofninn, vinnur eftir lögmálum sem óvarinn er stórskaðlegur heilsu manna. Það er ávallt einhver geislun sem sleppur út úr lokuðum örbylgjuofni þannig að best er að forðast að vera nálægt honum í notkun. Nú er það svo að reglur um leyfilega útgeislun frá örbylgju ofnum eru mjög mismunandi eftir löndum. T.d. eru mörkin 1000 sinnum hærri í Rússlandi en það sem Bandaríkjamenn sætta sig við.
Rannsóknir frá Austantjaldslöndunum sýna að langtíma lág útgeislun getur skaðað miðtaugakerfið, minnkað kyngetu og orsakað vanskapnað hjá fóstrum. Því er fúll ástæða að kyngja ekki að athugunarlausu öllu sem sagt er um skaðleysi örbylgjuofna og ávallt forðast nálægð þeirra. Gaseldun krefst mikillar loftræstingar vegna myndunar mónoxíðs, segja rannsóknir Bandaríkjamanna, þannig að í raun er það gamla góða rafmagnshellan sem er best. Annað sem mikið er rætt um í Bandaríkjunum er innanhúsmengun: Bæði er það loft mengun vegna ýmissa efna sem geymd eru inni við of hátt hitastig og svo rafræn mengun, frá sjónvarpi, rafleiðslum, tölvum, steriótækjum, bílasímum o.s.frv .
Öll er þessi mengun skaðleg líffærum okkar, skaðsemin er þó svo hægfara að við nennum ekki að gera neitt í málinu. En þessir mengunarþættir eru raunar auðlosaðir úr húsum, þó þeir séu fylgihlutir þeirra. Allt krefst þetta þó hugarfarsbreytingar okkar. Í eldhúsi og þvottahúsi bætast sífellt við fleiri hreinsiefni, sem mörg innihalda skaðleg eiturefni. Bandarísk stofnun taldi 150 slík efni innan bandarískra heimila. En auðvelt er að hætta að geyma slík efni þar sem þau ná að menga loftið innanhúss, t.d. með því að hafa loftaða geymslu fyrir þau. Samantekið er það æðimargt, sem getur verið að í húsum okkar, og flest þannig, að við verðum ekki beinlínis vör við það dags daglega.
Það getur vel rýmst innan fyrir byggandi heilbrigðisstefnu, sem margar þjóðir eru nú að taka upp, að leiðbeina fólki í þessum málaflokki. En til þess þarf sérmenntað fólk með opið hugarfar. Ráðleggingar til úrbóta geta aðeins komið frá því. Hér á landi er alger vöntun á því. Þetta er nú þriðja samantektin, sem undirritaður setur á blað vegna þessa málaflokks, á níu ára tímabili nú að beiðni Hollefna og heilsuræktar. Þar af leiðandi hafa undirrituðum borist ýmsar upplýsingar frá fólki hér á landi, sem segir sögu sína í bar áttu við innibyggð neikvæð áhrif frá húsunum / íbúðunum, sem það bjó í.
Þetta er án nokkurs efa raunveruleg þörf, en margir geta ekki leitað neitt með vandamál sín vegna þess að viðurkenningu á uppruna vandans vantar algerlega. Margir sáu ekki aðra leið en að selja og flytja. En raunveruleg hjálp til þeirra sem líða undan íverustað sínum, verður ekki veitt nema af sérfræðingum eins og áður segir. Langt er í frá að undirritaður telji sig slíkan, enda þótt áhuginn á málefninu sé brennandi. Miklu meiri áherslu þarf að leggja á það, að BYGGJA RÉTT frá grunni. Vitaskuld er það dýrara en að hrófla upp húsi, eins og svo oft er gert hérlendis, en maður borgar alltaf fyrr eða síðar, og því er betra að borga nú með peningum en seinna með heilsu sinni. Hugmyndafræðin, sem líffræðilega rétt hönnuð hús eru angi af, reynir að setja fram heildræna mynd af því hvar híbýli mannsins og nauðsynleg starfsemi þeirra koma inní vistkerfi jarðarinnar.
Eða með öðrum orðum hvaða áhrif byggingar hafa á lifandi og dauða náttúru og öfugt. Við skynsamlega óhefðbundna yfirvegun á því kemur í ljós, að nokkurra breytinga er þörf. Nútímabyggingar okkar byggjast á hugsanakerfi, sem er löngu staðnað, en ævi tími venjulegrar byggingar stuðlar að mikilli íhaldssemi í gerð þeirra. Það er fúll ástæða til þess að spyrja sig nýrra spurninga án tillits til þess sem fyrir er, en undirstaðan verður að vera þekking á málefninu í heild og því verða hér að mætast líffræðingar, læknar, arkitektar sálfræðingar og áhugafólk um þessi mál o.s.frv., en fyrst og siðast fólk með OPINN HUGA. Lítið dæmi um samverkandi þætti bygginga og umhverfis er þetta: Er unnt að spara orkuna sem fer í að hita húsin?
Já. Sparar það ekki orkuþörf heillar þjóðar? Jú. Minnkar það þá ekki um leið mengun vegna framleiðslu orkunnar (hjá stórþjóðunum)? Jú. Með öðrum orðum: Einangraðu húsið þitt betur og þú sparar ekki aðeins peninga, heldur vinnur þú að umhverfisvernd í leiðinni. Í dag getum við talað um eðlisfræðilega og líffræðilega rétt hönnuð hús í sömu andrá. Markmiðið er ekki eins og e.t.v. einhver kynni að hugsa, að snúa aftur til torfbæjarins. Miklu fremur að endurskapa þau áhrif, þau góðu áhrif, sem náttúruleg bygging hefur á líffæri okkar og rýma þessi áhrif innan nútímalegs byggingarmáta. Raunar er slíkt hús hvergi á teikniborðinu í dag, en það er samt unnið að gerð þess víða um heim. Er fram líða stundir fær nútíma ívera okkar aðeins á sig heilsuspillandi stimpil. Hinar sérstöku aðstæður hérlendis valda því að óskin um að stjórna veðurfarinu í nágrenni húss síns er brýn. Þetta er unnt með æ stærri yfirbyggðum görðum, sem prjónar við stutta sumarið okkar. Hefðbundin torfhleðsla á svo sannarlega heima innan slíkra heimilisgarðsvæða. Þar lokast hringurinn að upphafi þessarar þjóðar.
Heimildir:
Komandi stefna í gerð íbúðarbygginga Hús & Híbýli jan-mars 1981 höf. Einar Þorsteinn.*Fasteign eða þáttur lífkeðjunnar DV 4. júní 1983 höf. Einar Þorsteinn.*The „Biohouse“ Movement Newsweek 21.8.89 Susan H Greenberg & Theresa Waldrop, Bonn*Can the Earth’s stress spots make you sick East West júní 1989 hof. Richard Leviton+Information des Institutes fiir Baubiologie Heilig-Geiststr.54 D-8200 Rosenheim *Die ganxe Stadt als Ur-Laube Spielgel nr. 39 1984*n search of the healthful house East West júli’ 1989 *Tom Monte Warning: Your home may be hazardous to your health East West júlí 1989 *Carolyn Reuben The floor plan for health East West júlí 1989 höf. John Bower*Cycles o fHeaven Plyfair and Hill 1976
Höfundur: Einar Þorsteinn Ássgeirsson árið 1990
Flokkar:Umhverfið