Næringarskortur skaðar ekki aðeins þá sem hann þjakar, heldur einnig afkomendur þeirra, börn, barnabörn og aðra ókomna ættliði. Þetta vekur ekki furðu fræðimanna á sviði „orthomolecular“ læknisfræði sem rannsakað hafa, hvaða áhrif sú verksmiðju framleidda fæða, er meirihluti íbúa vestrænna iðnaðarsamfélaga neytir, hefur á heilsu þeirra. Nýlegar rannsóknir, bæði á mönnum og dýrum, hafa varpað nánara ljósi á afleiðingar þessa fæðuvals. Langvarandi næringarskortur skaðar fólk í margar kynslóðir, bæði andlega og líkamlega. Skaðinn eykst stig af stigi, þar til hann nær hámarki í áttunda ættlið hjá sumum dýrar tegundum. Dýrin verða síðan að lifa á næringarríkri fæðu í nokkrar kynslóðir, til að skaðinn sem skorturinn olli lagist. Þetta nefnist arfgengur næringarskortur. Um hann segir dr. Janina R.Galler stjórnandi „Center for Behavioral Development and Mental Retardation“ við Læknaháskólann í Boston í Bandaríkjunum: „Næringar skortur er víða mikið vandamál. Með mönnum og dýrum berast áhrif hans frá einni kynslóð til annarrar.“
Við rannsóknir á börnum, sem stóðu í átján ár á eyjunni Barbados, kom í ljós að þau sem þjáðust af næringarskorti, áttu bæði við námsörðugleika og hegðunarvandamál að etja. Það breytti litlu, þótt börnin fengju gott fæði. Athuganir sýndu að andlegt atgervi þeirra var undir meðallagi. Hundrað áttatíu og fimm börn af þeim þrjú hundruð og fjórtán, sem voru rannsökuð, höfðu þjáðst af alvarlegum næringarskorti á fyrsta æviári. Stúlkur urðu kynþroska mun síðar en eðlilegt gat talist, og flestum barnanna gekk illa að festa hugann við ákveðin verkefni. Þau voru óróleg og komust fljótt úr jafnvægi. Heilinn gat ekki stjórnað vexti líkamanns svo hann næði eðlilegum þroska. Þau urðu enn órólegri ef spenna ríkti í kringum þau. Ung kvendýr, sem liðið höfðu næringarskort, voru minni og léttari en þeir sem áttu mæður er fengu góða næringu, meðan þeir voru í móðurkviði. Aterli þeirra var truflað og þeir veiktust oftar. Fengju dýrin jafnlélegt fæði, hélt heilsa þeirra áfram að versna næstu átta kynslóðirnar.
Eftir það stóð hún í stað, þótt þau fengju sömu fæðu. Þegar dýrin fengu góða næringu, fór þeim strax að batna, en náðu sér þó ekki af næringarskortinum fyrr en eftir fjórar kynslóðir. Tilraunirnar benda til að heilsa annarra dýra versni á sama hátt, ef þau fá lélega fæðu. Þar er maðurinn ekki undanskilinn. Þó er útilokað að rannsaka arfgengan næringarskort meðal margra dýrategunda, þar á meðal manna, því ævi hverrar kynslóðar er mun lengri en hjá rottum. Hér er gert ráð fyrir að árafjöldi hverrar kynslóðar mannsins sé tuttugu ár, að viðbættum eða frádregnum fimm árum. Nú er þriðja kynslóð vesturlandabúa, sem að mestu leyti hefur neytt lélegrar verksmiðjuframleiddrar fæðu, að vaxa úr grasi og því er ekki ólíklegt að áhrifa hennar gæti þegar á heilsufar og hegðun fólks. Síðustu áratugina hefur næringargildi fæðunnar stöðugt versnað. Allan tímann, sem tilraunirnar stóðu, fengu dýrin jafnlélega fæðu.
Nú er áhrifa slæmrar fæðu sennilega farið að gæta á heilsu barna okkar. Þau birtast einkum í því, að börnin eiga við æ meiri hegðunar- og námsvandamál að etja. Einnig kann styrkur ónæmiskerfisins að minnka. Krabbamein og eyðni kunna að eiga rætur að rekja til þess, að næringarlítil, verksmiðjuunnin fæða dregur úr þrótti þess. Við lok heimsstyrjaldarinnar, árið nítján hundruð fjörutíu og fimm, var um það bil fjórðungur allrar fæðu Kanadamanna léleg, verksmiðjuunnin skyndibitafæða. Fimm árum síðar varð bylting í matvælaframleiðslunni. Fyrirtækin tóku að búa til gerviefni, sem líktust mjög raunverulegum næringarefnum, eins og eggjahvítu, vítamínum, steinefnum og kolvetnum. Þau litu út eins og raunveruleg fæða, en voru það alls ekki. Um þessar mundir eru um þrír fjórðu hlutar allrar fæðu sem fólk neytir, framleidd í verksmiðjum á þennan hátt. Meirihluti vesturlandabúa neytir því engrar náttúrulegrar fæðu. Hún er öll verksmiðjuunnin. (Ég tel fæðu sem soðin er í heimahúsum ekki til unninnar fæðu). Svokallaðar franskar kartöflur eru augljóst dæmi um verksmiðjuframleidda fæðu.
Þegar ég hóf geðlækningar í kringum árið nítján hundruð og fimmtíu, urðu mjög fá ofvirk börn á vegi mínu. Flest þeirra sem þannig var ástatt fyrir, voru annað hvort vangefin eða sködduð á heila. Greind börn, sem þjáðust af hegðunarvandamálum, voru mjög sjaldgæf. Fyrir nokkrum árum spurði ég barnalækninn fræga, Benjamin Spock, hvort hann hefði, þegar hann stundaði almennar barnalækningar á árunum milli nítján hundruð og fjörutíu og fimmtíu, oft meðhöndlað ofvirk börn. Hann mundi ekki eftir einu einasta dæmi. Nú er um það bil fimmtungur allra drengja, sem hefja nám í fyrsta bekk, ofvirkir eða eiga erfitt með að læra. Hjá flestum fer þetta saman.
Ein stúlka á móti fimm drengjum á við sömu vandamál að etja. Um það bil áttatíu prósent barnanna eru bláeygð og ljóshærð. Þessi vandamál eru nú svo algeng, að flestum heimilislæknum finnst ástandið eðlilegt. Og þá er talið að það sem er algengt, hljóti að vera eðlilegt. Við stöndum nú andspænis afleiðingum arfgengs næringarskorts. Þessar niðurstöður verður að taka alvarlega, ef við viljum halda góðri, andlegri og líkamlegri heilsu. Við getum ekki rannsakað átta kynslóðir karla og kvenna, það tæki hundrað og sextíu ár. Við getum heldur ekki setið aðgerðarlaus. Það sem framtíðin kann að bera í skauti sér er skelfilegt. Vandinn er mikill. Þótt við færum að borða heilnæma fæðu strax á morgun, er skaðinn, sem núverandi kynslóð hefur þegar orðið fyrir, lengi að lagast. Biblían segir það taka margar kynslóðir að lagfæra skaðann sem ein kynslóð hefur orðið fyrir.
Móse lét Ísraelsmenn dvelja í eyðimörkinni í fjörutíu ár, tvær til þrjár kynslóðir, til þess að karlar og konur, sem alin voru upp sem þrælar, týndu smám saman tölunni um leið og börn þeirra þroskuðust eðlilega. Ekki er ósennilegt að fæðan, sem fólkið fékk meðan það var í ánauð, hafi verið mikið lélegri en sú sem það neytti í eyðimörkinni. Hvað vissu Móse og Biblían sem nútíma vísindin vita ekki? Ísraelsmenn borðuðu áreiðanlega mjög lítið af unnum matvælum. Líði mannkynið undir lok verður það örugglega ekki vegna þess að heilabú okkar sé of stórt, heldur af því að við höfum ekki tekið tillit til niðurstaðna þeirra margháttuðu rannsókna, sem komið hafa fram síðastliðin hundrað ár, og sanna að því meira sem við fjarlægjumst það mataræði sem mannkynið hefur aðlagast í aldanna rás, þeim mun sjúkari verður hvert og eitt okkar. Hugsanleg áhrif arfgengs næringarskorts eru því ógnvekjandi.
Þýtt úr tímaritinu „Update“ 3. árg. 4. tbl.
Flokkar:Greinar og viðtöl