Magnesium

Frumur líkamans þarfnast magnesíums. Harðlífi, gall- og nýrnasteinar, lifrarsjúkdómar, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki, meltingarsjúkdómar, taugaveiklun og þunglyndi, verkir í útlimum – allt getur þetta stafað af magnesíumskorti. Þessi grein er byggð á upplýsingum frá júgóslavneska prófessornum Herberg Zaversnik, sem hefur rannsakað magnesíum í 17 ár. Starf hans með magnesíum er mest í sambandi við heilsulindirnar Rogaska Slatina, en vatnið í þeim er sérlega ríkt af þessu lífsnauðsynlega steinefni. Þetta heilsuhæli er deild frá háskólasjúkrahúsinu í Ljubljana í Júgóslavíu. Við þurfum töluvert magn af steinefnum fyrir uppbyggingu frumanna, segir prófessorinn, og eitt af því mikilvægasta er magnesíum. Af því, segir hann, að heilbrigð manneskja þurfi um 300 mg. á dag. Það finnst m. a. í möndlum, sojabaunum, hnetum, höfrum, hvítum baunum, heilhveiti, döðlum og spínati.

Grænmeti og salöt eru magnesíumauðug. En þótt borðað sé vel af þessu öllu getur fólk liðið af magnesíumskorti. Ef jörðin er fátask af efninu verða afurðir hennar það líka. Ef mikið granít eða kalk er í jörðu er moldin oft kalkrík en fátask  af magnesíum. Í nútíma fæði af verri tegundinni er ekkert magnesíum. Djúpfrysting rýrir það um 70til 80% og það getur auk þess rýrnað við suðu. Hjartasjúkdómar, hjartaáföll, gáttaflökt má í mörgum tilfellum rekja til skorts á magnesíum, segir prófessor Zaversnik. Síðan rekur prófessorinn þau lönd sem eru fátask af þessu efni og heimfærir ýmsa sjúkdóma við það. Þar eru Finnar einkum illa settir. (E. t. v. duglegri að gera rannsóknir á náttúruefnum og skorti á þeim). Þörfin fyrir magnesíum eykst um fimmtugt þar sem kalkinnihald blóðsins eykst þá á meðan magnesíum minnkar. Ef jafnvægi er komið á, er hægt að minnka líkur á hjartadauða. Drekkið vatn með magnesíumtöflum eða leysið þær upp.

Ennfremur segir prófessorinn að sykursýkisjúklingar hafi lítið magnesíum. Það á þátt í niðurbroti á kolvetnum og skortur seinkar niðurbroti á sykri. Sama er að segja um alkóhólisma. Við mikla drykkju koma fram erfiðleikar í starfsemi nýranna. Þau tapa magnesíum og þá verður erfitt fyrir líkamann að brjóta niður sykur og kolvetni. Hastti menn að drekka, aukast fjölómettaðar fitusýrur í líkamanum og þær binda magnesíum. Delerium tremens er ekkert annað en bráða magnesíumskortur segir prófessor Zaversnik. Lifra- og nýrnasteina rekur hann til skortsá magnesíum, svo og skorpulifur. Þegar lifrin fer að bólgna eða skemmast vegna áfengisdrykkju, getur hún ekki lengur bundið magnesíum. Margir nýrnasteinar innihalda kalciumoxalat, það eru kalksteinar. Myndun þeirra má hindra með magnesíum. Kalkinnihald blóðsins er langtum meira fyrrihluta dags, en magnesíum minna. Þegar líður á daginn eykst magnesíum en kalk minnkar. Ætli maður að koma í veg fyrir eða leysa upp nýrnasteina skal taka magnesíum fyrri hluta dagsins segir prófessorinn. Gallsteina má meira rekja til rangrar nútímafæðu. Það var lítið um þá, svo og sykursýki og hjartaáföll fyrir stríð-.Feiti „góði maturinn“, hvítt hveiti og sykur hefur sínar afleiðingar.

Harðlífi er einn menningarsjúkdómurinn. Orsakirnar eru trefjasnautt fæði, lítil hreyfing og við hlustum ekki eftir innri skilaboðum líkamans og förum á salerni. Samdráttur þarmanna verður veikari og við byrjum að nota hægðalyf, sem oftast eru vanabindandi, erta þarmana og skaða bæði lifur og nýru. Við langvarandi hægðartregðu geta myndast pokar á þarmana sem safna saur og tæmast illa. Prófessor Zaversnik heldur því fram að vatnið í Rogaska Slatina ráði bót á þessari meinsemd, vegna þess að magnesíumsúlfat verki örvandi á þarmaveggina, bindi vatn og örvi efnaskiptin. Hann segist ráða bót á 80% hægðartregðutilfella á stofnuninni. Það er líka gott að viðhafa góðar hægðavenjur, segir prófessorinn. Gerið leikfimisæfingar á morgnana, drekkið vatn og gefið ykkur tíma á salerninu. Við streitu verður mikill útskilnaður á magnesíum. Þá koma fram verkir og pirringur í útlimum og þörmum og taugaveiklun, sem oft má rekja til skorts á magnesíum. Í  um 70% tilvika segist hann ráða bót á þessu.

Eru einhverjir sem ekki eiga að drekka steinefnavatn úr Rogaska Slatina, er prófessorinn spurður? Já, börn sem eru að vaxa eiga að fara varlega. Magnesíum hægir á upptöku kalks, sem þau þurfa mikið af. Magnesíum er fyrirbyggjandi hvað varðar krabbamein. (Það sama má segja um selen, zink, A, C, E og sum B vítamín. Innskot þýð.). Krabbameinsfrumur taka upp 4-5 sinnum meira magnesíum en venjulegar frumur. Prófessorinn segir: ,,Fyrir 1970 vissum við að steinefnaríka vatnið okkar var gott, en ekki hvers vegna. Sautján ára rannsóknir hafa leitt í ljós áhugaverða hluti. Þetta er bara byrjunin. Mikið er eftir enn“.

Guðný Guðmundsdóttir Þýddi úr Ma Bra árið 1987Flokkar:Fæðubótarefni

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: