Sjóðið ekki graut í álpotti!

Sænskir vísindamenn vara við álmengun líkamans
Verið getur að ál hafi þannig áhrif á mannslíkamann að frekari rannsóknir á þeim áhrifum svari spurningum okkar varðandi orsakir ellihrörnunar. Og einnig er hugsanlegt að nýhafnar rannsóknir vísindamanna á áli í mannslíkamanum veiti upplýsingar um orsakir sjúkdóma sem hingað til hefur lítið verið vitað um. Þá hafa menn til dæmis í huga svonefndan Alzheimers-sjúkdóm, sem einnig nefnist „senilitet“ eða elliglöp.

Áleitrun
P. 0. Ganrot, yfirlæknir við héraðssjúkrahúsið í Örebro í Svíþjóð, en hann er forstöðumaður sérstakrar tilraunastofu í efnafræði þar, hefur nú varið 10 árum í að kanna allt sem skrifað hefur verið um ál og mun bráðlega birta grein í því virta, bandaríska tímariti ,,Environmental Helath Perspectives“. Upphaf þessara álrannsókna Ganrots var að um miðjan síðasta áratug urðu nokkur dularfull dauðsföll meðal nýrnaveikra manna í Svíþjóð. Í ljós kom að blóð þessa fólks hafði verið hreinsað með „dialysu“ og að það innihélt mikið af áli sem hafði einnig safnast í heilann. Eitrunin og áhrif hennar minntu mjög á það sem venjulega er kallað ,,senilitet“. Á þessum árum var vitað um ein 35 þannig „dialys“ tilfelli í Svíþjóð. Nú hefur þessi blóðhreinsunaraðferð verið bætt þannig að enginn á að fá ál í blóðið þótt hann fari í blóðhreinsun.

Á finnst ekki í lifandi vefjum
Ég undraðist það einnig, sagði Ganrot í viðtali – ,,hvers vegna ekkert ál er í lifandi vefjum af neinu tagi. Það er nóg  af áli í umhverfinu en mjög lítið í vefjum. Þá fór mig að gruna að efnið samræmdist ekki lífrænni þróun. Jarðskorpan inniheldur um það bil 8% af áli. Manneskjan hefur alla tíð lifað í sambýli við ál. Og það er eðlilegt að örlítið magn af áli sé í líkamanum. Við fáum frá einu og upp í tuttugu milligrömm af áli í líkamann á hverjum sólarhring með matnum. En til þess að banvæn eitrun eigi sér stað þurfa að safnast tvö til sjö millígrömm í heilann. Að öllu eðlilegu á að vera þar um hálft millígramm. Það magn eykst sjálfsagt eitthvað með aldrinum.“

Ekki mikið um rannsóknir
Ganrot kvaðst reikna með því að fólk safnaði í sig misjafnlega miklu af áli um ævina. 90% af því áli, sem berst með einhverju móti í líkamann, hverfur þaðan aftur. Og þótt eitthvað safnist fyrir, svo sem í heilanum, þá þarf miklu lengri tíma en meðalævi venjulegs manns til að fyrir safnist banvænn skammtur. ,,Og trúlega er það einnig þannig,“ segir Ganrot – ,,að aðeins þær frumur sem ekki endurnýjast, svo sem ýmsar heilafrumur, skaðast af álinu.“ Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Kanada, benda til mikillar aukningar á áli í líkama þeirra sem þjást af ,,Alzheimersveiki“ eða ,,senildemens“. Sá sjúkdómur er reyndar einhver sá venjulegasti því um 5% fólks deyr úr honum. Ganrot segir að enn skorti frekari rannsóknir varðandi áhrif álsins á líkamann. Hann telur að líffræðingar verði að fara að sinna þessu máli.

Hingað til hafa það helst verið læknar, sálfræðingar eða aðrir sem hafa kannað ýmsa öldrunarsjúkdóma og hegðan þeirra sem sinnt hafi málinu. ,,Það er erfitt að kanna þetta mál,“ segir Ganrot – ,,meðal annars vegna þess að ekki er til neitt geilsavirkt efni sem hentar til að „fylgja“ álinu á leið þess um líkamann og svara um leið spurningum varðandi samsetningu efnisins og efnasambönd. Ganrot segir að hingað til hafi athuganir hans vakið fleiri spurningar en svör. Hann spyr meðal annars hvort ál í umhverfinu valdi mongólisma og Parkinsonsveiki. Og hann hefur áhyggjur af því hvaða áhrif miklar inntökur af lyfjum sem innihalda ál hafi í för með sér. Þá á hann við lyf sambærileg við ,,novalucol“ sem gefið er við súrum maga. ,,Og,“ spyr Ganrot – ,,getur ál í pottum og pönnum eða í rjómadufti verið hættulegt? Og hvað gerist þegar sýrumagn eykst í gróðri jarðar (sökum iðnaðarmengunar) og jurtirnar fá þar með í sig aukið ál?“

Þýdd grein úr hinu sænska Environmental Helath Perspectives. G.G. þýddi.Flokkar:Ýmislegt

%d bloggers like this: