Ensk jurtalyf

Í Wales í Englandi er starfrækt rannsóknarstöð sem einvörðungu framleiðir jurtalyf undir nafninu The Flower Remedies. Þau eru mikið notuð í Englandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og á Norðurlöndunum. Upphafsmaður þessara jurtalækninga var breski læknirinn dr. Edward Bach fæddur í Englandi 1884.(dáinn 1936 ) Hann lauk læknisnámi með veiru- og meinafræði sem sér grein. Starfaði hann í mörg ár við sjúkrahússtörf og á rannsóknarstofum.

Vann hann sér álit almennings og starfsbræðra sinna. En hann var samt ekki ánægður sjálfur því þó svo hann gæti hjálpað mörgum með lyfjum og fengið sjúkdómseinkenni til að hverfa komu iðulega upp önnur einkenni í öðrum líffærum eða líkamshlutum. Hann sá fram á að geta hjálpað en ekki komið í veg fyrir sjúkdóminn eða það sem honum fannst mestu máli skipta, fundið orsökina og fjarlægt sjúkdóminn. Hann fór að leita að nýjum leiðum. Þær snerust fljótt um alla manneskjuna, ekki eingöngu um einstaka líkamshluta hennar. Þar komu skapgerð og önnur einkenni mikið inn í.

Fólk brást misjafnlega við sama sjúkdóminum, nokkrir urðu þunglyndir aðrir óþolinmóðir og órólegir en fleiri urðu hræddir og taugaspenntir. Bach reiknaði með að þeir sem brygðust eins við væri hægt að gefa sama lyf. En eitthvað annað þyrfti handa þeim sem á annan hátt brygðust við sama sjúkdómi. Það má segja að þetta séu tildrög þess að Bach fann upp The Flower Remedies.

Hann lokaði stofu sinni í London og flutti til Wales og setti á stofn rannsóknarstofu í þeim tilgangi að leita að hvers konar jurtum sem gætu komið honurn á sporið í leitinni að hver væri grunnorsök sjúkdóma. Bach valdi 38 villtar jurtir sem hann taldi að nota mætti í þessum tilgangi og sauð úr þeim lyf. Hver einstök jurt hefur ákveðið verkefni. Hann gekk út frá því að allt frá því að barn er í móðurkviði byrji það að skynja umhverfi sitt. Erfið fæðing hafi líka áhrif á barnið, sem það geti þó lifað við án þess að það valdi nokkru sérstöku. Að allt okkar uppeldi hafi áhrif bæði jákvæð og nákvæð. En einstaklingurinn þoli mismikið. Kemur þar til skapgerð og persónuleiki. Ef mikið er um neikvæða hluti í umhverfinu, heimili oft flutt eða skipt um skóla, skilnaður, dauði eða annað neikvætt sem upplifað er, því meir verða þyngslin og hegðunarmynstrin erfiðari.

Því meira sem upplifað er af neikvæðum hlutum og áföllum sem hlaðast upp í sálarlífinu verður einstaklingurinn á einhvern hátt að losna við þau aftur. Vill það þá gjarnan brjótast út í sjúkdómum einhvers konar eða skapgerðarbrestum. Tilfinningarnar verða öfgakenndar, t.d. í reiði eða deyfð, þar er talað of mikið eða þagað, of mikið grátið eða of lítið, alltof mikil gleði eða sorg, óþolinmæði, óöryggi, sjálfselska og þannig mætti áfram telja. Allt þetta vildi Bach meina að orsakaði sjúkdóma.

Jurtirnar sem hann leiddi fram í dagsljósið hafa hjálpað mörgum til að fjarlægja sjúkdóma og um leið að komast fyrir orsökina með því að komajafnvægi á tilfinningalífið og byggja einstaklinginn upp svo hann geti mætt lífinu í hvaða formi sem er, án ótta og neikvæðni. Bach vitnaði gjarnan í Diagones sem var orðinn fjörgamall og alltaf hamingjusamur. Diogenes var spurður að því hvernig hann færi að því. Hann svaraði:

„Hvern morgun er ég vakna hef ég um tvo kosti að velja; að vera hamingjusamur eða óhamingjusamur. Ég vel alltaf það að vera hamingjusamur.“

Þýtt og endursagt úr Heal thy self, og The Bach Flowers Remedies.



Flokkar:Jurtir