Formáli
Grein þessi er skrifuð til þess að vekja athygli almennings og einnig lækna á mjög almennu heilsufræðilegu vandamáli, sem því miður hefur ekki verið nægur gaumur gefinn Við lestur greinarinnar kann að vera að einhverjum finnist að nokkurri gagnrýni sé beint að notkun nokkurra algengra lyfja, sem mikið eru notuð. Tilgangur greinarinnar er þó ekki að reka áróður gegn þessum lyfjum, sem eru ívissum tilfellum bráðnauðsynleg og hafa bjargað ótöldum mannslífum, enda þótt full ástæða sé til að gagnrýna þá handahófskenndu og oft ógætilegu notkun þessara lyfja, sem viðgengist hefur hér á landi og víðar.
Tilgangurinn er fyrst og fremst að benda á ákveðna hættu sem fylgir því a6 nota þessi lyf, og um leið og útskýrt er í hverju þessi hætta er fólgin, er bent d hvernig varast má að mestu þessa hættu, og jafnvel bæta skaða, sem þegar er orðinn. Greinin er aðallega unnin upp úr tveimur löngum greinum um þetta efni í vísindatímaritinu „Ortomolecular Psychiatry“ Einnig er stuðst við nokkrar greinar úr tímaritinu „Prevention“ þar sem rœtt er um mjólkursýrugerla. Greinin er skrifuð sérstaklega með þa6 í huga að læknar,’ sem kynnu að lesa hana, geti haft af henni not og höfundi er ljúft að útvega þeim, sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál nánar, afrit af þeim heimildum sem vitnað er í og fáir hafa sennilega aðgang að hér á landi.
Hvað er sveppasýking?
Flestum mun sennilega koma í hug fótasveppir eða sveppir í munni, þegar þeir heyra minnst á sveppasýkingu. Sveppasýking er þó miklu víðtækari en svo að þessi tvö afbrigði hennar nægi til að upplýsa málið að gagni. Sveppasýking getur stafað af nokkrum tegundum og afbrigðum gersveppa, en í þessari grein verður fyrst og fremst talað um sýkingu af tegundinni „Candida albicans“, vegna þess að sýking afvöldum hans er sennilega alvarlegust þeirra sveppasýkinga sem þjá almenning, og candidasýking hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarm ár og verið rannsökuð af vísindamönnum. Candida albicans gersveppurinn hefur lengi verið þekktur og Hyppocrates talar um sýkingu, sem sennilega má rekja til hans, fyrir meira en 2000 árum.
Á síðari áratugum hefur þó orðið uggvænleg aukning sýkinga af ýmsu tagi, sem rekja má til candida sveppsins og má tengja þá aukningu orsökum sem ræddar verða hér á eftir. Candida sveppurinn er ein þeirra örvera sem lifir næstum því alls staðar í náttúrunni, þar sem hæfilegur raki og hiti er og uppáhaldsviðurværi hans, sykur og Flestir hafa því æ ofan í æ orðið fyrir sýkinga af honum án þess að líða af því sjáanlegt heilsutjón. Þetta er m.a. ljóst af því, að mótefni (antibody) gegn honum finnast í blóði svo til allra. Stundum virðist þó eitthvað valda því, að sveppnum fer að fjölga óhóflega á einhverju ákveðnu svæði líkamans, og þá fyrst er farið að tala um sveppasýkingu. Verði þessi fjölgun útvortis t.d. á tám eða í munni, uppgötvast sjúkdómurinn fljótt og með viðeigandi ráðstöfunum má oftast halda honum í skefjum. Hann veldur sjúklingnum þá fyrst og fremst óþægindum en ekki alvarlegu heilsutjóni. Flestir læknar litu slíkar sýkingar því ekki alvarlegum augum, meðan fjöldi þeirra var lítill. A síðari áratugum hefur fjöldi sýkinga þó aukist geigvænlega, þrátt fyrir bætta heilsugæslu og aukinn þrifnað. Ástæðan fannst líka von bráðar.
Sveppasýking og fúkalyf ( fúkkalyf)
Þegar fúkalyf eru gefin við einhverri bakteríusýkingu vinna þau ekki eingöngu á þeim sýklum, sem þeim er ætlað að tortíma, heldur og á ýmsum öðrum örverum sem lifa á og í líkamanum. Sumar þessar örverur eru líkamanum gagnlegar og jafnvel ómissandi. Þar má sérstaklega nefna vissa gerla sem lifa í heilbrigðum þörmum bæði manna og dýra. Þessir gerlar brjóta m.a. niður viss efni úr fæðunni, sem annars meltast ekki. Þeir mynda ákveðin vítamín, aðallega úr B-flokknum, t.d. fólinsýru, inositol, B-l og B-12, ásamt K-vítamíni, og þeir mynda mjólkursýru sem heldur sýrustigi ristilsins hæfilega lágu til þess að óheppilegur gerla- og sveppagróður þrifist þar illa eða ekki. Við það að nota fúkalyf er þessum nauðsynlegu gerlum tortímt. Þá gerbreytist ástandið í þörmunum til hins verra. Sýrustigið hækkar og sveppagróður, sem þolir fúkalyfin vel, heldur innreið sína.
Í þeirri fylkingu er gersveppurinn candida albicans fremstur í flokki. A skömmum tíma leggur hann ristilinn undir sig og fer að búa í haginn fyrir sig með því að taka sykurefni úr fæðuleifunum og umbreyta þeim í önnur efni, sem sum eru eitruð. Sjúklingurinn verður oft breytingarinnar var með þeim hætti að hann fær heiftarlega iðrakveisu, með sárindum í endaþarmi og jafnvel lítils háttar blæðingum. Ég bið lesendur mína að rifja upp hvort þeir kannist ekki við þessi einkenni eftir að þeir höfðu fengið kúr af ,,chloramphenicol“ ,,penicillin“ ,,tetrasyclin“, eða einhverju öðru skyldu lyfi.
Sé lyfjagjöfinni hætt fljótlega lagast ástandið stundum af sjálfu sér á nokkrum dögum eða vikum, en stundum er skaðinn orðinn það mikill að gerlagróðurinn getur ekki leiðrétt sig hjálparlaust. Skapast þá varanlegt ástand í þörmunum, þar sem hinum náttúrlega gerlagróðri hefur verið útrýmt, en sveppir og rotnunarbakteríur eru einráð. Einkenni þess eru þrálátt harðlífi og/eða niðurgangur, eða þetta hvorutveggja til skiptis. Mikill vindgangur og uppþemba á kviði, oft með einhverjum verkjum, og þegar lengra líður frá, stundum ristilbólga, ristilpokar og gillinæð ásamt almennum meltingartruflunum.
Sveppurinn færir út kvíarnar.Meltingartruflanir eru þó aðeins toppurinn á ísjakanum. Eiturefni sem candida sveppurinn myndar í þörmunum berast stöðugt út í blóðrásina og valda þar margs konar vandamalum, sem gerð eru skil í öðrum kafla. Einnig færir sveppurinn stundum út kvíarnar og sest að á nýjum svæðum. Þetta á einkum við ef sjúklingurinn fær áframhaldandi fúkalyfjameðferð, því að þá eru eyðilagðir náttúrlegir óvinir hans, sem varna því að hann nái að fjölga sér um of. Algengt er að þeir setjist að í kynfærum kvenna,
í munni fólks, á fótum, í nárum og holhönd og víðar. Þau einkenni eru oft augljós, svo að nú fyrst eru yfirleitt farið að tala um sveppasýkingu. Önnur einkenni eru sjaldan flokkuð sem slík, enda þótt þau séu oft ekki síður alvarleg. Árið 1951 var tekið í notkun lyfið ,,Nystatin“, sem drepur candida albicans sveppinn. Áður gat sveppasýking í lungum valdið bráðum bana, en með þessu lyfi er oftast hægt að ráða niðurlögum sveppsins. Sá galli fylgir þó lyfinu að upptaka þess gegnum meltingarfærin er mjög slæm, svo að sveppasýking annarsstaðar en í meltingarfærunum er oft erfið viðureignar og þarfnast langvarandi lyfjagjafar.
Eiturefnin berast út í blóðið Dr. C. Orian Truss, sem rannsakað hefur sveppasýkingu í fjölda ára, segir að candida sveppurihn myndi í þörmunum eiturefni sem berist þaðan út í blóðið. Einkum er það eitt ákveðið eiturefni sem hann telur líklegt að sé aðal skaðvaldurinn. Þetta eiturefni nefnist „acetaldehyd“ og sveppirnir framleiða er þeir nærast á einföldum kolhydrötum, t.d. sykri, en lítið eða ekkert súrefni kemst að. Venjulegir ger sveppir, sem t.d. eru notaðir við öl- og brauðgerð, mynda þetta efni einnig sem millistig, en breyta því síðan í ethylalkohol, þ.e. vínanda. Flestir stofnar af candida albiacans eru ófærir um að framleiða vínanda í nokkru teljandi magni, við þær aðstæður sem eru í þörmunum. Þó hafa fundist stofnar sem mynda nægilegt magn vínanda til þess að hækkun áfengis mælist í blóði. Þeir stofnar eru þó sjaldgæfir.
Venjulega ganga efhaferlin eins og hér er sýnt: Pymvat + H* – acetaldehyd + CO.2 Eins og efnajafnan sýnir myndast acetaldehyd og kolsýrugas. Kolsýran veldur því mikla lofti í þörmunum, sem oftast þjáir fólk með candida sýkingu. Acetaldehydið berst gegnum þarmaveggina út í portæðina sem ber það til lifrarinnar, sem brýtur það niður í önnur skaðlaus efnasambönd á meðan geta hennar leyfir. Sá ferill er allvel þekktur úr rannsóknum á niðurbroti áfengis í líkamanum, en acetaldehyd er fyrsta niðurbrotsefni sem myndast, þegar áfengi brotnar niður í lifrinni og er af sumum talið vera einn aðalskaðvaldurinn við ofnotkun áfengis. Jafnvel þó að lifrin hafi í sumum tilfellum afkastagetu til að brjóta niður allt það acetaldehyd sem berst til hennar, eru þó blóðfrumur í stöðugri snertingu við eitrið á leið sinni eftir portæðinni. Það gæti m.a. skýrt hvers vegna blóðfrumur í fólki með candidasýkingu starfa óeðlilega, eins og síðar verður vikið að.
Óeðlileg efnaskipti löguðust dr. Truss og samstarfsmenn hans gerðu langtíma rannsókn á efnaskiptum 24 sjúklinga með candida sýkingu og báru saman við jafnstóran hóp heilbrigðs fólks. Mikill munur kom fram á öllum þeim þáttum sem athugaðir voru. Athugað var magn amínósýra í þvagi og fitusýrur í blóðvökva og í frumuhimnum rauðra blóðkorna. Auk þess var athuguð þjálni rauðra blóðkorna úr blóði nokkurra sjúklinga til að streyma gegnum þröng op, en sú athugun hafði þann tilgang að reyna að meta hversu auðveldlega blóðfrumur streymdu gegnum þröngar háræðar. Mikill mismunur kom fram á öllum þessum þáttum. Til dæmis var glutaminsýru og aspargin magnið í þvaginu aðeins örlítið brota þess sem eðlilegt er talið.
Þetta bendir til alvarlegrar röskunar á eggjahvítuefnaskiptum þessara sjúklinga. Einnig kom fram verulegt frávik á hlutfalli ómettaðra fitusýra innbyrðis, bæði í ómega-6 og ómega-3 röðinni. Mjög lítið var af löngum fitusýrum, en heldur meira en vanalegt er af stuttum. Þetta bendir til þess að hvatarnir sem umbreyta stuttu fitusýrunum í lengri og meira ómettaðar fitusýrur starfi illa eða ekki (samanber grein undirritaðs í H.h. 3/5 tbl. 1982 um kvöldvorrósarolíu). Þjálni rauðu blóðkornanna var í flestum tilfellum minni og í sumum tilfellum mörgum sinnum minni eðlilegt er. Eftir að sjúklingarnir höfðu fengið viðeigandi meðferð gegn sveppasýkingunni voru þessi sömu atriði mæld á nýjan leik. Þá kom í ljós að öll atriðin höfðu breyst til batnaðar og voru í sumum tilfellum orðin eðlileg.
Ónæmiskerfið
Ef til vill er þó bjögun á ónæmikerfinu það alvarlegasta við candida-sýkingu. Röng starfsemi þess getur valdið ótölulegum fjölda ólíkra sjúkdóma, sem sumir hverjir eru mjög alvarlegir. Þar má telja ýmiskonar sýkingar þar sem bakteríur og veirur koma við sögu. Starfi ónæmikerfið illa er líkaminn varnarlítill gegn slíkum sýkingum. Þar næst má nefna svokallaða sjálf-ónæmi-(autoimmune) sjúkdóma. Í þeim flokki eru heila- og mænusigg (M.S.), liðagigt og fleiri gigtarsjúkdómar efstir á blaði. Þá koma ýmiskonar ofnæmissjúkdómar t.d. astma, exem, ýmiskonar útbrot og ótalmargt fleira. Jafnvel hefur verið talað um að sumir geðsjúkdómar kunni að vera ofnæmissjúkdómar í eðli sínu. Ekki er ólíklegt að bjögun ónæmikerfisins sé ein aðalorsök þess þegar krabbamein tekur að myndast. Það er þó ennþá ekki fullkomlega sannað, þó að flest bendi til að svo sé. Ónæmikerfinu er stjórnað af hvítum blóðfrumunum sem nefndar eru eitilfrumur eða lymfósýrur (lymphocytes).
Af þeim eru til nokkur afbrigði sem gegna mismunandi hlutverki í vörnum líkamans. Hér verða aðeins nefnd tvö þessara afbrigða: T-eitilfrumur og T-hemlunar eitilfrumur (T-suppressor lymphocytes). T-frumurnar hafa það hlutverk að eyða óæskilegum örverum sem berast inn í líkamann. Einnig er talið að þær eyði krabbameinsfrumum jafnóðum og þær myndast, sé starfsemi þeirra í lagi. Ruglist þær í ríminu, ef svo mætti segja, hætta þær stundum að þekkja ,,vini“ frá ,,óvinum“. Stundum ráðast þær á frumur þess líkama sem þær eru í og eyða þeim. Það eru nefndir sjálfónæmi-sjúkdómar. Stundum hætta þær að þekkja einhverja skaðvalda t.d. krabbameinsfrumur eða sýkla og láta afskiptalausa. Allir þekkja afleiðingarnar.
T-hemlunar frumurnar eru m.a. taldar hafa það hlutverk að stöðva starfsemi T-frumanna þegar „óvinurinn“ hefur verið yfirunninn, og hindra þannig að T-frumurnar fari að eyða líkamsvefjum í umhverfinu. Þetta er að vísu mjög einfölduð mynd af starfsemi þessara fruma, en hún sýnir þó glöggt hversu mikilvægt það er að þær starfi rétt. Sannanir eru fyrir því að candida sveppasýking truflar þessa starfsemi. Jafnvel hefur verið bent á að candida sýking gæti verið meðvirk orsök í sjúkdómnum AIDS (Aunnin ónæmisbæklun) sem mikið hefur verið í sviðsljósinu undanfarið. Vitað er að candida sveppurinn getur myndað það sem nefnt er ,,ónæmislömun“ (Immunologic paralysis’), þ.e. að ónæmikerfi líkamans hættir þá að verjast ásókn sveppsins sjálfs og lætur hann afskiptalausan, eins og hann væri enginn líkamsvefur. Það er að sjálfsögðu mjög alvarlegt ástand og leiðir til dauða, sé ekkert að
hafst.
Sveppasýking og miðtaugakerfið
Sannanir liggja fyrir um það að sveppasýking hafi margskonar truflandi áhrif á miðtaugakerfið. Þær truflanir geta vafalaust stafað af mismunandi lífefnafræðilegum ástæðum. Talið er að acetaldehyd geti bundist aminhópum í taugaboðefnum og myndað svokallaða „falska taugaboða“ (Colun og Collins, 1970, DavisogWalsh, 1970). Þessi efni hafa fundist í litlu magni í þvagi (Sandler o.fl. 1973). Lítið er vitað um afleiðingar þess, en líklegt að það verki truflandi. Þá hefur verið bent á að, að ákveðin mótefni (antibody) sem candida sveppurinn hvetur líkamann til að mynda, valdi því að taugaboðefnið acetyl-kolin verði óvirkt að meira eða minna leyti.
Einnig er talað um truflandi áhrif acetaldehyds á svokallað „acetylcoenzym A“ sem gegni mjög mikilvægu hlutverki. Flesti þessi vandamál eru lík eða þau sömu og stafa af ofnotkun áfengis, en þau hafa verið rannsökuð allvel. Of langt mál er að gera þeim öllum skil hér, enda tæplega á færi annarra en sérfræðinga að hafa gagn af þeim upplýsingum. Ekki má gleyma því að ýmis einkenni frá miðtaugakerfi geta stafað af ofnæmi, sem orsakast af því að ónæmikerfið starfar ekki rétt. Hin fjölmörgu dæmi um að ýmis-konar taugaveiklun og sál-líkamlegir sjúkdómar hafi læknast þegar sveppasýkingunni er útrýmt, gæti bent til þess að ofnæmi eigi oft drjúgan þátt í þeim sjúkdómum.
Ofnæmi
Ýmis konar ofnæmi eru þeir sjúkdómar sem algengast er að fylgi sveppasýkingu. Stundum fylgja ofnæminu fleiri einkenni. Venjulega lagast öll einkennin fljótlega eftir að meðferð gegn sveppnum er hafin. Allir sem þjást of ofnæmissjúkdómum ættu að reyna þá meðferð sem lýst verður síðar í þessari grein. Við ofnæmissjúkdómum eru oft notuð lyf sem deyfa ónæmiviðbrögð líkamans. Þessi lyf gera ástandið þó í raun og veru verra en það annars mundi vera, því að séu ónæmiviðbrögðin deyfð, slævast varnarviðbrögð líkamans og hann hættir að verja sig fyrir sveppnum sem þá fær óhindrað að eitra líkamann.
Þannig er kominn í gang vítahringur sem erfitt er að rjúfa. Eftir nokkurra daga kúr á nystatin má þó reyna að draga úr notkun ofnæmislyfja og/eða stera, en halda áfram að nota nystatinið. Heila og mænusigg (M.S), liðagigt o.fl. Fjölmörg dæmi eru um það að fólk sem talið hefur verið með heila og mænusigg ( M.S.) hafi læknast þegar candida sýkingu er útrýmt. Vitanlega tekur það þó nokkuð langan tíma, þar til fullur bati er fenginn. Líkt má segja um liðagigt og fleiri gigtarsjúkdóma. Oft lagast þrálátur höfuðverkur, þ.á m. mígreni. Hér á eftir kemur skrá yfir nokkur einkenni sem vitað er um að hafi lagast við það að sveppasýking var læknuð:
Höfuðverkur, margs konar.
Truflanir á sjón- og heyrnarskynjun.
Minnisleysi og skortur á einbeitni.
Sjálfsmorðstilhneigingar
Þunglyndi og kvíði, svefnleysi.
Tilfinningavandamál.
Sál-líkamlegir sjúkdómar.
Astma og exem, einnig í börnum.
Ýmiskonar annað ofnæmi.
Liðagigt og fleiri gigtarsjúkdómar.
Óreglulegar blæðingar.
Verkir á undan tíðablæðingum.
Blöðrubólga.
Bólga í leggöngum.
Tásveppir og munnsveppir.
Ristilbólga.
Bjúgur, uppsöfnun á vatni.
Heila og mænusigg.
Loftmyndun í þörmum.
Niðurgangur og harðlífi.
Þessi listi er alls ekki tæmandi, en sýnir þó að einkenni sveppasýkingar geta verið með ýmsu móti.
Hvernig lækna má sveppasýkingu
Lækning á sveppasýkingu í þörmum þarf helst að fara fram með tvennu móti:
1. Með því að gefa lyf sem drepur eða hindrar vöxt sveppagróðursins í þörmunum.
2. Með því að gefa sjúklingnum mjólkursýrugerla af réttum stofni, svo tryggt sé að ,,vinsamlegur“ gerlagróður verði yfirgnæfandi í þörmunum. Eins og áður er sagt var farið að nota lyfið Nystatin, sem unnið er úr sveppnum Streptomyces noursei, árið 1951. Lyfið drepur candida albicans í þörmum auðveldlega, en vegna þess að upptaka þess í meltingarfærum er mjög slæm eru verkanir þess annarsstaðar í líkamanum seinvirkar og þarfþví oft að gefa það mánuðum og jafnvel árum saman, eigi fullur sigur á sveppnum að vinnast. Lyfin Mykonazol, Natamycin og Katckonazol verka líkt. Efnið Propolis sem fengið er úr býflugnabúum er talið drepa sveppi og bakteríur þ.á m. candida sveppinn, en lítið er vitað um verkanir þess að öðru leyti, en ýmsir telja þær mjög athyglisverðar.
Nystatin verður að fá gegn lyfseðli hjá lækni. Propolis fæst í heilsufæðubúðum. Þegar candida sveppnum hefur verið útrýmt er nauðsynlegt að sá nýi gerlagróður, sem tekur við af candida sveppnum sé af réttum stofni. Þeir gerlar sem flestum ber saman um að séu þeir bestu eru af stofninum Lactobacillus acidophylus, sem er sérstakt afbrigði mjólkursýrugerla. Gerlar þessir eru náskyldir þeim gerlum sem eru í heilbrigði brjóstamjólk, en þeir gerlar eru örugglega af þeim stofni sem náttúran ætlast til að lifi í iðrum fólks. Acidophylus-gerlarnir eru þeir einu af fáanlegum mjólkursýrugerlum sem lifa og tímgast í meltingarfærum fólks. Skyldir gerlar eins og t.d. Lactobacillus bulgaricus, sem hér á landi eru notaðir í jógúrt eru að vísu vinsamlegir gestir í þörmum okkar, en þeir tímgast þar ekki og deyja von bráðar, sé þeirra ekki neytt að staðaldri.
Ástæða er til þess að árétta hér alveg sérstaklega að ekki er nóg að borða mikið af venjulegri súrmjólk eða jógúrt eins og margir álíta. Acidophylus gerlarnir eru þeir einu sem færir eru um að mynda varanlegan hagstæðan gerlagróður í þörmunum, hafi hinn upphaflegi gerlagróður eyðilagst af einhverjum ástæðum. Því er best að kaupa hreinan stofn af acidophylus-gerlum og borða í nokkurn tíma, meðan verið er að koma gerlagróðri meltingarfæranna í eðlilegt horf.
Acidophylus gerlar fást í að minnsta kosti sumum heilsufæðubúðum. Með acidophylus-gerlum má einnig búa til acidophylus-súrmjólk eðajógúrt með því að flóa nýmjólk og láta hana síðan kólna í 30 – 40°. Þá á að bæta út í hana örlitlu af acidophylus gerlum og láta síðan standa á vel hlýjum stað þar til hún er hæfilega gerjuð. Þessa súrmjólk má nota á sama hátt og venjulega súrmjólk eða jógúrt. Í sumum löndum fæst þannig súrmjólk í verslunum og er kölluð acidophylus-mjólk eða acidopylus-jógúrt, eftir því hversu mikið hún er sýrð. Rétt er að draga sem allra mest úr sykurneyslu, því að sykur er eins og áður segir uppáhaldsnæring candida-sveppsins.
Nokkrar sjúkdómafrásagnir: Dr. Truss segir frá fjölda dæma í greinum sínum, hvernig ýmiskonar sjúkdómseinkenni hurfu við það að sveppasýking var læknuð. Hér koma nokkur sýnishorn úr skýrslum hans, sum örlítið stytt: Kona með heila- og mænusigg ( MS ) 37 ára gömul, sem veiktist fyrst fyrir sjö árum var orðin óstyrk og máttlítil í öllum útlimum til í brjóstkassanum. Hún átti einnig í erfiðleikum með þvaglát og þurfti að bíða í 10 mín. áður en nokkur dropi af þvagi kæmi. Það komst í lag á 5 dögum eftir að hún fór að nota nystatin, og um leið lagaðist hún af harðlífi sem lengi hafði þjáð hana. Eftir 13 vikur var hún orðin eðlileg ífótunum en aðeins vottaði ennþá fyrir óstyrk í vinstri hendi. Einnig hafði lömunin í brjóstkassanum lagast stórlega. Hún var þó ánægðust yfir því hversu starfsorka hennar hafði vaxið mikið.
Þriggja ára gamall drengur þjáðist af blóðsjúkdómi sem lysti sér í því, að ónæmikerfi hans réðist á rauðu blóðkomin (autoimmune hemolytic anemia). Hann hafði m.a. einu sinni fengið alvarlegt hjartaáfall, vegna þess að tveir þriðju hlutar rauðu blóðkornanna höfðu eyðilagst og súrefnisskortur olli því að hjarta hans hætti að starfa eðlilega. Þegar hann fékk nystatin-meðferð löguðust hægðir hans, sem verið höföu alltof þunnar, mjög fljótt, og urðu eðlilegar á ný. Einnig læknaðist hann afofvirkni (hyperactivity) af verstu tegund, sem einnig hafði þjáð hann. Eftir átta vikur höföu rauðu blóðkornin fjölgað sér í næstum því eðlilegt horf. Að fjórtán vikum liðnum var fjöldi þeirra orðinn alveg.eðlilegur og hann er nú við góða heilsu, tveimur árum eftir að meðferð hófst. Hætt var að gefa honum nystatín fyrir þremur mánuðum og ennþá er heilsa hans í góðu lagi.
Fimmtán ára gömul stúlka þjáðist af sjúklegu lystarleysi, það er sveltiáráttu (anorexia nervosa). Á níu mánuðum hafði hún léttist úr 54 kílóum í 27 kíló og hafði ekkert borðað vikum saman, en hélt lifi eingöngu vegna þess að henni var gefin næring gegnum slöngu Á mánudagsmorgni var uppgötvað að hún var með smá hrúður i munni og fljótandi nystatin var borið á það, án þess að neinum kæmi.í hug annað en að hrúðrið væri aðeins eðlilegur sveppagróður sem oft kemur í munnhol fólks sem komið er að dauða.
Næsta dag boraði hún ífyrsta sinn i langan tíma og þremur dögum siðar neytti hún fullrar máltíðar. Að þremur vikum liðnum hafi hún þyngst um 32 kg og virtist albata. Slíkt dæmi segir að vísu lítið, en dœmið er athyglisvert sé haft íhuga, að tilfelli af þessum sjúkdómi hafa hundraðfaldast á undanförnum áratugum (í Bandaríkjunum, þýð.) Fjórtán ára’stúlka var lögð inn á sjúkrahús vegna geðtruflana og skyndilegrar vangetu til að læra. Húnþjá6ist af.alvarlegu þunglyndi og ræddi þráfaldlega um sjálfsmorð. Þetta ástand hennar hafi varað í fimm vikur og hafði byrjað með bólguhnútum (hives) á húð og alvarlegu astma.
Bólguhnútarnir urðu verri með hverjum degi sem leið og síðustu tvær vikurnar hafði þurft að leggja hana þrisvar inn d neyðardeild á sjúkrahúsi vegna astmakasta. Hún hafi nú blæðingar með aðeins tíu daga millibili, eftir tveggja ára tímabil me6 eðlilegu tuttugu og átta daga millibili. Fimm dögum áður en hún ‘veiktist hafi hún fengið tetracyclin (fúkalyf) við meinlausum bólum. Sex og hálfum mánuði þar á undan, en þá var hún á tveggja mánaða tetracydin-kúr, hafði hún fengið höfuðverk,- skeiðarbólgu og harðlífi, sem hún aldrei áður hafi haft. Með hliðsjón af þessari sjúkdómasögu var hún sett á nystatin-meðferð og kolvetnasnauða fæðu.
Til allrar hamingju var hún hætt að nota tetracyclinið tveimur vikum áður. stuttu máli hurfu öll einkenni næstum því samstundis, þó með þeirri undantekningu’að smá afturkippur kom sex vikum síðar, þegar móðir hennar minnkaði við hana nystatin-skammtinn í tvo daga. Hún tók þó ekki fullkomlega sína eðlilegu gleði fyrr en við næstu blæðingar, níu vikum eftir að meðferðin gegn sveppasýkingunni hófst Hér verðúr að láta staðar numið, en aðrar frásagnir eru.í líkum dúr. Venjulega má rekja sýkinguna til þess að notuð voru fúkalyf í lengri eða skemmri tíma. Sjúkdómseinkennin eru breytileg en þó er þeim flestum sameiginlegt, að einhverskonar einkennifrá ristli, t.d. harðlífi eða niðurgangur, fylgir öðrum einkennum.
Eftirmáli.
Hér hefur í stuttu máli verið reynt að draga saman mikið efni og bera það á borð fyrir lesendur í alþýðlegum búningi. Í lokin verða settir hér nokkrir minnispunktar, sem hægt er að líta á, án þess að lesa greinina að öðru leyti.
1. Sveppasýking er alvarlegur sjúkdómur og miklu algengari en flestir, einnig læknar, hafa talið en leynir sér oft bakvið margskonar ólík einkenni.
2. Aðalástæða þess hvers vegna sveppasýking hefur færst svo mjög í vöxt á síðari tímum er óhófleg og oft ógætileg notkun ýmissa lyfja sem annaðhvort drepa ,,vinsamlegan“ gerlagróður í þörmum fólks, eða veikla ónæmikerfið svo að sveppurinn nær að þrífast. Þessi lyf eru fúkalyf, sterar afcortison gerð og getnaðarvarnarpillur, ásamt nokkrum gigtar- og ofnœmislyfjum.
3. Candida sveppurinn myndar eiturefni sem berast út í blóðið og valda þar m.a. bjögun á ónæmikerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
4. Nystatin og nokkur önnur lyf, þ. á m. ,,náttúrleg“ efni, hafa reynst vel við að eyða sveppnum, bæði innvortis og útvortis. Þegar sveppnum hefur verið eytt, hverfa sjúkdómseinkennin oftast fljót lega.
5. Nauðsynlegt er að gróðursetja ,,vinsamlegan“ þarmagróður í stað candida sveppsins, þegar honum hefur verið út rýmt. Eini gerillinn sem þar er nothæfur er mjólkursýrugerillinn Lactobacillus acídophylus. Sé það ekki gert er hætt við að candida sveppurinn nái fljótlega yfirhöndinni á nýjan leik, þegar lyfjagjöf er hætt.
6. Aldrei ætti að gefa fúkalyf nema gefa acidophylus gerla á eftir. Þessari ráðleggingu er einkum beint til lækna, sem flestir vita þetta, en trassa venjulega að gera.
7. Sé um mjög langvarandi fúkalyfjagjöf að ræða, getur verið nauðsynlegt að nota samhliða fúkalyfinu, nystatin eða eitt hvert annað efni sem hindrar útbreiðslu candida sveppsins.
Lokaorð höfundar
Dr. C. Orian Truss, sá er þessar upplýsingar eru að mestu fengnar frá, kynnti niðurstöður margra ára rannsókna á þessu sviði á ráðstefnu við Huxley rannsóknarstofnunina í Boston í sept. 1981 og sagði þá að æskilegt hefði verið að bíða með að birta niðurstöðurnar í nokkur ár í viðbót til þess að geta gert þær ennþá öruggari og betri. Hann taldi þó að- málefnið væri svo mikilvægt og brýnt, að ekki mætti draga lengur að kynna þessar rannsóknir almenningi og læknum. Nú hefur hann á þessu ári birt aðra miklu ítarlegri skýrslu, sem í einu og öllu staðfestir fyrri rannsóknir og bætir ýmsu nýju við. Því tel ég að Hollefni og heilsurækt þurfi ekki að biðja einn eða neinn afsökunar á því, þó að við gefum lesendum blaðsins kost á að kynnast þessum rannsóknum og niðurstöðum þeirra, enda þótt vel megi vera, að einhver úr íslensku heilbrigðisstéttunum telji sig vita betur en dr. Truss, og reyni að telja lesendum blaðsins trú um, að þessi skrif séu aðeins heilaspuni dómgreindarlausra öfgamanna, sett á prent til þess að reyna að ófrægja læknastéttina og gera mikilvæg lyf tortryggileg.
Slíkum sleggjudómum er auðvelt að vísa heim til föðurhúsanna og má þar benda lesendum á hliðstæðu í skrifum um kvöldvorrósarolíuna, sem lauk með fullum sigri okkar í Hollefni og heilsurækt. Sá er þetta ritar er hér aðeins að skýra frá merkum rannsóknum sem erlendir fræðimenn í læknavísindum hafa gert. Erfitt er að væna þá um dómgreindarskort að órannsökuðu máli, og því síður að þeir hafi áhuga á því að ófrægja starfsbræður sína eða læknisfræðina almennt. Lesi einhverjir læknar þessa grein ættu þeir að taka efni hennar mjög alvarlega og það er trú mín að ýmsir þeirra geri það.
Enginn er hér að tala um að hætta að nota fúkalyf, aðeins að nota þau með gætni og viðhafa þær varúðarráðstafanir, sem sagt er frá í greininni. Með því má að mestu komast hjá þeim óæskilegu hliðar verkunum, sem notkun þeirra annars fylgir, en þær hliðarverkanir hafa ýmsir læknar ekki tekið nægilega alvarlega. Góður læknir, sem vill sjúklingum sín um vel, en það vilja áreiðanlega flestir læknar, má ekki gera eins og mér var sagt um ónefndan lækni. Maður nokkur sýndi honum glas með acidophylusgerlum og spurði hann hvort hann gæfi ekki sjúkling um sínum þessa gerla með fúkalyfjum. Læknirinn sem strax kannaðist við gerlana, svaraði að bragði: „Nei, það geri ég ekki, en vitanlega ætti ég að gera það.“
Heimildir: C. Orian Truss, M.D.: The Role of Candida Albicans in Human Illness, Joumal of Ortomolicular Psychiatry nr. 4, 1981.* C. Orian Truss, M.D.: Metabolic Abnormalites in Patients wilh Chronic candidiasis. Journal of Ortomolecular Psychiatry nr. 2, 1984.*Auk þess nokkrar greinar t „Prevention“, um mjólkursýrugerla.
Höfundur: Ævar Jóhannesson.
Flokkar:Greinar