Ný von fyrir mongólíðabörn

Formáli  (Grein skrifuð 1982)
Í öðru og þriðja tbl. norska tímaritsins Vi og várt 1982 eru mjög merkileg viðtöl og frásagnir af nýrri byltingarkenndri læknismeðferð á svokölluðum „mongólíðum“ (Börn með Down’s Syndrome). (Ég nota hér orðið ,,mongólíði“ en ekki mongólíti“, því að „mongólíti“ táknar samkvæmt merkingu orðstofnanna ,,maður af mongólskum kynþætti“. Íti = maður). Frakkinn Jerome LeJune, prófessor uppgötvaði, að móngólíðar eru með einn auka litning í frumum sínum. Því var það álit flestra, að þessi erfðagalli væri algerlega óbætanlegur og væri því ekkert hægt að gera fyrir þá foreldra, sem yrðu fyrir því óláni að eignast mongólíðabarn, nema reyna að láta því líða sem best. Lækning var talin fjarstæða.

Að vísu hefur verið reynd svokölluð ,,frumumeðferð“ (Cell Therapy) með misjöfnum árangri, og verður ekki farið nánar út í þá sálma hér. Sá sem uppgötvað hefur þessa nýju lækninga-meðferð er bandaríkjamaðurinn dr. Henry Turkel, en hann ásamt öðrum bandaríkjamanni, dr. Robert S. Mendelsohn héldu fræðsluerindi á ráðstefnu í Osló dagana 23. – 25. apríl s.L, og kynntu þar hinar nýju læknismeðferð og skýrðu frá árangri hennar. Það sem hér fer á eftir er endursögn greinanna í Vi og várt verulega stytt.

Dr. Henry Turkel.
Dr. Henry Turkel er fæddur í Austurríki árið 1903, en fluttist til Bandaríkjanna 1923 og varð þar ríkisborgari 1929. Hann stundaði nám við Ríkisháskólann í Ohio og tók þar. BA prófi efnafræði 1931. Hann tók MA próf í líffærafræði við Graduate School of Michigan 1932 og fékk doktorsgráðu í læknisfræði við Læknaháskólann í Michigan árið 1936 Dr. Turkel hefur lengi starfað í bandaríska hernum, og þar fann hann upp nýja aðferð við blóðgjöf, þ.e. að gefa blóðið beint inn í bringubeinið.

Hann hefur stundað kennslu og tilraunastarfsemi og þróað upp nýjar aðferðir við lækningar. Þar er ,,U-serían“, en svo kallar hann meðferðina á mongólíðunum, sennilega frumlegust og mest brauðryðjendastarf. ,,U-seríuna“ má nota við fjölda annarra sjúkdóma, þ.á.m. krabbamein. Okkur sem aðhyllumst náttúrlegar lækninga-aðferðir kemur það í raun og veru ekki svo mjög á óvart að ,,U-serían“ geti læknað fleiri sjúkdóma, því að hún er í  raun og veru ekki annað en næringarfræði leg læknismeðferð.

Mongóliðabörnin urðu heilbrigð
„Sannleikurinn er ávallt einfaldur“, segir í gömlum málshætti. Þetta á við á mörgum sviðum, þ.á.m. stundum í læknisfræði. Meðferð dr Turkels felst í því að gefa sjúklingunum ýmis næringarefni í samanþjöppuðu formi, – steinefni, vítamín, snefilefni, amínósýrur og hvata (enzym) í réttum skömmtum og hlutföllum. Eftir nokkurn tíma fer að sjást ótrúlegur árangur af þessari hollefnagjöf. Dr. Turkel sýndi á ráðstefnunni langa röð aftöflum og línuritum, ásamt ljósmyndum, sem sýndu þróunina hjá mörgum einstaklingum, eftir því sem lækningunni miðaði fram. Stórkostlegt var að sjá á myndunum, hvernig andlitin breyttust og urðu eðlileg, hvernig hálsinn varð lengri og grennri, líkamsvöxturinn varð fallegri og hvernig limaburðurinn fékk á sig svip heilbrigðs barns.

Dr. Turkel sýndi raðir mynda af sjúklingum og sagði sögu þeirra, frá því að þeir voru smábörn og þar til þeir náðu 20 – 30 ára aldri og höfðu fengið fasta atvinnu, gengið í hjónaband og eignast börn. Hann sýndi röntgenmyndir afheila þeirra og útskýrði hvernig hann þróaðist. ,,Það er nefnilega þannig“ áréttar dr. Turkel, „að heili mongólíðabama er ekki eðlilega þróaður. Þetta er líkt og ef fræi er sáð í þurra jörð og bíður þess að rigni. Þróun þess stöðvast þar til það fær vatn. En hví hefur þróun mongólíðanna stöðvast“? heldur hann áfram. ,,Vegna  aukalitningsins, sem mongólíðar eru með, truflast efnafræðilegir ferlar um allan líkama þeirra. Þetta veldur því, að eitur-og úrgangsefni safnast saman í þeim. Röntgenmyndir sýna, að heili þeirra er ekki eðlilega þróaður og þær sýna einnig, að sé aðferð minni beitt, þá nær hann eðlilegum þroska. Það athyglisverðasta er þó ekki það, að andlitið breytist og að augun verða eðlileg, að hálsinn lengist og líkaminn verður grennri, samtímis því að hreyfingarnar verða markvissari. Hið athyglisverðasta er það, að greindarvísitala þeirra breytist. Einstaklingar geta fengið greindarvísitölu sem er hærri en meðal-greindarvísitala heilbrigðs fólks.“ Tilvitnun lýkur.

Það þýðir að þetta fólk getur lifað algerlega eðlilegu lífi, stundað venjuleg störf, sinnt hinum fjölbreytilegustu áhugamálum, gengið í hjónaband og eignast börn. Foreldrar mongólíðabarna þurfa nú ekki að koma þeim fyrir á vistheimilum og dagvistunarstofnunum meðan þau eru ung, og á hælum til ævilangrar dvalar er þau eldast. Allt sem gera þar fer að fylgja ráðum dr. Henry Turkels og gefa barninu vítamín- og steinefnablöndu hans, og barnið verður að öllu leyti eðlilegt og getur stundað leiki og nám með öðrum börnum, og orðið, er fram líða stundir, fullgildur þegn í þjóðfélaginu. Svo virðist sem sama meðferð hafi einnig gefið góða raun við sum önnur þroskaheft börn en mongólíða.

Best er að hefja meðferð á börnunum sem yngstum, því að þá verður þroskaferill þeirra líkastur þroskaferli heilbrigðra barna, og þroski miðaður við aldur líkur og jafnaldra skóla- og leikfélaga þeirra. Þetta getur skipt verulegu máli fyrir sjálfstraust barnsins, meðan á skólagöngu stendur. Það þýðir þó ekki að meðferðin geti ekki borið árangur, þó að hún sé hafin síðar, en í þeim tilfellum verður að gera ráð fyrir, að barnið verði á eftir jafnöldrum sínum, að minnsta kosti fyrst í stað, því að þroski barnsins stendur að mestu leyti í stað þar til meðferðin hefst. Þroskaaldur barnsins má því telja að hefjist er meðferð byrjar. Dæmi eru um börn, þar sem meðferð hófst fyrst um 14 ára aldur, sem náðu þó eðlilegum þroska.

Saga af mongólíða dreng.
Hér kemur svo að lokum ágrip afsögu drengs, sem fæddist mongólíði. Ginó fæddist 10. júní, 1971. Byrjað var á „U-seríu“-meðferð 11. febr. 1974. Hann fékk reglulega meðferð til ársins 1979, en þar endaði sjúkraskýrsla hans. Þegar hann kom til dr. Turkel, tveggja ára og átta mánaða, gat hann ekki setið uppréttur hjálparlaust. Skömmu síðar varð móðir hans vör við, að hann hafði betri matarlyst, en hún hafði verði mjög léleg.  Einnig varð hann þróttmeiri og grennri og fór að sýna merki um aukna vitundarstarfsemi. Frá 16 mánaða aldri hafði hann haft stöðugt rennsli úr vinstri nös. Ekki tókst að lækna þetta með neinum ráðum. Nokkrum mánuðum eftir að meðferðin hófst lagaðist það og hefur ekki komið aftur. Ginó hafði stöðugt þjáðst af meltingartruflunum og læknar höfðu sagt, að hann yrði að lifa með þær, vegna þess að þær væru hluti afsjúkdómi hans.

Mánuði eftir að hann byrjaði á meðferðinni var melting og hægðir komin í lag og hefur verið í lagi síðan. Hann hafði haft hjartsláttaróreglu og aukahljóð frá hjarta. Eftir 6 mánaða meðhöndlun var hjartastarfsemin komin í fullkomið lag. Ginó hafði áður óvenjulega þurra húð og á útlimum var hún líkust sandpappír að snerta á. Eftir fimm mánuði var húðin orðin algerlega umbreytt, mjúk og slétt. Útbrot sem hann hafði verið með á sitjandanum hurfu einnig. Húðin hafði áður haft rauðbláan lit og útlimir verið kaldir. Að 9 mánuðum liðnum var húðlitur orðinn eðlilegur og útlimir með réttum líkamshita. Ginó hafði átt við mikla öndunarerfiðleika að etja. Hávaðinn frá andardrættinum heyrðist oft í gegnum tvö herbergi. Þrem vikum eftir að meðferð hófst var öndun orðin eðlileg. Hann hafði áður verið allur eins og útblásinn eða bólginn, sérstaklega á höfði, hálsi, höndum og fótum, en handleggir og fótleggir voru minna bólgnir.

Eftir sex til níu mánaða meðhöndlun var líkami hans orðinn eðlilegur og í réttum hlutföllum og fingurnir langir, grannir og vel lagaðir. Áður hafði bilið milli augnanna verið næstum alveg slétt, en að tveim áðum liðnum hafði nefhryggurinn vaxið svo, að hann var orðinn alveg eðlilegur. Einnig tóku bein hans að þroskast svo að hann lengdist um 6-7 cm á ári í stað 1-2 cm áður. Áður hafði hann ekkert bragðskyn og sýndi engin viðbrögð gagnvart sjónvarpi eða tónlist. Hann grét aldrei og hló aldrei. Að fjórum mánuðum liðnum, eftir að meðferð hófst, var breytingin alger. Hann varð fullur athygli, forvitinn, vildi láta aðra taka eftir sér. Hann fór að læra að þekkja stafina og var kominn aftur að „K“, og hann var farinn að geta opnað dyr. Áður gat hann ekkert talað, hvorki sagt mamma né pabbi, en eftir sjö mánuði gat hann sagt einföld orð eins og mamma, pabbi, ball, bíll, epli og toppur.

Eftir það varð þróunin mjög ör og hann fór að mynda setningar og fimm ára gamall var hann orðin læs. Nú er hann algerlega sjálfbjarga, klæðir sig sjálfur og fer í bað, velur sér föt til að fara í og fylgist með því, að litirnir á fötunum séu í samræmi hver við annan. Hann hefur góða framkomu og hefur gaman af að borða úti á litlum matsölustöðum. Hann er skýr drengur sem nýtur vinsælda. Þegar Gínó fæddist var foreldrum hans sagt, að hann mundi aldrei geta lært að tala og aldrei yfirgefa barnarúmið sitt. Hann mundi kannski ná fjögurra ára aldri en varla meira. Ginó hefur nú hestaheilsu og verður aldrei misdægurt, fær aldrei kvefeða hita. Í þau sex ár sem sjúkraskýrsla hans nær yfir, eftir að hann byrjaði á „U-seríu“-meðhöndluninni, hefur hann ekki verið veikur einn einasta dag.

Eftirmáli.
„U-seríu“-meðhöndlunin hefur nú verið leyfð af heilbrigðisyfirvöldum í Noregi. Hafi einhverjir lesenda H.h. áhuga á að kynna sér þetta mál nánar, eða reyna að notfæra sér þær upplýsingar, sem hér hafa verið birtar geta þeir skrifað til Noregs, en þar er starfandi áhugamannahópur um lækningu mongólíðabarna. Þeir sem að áhugamannahópnum standa, gefa nánari upplýsingar um hvert á að snúa sér til að fá vítamín- og steinefnablönduna, sem notuð er við lækninguna, og einnig hvernig á að nota þessi efni. Mongólíðabörn heita á norsku „mongoloidebarn“ eða „barn með Down’s Syndrome“.

Utanáskriftin er: Interessegruppenforalternativmedisin-I F A B c/o Vi og várt,
Dronningensgate 23, Oslo 1, Postbox 901, Sentrum, NORGE.

Aht. Greinin var skrifuð haustið 1982 Ævar Jóhannesson.Flokkar:Greinar, Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar

%d bloggers like this: