Hér er franhald á viðtali úr síðasta blaði, árið 1982, við Þuríði Hermannsdóttur um það hvers vegna hún breytti fæði sínu yfir í mikið lífrænt fæði. Einnig upplýsti hún hvaða áhrif það hafði á heilsufar hennar og vinkonu hennar sem læknaðist af krabbameini eftir að hafa borðað svona fæði í nokkurn tíma.
Í sumar lauk Þuríður þriðja og síðasta áfanga í austurlenskum alþýðulækningum við The Kushi Institut í London. Hér á eftir fræðir Þuríður okkur um undirstöðu mikið lífrænnar fæðu (Macrobiotics) og hvernig hyggilegast er að haga breytingu yfir í þetta mataræði. Einnig kemur fram hvernig líkaminn getur brugðist við snöggri breytingu yfir á MIKIÐ LÍFRÆNT FÆÐI. Þá er að endingu örlítið drepið á Multible Sclerosis (heila- og mænusigg).
Nú fær Þ. H. orðið: ,,Þúsundir manna hafa fengið betri heilsu með því að breyta mataræði sínu yfir í lífræna fæðu. Þá er átt við að EKKI er notaður matur með litarefnum, rotvarnarefnum, kekkjavarnarefnum, saltpétri eða því um líku. Þegar fólk hættir að neyta kjöts, eggja, osts og sykurs, smáþróast bragðlaukarnir upp í að finna upprunalegt bragð matarins, án þess að þurfa að nota krydd eða önnur bragðefni. Við það að breyta matnum yfir í mikið lífrænn fæði eykst vellíðan almennt, þrátt fyrir það lítur út fyrir að mörgum þyki það erfitt að breyta um mataræði. Virðist sem auðveldast sé að byrja á að minnka kjötneyslu smámsaman. Þá hverfur löngunin í kjöt oftast eftir nokkrar vikur. Ollu erfiðara virðist vera með sykur, kökur og önnur sætindi. Því það er eins og líkaminn kalli á þetta efni í langan tíma.
Þess vegna hefur reynst best að smáhætta sykurneyslu og nota til að byrja með hunang, maltextrakt og önnur góð sætefni. Efni þessi er betra að nota meðan líkaminn er að venjast nýrri fæðu og blóðið að breytast og hreinsast. Þegar jafnvægi er að lokum náð, en það tekur frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði, þá er allt í lagi að nota stöku sinnum byggmalt og hrísgrjónasýróp. Yfirleitt eru korntegundirnar þó svo sætar að þegar bragðlaukarnir hafa náð sínu eðlilega bragðskyni, þá finnur maður sætabragðið af korninu eins og t.d. hrísgrjónum. Þess má geta að mjög sætt bragð er afsoðnum gulrótum með lauk, má segja að það sé dísætt. Mjólk og mjólkurvörur er hvað erfiðast að hætta að nota og helst lítur út fyrir að þar spili inn í sálrænir þættir. Kannski er það ‘ekki óeðlilegt vegna þess hve vön við erum að neyta mjólkurafurða. Því miður er mjólkin talin slímmyndandi og því best að minnka neyslu hennar eftir getu hvers og eins.
Fyrir þá sem hugsa sér að breyta yfir í korn- og jurtafæði ætla ég að útskýra þetta nánar. Helmingur af daglegu fæði eru heilar korntegundir, aðallega stutt hýðishrísgrjón.“
H.h:. ,,Hvers vegna stutt hrísgrjón en ekki löng?
Þ.H.: ,,Þau eru talin hæfa okkar köldu veðráttu betur. Einnig er ákjósanlegt að nota hirsi, bygg, hafra, hveiti, róg og bókhveiti. Rétt er að endurtaka að kornið er alltaf notað ómalað. Við mölun missir kornið svo mikið, t.d. er hægt að geyma ómalað korn í mörg ár, og það spírar þegar sett er niður og upp af því vex nýtt korn. A því má sjá að lifandi kraftur er í korninu. Hins vegar getur korn ekki spírað sem búið er að mala, það er því sýnt að þessi lifandi kraftur sem í korninu býr verður fyrir óbætanlegum skemmdum við mölun. Stöku sinnum má nota löng hrísgrjón og spaghetti úr heilhveiti einnig bókhveitispaghetti.
Einnig má einstöku sinnum nota malaðar korntegundir og þá í brauð. Næsti flokkur er súpa um 5% afdagsfæðinu, svona um það bil tveir súpubollar á dag. 1 súpuna er gott að nota grænmetissoð, þang og krydda með mísó (1 tsk. í bolla) og sojasósu. Einn fjórði afdagsfæðinu á svo að vera grænmeti sein matreitt er á ýmsan hátt, t.d. gufusoðið, soðið, bakað, steikt úr örlítilli matarolíu og einstaka sinnum jafnvel djúpsteikt. Í lagi er að borða 1/3 hlutann hrátt sem pressað salat. Það kál sem gott er að borða daglega er hvítkál, brokkoli, rósakál, kínakál, blómkál, steinselju. Laukur og skarfakál er sérstaklega góður vítamín- og steinefnagjafi. Hinn ílokkurinn sem mælt er með í dagsfæðinu er gulrætur, rófur, næpur, radísur, fíflarætur og fíflablöð. Til hátíðabrigða (þ.e. ekki daglega) má nota rauðrófur, sellerí, agúrkur, grænar baunir, sveppi, æsbergsalat og baunaspírur. Grænmeti sem þarf að varast ef við viljum bæta heilsuna er eggaldin (avocado), aspargus, kartöflur, spínat og tómatar.
Ýmsar upplýsingar um baunir: Heilar baunir geymast árum saman eins og heila kornið, án þess að þær séu varðar með rotvarnarefnum eða öðrum geymsluefnum. Ef við leggjum baunir í bleyti, þá spíra þær og hafa þennan lífkraft í sér sem heilt kom hefur að geyma og ég benti á fyrr í þessu viðtali. Af baunum er ágætt að borða l/10 hluta af dagsfæðinu(10%). Þær baunategundir sem best er að nota eru: Linsubaunir, adukebaunir, kjúklingabaunir og nýrnabaunir. Aðrar baunir eins og t.d. grænar baunir, sojabaunir og þess háttar ætti ekki að nota nema stöku sinnum. Margt er hægt að búa til úr sojabaunum sem minnir á kjöt og ost. Hefur það auðveldað fólki að komast yfir millibilsástandið þegar það hættir að nota kjöt og osta. Þang er mikið notað, um það bil 1/5 hluti af dagsfæðinu. Auðvitað er það alveg kjörið fyrir okkur Íslendinga að nota sölin sem eru ákaflega joð- og járnrík. Því miður eru ekki á boðstólum aðrar íslenskar þara eða þang tegundir, þó svo að nóg sé afslíku allt í kringum landið. Eflaust væri víða hægt að biðja bátasjómenn um nýtt þang sem kemur í veiðafærin hjá þeim.“
H.h.: Hvað hefur þú um þang frá Japan að segja?
Þ.H.: ,Já, það er flutt inn ræktað þang frá Japan sem er mjög eggjahvíturíkt og nefnist ,,Nori“. Bragðast líkt og harðfiskur og hefur meðal annars þann eigin leika að draga fitu og sykur út úr líkamanum. Síðan er það Kombu og Vakame þang sem er ekki nærri eins bragðsterkt og sölin okkar en er samt ágætt að nota í matreiðslu, bæði í salöt, súpur og baunarétti. Allar baunir verða meyrari og auðmeltanlegri ef þær eru soðnar með bita af Kombuþangi. Snúum okkur nú að fiskinum. Það er í lagi a9 borða nýjan soðinn fisk tvisvar í viku, eða að minnka skammtinn frá því sem fólk er vant. Fiskur í Mísósúpu er mjög ljúffengur matur – þá er best að nota ýsu eða þorsk. Hnetur og fræ er gott að nota einstöku sinnum, þó er betra að nota fræ frekar en hnetur því það er ekki eins feitt. Það fræ sem helst er notað er sesamfræ og sól blómafræ. Mjög gott er t.d. léttristað sólblómafræ út á bæði grænmeti og kornmat. Ábætisrétti er í lagi að borða tvisvar til þrisvar í viku og nota þá aðallega ávexti sem vaxa við svipað hitastig og er í því landi sem búið er í, t.d. epli og perur. Ekki skal nota ávexti sem vaxa í heitari löndum, eins og t.d. ananas, fíkjur, banana, appelsínur og melónur.“
H.h. Er það byggt á því sama og D.C. Jarvis M.D. heldur fram í bók sinni Gigtarsjúkdómar og alþýðulækningar?
Þ.H.: „Hugsunin á bak við þetta er sú sama. D.C.Jarviis M.D. hefur eytt mörgum árum í rannsóknir einmitt á þessu og fleiru í sömu átt og komist að þeirri niðurstöðu að fólki verði best af þeim ávöxtum sem ræktaðir eru við svipað hitastig og er í landinu sem búið er í. Hann vitnar í appelsínur og segir að þær valdi gigt hjá fólki sem neyti þeirra í köldu loftslagi.
Drykkir:
Mest er notað þriggja ára te, sem í rauninni er ekki telauf, heldur stilkarnir af terunnunum. Þeir eru teknir eftir þrjú ár, þurrkaðir og meðhöndlaðir. Te þetta þarf að sjóða og er hægt að nota sömu stönglana 4 til 5 sinnum. Eins er ágætt að nota stöku sinnum kaffi sem búið er til úr kom tegundum. Einnig er mjög ljúffengt kaffi úr fíflarótum – þá eru fíflaræturnar skornar niður í litla bita, settar í ofnskúffu og þurrkaðar og geymdar þannig. Síðan er soðið upp á þessu og fæst úr því úrvals kaffi. Við forðumst djús og ávaxtasafa, þó eru undantekningar með eplasafa stöku sinnum. Einnig skal forðast að nota venjulegt kaffi og te og síðast en ekki síst vín og gosdrykki.
Krydd:
Til bragðbætis skal helst nota sojasósu og sesamsalt. Saltið er í hlutföllunum 10 hlutar sesarnfræ á móti einum hluta af salti. Þetta er ristað við hægan hita og síðan hrært í morteli.“
H.h.: Er þá notað venjulegt borðsalt?
Þ.H.: Nei, við notum jarðlagasalt. Það fæst í pokum og stendur á því „Natural Crystal Salt“, eða annað lítið hreinsað sjávarsalt. Svo við höldum áfram með kryddið, þá er gott að taka allar tegundirnar af þanginu sem taldar voru upp hér á undan, hita upp í ofni í 15 – 20 mínútur við 150 til 200 gráður, mala það svo niður í duft og nota sem krydd út á mat. Þetta er mjög steinefnaríkt og þó nokkuð bragðgott. Einnig eru notaðar mjög sterkar og saltar plómur sem nefndar eru umeboshi plómur. Svo er það heimagerði pikklesinn sem við köllum súrkál. Það er búið til á þann hátt að salti er stráð í hvítkál, síðan er það hnoðað saman og sett í pressu.
2 1/2 kg hvítkál
1/4 lítill bolli salt
Kálið skorið örþunnt, salti hnoðað í þar til vökvi kemur úr kálinu. Pressa sett ofan á kálið, þó þannig að bil sé á milli brúna ílátsins og þess sem pressað er með. Klútur settur yfir, geymt þannig á köldum stað í 2 vikur. Ef myndast eins og mygla eða gerjun á að ausa því vatni burt og þvo barmana vel. Notað eftir 2 vikur, þá er hver skammtur sem tekinn er þveginn fyrir notkun. Mjög gott er að enda hverja máltíð með því að borða súrkál, það hreinsar vel ristil og meltingarfæri. Matarolía er einstaka sinnum notuð við matargerðina en þó ekki neitt í líkingu jafn mikið og við erum vön, t.d. þegar léttsteikja skal grænmeti, þá er aðeins notuð ein teskeið afmatarolíu og henni penslað innan í pottinn. Matarolía sú sem mest er notuð er sesarnolía, bæði ristuð og óristuð, en hún þarf að vera kaldpressuð. Næst henni að gæðum kemur maísolía, rétt er svo að taka fram að forðast ber að nota smjör og smjörlíki.“
H.h.: Hvað ráðleggur þú þeim sem hefðu hug á að breyta yfir í Makróbíótík eftir að hafa lesið þessa grein?
Þ.H.: ,,Fyrir alla muni að fara hægt af stað – því líkaminn þarf að aðlagast nýjum siðum og nýju mataræði. Ágætt er að byrja á því að bæta inn í sitt daglega fæði hýðishrísgrjónum, mísósúpu og auka grænmetið. Minnka kaffineysluna og bæta upp kaffimissinn með þriggja ára te. Þannig er gott að aðlagast breytingunni í nokkrar vikur og í leiðinni að draga úr neyslu á sykri, kjöti og mjólkurvörum. Næsta skrefyrði svo að minnka neyslu á ávöxtum en bæta þess í stað við lífrænni fæðu (baunum, heilkomi og hýðishrísgrjónum) og þannig koll afkolli. Betra er fyrir líkamann að breytingin taki langan tíma, því líkaminn kallar á það sem hann er vanur. Snögg breyting getur því orðið mörgum ofviða, nema þá með óhemju viljastyrk. Löngunin í það sem við erum vön getur orðið svo sterk að bókstafafleg a allt verði undan að láta“.
H.h.: En ef um er að ræða alvarlegan sjúkdóm, er þá staðið eins að breytingunni?
Þ.H.: ,,Nei, þá verður að skipta yfir tafarlaust, sem oft fylgja mikil átök í líkamanum meðan hreinsun hans fer fram. Við þessar aðstæður er þó viljastyrkur viðkomandi persónu miklu meiri vegna þess að lífshætta getur fylgt því að halda áfram í gamla farinu.“
H.h.: Vilt þú kannski lýsa því fyrir okkur hverju fólk getur átt von á eftir snögga breytingu yfir á þetta mikið lífræna fæði?
Þ.H. ,,Oft byrjar það með mikilli þreytu og magnleysi fyrstu tíu dagana. Það er vegna þess að þá er að losna um eiturefni, og á eftir því fylgir oft höfuðverkur, en þá er líkaminn byrjaður að losa sig við eiturefnin. – Þannig er líkaminn, hann gefur það oft til kynna með höfuðverk þegar hann er að losa sig við eiturefni. Hver hefur ekki heyrt talað um timburmenn? Nú, svo fá sumir verki út frá meltingarvegi, því þetta er þó nokkur breyting fyrir meltingarfærin að takast á við allt þetta grófmeti. Þessir innyflaverkir geta varað frá þremur upp í fjórtán daga. Það er ekki hættulegt og hefur sína eðlilegu skýringu. Eftir fyrstu tíu dagana frá mataræðis- breytingunni byrjar blóðið að hreinsast og verða um leið heilbrigðara, þá fær fólk oft kvef og nefrennsli, þá er farið að hreinsast slím og óhreinindi út úr líkamanum.
Eins er algengt að þessi hreinsun komi út í svitaköstum og getur það stundum varað í nokkra mánuði. Þá er orsökin oft sú að sá hinn sami hefur innbyrgt mikinn vökva og mikið afávöxtum áður fyrr og þetta er allt að hreinsast út. Þeir sem hafa borðað mikið afdýrafitu, sérstaklega saltri fitu eins og saltkjöti og mikið krydduðu feitu kjöti og tekið kannski mikið afmeðulum, geta átt von á því að fá rauða flekki, en þeir hverfa nú oftast á svona tveimur vikum – í þessu tilviki leitar fita og önnur óhreinindi út um húðina. Einnig er afar algengt að fyrst eftirmataræðisbreytinguna fái fólk annað hvort niðurgang eða að hægðirnar stoppi. Það er vegna þess að meltingarfærin eru orðin slöpp.
Niðurgangur orsakast oft af því að fitu- og úrgangsefni hafa orðið eftir í ristlinum, jafnvel í pokum og fellingum, og þegar þetta fer svo að hreinsast út kemur það fram með niðurgangi. Aftur á móti þegar um hægðatregðu er að ræða, þá er það oftast vegna þess að meltingarfærin hafa verið orðin mjög útþanin. Þegar svo breytt er yfir í þessa fæðu, byrja meltingarfærin að þjappast saman og þetta veldur stundum hægðatregðu og tímabundnum óþægindum. Eftir að jafnægi er svo náð og ristillinn hefur þjappast eðlilega saman, þá fara hægðimar að ganga eðlilega á ný.“
H.h.: Til hvaða ráða á það fólk að grípa, sem fyrst í stað verður fyrir mikilli hægðatregðu?
Þ.H:. ,,Hætta að borða brauð í bili. Einnig að hætta við fitu og ávexti, en leggja áherslu á að borða mísósúpu og sojasósu í mat. Nú, og svo að borða súrkál eða heimagerðan pikkles í lok hverrar máltíðar. Þá er líka áhrifaríkt að gera æfingar þannig að legið er á bakinu, hnén beygð og andað inn, en þegar andað er frá sér er stutt með fingrunum á ristilsvæðið, byrjað neðst hægramegin og haldið áfram upp og þvert neðan við rifbein og niður vinstra megin. Að þessu búnu skal leggja lófann yfir naflann og nudda í hringi réttsælis, þangað til slaknar á öllum líkamanum.“
H.h.: Það kom fram í fyrri greininni að þú þekkir fólk sem hefur læknast af krabbameini með þessu mataraeði, en þekkir þú dæmi þess að fólk hafi læknast af M.S. (Multiple Sclerosis)?
Þ.H.: ,,Það var með mér stúlka í skólanum í London í sumar sem sagðist hafa verið búin að liggja lömuð í rúminu vegna M.S. þegar hún komst í kynni við Macrobiotics. Hún sagðist hafa læknað sig með þessu fæði, en það hafi tekið nokkur ár og verið mjög erfitt. En hún var mjög hraustleg núna og ekki hægt að merkja það að hún hafi verið sjúklingur.
H.h: Hefur þú nokkrar ábendingar sérstaklega til M.S. sjúklinga?
Þ.H.: ,,Því miður hefur mér ekki unnist tími til þess að vinna upp úr þeim fyrirlestrum um M.S. sem ég fékk í sumar. Verð ég því að lýsa í grófum dráttum og í lauslegri þýðingu kafla úr bókinni Natural Healing through Macrobiotics eftir Michio Kushi.
M.S.
Multiple:= Margfaldur eða fjöldi. Sclerose:= Hörðnun vefs eða vefja. Allir hlutar líkamans eru sífellt hlaðnir orku, þessi orka kemur frá umhverfínu, vegna hreyfingarjarðarinnar, og orka þarf að streyma um alla hluti til að geta lifað. Þegar við stöndum upprétt þá er greiður gangur fyrir orkuna að streyma um líkamann, orka frá jörðinni streymir upp og orka frá umhverfínu streymir niður og þannig myndast hringrás orku í líkamanum. Orkuflutningurinn er mun minni þegar við liggjum fyrir.
Samkvæmt gömlum venjum voru allir sjúkdómar heimfærðir upp á hvort orkustreymið um líkamann væri í lagi, og er talað um að orkan sem streymir niður líkamann frá umhverfinu sé Yin orka (til útskýringar er hugtakið Yin þýtt á íslensku sem útvíkkandi og Yang sem samandragandi), en orkan sem streymir upp á við frá jörðinni sé Yang orka, og verði einhver truflun á þessum orkuflutningi þá komi það út í því að líkaminn veikist á einhverju tilteknu svæði. Þau svæði sem orkan er mest eru: miðheilinn, hálsinn að framan, hjarta, magi og smáþarmar. Þessi svæði eru kölluð chakras. Það er nauðsynlegt að þessar orkurásir séu ekki stíflaðar. Þessar rásir veita orku út í útlimina. Orkan sem streymir um handleggi kemur frá svæðunum í hálsi og magarás, og fer þaðan út í hægri og vinstri handlegg. Orkan sem fer niður í fætur kemur frá smáþarmarásinni.
Orkan fer um handleggi og fætur og fer út í 2 punkta í miðjum lófum og á miðri ilinni. Síðastliðin 50 ár hefur meira og meira borið á því að þessi orkuflutningur sé orðinn minni hjá mörgum, og hefur í för með sér máttleysi í handleggjum og fótum ásamt dofatilfinningu. Mörg þessara einkenna eru til staðar hjá fólki sem þjáist af M.S. M.S. byrjar oft í fótum og breiðist upp á við. Fæturnir eru þéttari hlutar líkamans Yang og er því sagt að M.S. sé sjúkdómur sem stafar afYin eða útvíkkandi ástæðum. Þó eru dæmi þess að ástæðan sé öfug, þ.e. stafi af Yang samanherpandi afli.
A: Yin ástæðan: Orkurásin meðfram hryggnum verður opin og slöpp og þar af leiðandi verður orkuflutningur ekki nógur, flest öll tilfelli af M.S. stafa af þessu.Orsökin er að fæðan inniheldur allt of mikið af sykri, safa, C vítamíni, gerviefnum í mat, köldum drykkjum og annarri mjög útvíkkandi fæðu.
B Yang ástæða: Orkurásin stíflast vegna harðrar fitu sem safnast þar fyrir. Ástæðan er of mikið af feitri dýrafæðu eins og eggjum, mjólkurmat, sérstaklega osti, smjöri og annarri dýrafitu. Eins er talið að eftirfarandi þættir hafi áhrif á orkuflutning á líkamann og að þessir þættir veiki orkuflutninginn.
a. Fósturlát.
b. Að botnlanginn sé fjarlægður.
c. Séu eggjastokkar eða leg íjarlægt veikir það orkuflutning.
d. Sama er að segja séu kyrtlar fjarlægðir.
e. Ekki er ráðlegt að vera lengi og oft í mjög heitum böðum.
f. Þegar tengsl við náttúruna hverfa.
Flestir eru í skóm inni í stað þess að ganga berfættir, við göngum mest á steypu en ekki grasi utandyra og komumst því ekki í snertingu við jörðina sem gefur mikla orku. Öll nýtísku þægindi hafa orðið til þess að við stíflum orkustreymið með alls konar gerviefnum eins og t.d. nælonsokkum, fötum úr gerviefnum. Gluggatjöld og gólfteppi eru oft úr gerviefnum. Allt þetta, bæði uppskurðir þar sem líffæri eru fjarlægð og notkun gerviefna, veikja orkustreymið um líkamann. Austurlenskar alþýðulækningar stuðla að því að auka orkustreymið um líkamann og í þessu tilfelli að auka streymið um allar mikilvægustu orkustöðvarnar. Það er gert í fyrsta lagi með fæðismeðferð, í öðru lagi með því að forðast gerviefni og í þriðja lagi að nota bakstra.
Fæðisleiðbeiningar:
1 Öll fæða sé úr jurtaríkinu. Korn í heilu formi sé um 60% af matnum yfir daginn, ekki nota malaðar korntegundir eins og hveiti eða heilhveiti. Þær korntegundir sem er mælt með eru hýðishrísgrjón og hirsi. Brauð úr möluðu korni og með pressugeri á að forðast alveg.
2. Sesamsalt út á mat í stað venjulegs salts (samkvæmt áðurnefndu).
3. Borða Misó- eða Tamarisúpu daglega og hafa súpuna frekar bragðsterka.
4. Olíu á að nota mjög sparlega og aldrei hráa, aðeins nota hana í suðu og í mjög litlum mæli. Það er t.d. ekki notað meira en svo að botninn á pottinum er bara smurður með pensli. Sú tegund olíu sem er langbest er sesamolía.
5. Afgrænmeti á helmingur að vera rótargrænmeti og helmingur grænt grænmeti eins og kínakál, púrrur, og blöð af rófum og gulrótum. Grænmetið á að sjóða við mjög lítinn hita og er þessi aðferð við suðu á grænmeti mjög góð í þessu tilfelli. Kombuþang er lagt í bleyti í 30 mín. Þangið skorið. í ferninga og í botninn á pottinum er sett rótargrænmeti eins og rófur eða gulrætur ásamt t.d. hvítkáli, yfir er sett örlítið af salti og síðan soðið við lágan hita þar til grænmetið er orðið meyrt. (Í þessu sambandi skal einnig bent á það að rafmagn gefur frá sér órólegar bylgjur og er því mun betra að sjóða á gasi en það getur reynst erfitt hér á landi). Þegar grænmetið er soðið er steinkað yfir með tamari eða shoyu. Potturinn hristur og látið jafna sig í 2 mín.
6. Allt hrátt grænmeti á að forðast. Þó er í lagi að borða salat úr grænmeti, en þá er hver tegund fyrir sig snöggsoðin í 1 – 2 mín. og síðan blandað saman ískál.
7. Baunir á að borða á hverjum degi og er þá besta að borða adukibaumr, kjúklingabaunir og linsur. Baunir mega þó ekki vera meira en 10% afmáltíðum dagsins og er best að borða baunir á kvöldin, í matnum.
8. Drekka aðeins þegar menn þyrstir og þá helst 3 ára te. Drykkir sem þarf að varast eru áður upp taldir í greininni:
Aðrar ráðleggingar:
1. Forðast löng og heit böð. Ekki er gott að fara í sund í vatni sem er blandað klór. Gott að fara í sjóböð.
2. Forðast öll föt úr gerviefnum. Sérstaklega nærföt og sokka.
3. Ekki nota kamba eða hárspennur.
4. Ganga berfætt inni og ef hægt er að ganga berfættur á grasinu þegar veður leyfir, til að komast í snertingu viðjörðina.
5. Nudda hrygginn með handklæði undnu upp úr heitu engifervatni, þar til hrygglengjan verður rauð. Einnig er gott að fara í fótabað á kvöldin í engifervatni og skrúbba vel tærnar og á milli tánna. Þegar tærnar eru nuddaðar vel, þá verður aukið orkuflæði um þær rásir sem byrja og enda á tánum. Nokkrum sinnum á dag á að nudda lófann um
miðjuna og ilina um miðjuna með rifnu engiferi, það eykur líka orkuflutninginn.
6. Gott er að sitja beinn í baki, anda inn og við hæga útöndun er sönglað eitthvert hljóð, gera þetta helst á hverjum degi. Engifervatn: Sjóðið eins og 1 – 2 lítra af vatni, rífið eins og 1 msk. af nýju engiferi og setjið í gasklút eða eitthvað annað. Takið vatnið af hita og setjið klútinn í vatnið og bíðið í u.þ.þb.. 3 mín. þá er krafturinn úr engiferinu kominn út
í vatnið, þá er handklæði undið upp úr því og notað til þess að nudda hrygglengjuna vel og lengi. Þegar vatnið fer að kólna má nota það í fótabað. Þó að í stórum dráttum sé hægt fyrir flesta að fara eftir þeim ábendingum sem fram hafa komið hér á undan er það alltaf einstaklingsbundið hvað ráðlagt er í Makróbíótík.
Flokkar:Næring