Sólblómafræ

Ef þú þyrftir að lifa á aðeins einni fæðutegund, myndir þú sennilega lifa lengur á þessum litlu tyggjanlegu ögnum, en á nokkru öðru.

Læknir einn sagði eitt sinn, hvað hann héldi að væri leyndardómurinn við það að halda æsku sinni og lífsþrótti til elliára. „Á hverjum degi“, sagði hann, „skaltu neyta einhvers, sem vex og grær, ef það er sett niður í mold.“ Hugleiddu þetta. Taktu í huganum allt sem þú leggur þér til munns daglega og plantaðu því niður í moldina. Væri það ánægjulegt að sá kótelettum og fá upp steikartré? Hefur þú séð nokkra súpukjötsrunna nýlega? Fallegu salatréttirnir, þeir eru gómsætir, en mundi eitthvað koma upp, væri þeim sáð? Þeir væru ágætir í lífrænan áburð, en þú fengir aldrei neitt salat tré eða jurt upp af þeim. Kartöflur! Þær mundu vaxa ef þú settir þær niður, svo framarlega sem þær væru ósoðnar. Hvað annað getur þú þá borðað sem vex ef því er sáð?

Láttu fræ í mold. Það mun bera ávöxt. Fræið inniheldur lífskímið; allt líf hefst fræi. Sagt hefur verið að náttúran hugsi lítið um einstaklingana, en vel um tegundina. Fræið er tæki náttúrunnar til að viðhalda tegundinni og fær því það bezta sem völ er á af öllu. Það inniheldur fleiri næringarefni í meiri styrkleika en jurtin sem fræið er af. Ef þú staldrar við og hugleiðir dularmátt fræsins, sérðu að hann er eilíft kraftaverk. Hinn mikli náttúrufræðingur Lúther Burbank, skrifaði í „Meðlimur náttúrunnar“ (Partner of Nature). „Aldin þroskast, ekki til að verða fæða fyrir okkur, heldur til þess að veita skjól og varðveita fræið inn í því, kjarnann.

Við veitum hlutverki, náttúrunnar ekki athygli, en gleðjumst yfir bragðinu af gómsætum eplum, perum, ferskjum, tómötum, melónum og öðrum ávöxtum, en hendum til hliðar í hugsunarleysi fræjunum, sem jurtin hafði lagt svo mikið erfiði í að búa til, þar sem geymt er hið lífgefandi kím, ásamt forða afsterkju til aðstoðar hinni ungu nýbornu plöntu, er hún hefur sjálfstætt líf.“ Sérhvert fræ er samsett úr tveim aðgreindum hlutum. „Fóstrið“ geymir í smáheimi sínum afrit aföllu því sein verða á, þ.e. eiginleikumjurtarinnar, rétteinsog mannsfóstrið geymir erfðafræðilegt munstur þeirrar mannveru sem því er ætlað að verða.

Hinn hluti fræsins (Endosperm) er fæðugeymsla til að næra fóstrið, svo að það fái náð takmarki sínu. Sama er hversu fræ er agnarsmátt. Það hlýtur ávallt að geyma í sér allt það sem þörf er á til að mynda nýja jurt. Af þeirri ástæðu er það geymslustaður fyrir vítamín, steinefni, eggjahvítu, nauðsynlegar fitusýrur, kolhydröt og.ensím Þú munt spyrja, hvaða fræ séu þá ætileg. Margt kemur þá í hugann. Hvað um valmúafræ, dillfræ, seljurótarfræ (celery) og kúmenfræ. Reynið að endurbæta bragði og næringargildi daglegrar fæðu. Hefur þú nokkurn tíma reynt saman kúmen og  kotasælu, dillfræ á salati eða seljurótarfræ í  salatsósu? Allt þetta eru gómsætir réttir.

Fullkomin fæða
Það fræ sem mest getur þó endurbætt fæði þitt með frábæru bragði, fjölbreytni og næringargildi, er okkar gamli vinur sólblómafræið. Engin fæða er í sjálfu sér fullkomin, en ef þú neyddist til að dvelja á gróðurlausri eyju eða innilokaður í kofa inni í skógi með aðeins eina fæðutegund fáanlega, værir þú lánsamur, ef sú fæða væri sólblómafræ. Þessi litlu fræ hafa í sér fólgin næstum öll mikilvæg næringarefni fyrir mannslíkamann, þ.a.m. fullgilt prótein (eggjahvítu).  Þau innihalda nánast öll þekkt vítamín að undanskildu C-vítamíni, en jafnvel það má framleiða í þeim, ef þú lætur þau spíra. Meira um það síðar. Sólblómafræið er sérstaklega auðugt af auðmeltanlegum fjölómettuðum fitusýrum.

Það inniheldur jafnvel E-vítamín sem kemur í veg fyrir að fjölómettuðu fitusýrurnar þráni í líkama okkar. Sólblómið sem breiðir sína stóru krónu í átt til sólarinnar allan daginn, er ein þeirra fáu fæðutegunda sem gefur D-vítamín. Raunverulega er hvert sólblómafræ eins og lítill sólarlampi í meltingarfærum okkar. D-vítamín hjálpar þér til að notfæra þér kalk og fosfór, en af hvoru tveggja er gnægð í sólblómafræjum. Þessi litli orkugjafi gefur þér einnig góðan skammt af öðrum fituleysanlegum vítamínum, A og K. Hver 100 grömm af sólblómafræjum gefa þér 50 einingar af A-vítamíni. Þegar við komum að B-vítamínum eru sólblómafræin aftur í hæsta flokki. Þau innihalda jafnvel fólsýru og eru sérstaklega góður níasín gjafi (5,4 mg í 100 g).

Það eru einnig frábær pantothen-sýru uppspretta (streitueyðandi vítamínið). Til viðbótar við öll þessi vítamín gefa sólblómafræin þér heilmikið af allskonar steinefnum og snefilefnum. Þau eru auðug afkalíum (920 mg í 100 g), en lág í natríum (30 mg í 100 g). Kalíum er lífsnauðsynlegt fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Of mikið er oftast af natríum í nútímafræði. Það er „óvinur“ kalíums og stuðlar að háum blóðþrýstingi og offitu. Losið ykkur við allt frauðmeti (junk foods) og reynið að fá börn ykkar til að reyna sólblómafræ í staðinn. Það mun bæta skap þeirra og meltingu og bros þeirra verður fallegra, auk þess sem líklegt er að það lækki reikninginn frá tannlækninum. Þessi litlu fræ eru rík af efnum, sem þarf til að mynda sterkar tennur og bein: kalki, magnesíum og fosfór, ásamt örlitlu af flúor í lífrænum samböndum.

Frábær próteingjafi
Ef þau næringarefni sem talin hafa verið hér, nægja ekki til þess að gera sólblómafræ að mikilvægum þætti í fæði þínu, skalt þú líta á próteininnihald þeirra. Þau eru að 24 hundraðshlutum prótein og innihalda allar nauðsynlegar amínósýrur í góðu jafnvægi. Hér um bil eina amínósýran, sem sólblómafræ eru lág í, er cystín, sem talin er ónauðsynleg vegna þess að líkami mannsins getur búið hana til sjálfur. Eins og eftirfarandi tafla sýnir, hefur sólblómafræ nálægt því sama magn og egg af lysin og methionin og jafnvel heldur meira af öðrum ómissandi amínósýrum. Vegna þess frábærajafnvægis milli amínósýranna þurfum við ekki að fara efst í fæðukeðjuna til að fá fullgilda eggjahvítu, en getum notað sólblómafræ í kjöts stað, að minnsta kosti stundum. Reynið eftirfarandi uppskrift sem tekin er úr Rodale Cookbook (Rodale press 1973) og þið munið fá ljúffengan kjötlausan en próteinauðugan rétt.

Sólborgarar fyrir fjóra.
Hitið ofninn upp í 175° C
½ bolli rifnar gulrætur
½ bolli seljurót (celery) fmskorin
2 matsk. skorin laukur
1 matsk. skorin steinselja (Parsley)
1 matsk. skorinn grænn pipar
1 pískað egg
1 matskeið matarolía
1/4  bolli tómatsafi
1 bolli möluð sólblómafræ
2 matskeiðar hveitikím
½ tesk. salt (sjávar)
1/8 tesk. basil (krydd)
Blandið efnunum saman og hnoðið í hæfilega stóra klatta (líkt og hakkað buff). Setjið í grunna smurða bökunarskál eða – bakka. Bakist þar til verður brúnt að ofan, en þá er klöttunum snúið við og bakaðir þar til þeir verða allir brúnir (nálægt 15. mín. hvoru megin). Notið ávallt eitthvað afsólblómafræjum ósoðnum. Hrá fræ eru auðug af ensímum

(efnakljúfum) til að setja í gang þá ferla, sem verða, þegar nýtt líf kviknar. Löng upphitun getur eyðilegt þessi lífsnauðsynlegu efni. Enzym geta þó ekki unnið einsömul. Þau þarfnast co-enzyna, vítamína, ómettaðra og ómissandi fitusýra, og snefilefna, sem þau mynda með enzymatiskt kerfi (efnafræðilegt ferli). Í sólblómafræjunum færð þú allt kerfið, og af því að hægt er að neyta þeirra hrárra, korna allir hinir góðu eiginleikar að fullum notum.

Þú getur látið sólblómafræ spíra.
Sólblómafræ eru frábær eins og þau koma frájurtinni, en ef þú lætur þau spíra margfaldar þú gildi þeirra. Við spírun myndast c-vítamín og fleiri efnasambönd þekkt og óþekkt, sem ekki eru til staðar í óspíruðu fræi. Vegna þess að spíruð fræ eru mýkri, er auðveldara að tyggja þau og melta. Það hefur sérstaklega þýðingu fyrir þá sem eru með lélegar tennur. Þeir sem þurfa að gá að sér, að verða ekki of feitir, hafa líka gagn af því að láta fræin spíra, því að færri hitaeiningar eru í sama þunga af spíruðum en óspíruðum fræjum. Rök spíruð sólblómafræ eru einnig lostæti, jafnvel enn frekar en óspíruð. Þau eru frábær að fá sér síðdegis.

Ekkert jafnast á við þau til að endurnýja þróttinn, þegar þreytan fer að segja til sín. Svo framarlega sem fræin hafi ekki verið steikt, getur þú látið þau spíra á líkan hátt og hveitikorn og baunir. Látið þau liggja í bleyti yfir nótt, skolið þau síðan og látið vatnið renna af þeim. Besta bragðið fæst ef spírurnar eru ekki látnar verða lengri en fræið sjálft. Það ætti að taka einn sumardag eða tvo vetrardaga. Ef spírurnar verða lengri eru þær ekki alveg eins þægilegar á bragðið, en algerlega skaðlaust. Ef þér hættir til að gleyma að þvo fræin eða hefur ekki tíma til þess, reyndu þá eftirfarandi aðferð: Láttu liggja í vatni yfir nótt um það bil einn þriðja bolla af fræi. Næsta morgun skaltu breiða fjórfalda pappírsþurrku á tinhúðað bökunarmót. Bleyttu þurrkuna með hluta afvatninu af fræjunum, en hentu afganginum, þannig að ekki verði eftir pollar í mótinu.

Breiddu nú úr fræjunum ofan á blautan pappírinn og þektu síðan vandlega með álpappír, til að rakinn haldist inni í mótinu. Eftir innan við tvo daga færðu fallega uppskeru af spírum án neins þvottar eða annarrar fyrirhafnar. Hvað gæti verið auðveldara? Þú gætir átt byrgðir á skrifstofunni og alltaf haft spírur við höndina í síðdegiskaffitímanum. Hafðu nægilegt fyrir samverkafólkið og fylgstu með hvernig brosin færast yfir þreytt andlitin. Í spírunum er það sem þú þarft til að komast í gang og því íylgja engar aukaverkanir. Þær geta hjálpað þér við að venja þig afkaffidrykkju og gosdrykkjaþambi, ef þú enn ert haldinn þeim ávana. Eigir þú byrgðir af sólblómafræi með hýðinu, er ekkert auðveldara en að láta þau spíra og afhýða þau um leið. Lesandi mælti með þessari aðferð:

Leggið dagskammt í bleyti, nálægt einum þriðja úr vatnsglasi, yfir nótt. Hellið því næst vatninu af. Byrjið með nýjan dagskammt daglega og hafið þannig standandi á borðinu þrjú eða fjögur glös með fræi misgömlu. Það tekur aðeins örfáar mínútur um leið og matarílátin eru þvegin upp, að gefa fræjunum skolun og hrista vel upp í glasinu undir krananum, og snúa síðan glasinu við með höndina yfir opinu og láta aukavatn renna af. Með tímanum verða spírurnar á lengd við fræið sjálft, glasið verður hér um bil fullt og hismið er laust og flagnar auðveldlega af. Ef þú berð á borð fyrir fjölskyldu þína sem aukarétt, skál með þessum spírum, muntu margfalda bæði ánægjuna og næringargildi máltíðarinnar.

Ævar Jóhannesson  þýddi úr Prevention, febr. 1976.Flokkar:Greinar, Skrif Ævars Jóhannessonar

Flokkar/Tögg, , , , , ,

%d