Súkkulaði er hollt – vísindin sanna það     

Kakóbaunir eru  ofurfæði vegna þess hvað þær innihalda hátt magn andoxunarefna. Baunirnar eru malaðar eftir að búið er að fjarlægja kakósmjörið. Neysla á kakódufti og dökku súkkulaði bætir hjartaheilsu, léttir skap, fyrirbyggir krabbamein og getur jafnvel hjálpað við að léttast.

Hráu kakódufti skyldi ekki rugla saman við kakóduft/kakómalt sem búið er að vinna. Kakó/Cacao er hrátt, náttúrulega gerjað ósoðið form af súkkulaði meðan cocoa hefur verið ristað, hitað og bætt við allskyns aukaefnum.

Dökkt súkkulaði inniheldur milli 70 og 90% af hreinu kakódufti

Hvað er kakó eða súkkulaði?

Kakóbaunin er upprunnin  í  Suður-ameríku. Mayar og Aztecar brugguðu úr henni beiskan drykk. Baunin var oft notuð í lækningaskyni og í trúarlegum athöfnum. Kakódrykkurinn rataði til evrópu í kringum árið 1500 þar sem hann varð fljótt eftirsótt munaðarvara.

Á 17.  öld urðu til svokölluð súkkulaðihús víða um evrópu. Hefðbundinn drykkur innihélt kakó, krydd eins og vanillu og kanil og  var oft sættur með hunangi. Síðar bættist við mjólk og í framhaldi urðu til nútíma súkkulaðidrykkir og sælgæti.

Kakóbaunin vex á plöntu sem heitir ,,Theobroma cacao“ og þýðir fæða fyrir guðina. Kakóplantan framleiðir ca 15-30 fm hylki sem hvert inniheldur 35 til 50 baunir. Tæknilega séð eru kakóbaunir fræ. Þær eru látnar þorna í sólinnni þar sem þær gerjast náttúrulega.

Rannsóknir benda til að kakóbaunir séu sannarlega súperfæði þvi þær innihalda hátt hlutfall af polyphenoli og flavanoli sem eru andoxunarefni.  Þessi efni ásamt vítamínum og steinefnum gera kakóbaunina svo holla.

Skv. ,,United states department og agriculture“ inniheldur 28 gr lífrænt, ósætt kakóduft eftirfarandi:

110 kaloríur
16 g kolvetni
10 g trefjar
5 g fitu
8 g pótín
90 g fósfór
64 g magnesíum
210 mg potassium
40 mg calcium
8 mg járn
5 mg kopar
5 mg mangan
1 mg selenium

Kakó inniheldur hátt magn trefja (33%) og prótíns (20%) og hátt hlutall af amínósýrum. Eins inniheldur það PEA sem er sama efni og við framleiðum þegar við verðum ástfangin og Serótonín (hamingjuhormónið).

Kakósmjörið er uþb. 54% af bauninni og innheldur líka E og K vítamín og hátt hlutfall af hollu fitunni, oleic sýru. Kakóbaunin inniheldur einnig hátt hlutfall af magnesíum og öðrum steinefnum eins og járni, kalki, kopar, zinki, potassium og krómi.

Uppskrift af heilsusamlegu heitu súkkulaði

1 tsk kakóduft ásamt ögn af engifer eða chilidufti í glas
Blandaðu smávegis af heitu vatni (ekki alveg sjóðandi) saman við
Hitaðu 250 ml mjólk í potti og helltu rólega saman við kakómaukið og hrærðu vel
1 tsk hunang eða eftir smekk

Að neyta súkkulaðis í heilsubótaskyni

Skv. European Food Safety Authority ætti að borða um 10 gr af dökku súkkulaði  á dag. Aðrar rannsóknir segja allt að 45 gr á dag eða 1-3 msk af kakódufti.

Hafdís Arnardóttir íslenskaði kjarnan úr þessari grein sem má finna á frummáli hér:   https://www.healthyandnaturalworld.com/benefits-of-cacao-powder-and-dark-chocolate/

 



Flokkar:Annað, Næring, Uppskriftir

Flokkar/Tögg, , ,