Hvar leynist mygla í húsum og á heimilum?

Mygla er orðin stórt vandamáli í íslenskum húsum og heimilum, en einnig í stofnanahúsnæði, svo sem skólum og stórfyrirtækjum.  Athygli manna hefur beinst að málinu, þegar fréttir berast af húsnæði, sem beinlínis er orðið ónýtt vegna mygluskemmda. Þessar fréttir hafa vakið okkur til umhugsunar um það, hvort ekki leynist mygla í okkar næsta nágrenni. Hér verður athyglinni beint að þeim stöðum, þar sem myglu er oft að finna.

 Hafa ber í huga að vatnsleki hefur ávallt verið mikið vandamál á Íslandi. Til dæmis áttu danskir byggingameistar, mjög erfitt með að útiloka leka í þeim steinhúsum, sem þeir byggðu hér á landi, um miðja átjándu öld. (Stjórnarráðið, Hóladómkirkja ofl.)

Einkenni myglu eru mjög algeng og oft alvarleg.  Þau hafa einnig víðtæk áhrif á ýmsum sviðum lífsins. Stundum eru þau lífshættuleg.  Sumir eiga erfitt með að viðurkenna vandamálið og gera sér enga grein fyrir því, hvar vænlegast sé að leita myglu innan heimilisins.Myglululeit og fyrirbyggjandi aðgerðir geta virst vera  mikið verk, en ef til langs tíma er litið, getur slík vinna vissulega borgað sig, og komið í veg fyrir ýmsar sýkingar. Heimilið verður líka heilsusamlegra fyrir vikið.

Ef mygla finnst á heimili, ætti að grípa til ýmissa ráðstafana. Fyrst ætti að leita sýkinga meðal heimilismanna. Um 2 – 25% einstaklinga geta þróað með sér heilkennið CIRS, verði þeir fyrir lífeitrun.  (Chronic inflammatory response syndrome)

Í Bandaríkjunum hefur alríkisrannsókn sýnt fram á, að  um 43% bygginga séu skemmdar, vegna vatnsleka, og að 85% þeirra hafi orðið fyrir nýlegum vatnsskemmdum.  Slíkar skemmdir eru gróðrarstía fyrir myglu, og eins og fyrr var sagt eru vatnslekar og vatnsskemmdir algeng í íslenskum húsum. Það er þó bót í máli, að hjá okkur er kalt í veðri, því að í hlýrra loftslagi og rakara, er mygluhættan enn meiri. En vandamálið er samt ærið, hér hjá okkur.

Bandaríski vísindamaðurinn Dr. Shoemaker, telur að um 25% einstaklinga sé viðkvæmur fyrir CIRS heilkenninu. Slík viðkvæmni er arfgeng, og að mati hans þarf að uppfylla tvö skilyrði.

 Eitrið (biotoxin) þarf að vera til staðar og einstaklingur nálægur því, í einhvern tíma.

Einhvers konar bólguviðbragð verða að koma fyrir. Þá virkjast ónæmiskerfið. Dæmi: Alvarleg öndunarfærasýking, eins og kvef og berkjubólga.

Hann telur einnig að 2% einstaklinga, beri með sér gen, sem valda því að þeir eru í bráðri hættu og geta þróað með sér illvígar fjölkerfa sýkingar, séu þeir nálægt slíku eitri í langan tíma.

Þannig gæti um  það bil einn að hverjum fjórum myndað með sér CIRS heilkennið.

Til eru ýmsar leiðir, til að minnka lífeitur á heimilum. Gott  er að gæta þess, að gera við allan leka í pípulögnum og af öðrum völdum (leka í gluggum og veggjum td.). Það þarf að sjá til þess, að allt þorni vel. Á meðan á viðgerð stendur, er æskilegt að heimilisfólkið flytji út, fari jafnvel í frí.

Finnist mygla má hreinsa hana af hörðu yfirborði með hreinsiefnum og vatni. Eftirá þarf að þurrka svæðið vel. Sé myglu að finna í gagndreypu efni, eða efni, sem sýgur í sig vökva, eins og teppum og loftflísum, duga engin ráð og verður að fleygja því öllu. Það má alls ekki mála yfir slíka myglu.

Þakrennum og niðurföllum er sérlega hætt við mygluskemmdum og þarf að þrífa þau reglulega og gera við ef þau bila og fara að leka. Einnig þarf að gæta þess, að ekki flæði vatn inn í kjallara, vegna halla í jarðveginum utan við þá.

Gott er að fylgjast með rakastigi innan dyra með rakamælum. Þess skal þó getið, að víða á íslenskum heimilum er andrúmsloftið frekar þurrt, sé það td. borið saman við önnur lönd eins og Bandaríkin.

Þurrkarar og önnur heimilistæki, sem mynda raka, eiga að sjálfsögðu að vera með utanhússbarka. Gott er að lofta vel út með ákveðnu millibili og einnig að nota góðar viftur og háfa í eldhúsinu.Allt þetta stuðlar að lægra rakastigi, innandyra. Einnig er gott að hafa í huga, að vera ekki með teppi eða mottur á rakamiklum stöðum (til dæmis baðherbergismottur, sem eru til allrar hamingju ekki mikið í tísku þessa dagana.)

Mygla getur leynst víða á heimilinu. Hér á eftir verða nefndir helstu staðirnir, þar sem myglu er að finna.

 Baðherbergið                                                                                           

Mygla leynist víða, nálægt sturtum og baðkörum. Þessi hreinlætistæki eru oft í stöðugri notkun og mjög rök. Því þarf að gæta þess að loftræsting sé í lagi, sérstaklega á meðan fólk er að baða sig og strax á eftir. Sé þess ekki gætt, myndast mikil gróðrarstía fyrir myglu. Hún er því miður, ekki alltaf sýnileg og því þarf að gæta þess, að enga myglu sé að finna, til dæmis á sjampóflöskum, þvottapokum og svömpum, sturtutjöldum, við krana, sturturnar sjálfar og niðurföll.

Í baðherbergjum er mikið af vatni og raka, svo vöskum og klósettum er hætt við myglu.  Ef yfirborðið er ekki hreint og þurrt, er hætt við myglu. Einnig er gott að fylgjast með tannburstum og statífum fyrir þá, og svo aftan við klósettkassann, sé hann laus frá vegg, undir vaskinum, þar sem menn geyma oft hreingerningavörur (stundum leynist raki í þeim, eftir notkun) og við allar leiðslur og rör, sem fylgja hreinlætistækjum.

 Öllu baðherberginu er hætt við myglu

Í veggjum og á gólfi.  Fyrir utan þá staði, sem minnst var á, fyrr, er hætt vIð að mygla fylgi alltaf í kjölfar vatnsleka úr lofti og í veggjum.  — hún myndast þá afar hratt.. Í baðherbergismottum getur oft leynst mygla og þær eru yfirleitt alls ekki þvegnar nógu oft.

Í eldhúsinu.

Í, á eða undir eldhúsvaskinum. Ýmislegt gerist í elhúsvaskinum. Þar hrúgast upp skítugir diskar, maturinn fer niður í svelginn, sérstaklega ef kvörn er í vaskinum, blautir svampar eru þar nærri og sanka í sig bakteríum og vatn rennur úr krönum, Allt þetta stuðlar að myglu, svo nauðsynlegt er, að fylgjast vel með þessu svæði. Einnig er gott að skoða neðra borð vasksins. Leki rörin, verður mikill vandi og mygla getur myndast.

Ísskápurinn og búrið.

Mygla vex í mat, sérstaklega í gömlum og skemmdum mat. Gæta þarf þess að ísskápur og búrskápar séu lausir við gamlan mat, og það er nauðsynlegt að þrífa yfirborðið reglulega. Sérlega má benda á svæði, sem oft gleymast, svo sem bakkann, sem tekur við dropum úr frystihólfum og vatnskönnur, sem geta verið algengar í amerískum ísskápum. Þetta eru gróðrarstíur fyrir myglu.

Örbygjuofnar og eldavélar.

Á þessum svæðum er matur eldaður og þar myndast blettir, þegar hellist úr skálum,  sýður upp úr pottum og steikarfeiti spýtist  af pönnum. — myglusveppum til mikillar ánægju. Hér þarf að vera á varðbergi og hreinsa og þurrka vel, svo hreint heimili og mygluleysi haldist í hendur. .

Annars staðar í eldhúsinu

Skurðarbretti úr timbri, ruslafötur, bil á milli eldavélar og veggjar (þar sem mylsna getur fallið) , gluggar og gluggakistur, allir þessir staðir eru sæluveröld myglugróanna. Myglan nærist á þessum svæðum, svo hér skiptir öllu máli að halda þeim hreinum og þurrum.

Í svefnherberginu.

Á dýnunni.  Alt, sem þarf til að mynda myglu er of mikill raki, og undirlag, sem myglan vex á. Það er skelfilegt að hugsa til myglu á rúmdýnum,

Gluggar og gluggakistur.

Áður hefur verið nefnt, að gluggar, sem safna að sér bleytu, vegna raka, geti verið til mikilla vandræða, þegar koma á í veg fyrir mygluvöxt. Sérlega er erfitt að eiga við leka glugga. Ef rakinn nær inn fyrir rúðuna og verður eftir í gluggakistunum, mun mygluvandamál myndast, sé ekki þurrkað reglulega úr þeim.

Hitarásir

Í sumum húsum eru hitarásir fyrir lofthitun og ofnagryfjur. Þar er hætt við myglumyndun.

Í stofunni

Sófar og gluggatjöld

Mikið safnast af myglugróum í efni og bólsturefni. Ef sófar, stólar og önnur bólstruð húsgögn blotna, þá myndast oft fúl og megn lykt. Hún bendir til myglu og finnist hún, ættu menn að vera á varðbergi.

Stofublóm

Stofublóm geta hreinsað loftið ágætlega, en það þarf að fylgjast með því að ekki vaxi á þeim mygla. .

Arinn og skorsteinar.

Hér þarf líka að fylgjast með myglu, sérstaklega ef notkun er lítil.

Í kjallaranum og bílskúrnum:

Á háaloftinu

Mygla á háloftum og undir þökum er stórt vandamál.  —  séu menn með loftræsikerfi, þá getur mikil mygla leynst í þeim, en í íslenskum húsum, eru þau fátíð. Þau finnast þó í atvinnuhúsnæði og hafa oft valdið vandræðum þar. Þetta fer samt eftir því hvernig húsið er byggt og úr hverju. Sé ekkert að gert, geta slík kerfi dreift myglu út um allt húsið. Gott er að fylgjast vel með myglu á háaloftinu, á þennan hátt:

 • Á þakinu, nálægt mögulegum leka
 • Í einangrun
 • Nálægt útblástursstöðum frá viftum, eldhúsi, baðherbergjum og þurrkarabörkum.
 • Nálægt heitavatnsinntökum eða hitakútum.

Í kjöllurum.

Oft er mikill raki í kjöllurum og rakalykt, en hún þarf ekki að verða ríkjandi, sé þess gætt að ekki myndist mygla. Hér er mörgum stöðum hætt við myglu, vegna raka. Gott er að leita á eftirfarandi stöðum:

 • Við pípulagnir ( þar geta verið lekar, of mikill raki og vatnsmyndun)
 • Við svæði, þar sem grunnur gæti lekið.
 • Við glugga eða útblásturssvæði, þar sem vatn gæti þést saman.

Og svona má hindra mygluvöxt í kjöllurum.

 • Reyna að halda rakastigi lágu, með því að nota rakaminnkandi tæki.
 • Mála með málningu, sem hindrar myglumyndun
 • Gera við allan leka í pípulögnum og grunni
 • Sjá til þess að loftræsting sé góð og lofta út reglulega.
 • Gæta þess að kjallarinn sé vatnsþéttur að utanverðu.

Í bílskúrnum.

Bleyta frá bílnum, sem kemur inn úr rigningu eða snjókomu, og vatnslekar úr þaki eru tvær leiðir myglu inn í bílskúrinn.  Sé skúrinn notaður sem geymsla undir gamalt dót eða hreinsiefni, má finna myglu á óvenjulegum stöðum. .  Hér er nauðsynlegt að leita að myglu á stöðum, þar sem hlutir eru ekki oft færðir til.

 • Við bílskúrsdyrnar og við glugga
 • Þar sem vatn getur staðið í langan tíma

Svona höldum við myglunni niðri í bílskúrnum:

 • Notum rakaeyðandi tæki, til að minnka rakann.
 • Málum veggina með mygluþolinni málningu.
 • Notum dælu, til að fjarlægja vatn sem liggur á gólfinu
 • Reynum að lofta út og hleypa ljósi inn, eins oft og við getum.

Á öðrum stöðum heimilisins.

Veggir og loft

Mygla getur oft leynst á bak við veggi og loft, og enginn tekið eftir því . Það er því miður ekki auðvelt að finna slíka myglu, án þess að fá sérfræðing til að leita að henni. Það má, hins vegar sjá ýmis merki þess að eitthvað sé að. Þar má nefna  myglulykt eða jafnvel vatn, sem myndast á veggjum eða í lofti. Einnig getur myglu verið að finna í veggfóðri. Fari veggfóður  að losna eða blotna, gæti leynst mygla undir því.

Teppi, ýmis efni og bólstrunarefni.

Eins og minnst var á fyrr, þá er yfirborð efna gegndreypt og þar safnast oft mygla saman.  Ýmsum tegundum efna er mjög hætt við mygluvexti og  má þar nefna, sófaefni, gluggatjöld, fatnað og handklæði. Séu þessi efni látin haldast rök of lengi,  myndast saggi. Sagginn leiðir svo beint til myglusveppa. Teppi eru sérvandamál. Myglusveppir í teppum geta verið ósýnilegir og lyktarlausir, en þrátt fyrir það gætu myglusveppirnir leynst undir teppinu og sérstaklega ef notað er filt.

Þvottavélar og þurrkarar.

Heimilistæki, sem nýta sér vatn, eða tengjast því, geta búið yfir myglu.  Blaut föt  á ekki að geyma í þvottavélum og þurrkurum og  þurrkarinn, þar að vera vel loftræstur, með barka sem nær út úr húsinu og ekki á háaloft.  Þvottavélum, sem opnast að framan, er sérlega hætt við myglu, þótt það hafi batnað í nýrri gerðum véla. Alltaf skal nota það þvottaefni, sem mælt er með og rétt þvottakerfi, til þess að hindra myglumyndun. Lokið á þvottavélinni ætti að standa opið, þegar hún er ekki í notkun.  Einnig er nauðsynlegt að hreinsa vel lóna úr þurrkaranum, því þar getur myndast mygla.

Loftræstikerfi.

Á íslenskum heimilum er lítið um loftræstikerfi, en þau má hins vegar finna í atvinnuhúsnæði og stofnunum, td. Í skólum.  Hér þarf vel að vera á verði, því mygla vill oft leynast í slíkum kerfum og þá geta gróin dreifst um alla bygginguna. Á heimilum eru hins vegar háfar í eldhúsum og ýmsar viftur og þarf að gæta þeirra vel og skipta út filterum reglulega  Einnig er gott að huga að þessum málum á hótelum og veitingahúsum. Til að leysa slík vandamál, þarf helst að hafa samband við þá, sem sérhæfa sig í viðgerð og hreinsun þessara kerfa.

Hér er þá lokið yfirferðinni og vonandi kemur hún lesendum að gagni, þótt ekki sé öllum þessum vandamálum fyrir að fara á hverju heimili. En gott er að vera á verði, sérstaklega þeim, sem hætt er við sýkingum og vanlíðan af völdum sveppaeitursins. Þar verður hins vegar hver og einn að athuga sinn gang.

Greinin er byggð á ýmiskonar upplýsingum, sem höfundur hefur viðað að sér á löngum tíma.

Höfundur : Anna Katrín Ottesen sjúkraþjálfari

Með kærri þökk fyrir lesturinn.Flokkar:Annað, Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , , ,

%d bloggers like this: