Rætt við Guttorm Brynjólfsson ,,naprapat“ um meðferðina ,,naprapati“ sem varð löggild starfsgrein í Svíþjóð árið 1994 og tilheyrir sænska heilbrigðiskerfinu. Þriðji hver Svíi hefur leitað til ,,naprapata“ með stoðkerfisvandamál. Naprapatar eru ein stærsta heilbrigðisstétt Norðurlandanna í háþróaðri meðhöndlun stoðkerfisins. Þeir vinna oft með sjúkraþjálfurum, læknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki.
Guttormur útskrifaðist sem naprapati eftir fimm ára nám í Stokkhólmi, árið 1996. Hann hefur rekið virta naprapatstöð í Madrid á Spáni síðastliðin 20 ár og hefur nú opnað stofu í Orkuhúsinu í Reykjavík.
Starf naprapata snýst um greiningu, meðhöndlun og endurhæfingu stoðkerfisins í þeim tilgangi að hjálpa sjúklingum að leita að ástæðum verkja, sem geta leynst í stoð- eða taugakerfi. Þegar vandinn hefur verið greindur hefst meðferðin m.a. með hnykkingum, meðhöndlun á band- og stoðvef og sérsniðnum æfingum fyrir stoðkerfið svo að koma megi í veg fyrir þjáningu og sársauka.
Jafnvægi heilans
Heili og mæna, einu nafni miðtaugakerfi, stjórna allri starfsemi líkamans. Ójafnvægi heilahvelanna getur valdið spennu í vöðvum og leitt til endurtekinnar rangrar beitingar sem getur leitt til meiðsla eða eymsla í líkamanum. Ástæðu bak- og hálsverkja má oft rekja til starfsemi heilans, sem dæmi má nefna aðum 70% af hryggskekkjum eru sennilega tilkomnar vegna ójafnvægis í heilanum.
Ýmsar ástæður geta leitt til þess að heilinn vinni ekki eins og best verður á kosið, t.d. ef litli heilinn fær mismunandi skilaboð frá hægri eða vinstri hlið líkamans. Ástæður fyrir því geta verið læsingarog minnkuð hreyfigeta í liðum eða jafnvel eitthvað í miðtaugakerfinu, sem veldur mismunandi vöðvastyrk eða hreyfigetu í hliðum líkamans og getur valdið rangri líkamsstöðu.
Tökum dæmi um þrálát meiðsli á hægra hné. Ástæðan getur verið minni virkni í hægra heilahvelinu sem veldur því að hægri lærvöðvi er ekki nógu sterkur og þar af leiðandi verji hann hnéð ekki eins og þarf.
Hvað myndi hjálpa í slíku tilfelli?
Það sýnist liggja beinast við að meðhöndla hægra hnéð, en sennilega er mikilvægara að gera æfingar til að örva vinstri hluta litla-heilans og auka þannig virkni hægra heilahvelsins. Verkir stafa oft frá ójafnvægi heilahvelanna því að heilinn stjórnar m.a. líkamsstöðu, vöðvaspennu og viðbragðstíma til þess að verja liðina.
Til þess að átta sig aðeins á því hvernig heilinn virkar getum við byrjað á því að skoða svo kallað ,,Brain Loop”. Brain loop er þegar litli heilinn (cerebellum) sendir skilaboð ,,fires” til hægra eða vinstra heilahvels (hemisphere) sem síðan senda skilaboð til ,,brain stem“(mesencephalon, pons og medulla) sem síðan m.a. hefur áhrif á vöðvaspennu, hreyfigetu og stoðkerfi.
Áhugaverð mynd um hvernig heilinn breytir sér sjálfur: ,,The brain that Changes It self” https://www.youtube.com/watch?v=bFCOm1P_cQQ
Sagan
Orðið naprapati þýðir ,,að leiðrétta orsökina“. Upphafið er rakið til dr. Oakley Smith sem var kíropraktor í Bandaríkjunum árið 1907. Hann var ekki sammála svo kallaðri ,,subluxation-theory” kenningu sem á þeim tíma var notuð af kíropraktorum til þess að útskýra verki í stoðkerfinu. Uppfrá því þróaðist naprapathy meðferðin sem lítur á stoð- og taugakerfið sem eina heild.
Rannsóknir
Rannsóknir hafa verið gerðar í samvinnu m.a. við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, sem hafa bent til að naprapati sé ein af áhrifaríkustu meðhöndlunum á stoðkerfinu sem völ er á. Benda má á rannsókn sem var birt í ,,Clinical Journal of Pain“ einu af virtustu læknaritum heims: ,,Naprapathic manual therapy or evidence-based care for back and neck pain“. Greinina má finna á: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/20137063
Náms- og starfsferill:
Guttormur er,,Doctor of Naprapathy frá Naprapathögskolan (Scandinavian Collage of Naprapathic Manual Medicine“. Einnig nam Guttormur við Carrick Institute hvernig miðtaugakerfið hefur áhrif á m.a. stoðkerfið. Hann lærði ,,advanced acupressure + dynamic joint recovery” í Washington og í Svíþjóð lærði hann nálastungur (verkjameðferð). Í Englandi lærði hann bæði ,,Gonsted“ tækni hjá dr. John og dr. Alex og ,,Cox og Graston Technique“ árið 2011. Guttormur var sá fyrsti með viðurkennt próf í ,,Graston“tækni á Spáni. Heimasíða hans þar er:www.nattcenter.com
Stofa Guttorms er í Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34, sími: 6250011.
Heimasíða: http://www.naprapat.is, netfang: info@naprapat.is , Fésbók: Naprapat – Orkuhúsið
SKRIFAÐ AF: INGIBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR
NÓVEMBER 2016
Flokkar:Kjörlækningar, Meðferðir