Lærði grasalækningar til að halda niðri húðsjúkdómi

Eftir mikla leit að lækningu á húðsjúkdómi sá Margrét Sigurðardóttir ekki tilgang í því að taka inn lyf sem læknuðu ekki sjúkdóminn, en aðeins héldu einkennum niðri. Aukaverkanir lyfjanna gátu einsvel valdið öðrum einkennum svo hún ákvað að hætta að taka inn lyf og ákvað að læra grasalækningar. Hún ákvað að  búa til lífrænar húðvörur fyrir snyrtistofur og almenning. Þannig að snyrtistofur gætu hjálpað fólki í sams konar vanda og hún.

Við fengum Margréti til að segja lesendum Heilsuhringsins sögu sína og nú fær hún orðið:

Ég er ættuð úr Húnavatnssýslu og ólst upp á Hvammstanga.  Ég var svo heppin að alast upp með dýrum og njóta náttúrunnar því að foreldrar mínir áttu litla jörð og voru með kindur og hesta. Eftir grunnskóla fór ég að heiman í skóla á Laugarvatni svo til Reykjavíkur. Eftir nokkur ár í bænum bjó ég í París í 2 ár og stórborgarlífið átti mjög vel við mig. Það var gaman að hafa prófað það, en ég fjarðlægðist náttúruna og kom sjaldnar heim í sveitina, sem ég sé í dag að skiptir mig svo miklu máli. Í París fékk ég allt í einu útbrot út um allan líkamann og fór til lækna þar sem settu mig á P pilluna en ekkert lagaðist við það.

Ég fór til húðsjúkdómalækna hér á landi eftir að ég flutti heim og þeir greindu mig með bólur og settu á langan sýklalyfjakúr og fleira sem ekkert virkaði. Nokkrum árum síðar fór ég svo til ofnæmislæknis og um leið og hann sá útbrotin sagði hann ,,já þetta”.  Svo tók hann sýni og sendi í ræktun sem staðfesti grun hans um að ég væri með sjálfsofnæmi í húð.  Hann sagði jafnframt að þetta væri ólæknandi og eina meðferðin í boði væri sterameðferð eða ónæmisbælandi lyf.  Eftir það fór ég í heilsubúð Í Danmörku og keypti mér lífrænar snyrtivörur í fyrsta sinn.  Það merkilega gerðist, ég byrjaði að lagast.  Þessi reynsla fékk mig til að hugsa um öll skaðlegu efnin sem eru í snyrtivörunum sem við notum.

Eftir að ég lauk þriggja ára diplómanámi í grasalækningum í Danmörku árið 2009 tók ég eftir því að það var ekki mikið úrval á Íslandi af lífrænum snyrtivörum. Þá fékk ég hugmyndina að búa til lífrænar vörur og framleiði nú tvenns konar húðvörur: smyrsl sem heita ,,Icelandic herbal salves“. Einnig snyrtivörulínu sem er ætluð fyrir snyrtistofur og heitir ,,VOR organics“. Vörurnar eru allar úr lífrænu hráefni og íslensku vatni, án parabena og tilbúinnna ilmefna.

42391102_1998358450186404_7249730677673820160_n

Í VOR organics línunni eru 6 tegundir af bláberjakremum: Dagkrem fyir þurra húð og dagkrem fyrir venjulega feita húð, næturkrem, kornamaski með AHA ávaxtasýrum, augnkrem og silki serum fyrir andlit.  Svo koma 5 tegundir þarakrema:  Hreinsimjólk, andlitsvatn, duftmaski, dagkrem og næturkrem. Í viðbót eru: Lúxus rakamaski og Lavender nuddkrem. (Myndir af VOR organics vörunum má sjá á: http://vororganics.is/ )

Í smyrslalínunni ICELANDIC HERBAL SALVES eru: Lakkríssalvi (fyrir exem), Kísil salvi (fyrir Psoriasis), Eucalyptussalvi (kvefkrem fyrir börn á bringuna),  Engifersalvi (góður á vöðvabólgu) Fótakrem,  Morgunfrúarsalvi (góður á allt, sprungur og sem vörn gegn kulda), Zink og sólhattssalvi (góður á sár og bólur), Bossakrem (fyrir börn á dagmömmu aldri og sem sveppadrepandi smyrsl), Rakakrem, Lavender næturkrem, Engifer og rosmanín líkamskrem, Lavender líkamskrem.

Smyrslin vinna gegn margs konar húðvandamálum eins og t.d. exemi, psoriasis og fleiru. Þau fást í Mamma veit best, Álafossi í Mosfellsbæ og fara bráðlega í sölu í Heilsuhúsinu.

Netfang: Margrétar Sigurðardóttur er: maggysig@mi.is   s. 8651589

 

 Flokkar:Kynningar

Flokkar/Tögg, , , , , , , ,

%d bloggers like this: