Kláðamaur, gamalt sníkjudýr er ekki horfið þótt sumir læknar þekki það ekki

Unglingur sem ég þekki til fékk óstöðvandi kláða og útbrot á húð og leitaði til tveggja lækna með nokkru millibili.  Sá fyrri ávísaði  kremi við kláða sem breytti engu. Seinni læknirinn vísaði á ofnæmislyf sem ekkert gagnaðist. Þá var ávísað á sterakrem sem einnig var algjörlega gagnslaust.  Þegar þarna var komið sögu fór unglingurinn sem býr úti á landi í heimsókn til ömmu sinnar, hjúkrunarfræðings á Suðurlandi sem sýndist að þarna væri um kláðamaur að ræða. Hún hringdi í Heilsugæsluna þar sem fullorðinn, reyndur læknir varð fyrir svörum. Hann sagði að lýsingin ætti við kláðamaur og ráðlagði lyf, sem bera ætti á allan líkamann að kvöldi og ekki mætti fara í bað næsta sólarhring.

Fjölskyldunni allri var ráðlögð  sama meðferð vegna þess að kláðamaur getur smitast við snertingu. Þvo þurfti fatnað og sængurföt. Viku seinna þurfti að endurtaka meðferðina. Kláðinn ágerðist töluvert fyrst eftirnotkun lyfsins og hætti ekki fyrr en eftir marga daga.En það er stundum þannig. Varð svo albata eftir margra mánaða kláðastand og útbrot.

Þegar kannað var í apótekinu hvort mörg dæmi væru um sýkingar vegna kláðamaurs var svarið að svo virtist vera því að 10 skammtar hefðu verið seldir á síðustu 8 mánuðum í því apóteki.

Verum vakandi þegar útbrot og kláði koma milli fingra og á úlnliði, í mitti og bak og í kring um kynfæri. Saga þessa unglings sýnir okkur að sumir læknar þekkja ekki þennan hvimleiða gest sem hreiðrar um sig í húð fólks.

Góðar upplýsingar um kláðamaur eru á heimasíðu Landlæknis og fara hér á eftir:

Hvað er kláðamaur?

Kláðamaur (scabies) er sníkjudýr sem lifir í húð manna. Þetta er algengur húðsjúkdómur um allan heim sem getur smitast við kynmök.

Hvernig smitar maurinn?

Kláðamaur smitar við nána snertingu en einnig á annan hátt, svosem ef sofið er í rúmi smitaðs einstaklings þar sem ekki hefur verið skipt um rúmföt eða notuð eru sömu handklæði. Afar ólíklegt er að smit geti átt sér stað þótt smitaður einstaklingur heilsi með handabandi, en ef haldist er lengi í hendur og húðin er heit og þvöl kemur maurinn fram á yfirborðið og getur smitað.

Smit á klósettsetum er afar ólíklegt. Maurinn getur lifað tvo til þrjá sólarhringa utan líkamans. Það tekur fjórar til sex vikur frá smitun þar til einkenni koma í ljós, hafi viðkomandi aldrei fengið kláðamaur, en hafi hann fengið kláðamaur áður geta einkenni komið fram eftir fáeina daga.

Hver eru einkenni af völdum kláðamaurs?

Kláðamaurinn veldur útbrotum og kláða. Útbrotin koma gjarnan á þá staði líkamans þar sem maurinn kann best við sig; milli fingra, á úlnliðum, í mittinu, á baki og kringum kynfærin. Afar óvenjulegt er að maurinn komi í andlit. Kláðinn er oft mestur á nóttinni undir hlýrri sæng.

Er hægt að fá meðferð við kláðamaur?

Meðferðin  felst í því að smyrja allan líkamann (nema andlit og hársvörð) með áburði sem drepur maurinn. Áburðinn er hægt að kaupa án lyfseðils í lyfjaverslunum og leiðbeiningar fylgja í pakkanum.

Bólfélagi og fjölskyldumeðlimir verða að fámeðferð samtímis svo smitun eigi sér ekki stað að nýju. Sængurfatnaður og föt eru þvegin á venjulegan hátt. Kláðinn getur haldið áfram í nokkrar vikur eftir að meðferð lýkur þótt maurinn sjálfur sé horfinn.Flokkar:Fjölskylda og börn

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: