Tvö dæmi um óplanaðar þunganir þrátt fyrir inntöku P-pillunnar urðu til þess að Vigdís Steinþórsdóttir hjúkrunarfræðingur kynnti sér ástæður þess. Hún leitaði svara hjá lyfsala. Lyfsalinn staðfesti að milli- og krossverkanir gætu átt sér stað á milli sýklalyfja og P- pillunnar. Orsökin gæti legið í því að sýklalyf breyta þarmaflórunni og við það minnkar upptaka þarmanna á öðrum lyfjum s.s. p-pillu.
Mini P-pillan er veikari og hún veldur minni hormónabreytingum en eldri gerðir P- pillurnar og minna þarf því til að raska áhrifum hennar.
Ef konur eru á P- pillunni og þurfa á sýklalyfjum að halda skildu þær nota aðra getnaðarvörn á meðan til að koma í veg fyrir þungun.
Höfundur: Vigdís Steinþórsdóttir hjúkrunarfræðingur
Flokkar:Ýmislegt