Eru bólur á andliti tengdar ákveðnum líkamshlutum?

Í kínverskri læknisfræði er talið að bólur á andliti tengist ákveðnum heilsuvandamálum í mismunandi líkamshlutum. Til dæmis: Þrymlabólur á efra kinnsvæði gefa til kynna vandamál í lungum og öndunarfærum. Reykingar geta verið ein af rótum þess vandamáls. Þetta þýðir ákveðin líffæri gætu hugsanlega þarfnast athygli þegar bólur myndast á andliti

Bólur 1

Getur tengst meltingarkerfi og þvagblöðru. Þá gæti reynst vel að drekka meira vatn til að skola eiturefnum út og einnig að veita mataræðinu meiri eftirtekt. Forðast feit matvæli og hreinsaðan sykur og borða frekar ferska lífræna ávexti og grænmeti. Grænt te, heitt sítrónuvatn og fersk ber sem eru rík af andoxunarefnum. Gott væri að borða súrkál, eða náttúrulega gerjuð matvæli. Einnig gæti verið æskilegt að taka inn acidophilus gerla á hverjum degi.

Neðri ennislína

Hjartað er mikilvægt líffæri og það er auðvelt að trufla starfsemi þess með lélegu mataræði, ónógri hreyfingu og andlegri og líkamlegri streitu. Bóla fyrir neðan neðri ennislínu er merki um að þörf sé að gera hjartastyrkjandi æfingar. Granatepli og kókosolía eru verndandi fyrir hjartað.

Eyru

Stórar og sárar bólur á eyrum sýna að það er álag á nýrun. Slík vandamál koma oft vegna ófullnægjandi vatnsdrykkju og of mikilli neyslu á salti (natríum). Neikvæðar venjur sem reyna á nýru eru:

  •  Ekki sinnt kalli náttúrunnar nógu oft,
  • of mikið kaffi eða áfengi,
  • steinefnaskortur, til dæmis magnesíum,
  • of mikil neysla dýrapróteina,
  • ófullnægjandi svefn,
  • of mikið borðað af hreinsuðum sykri.

Til að vernda nýrun ætti almennt að forðast mat á skyndibitastöðum, slíkur matur er oft, feitur og mikið saltaður og inniheldur stundum erfðabreytt soja. Drekka meira vatn og borða steinselju sem er hreinsandi.

Augu – milli augabrúnanna

Feit húð, roði og bólur á milli augabrúna benda til þess að of mikið álag sé á lifrina og hreinsun sé nauðsynleg. Forðist feit matvæli, soja, áfengi og gerilsneyddar mjólkurvörur eða mjólkurvörur yfirleitt. Ekki borða seint á kvöldin.

Í stað þess má borða fulla teskeið af hunangi fyrir svefn það veitir lifrinni hvíld meðan sofið er.

  • Mundu að borða lífræn rótargrænmeti.
  • Neysla eftirfarandi matvæla er hreinsand fyrir lifrina:
  • Hvítlaukur,
  • greipaldin,
  • grænt te,
  • gulrætur,
  • rauðrófur,
  • ferskt grænmeti,
  • sítrónur og súraldin.

Efri hluti kinna

Bólur á efri hluta kinnanna snerta lungu og öndun. Það geta verið merki um hugsanlegar lungnaskemmdir eða álag á öndunarfæri. Ekki einungis reykingamenn eiga í vandræðum með lungun. Ástæður geta einnig verið:

  • Asmi,
  • ofnæmi,
  • lungnasýking og mengun í andrúmslofti.
  • Forðast þarf reykingar og óbeinar reykingar.

Neðri hluti kinna

Bólur geta birst í neðrihluta kinnanna sem getur bent til vandamála í gómi eða tönnum.

Hliðar höku

Bólur á hliðum höku herja aðallega á konur og bendir oft til vandamála í kynfærum eða hormóna ójafnvægis af völdum blæðinga, getnaðarvarna eða mataræðis. Andleg og líkamlega streita veldur einnig hormónaójafnvægi.

Ráð:

  • Að sofa nóg, hugleiða eða stunda jóga mun hjálpa og létta álagið.
  • Líka ætti að auka neyslu á lífsnauðsynlegum fitusýrum, svo sem ómega 3.
  • Þessar jurtir geta auka jafnvægi hormóna:
  • lakkrísrót
  • heill basil
  • rauð hindberja lauf
  • Mjólkur þistill

Miðja höku

Bólur á miðri höku snerta mjógirni og maga.

  • Orsök: Lélegt mataræði og mataróþol/ ofnæmi.
  • Mataræðið gæti verið í lagi en líkaminn ekki fær um að melta næringarefnin.
  • Þörf að kynna sér hvernig hægt er að örva þarmana.
  • Stress, ófullnægjandi svefn og vökvatap hafa einnig áhrif á maga og smáþarma.
  • Ráð er að sofa vel og drekka mikið af vatni.

Þetta eru megin atriði úr greininni: This Is What Your Acne Reveals About Your Health af síðunni: Healthy Food House. Greinina í heild sinni  má finna á slóðinni:

This Is What Your Acne Reveals About Your Health

Ingibjörg Sigfúsdóttir þýddi og endursagði.   28.12.2015



Flokkar:Annað, Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: