Lifðu til fulls

Rætt við Júlíu Magnúsdóttur og Söru Barðda sem eru báðar menntaðar í heilsumarkþjálfun ásamt næringar- og lífsstílsráðgjöf  frá ,,Institute of Integrative Nutrition“( IIN). Það er eini næringarskólinn sem kennir yfir 150 mismunandi matarkúra og kenninga um mataræði af þekktum sérfræðingum og doktorum þ.á.m. dr. Andrew Veil, dr. Deepak Chopra og dr. DavidWolfe.

Júlía er eigandi og stofnandi Lifðu til fulls  heilsumarkþjálfun. Frá unga aldri glímdi hún við iðraólgu (IBS) sem lýsti sér í miklum meltingaróþægindum. Sem unglingur náði hún ekki þeirri þyngd sem hún vildi vera í og heilsu hennar hrakaði með liðverkjum og ertingu í fótum, sem leiddi til þess að hún þurfti  að draga úr hlaupum og skokki. Í ofanálag var hún greind með latan skjaldkirtil sem olli orkuleysi og hægri brennslu. Ekki bætti úr skák að hún var stöðugt í vítahring sykurs og hormónasveifla.

Það var ekki fyrr en Júlía fór að hlusta á líkamann og sýna honum meiri ástúð að hún fann jafnvægi í þyngd og vellíðan. Hún hætti að fylgja megrunarkúrum og öðrum boðum og bönnum og breyti lífsstíl sínum hægt og bítandi.Hún áttaði sig á því að hugarfarið á stóran þátt í langvarandi breytingum og bætti við sig námi markþjálfi frá TCM (Transformation Coach Certification).

Það er einmitt ástæðan fyrir því að hún kemurinn á hugarfarsbreytingar í þjálfunum sínum einsog í námskeiðunum ,,Nýtt líf og Ný þú“, því að Júlía segir að mataræði og hreyfing eitt og sér sé ekki alltaf nóg.

Vegna hins mikla áhuga sem Júlía hefur á heilsufræðum setti hún sér það markmið að prófa allt sem hún lærði á sjálfri sér og reynsla af því hefur sannfært hana um að ,,þekking án reynslu sé einskins nýt”

Í dag er Júlía sátt og í jafnvægi, full af lífsorku og er laus við alla kvilla. Nú nýtur hún  þess að hjálpa fólki að skapa sína eigin mynd og ,,lifa til fulls“ á sama hátt og hún sjálf hefur fengið að upplifa!

19959070_10214087842298627_4624464118175545427_n

Sara: lærði viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík, en eftir mikla vinnu í sjálfri sér gerði hún sér grein fyrir að starfsframi í fjármálageiranum var ekki sú leið sem henni var ætluð. Áhugi Söru á heilsu og mataræði kviknaði eftir að veikindi komu upp í fjölskyldunni. Þegar hún fór að prófa sig áfram segist hún hafa upplifað sitt ,,aha” augnablik og áttaði sig á því að það sem við borðum skiptir öllu máli og að orðatiltækið ,,þú ert það sem þú borðar” er ekki bara eitthvað sem sagt er, heldur dagsatt. Eftir þessa upplifun var ekki aftur snúið því að ástríðan fyrir heilbrigðum lífsstíl og mataræði var komin til að vera og hún vildi vita meira, snéri því blaðinu og bætti við sig einkaþjálfaranámi í Keili.

Af hverju hafi þið farið út í þessa nýbreytni að miðla svona miklu ókeypis efni sem viðkemur meðferðunum ykkar á netinu?

Júlía: ,,Ég byrjaði með Lifðu til fulls með þá sýn í huga að bæta lífsgæði og gleði kvenna svo þær gætu hætt að erfiða án árangursog gætu byrjað að lifa lífi sínu til fulls! Þjálfunin Lifðu til fulls hefur hjálpað þúsundum einstaklinga að heilbrigðum lífsstíl.

Við bjóðum upp á ókeypis sykurlausar áskoranir, það höldum við örfáum sinnum yfir árið. Vikulega birtum við greinar til áskrifenda okkar að fréttabréfinu http://www.lifdutilfulls.is. Einnig bjóðum við ókeypis rafbók með sykurlausum og saðsömum sætindamolum hér: https://lifdutilfulls.leadpages.net/sektarlaus-skraning/

Einnig erum við með lífsstílsþjálfunina ,,Nýtt líf og Ný þú“ það er fyrir þá sem vilja ganga skrefinu lengra og kveðja kúrinn fyrir fullt og allt. Skapa svo það sem virkar og gefur árangur. Við erum nefnilega öll einstök og það virkar ekki það sama fyrir okkur öll. Þjálfunin er í 4 mánuði og aðeins haldin 1-2 á ári og snýst um að skapa þann lífsstíl sem hentar hverjum og einum til að komast alla leið að heilsumarkmiðum sínum. Með slíkri þjálfun eru konur að ná að losna við aukakílóin, komast í óskaþyngd, margfalda orku sína, ná bata og vinna á verkjum sem hafa jafnvel komið með árunum. Þannig geta þær lifa lífi sínu meira lifandi og bætt lífsgæði sín til muna, fundið það sem virkar og þær geta fylgt áfram.

Skráningar á ókeypis myndbandsþjálfun standa yfir núna í takmarkaðan tíma og gefa hollráð að orku og náttúrulegu þyngdartapi ásamt því að gefa sýnishorn úr Nýtt líf og Ný þú þjálfun þeirra:  http://nyttlifnythu.is/

Grein frá árinu 2015.



Flokkar:Annað, Kynningar

Flokkar/Tögg, , , , ,

%d bloggers like this: