Tímaritið ,,British Medical Journal“ bendir á rannsóknir ,, Alliance for Natural Health í Bandaríkjunum (ANH)“ á alvarlegum ofbeldis glæpum á undanförnum áratugum.
Í tæplega helmingi tilvika (ellefu af tuttugu og þremur), var skjalfest að gerandinn var að taka inn, eða hafði nýlega hætt að taka inn einhvers konar þunglyndislyf, eða verið í geðrofs lyfjameðferð.
Í öðrum sjö tilvikum hafði morðinginn verið á þunglyndislyfjum áður er verknaðurinn átti sér stað. Önnur rit styðja þessar niðurstöður t.d.: ,,Mother Jones“ skoðaði 72 sakamál frá árinu 1982. Þar höfðu meira en helmingur af gerendum (43) sýnt merki um geðsjúkdóm áður en glæpurinn var farminn. Fæðu- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) viðurkennir að mörg þunglyndislyf séu merkt með ,,svörtum kassa“. Þunglyndislyf sem eru með þessum svarta kassa er viðvörun um aukna hættu á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun. Dr. Robert Whitaker bendir á að það sé einnig mikil hætta á auknu ofbeldi í garð annarra.
Mikilvægar rannsóknir hafa sýnt að lyf eins Paxil og Prozac hafa verið meira orðuð við ofbeldi en önnur lyf. Notendur Paxil eru 10,3 sinnum líklegri til að skaða sig eða aðra. Notendur Prozac eru 10,9 sinnum líklegri til að fremja ofbeldisverk. Aðrar vísbendingar sýna að fólk sem hefur ekki sýnt neina tilhneigingu til ofbeldis eða árásargirni geta þróað ofbeldi fljótlega eftir að byrja inntöku þunglyndislyfja.
FDA byggir á rannsóknum sem gerðar eru af lyfjafyrirtækjum, sem geta verið óáreiðanlegar. Jafnvel þó að gögnin séu óspillt, túlkunin mun örugglega vera lyfinu í hag.
Lítum á lyfið Paxil. Fyrir fjórtán árum gerði framleiðandinn ,,Glaxo Smith Kline!“ (GSK), rannsókn sem túlkuð var á þann veg að Paxil væri öruggt og árangursríkt fyrir unglinga. Ný greining á sömu gögnum, sem birt var nýlega af hinu virta ,,British Medical Journal“ fékk andstæða niðurstöðu; að praxil gagnist ekki unglingum gegn þunglyndi frekar en lyfleysa og að GSK hafi leynt alvarlegum aukaverkunum lyfsins. Endurskoðunin var aðeins möguleg vegna þess að GSK gerði gögnin opinber og einkaleyfið var runnið út.
Sjálfsvíg og ofbeldi eru bara tvær hliðar af aukaverkunum þunglyndislyfja. Eftirfarandi 134 viðvaranir frá eftirlitsstofnunum í ellefu löndum eru:
- 30 varnaðarorð um þunglyndislyf sem valda hjartavandamálum,
- 21 viðvörun um að þau valdi fæðingargöllum
- 6 viðvaranir að þau valdi kvíða
- 5 viðvaranir um að þau valdi oflæti eða geðrofi
- 4 viðvaranir um að þau valdi dauða
- 4 viðvaranir um að þau valdi ofskynjunum eða blekkingarhugsunum
- 4 viðvaranir um að þau valdi ósjálfráðum hreyfingum
- 2 viðvaranir um að þau valdi kynlífsvanda
Það er margt sem ekki er vitað og ekki fæst vitneskja um, vegna þess að mörgum rannsóknum um lyf er haldið leyndum. En fylgni milli ofbeldisbrota og notkunar þessara lyfja er of mikil til að vera hunsuð og vísindalegar sannanir hlaðast upp um þau tengsl. Hvers vegna hefur FDA ekki gert neitt? Svarið gæti legið í því að um 10% Bandaríkjamanna (30 milljónir manna) eru á þunglyndislyfjum og notkun þeirra hefur aukist um 400% á undanförnum árum. Þetta þýðir í milljarða tekjur fyrir lyfjaiðnaðinn og er hlutfall af rekstraráætlunum FDA.
Það er sorgleg almenn notkun þunglyndislyfja, hræðilegar aukaverkanir þeirra og tenging þeirra við ofbeldi.
Það er val um miklu öruggari leiðir. Stundum stafar þunglyndi af atburði eða röð atburða sem hefðbundin lyf bæta ekki. Hefðbundin lyf greina ekki tenginguna á milli heila og líkama t.d. hvernig meltingarvegur getur haft djúpstæð áhrif á heilann og öfugt. Í sumum tilfellum getur vantað einfalt næringarefni, oft B-vítamín eða steinefni, t.d. magnesíum.
Ójafnvægi í líkamanum getur haft áhrif á skapið. Íhugið að 95% af serótóníni líkamans, efnið sem flest þunglyndis lyf reyna að auka, er að finna í meltingarveginum. Almennt amerískt mataræði eykur ekki serótónín eða bætir ástand þarmanna, heldur leiðir til leka í þörmum og viðvarandi bólgum. Notkun sýklalyfja eyðileggur gerlaflóru þarmanna og auðvelda sjúkdómsvaldandi bakteríum að setjast þar að. Þegar slímhúð meltingarfæra er orðin lek geta eiturefni og bakteríur komist inn í blóðrásina og valdið fæðuóþoli og sjálfsofnæmisjúkdómum. Hormónaójafnvægi af völdum vanstarfsemi skjaldkirtils, sem oft er ekki greint, getur valdið geðsjúkdómum. Margir sem taka geðdeyfðarlyf ættu í raun að vera að ráða fram úr undirliggjandi skjaldkirtils vandamálum.
Í nýlegri frétt var sagt frá þjálfun og undirbúningi starfsfólks við Háskólann í Virginíu (Virginia Medical Center), gegn mögulegum árásum skotmanna. Kaldhæðnin er sú að starfsmenn sjúkrahússins sjá ekki samhengið á milli áhrifa lyfjagjafanna og skotárásanna.
Árið 2011 sendi ANH (nefnt í upphafi greinar) borgaralega beiðni til FDA og bað um að auk viðvarana um sjálfsvíg á umbúðum þunglyndislyfja yrði bætt við: Hættan á ofbeldi gegn öðru fólki. Þessari beiðni hefur hingað til ekki verið sinnt.
Þetta er þýddur og endursagður úrdráttur úr grein sem birtist á síðunni: ,,Health Impact News“ þann 5. október 2015. Sjá nánar greinina í heild sinni á: http://healthimpactnews.com/2015/new-evidence-that-antidepressants-are-causing-an-epidemic-of-violence/#sthash.tOhipjlH.dpuf
Ingibjörg Sigfúsdóttir þýddi og endursagði 2015
Flokkar:Hugur og sál