Breyttur lífsstíll læknaði of háan blóðþrýstingi, blóðfitu, sykursýki og kæfisvefn

Rætt við hjónin Vigdísi Lindu Jack og Adrian Lopes Guarneros  árið 2015 .

Adrian ákvað tæplega fertugur að breyta um lífsstíl þegar hann greindist með áunna sykursýki, of háan blóðþrýsting, of hátt kólesteról og kæfisvefn. Um það leyti þurfti hann að taka 9 lyfjatöflur á dag og þyngd hans var komin í rúmlega 130 kíló. Nú 5 árum seinna er hann laus við öll lyfin og hefur lést um 50 kíló.

En hvað gerði Adrian sem framkallaði svona mikla breytingu?

Hann ásamt eiginkonu sinni Vigdísi Lindu breytti mataræðinu í algjört grænmetisfæði (total vegetarian eða vegan) og þau hjónin juku hreyfinguna til muna. Fyrst með göngutúrum og síðar með því að fara út að hjóla. Nú hjólar Adrian 16 km á dag.

Hvernig var mataræðið áður?

,,Við vorum með matarvenjur sem margir kannast við í dag: Skyndibitafæði, mikið kjöt og unnar kjötvörur og ýmsar matvörur með miklum sykri. Það fór ekki mikið fyrir því að við borðuðum grænmeti eða ávexti“.

Vigdís Linda Jack, Adrian Lopes Guarneros

Sykursýki er eitt af helstu heilsufarsvandamálum samtíðarinnar á Vesturlöndum og virðist vera sem um sjúkdómsfaraldur sé að ræða. Það er hægt að koma í veg fyrir sykursýki og jafnvel losna við hana í mörgum tilfellum með réttu mataræði.

Heimilislæknir Adrians hjálpaði honum smátt og smátt yfir 9 mánaða tímabil að minnka lyfjaskammtinn þar til öll lyf voru óþörf.

Hjónin segja að eftir að Adrian náði tökum á sjúkdómunum og var búinn að lækka blóðþrýstinginn, minnka blóðfituna, kveða niður sykursýkina og kæfisvefninn ákváðu þau halda ókeypis námskeið til að deila reynslu og árangri Adrians. Þau vilja hjálpa þeim sem ætla að laga lífsstíl sinn og þurfa aðstoð við að sigrast á umræddum sjúkdómum. Námskeiðin felast í fyrirlestrum og matreiðslukennslu þar sem nemendur fá að borða réttina í lokin.

Vigdís Linda og Adrian segja: ,,Þetta er hugsjónastarf og við njótum þess virkilega að hjálpa fólki. Við erum bæði í fullri vinnu svo það má segja að þetta séu okkar tómstundir og félagsstarf. Námskeiðin eru núna í fullum gangi. Fyrirlestrarnir eru 6 í heild sinn, sjálfstætt framhald hver af öðrum. Öllum er velkomið að koma.

Við höfum opnað hóp á Facebook sem heitir Heilsunámskeið en þar höfum við sett inn alls konar uppskriftir og greinar sem tengjast heilsusamlegu líferni, þ.e. hreyfingu og mataræði sem gæti hjálpað námskeiðsgestum. Þar koma líka tilkynningar um næstu námskeið. Allir eru velkomnir í hópinn.

Netfang:  heilsunamskeid@outlook.com



Flokkar:Reynslusögur

Flokkar/Tögg, , , , , , ,

%d bloggers like this: