Óson (O3) og vetnisperoxíð (H2O2) eru oxidantar sem fyrirfinnast í náttúrunni. Til að óson geti myndast þarf að vera til staðar súrefni (O2) og útfjólublá geislun, einnig getur óson myndast við jónun súrefnis við aðstæður eins og í eldingum. Þar sem óson og raki eru til staðar getur myndast örlítið magn af vetnisperoxíð.
Oxidantar eins og óson og vetnisperoxíð eru öflugir til að eyða mengun, drepa sýkla og aðra óværu. Í andrúmsloftinu er um 20% súrefni og sólin sér okkur fyrir útfjólublárri geislun, þannig að stöðug myndun ósons á sér stað í andrúmsloftinu.
Í sundlaugum er yfirleitt notað hýpóklórít, natríum hýpóklórít eða kalsíum hýpóklórít við sótthreinsun sundlaugarvatns en við oxun þeirra geta myndast óæskileg klórsambönd sem geta skaðað heilsu okkar.
Eitt þessara klórsambanda er klóramín (chloramine). Þegar við finnum klórlykt í sundi er það lyktin af klóramíni. Klóramín getur verið ertandi fyrir augu og húð. Klóramín er einnig talið orsök hárrar tíðni astma hjá sundfólki.
Annað þessara klórsambanda er klóróform (chloroform). Klóróform getur skaðað lifur, nýru og miðtaugakerfi. The International Agency for Research on Cancer hefur flokkað klóróform sem hugsanlegan krabbameinsvald.
Klóramín og klóróform myndast í gegnum klór efnahvörf við lífræn efni eins og þvag, svita, hár og skinn. Með síaukinni sölu lyfjaplástra viðurkennist upptaka í gegnum húð og ekkert annað á við um böð í klórbættu vatni. Sundfólk upptekur klóramín og klóróform að mestu leyti í gegnum húð.
Útfjólublá geislun sólar virkar sem hvati efnahvarfs þar sem klóróform og súrefni eru með í myndun eitruðu gastegundarinnar phosgene. Phosgene var notað sem efnavopn í fyrri heimsstyrjöldinni.
Þess skal einnig getið að halogenarnir flúor, klór, bróm og joð hafa oxunar eiginleika. En joð er nauðsynlegt snefilefni fyrir lífverur, það fyrirfinnst helst í skjaldkirtli, brjóstum kvenna og blöðruhálskirtli karla. Sífellt sterkari tenging er gerð við joðskort og krabbamein í ofnantöldum líffærum. Joð ver okkur gegn sýkingum og er mikilvægt við hormóna framleiðslu. Joðskortur getur valdið stækkun skjaldkirtils (goiter), greindarskorti og vansköpun (cretinism), síþreytu, þunglyndi, yfirþyngd og lágum líkamshita.
Í líkamanum eru ákveðnir joð móttakarar (receptorar) sem halda joði í líkamanum en léttari halogenar þ.e. flúor, klór og bróm geta losað joð úr sínum móttökum og tekið þeirra stað. Með öðrum orðum getur það leitt til joðskorts að nota flúortannkrem og flúorskol, drekka flúor- og/eða klórbætta drykki og vera í klórbættu vatni (sundlaugarvatn). Íslendingar hafa ekki bætt flúor og/eða klór í drykkjarvatn, en það hafa margar aðrar þjóðir gert.
Höldum ásýnd Íslands sem fyrirmynd um hreinleika og tærleika, bætum heilsu sundfólks og hættum að nota klór til sótthreinsunar sundlaugarvatns. Notum þess í stað aðferð náttúrunnar og hreinsum sundlaugarvatnið með ósoni, útfjólubláu ljósi og vetnisperoxíð.
Höfundur: Magnús Orri Grímsson
Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Ozone
http://en.wikipedia.org/wiki/Hydrogen_peroxide
http://en.wikipedia.org/wiki/Oxidizing_agent
http://en.wikipedia.org/wiki/Chloramine#Safety
http://en.wikipedia.org/wiki/Chloroform
Click to access Hreinsun%20laugarvatns_Gangverk020201.pdf
http://www.indianozone.com/swimming-pools-spas.htm
http://www.ozogen.co.za/Ozone_Chlorine.html
Flokkar:Umhverfið