Nú er hægt að fá lággeisla DECT síma

DECT símar (þráðlausir innanhús símar)

Í allri umræðu um rafmengun og rafóþol hefur þráfaldlega komið upp umræðan um hve sterkt svið er frá þráðlausum innanhússímum. Þá er verið að tala um móðurstöðina sjálfa. Um er að ræða örbylgjusvið á rúmlega 2 GHz og mælist styrkurinn rétt við móðurstöðina nálægt 12V/m. Sú geislun er stöðug og alveg óháð því hvort verið er að nota símtólið eða ekki. Þetta er sérstaklega lúmskt og margir hafa slíkt tæki á náttborðinu hjá sér. Fólk er þá um baðað örbylgjugeislun alla nóttina.

Það gera sér allir grein fyrir því að á meðan verið er að tala í símtólið er höfuðið útsett fyrir geislun en þá bara á meðan samtali stendur. Góður svefn er gríðarlega verðmætur og allt sem hugsanlega truflar góðan svefn ætti að forðast.

Nokkrir framamenn í rafgeislunarmálum hafa bent á það að rannsóknir hafa sýnt neikvæð áhrif slíkrar geislunar á töluvert lægri styrk en mælist frá slíkum tólum. Í ályktun frá Seletun hópnum kemur fram að rannsóknir hafa sýnt heilsufarsáhrif á sviðsstyrk undir 0,6V/m. Til samanburðar má nefna að í 10 sm fjarlægð frá hurð örbylgjuofns sem gengur á fullri orku er sviðsstyrkurinn 22V/m. Einstaklingur með DECT símtól á náttborðinu gæti verið baðaður sviðstyrk á bilinu 6 – 12V/m  alla nóttina.

Nú er hægt að fá lággeisla DECT síma

Undirritaður rakst á parametra fyrir Siemens Gigaset síma þar sem tíunduð var stilling sem hægt er að setja þá síma í. Þetta kallast ECO+ og hefur þá eiginleika að móðurstöðin sendir ekki frá sér neina geislun á meðan ekki er verið að nota símann. Jafnframt er sviðstyrkurinn frá tólinu breytilegur eftir nálgun við móðurstöð þannig að tólið notar ekki nema þann styrk sem það þarf til að halda góðu sambandi. Þetta er tvímælalaust til bóta fyrir þá sem vilja hafa þráðlausa síma en passa upp á umhverfi sitt gagnvart rafgeislun. Kíkið eftir ECO+ eða sambærilegu þegar DECT sími er valinn.

Nánari upplýsingar um ECO DECT: https://www.gigaset.com/information/eco-dect-green-home.html

Nánari upplýsingar um Seletun hópinn: http://electromagnetichealth.org/electromagnetic-health-blog/the-seletun-Flokkar:Rafmagn, Umhverfið

Flokkar/Tögg, , , , , , ,

%d