Handadoði læknaðist við inntöku B-6 vítamíns

Árið 2014 barst Heilsuhringnum eftirfarandi bréf frá Helgu Snædal‎:

Maðurinn minn hefur lengi kvartað yfir því hvað hann vakni oft með doða í höndunum, og hann var oft alveg dofinn. Honum fannst hann líka alltaf vera að missa hluti og talaði um hvað hann væri mikill klaufi. Þegar hann var hættur að geta borðað morgunmatinn eða unnið nokkra fínvinnu sem reyndi eitthvað á hendurnar ákvað hann að fara til læknis. Læknirinn sendi hann áfram til taugalæknis sem staðfesti með taugaleiðnimælingu að hann þyrfti í uppskurð vegna Carpal tunnel syndrome.

 

Ég mundi eftir að hafa lesið um B-6 vítamín skort og Carpal Tunnel í Heilsuhringnum og sagði honum að bera þetta undir heimilislækninn þegar hann fór aftur til hans, til að ræða niðurstöðu taugaleiðnimælingarinnar. Hann gerði það og læknirinn hugsaði sig um og sagðist síðan hafa heyrt þetta. Hann lagði til að þeir prófuðu tvöfaldan skammt af B-6 vítamíni í þrjá mánuði áður en lögð yrði inn pöntun á uppskurði.

 

Núna er minn maður búinn að taka 40mg af B-6 í um það bil 2 mánuði og segist bara ekki muna hvenær hann vaknaði síðast með doða í höndunum!!!

 

Erum við ekki að tala um frekar mikinn þjóðhagslegan sparnað ef þetta yrði prófað á þeim sjúklingum sem koma til læknis og kvarta undan doða í höndum? Kærar þakkir til Heilsuhringsins fyrir þessa grein, hún kemur í það minnsta í veg fyrir uppskurð og 6 vikna fötlun hjá manninum mínum og útgjöld hjá sjúkratryggingum vegna veikindaorlofs!

 

Greinin sem Helga vísar til birtist í Heilsuhringnum árið 1982 og heitir:  Hvers vegna þörfnumst við B6 vítamíns?

 

 Flokkar:Greinar og viðtöl

Flokkar/Tögg, , , ,

%d bloggers like this: