Sæbjúgu til heilsubótar

Íslensk hollustuvara úr hafinu

Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsu- og lúxusfæði. Til eru sagnir um notkun sæbjúgna fyrir meira en 1000 árum. Steingervingar af sæbjúgum sem hafa fundist eru taldir 400 milljóna ára gamlir ( Gilliland 1993 ).

Það eru þekktar um 1.400 tegundir af sæbjúgum og þar af um 100 tegundir í Kína. Sæbjúgu eru veidd og markaðssett í yfir 70 löndum ( FAO 2012 ). Nokkur ofveiði hefur átt sér stað og sæbjúgu svo til uppurin á sumum veiðisvæðum. Þar sem eftirspurn hefur verið meiri en framboðið hefur ræktun aukist síðustu árinn og á örugglega eftir að verða en meiri síðar.

„Ég kynntist sæbjúgum fyrst sem ungur maður þegar ég stundaði sjómennsku fyrir vestan. Ekki var þessi tegund vinsæl og var kastað fyrir borð með ófögrum orðum. Löngu síðar, eða árið 1996, sá ég sæbjúgu í Kína og voru þau borin á borð fyrir mig sem sérstök lúxusvara. Þarna kynntist ég töfrum þessarar tegundar úr dýraríkinu. „For man“ sögðu þeir og augu þeirra urðu alveg kringlótt. Ekki tók ég mjög alvarlega það sem mér var sagt um sæbjúgu þetta kvöld, frekar en annað sem Kínverjarnir sögðu mér um mat og samsetningu á mat. Síðar fór ég að leggja við hlustir og í dag tek ég það mjög alvarlega sem gömul kínversk vísindi segja okkur um heilsufæði og almennt um mat og næringu.

Mér hafa svo verið boðin sæbjúgu í Kína alltaf öðru hvoru síðan og séð þau notuð til heilsubótar. Þau eru seld í apótekum og dýrari verslunum.  Kínverjar kalla sæbjúgun gjarnan Ginseng úr hafinu..

Íslensk sæbjúgu (cucumaria fromdosa)

„En það er ekki fyrr en um 2008 að ég fer að skoða íslensk sæbjúgu.Finna skýrslur og greinar sem ritaðar hafa verið um þau, sem er því miður mjög lítið til af á íslensku.  Mikið efni er hinsvegar til um sæbjúgu á ensku og ég tala ekki um á kínversku. Fyrsta verkið var að senda sæbjúgu til Kína og láta efnagreina þau og bera saman við kínversk sæbjúgu. Niðurstaðan er sú að íslensk sæbjúgu innihalda sömu virku efnin og þau kínversku.  Að markaðssetja íslensk sæbjúgu er svo allt annað mál og eigum við þar langt í land.

Eftir að niðurstaðan fékkst varðandi virk efni í íslensku sæbjúgunum var farið í að athuga hvernig hægt er að fá vesturlandabúa, sem ekki kunna að matreiða sæbjúgu, til að neyta þeirra“ Niðurstaðan var sú að framleiða þurrkuð, möluð sæbjúgu og setja þau í hylki sem við getum tekið inn sem fæðubótarefni“.

Hvers vegna eigum við að borða sæbjúgu?

Sæbjúgu eru þekkt fyrir hátt prótíninnihal og lágt fituinnihald (um 1%). Neysla á sæbjúgum getur bætt ónæmiskerfi og mótstöðu líkamans fyrir ýmsum sjúkdómum, aukið blóðmyndandi virkni, seinkað öldrun, minnkað líkur á blóðtappamyndun og komið í veg fyrir æðakölkun. Sæbjúgu eru með yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, t.d. hátt kollagen, 18 tegundir amínósýra, taurine, chondroitin súlfat, fjölpeptíð, sæbjúgna mucopolysaccharide, kalsíum (Ca), fosfór(P), járn(Fe), joð (I), sink(Zn), selen(Se), vanadíum (V), mangan (Mn), Vitamín B1, B2, B3, B5 o.fl..

Sæbjúgnaprótein myndast úr 18 tegundum af amínósýrum. Þar af eru 8 tegundir af amínósýrum sem mannslíkaminn getur ekki framleitt sjálfur og þarf að fá úr fæðunni. Það eru: Metíónín, sem er blóðaukandi, eykur orku líkamans, stuðlar að myndun húðpróteins og insúlín; Lýsín, sem eflir þroska heilans, stýrir heilakönglinum, mjólkurkirtlum, eggjastokkum og tefur fyrir frumuhrörnun. Lýsín er óaðskiljanlegur þáttur í starfsemi lifrar og gallblöðru; Tryptófan, sem stuðlar að myndun magasafa og insúlíni; Valín, sem stuðlar að eðlilegri virkni í taugakerfi, verkar sérstaklega á gulbú, brjóst og eggjastokka; Treónín, sem stuðlar að jafnvægi amínósýra líkamans; Leucine, sem getur lækkað blóðsykur í blóðinu og styrkt húðina, auk þess em sár og bein gróa betur; Isoleucine, sem aðlagast hóstarkirtlum, milta, heila og bætir efnaskipti til að halda lífeðlislegu jafnvægi líkamans; Fenýlalanín, sem eflir nýrun og þvagblöðruvirkni. Þessi næringarefni geta aukið virkni ónæmisfrumna líkamans og þannig stuðlað að myndun mótefna.

„For man“. Af hverju segja Kínverjar þetta? Sæbjúgun innihalda fjölbreytt virk efni sem auka og styrkja sæðisframleiðslu karlmanna og auka kyngetu. Þau hafa einnig áhrif á eggjastokka og egglos konunnar.

Nýjar rannsóknir (sjá Natural News, 2013) benda til þess að sæbjúgu (cucumaria fromdosa) hafi mjög jákvæð áhrif í baráttunni gegn krabbameinsfrumum.

Þegar farið er að skoða það sem um sæbjúgu er skrifað og rætt, þá eru ótal atriði sem þau eiga að hafa jákvæð áhrif á. Því er áhugasömum bent á að fara inn á: Google: „Sea cucumber health benefits“, eða „Sea cucumber benefits skin“ og „Sea cucumber extract kills“. Þar kemur margt fram  um sæbjúgu og frábæra eiginleika þeirra. Ýmislegt annað efni er til um sæbjúgu, en eins og áður hefur komið fram er mjög lítið efni til á íslensku.

Mikið af því sem hér hefur verið ritað er þýtt og endursagt bæði úr kínverskum og enskum heimildum.

  • Sæbjúgu eru framleidd hjá: Arctic Star ehf.
  • Síðumúla 31, 108 Reykjavík
  • Sími: +354-5629018
  • Heimasíða:  www.arcticstar.is
  • Höfundur greinar: Jens H. Valdimarsson framkvstj.


Flokkar:Fæðubótarefni

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: