Eru óæskileg áhrif frá iPad á heilsuna?

iPad og spjaldtövur er af mismunandi gerðum. Megin munurinn er sá að sumir eru með 3G, ,,WiFi“ og ,,BlueTooth“ samskipta og netkerfi. Önnur eru bara með WiFi og BlueTooth. Ef verið er að nota spjaldtölvu með 3G þá er geislun frá tækinu ekki ósvipuð og frá farsíma. Ef tækið er eingöngu notað með WiFi, þ.e. þráðlausu interneti þá er geislunin frá tækinu heldur minni.

Ekki er hægt að fullyrða að spjaldtölvur hafi áhrif á heilsu en grunur leikur á að geislunin geti verið þáttur í vandamálum sem börn glíma oft við eða athyglisbrest og ADHD. Það hafa komið fram rannsóknir sem sýna samhengi milli rafgeislunar kvenna á meðgöngu og astma og óþols hjá barni síðar meir.

Góð regla varðandi þessi tæki er að hafa ekki 3G virkt nema sé verið að nota það og það sama á við um ,,BlueTooth“ og ,,WiFi“. Hægt er að slökkva á þessum búnaði í tölvunni ef ekki er verið að nota hann. Athygli hefur verið vakin á því að ef margir krakkar til dæmis í kennslustofu eru að nota ,,WiFi“ þá verður heildargeislunin töluvert mikil. Víða um heim er verið að hugleiða bann við notkun þráðlausra samskiptakerfa í skólastofum vegna geislunar.

Ef manneskja með rafmagnsóþol notar iPad eða aðra tegund spjaldtölvu er líklegt að viðkomandi finni fyrir þreytu, óþægindum í höfði og jafnvel verk í kviðarholi, ógleði, sviða í húð, hjartsláttartruflanir og höfuðverk. Einkenni hverfa þá yfirleitt á u.þ.b. klukkutíma eftir að notkun er hætt.

Ef verið er að nota tölvuna í kjöltu eða á maga uppi í rúmi þá er gott aðhafa eitthvað undir sem myndar bil milli tölvu og líkama. Til þess má nota púða eða fartölvubretti. Púðar sem eru hannaðir fyrir svona not fást í Ikea og eru með mjúku frauðplast undirlagi og hálfmánalaga borði. Frekari lesning:

Home

http://www.wifiinschools.org.uk/

http://www.electromagneticman.co.uk/

VGV 15.02.13Flokkar:Rafmagn, Umhverfið

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: