Verkjalyf sem innihalda diclofenac ætti að banna segja vísindamenn hjá Barts and London School of Medicine and Dentistry. Lyfinu er gjarnan ávísað á sjúklinga eftir skurðaðgerð en einnig til að glíma við verki af völdum gigtar. Það hefur einnig verið notað til að verkjastilla vegna nýrnasteina og gallsteina en einnig vegna krabbameins.
Diclofenac hefur verið tengt við hækkun hjartaáfalla og sýndi rannsókn sem gerð var árið 2011 að því virðist fylgja 40% aukning á hjartaáföllum og heilablæðingu. Önnur rannsókn gerð sama ár sýndi að lyfið virðist geta fjórfaldað hættu á hjartaáfalli. Vísindamenn hafa kallað eftir að lyfið verði tekið af markaði. Efnið diclofenace er mikið notað lyf og tilheyrir flokki lyfja sem kallast „Non Steroidal Anti-Inflammatory Drug“ eða „NSAID“ Undir þeim flokki eru verkjalyf eins Ibuprofen og Voltaren. Þetta eru verkjastillandi og bólgueyðandi lyf sem íþróttamenn nota mjög gjarnan. Umræða hefur verið um að þessi efni hafi verið að valda hjartaáföllum hjá ungu íþróttafólki undanfarin ár.
http://en.wikipedia.org/wiki/Diclofenac
http://www.dailymail.co.uk/health/article-1346254/Ibuprofen-trebles-risk-stroke-doctors-warn.html