Þegar við heilsum fólki með handarbandi erum við að gefa af okkur til viðkomandi. Að heilsa er að óska öðrum heilla. Að vera heil/l og sæl/l. Blessuð/aður og sæl/l, ég gef þér mína blessun og sælu eða gleði.
Allt sem viðkemur heilsu finnst mér tengjast hugarfarinu. Hvernig við sjáum okkur sem heilræna manneskjur. Hvernig við upplifum okkur sjálf í hversdagsleikanum. Hvernig hugsanir við höfum og hvernig við hugsum til fólks.
Að viðhalda líkamlegri og andlegri heilsu er að taka ábyrgð á sjálfum sér með því að hlusta á hljóm sköpunarverksins sem við erum. Hvenær hættum við að hlusta á hljóminn í okkur og köstuðum allri ábyrgð á kerfið? Með tímanum gerðumst við fórnarlömb þess. Við hættum að treysta okkur sjálfum og hættum að hlusta. Við týndum söngnum við lífið og tenginguna við náttúruna.
Þegar ég fór að nema grasalækningar fyrir nokkrum árum, kynntist ég Leið vitru konunnar ( Wise Woman Tradition). Þá byrjaði ég aftur að tengja sjálfan mig að við náttúruna.
Susun Weed er amerískur grasalæknir (herbalist) og talar um þrjár lækningarhefðir í okkar menningu, það eru:
- Vísinda-lækningaleiðin
- Hetju-lækningaleiði
- Lækningaleið vitru kronunna
I bók sinni: „Healing Wise„ greinir Susun Weed ítarlega frá þessum þremur leiðum. Mig langar aðeins að nefna nokkur atriði til kynningar á þeim.
Vísindalækningaleiðin segir:
Við lögum þig, við gerum við vélina í þér, þú ert ekki ábyrgur. Ef þú ert með sjúkdóm þá er vélin bara biluð og það er ekki þér að kenna, við tökum það í burtu. En þú segir: Ekki biðja mig að breyta neinu lagaðu mig bara. Kemísk lyf og skurðaðgerðir einu aðferðir sem laga. Leið vísindanna byggir á hræðslu og þú ert valdalaus.
Hetjulækningaleiðin segir:
Þú ert algjörlega ábyrg/ur. Ef þú hefur einhver vandamál þá er það þér sjálfum að kenna. Þú ert óhrein/n, skítug/ur, stútfull/ur af drullu sem er fast í þér og þú verður að hreinsa þetta út. Leið hetjunnar byggir á sektarkennd, ég er vond/ur og skítug/ur.
Vitru konu-lækningaleiðin segir:
Hvernig viðhorf hefur þú til sjálfs þíns sem heild?. Hún er leið ábyrgðar og sjálfslækningar. Hún sér ekki sjúkdóma sem er eitthvað sem þú fékkst inn í þig og þú þurfir að láta taka í burtu. Hún segir þú ert sjúkdómurinn sjálfur, hann ert þú. Ef sjúkdómar eða kvillar koma upp er ójafnvægi komið á og það þarf að koma á jafnvægi. Vitra konu leiðin sér sjúkdóma og vandamál eins og vini manns því að þeir eru líka hluti af heildinni alveg eins og heilbrigði okkar. Við nemum lærdóm af þeim.
Vitru konu leiðin læknar með jurtum og kennir okkur að matur heilar líka. Hún nærir og segir að við séum fullkomin eins og við erum. Ef við erum með krabbamein þá erum við fullkomin. Að vera fullkomin er ekki að vera án vandamála. Vitra konu leiðin segir að þú ert heilbrigður og við gerum þig enn heilbrigðari. Hún er heilræn í sér.
Vísdómur Vitru konu hefðarinnar er: Hringrás lífs og dauða er síbreytileg og einstök, flæðir í gegnum alla möguleika.
Leið vitru konunnar byggir á ánægju; ég er fín eins og ég er og mig langar að verða fínni.
Hefð vitru konunnar er elsta heilunaraðferð í heimi; sú hefð sem hefur fengið litla viðurkenningu, sjaldan er skrifað og talað um hana. Hún er ósýnileg hefð.
Loka orð.
Vitru konu leiðin hefur opnað alla glugga upp á gátt hjá mér. Ég sé sjálfan mig sem heild og ég er það. Hún hefur kennt mér þolinmæði því hún krefst þess. Hún hefur kennt mér að hlusta á líkamssönginn og treysta honum. Að tengjast náttúrunni aftur er töfrum líkast, að hlusta og að horfa. Að vera inn í þessari orkuvídd sem er dúnmjúkt flæði þar sem tíminn er ekki til finnur maður kærleikann. Þetta orkuflæði er lífið sjálft.
Hægjum á okkur, hlustum og horfum. Beinum athyglinni að smáatriðunum í hversdagsleikanum og finnum töfrana sem er heilagleikinn. Þannig lærum við að hlusta á sönginn sem kennir okkur að viðhalda andlegri og líkamlegri heilsu.
Höfundurinn: Hulda Leifsdóttir stofnaði brenninetluvinahóp í Finnlandi þar sem hún býr og hélt sitt fyrsta villijurtanámskeið nýverið. Hún hefur kynnt sér og notar hómópatíu og nemur grasalækningar, framleiðir rósavatn, salva og sápur. Greinin skrifuð árið 2013 netfang hennar er: hulda.leifsdottir@nettikirje.fi.