Afleiðingar steinefnaskorts

Það er hægt að lækna psoriasis, exem og hafa áhrif á hegðun barna með því að auka steinefni í mataræði?

Hér birtist viðtal frá árinu 1986 við Elisabeth Carlde heilsuráðgjafa frá Svíþjóð (doctor of health) um húðsjúkdóma og hegðunarvandamál barna.

Elísabeth: Það eru mjög líkar orsakir fyrir ofvirkni barna (hyperactive) og húðsjúkdómum. Í flestum tilfellum koma þeir af miklum steinefnaskorti, tilfinningasveiflum og andlegu álagi. Ef við tökum ofvirkubörnin fyrst sem dæmi. Ég hef rannsakað mikið af ofvirkum börnum og komist að því að þau vantar öll steinefni. En svo er að fínna út af hverju þau vantar steinefni. Fyrsta spurningin er, hvað borða þessi börn. Er eðlilegt magn steinefna í þeirra daglega fæði eða þarfnast þau meira en venjulegt er af steinefnum vegna andlegs.álags af einhverju tagi. Nýta þau ekki það magn sem þau fá úr fæðunni sem getur farið eftir sýrustigi líkamans og samsetningu matartegunda?

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að í flestum tilfellum byrji hegðunarvandamál barna af röngu fæðuvali, sem veldur efnaskorti. Það myndast vítahringur þegar steinefni vanta. Börnin verða ergileg, en við það að vera leið og ergileg eyða þau meiri steinefnum og þurfa því ennþá meiri steinefni í fæðuna. Oft er það svo að þessi ofvirkubörn eru andlega viðkvæm og verða auðveldlega fyrir hughrifum. Því er svo einkennilega varið að andlegar sveiflur, hvort heldur er til gleði eða sorgar auka steinefnaþörfina. Mjög algengt er að þessi sömu börn fái í húðsjúkdóma eins og exem og bólur.

H.h. Stafar þá psoriasis og exem líka af steinefnaskorti?
E.C.
Já og sálarástandi.
H.h. Hér á landi hefur ríkt sú skoðun að þetta væru ólæknandi sjúkdómar.
E.C. Í aldaraðir hefur fólk þjáðst af þessum sjúkdómum og ekki vitað hvað til bragðs ætti að taka, en nú er búið að sanna með rannsóknum og tilraunum að þessa sjúkdóma má lækna með réttri næringu. Finninn Matti Tolonen, dósent við Háskólann í Helsingfors, sem skrifaði bókina Vitaminer och mineraler för ett friskare liv, er vel þekktur vísindamaður í Svíþjóð. Hann hefur gert miklar tilraunir á psoriasissjúklingum og kynnt niðurstöðurnar opinberlega. Hann kveðst hafa læknað fólk illa farið af psoriasis með opin sár (búið að vera með sjúkdóminn í þrjátíu ár) á stuttum tíma með því að gefa stóra skammta af steinefnum.

H.h. Hvaða steinefnum?
E.C.
Fjölbreyttum steinefnum eins og t. d. Skanalka og Dolomit.
H.h. Skanalka var bannað hérlendis af heilbrigðisyfirvöldum fyrir nokkrum árum  og talið skaðlegt fyrir Íslendinga.
E.C. Það getur ekki verið! Það hlýtur að vera misskilningur, þetta eru einhver allra bestu steinefni sem völ er á.

H.h. Skanalka er þá leyft í Svíþjóð.
E.C.
Já og afar mikið notað einmitt við þessum sjúkdómum. Í Svíþjóð er mjög strangt eftirlit með sölu fæðubótarefna og allri heilsugæslu yfirleitt. Þar er unnið mikið til að fyrirbyggja sjúkdóma. Á því byggist starf mitt að kenna fólki að velja sér rétt fæði og fæðubótarefni. Það lýsir kannski best fyrirbyggjandi starfi heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð, hvað þau byrja snemma að kenna næringar og heilsufræði í skólum, t. d. fær ellefu ára barn fjögra klukkutíma kennslu á viku í næringar og heilsufræði. Síðan fær það fjóra klukkutíma í hverjum hálfum mánuði kennslu í eldhúsi, þar sem það lærir að setja saman réttar fæðutegundir og telja saman þau næringarefni sem eru í hverri máltíð.

H.h. Þú talaðir um að húðsjúkdómar kæmu líka af andlegu álagi. Fær taugaveiklað fólk frekar húðsjúkdóma?
E.C.
Ja hvað er orsök og hvað er afleiðing? Taugaveiklun er oft afleiðing af röngu fæðuvali og efnaskorti. Ég ætla að taka dæmi til skýringar: Kona sem missir manninn sinn og verður fyrir mikilli sorg og fær slæmt útlit, vegna þess að við sorgina eyðast steinefni úr líkamanum og afleiðing þess getur valdið psoriasis eða exemi. Hafi þessi sama kona hinsvegar þann hátt á að auka strax steinefnaneysluna þegar hún verður fyrir sorginni, þá kemst hún betur frá erfiðleikunum, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega. Það má líka taka dæmi um fólk sem vinnur undir miklu andlegu álagi og kvíða. Ef það gætir sín ekki í fæðuvali og eykur steinefnaneysluna í samræmi við álagið endar það oftast með húðsjúkdómum.

ÞAÐ ÞARF AÐ KOMA GREINILEGA FRAM, AÐ VIÐ ÖLL HUGHRIF, HVORT HELDUR ER TIL GLEÐI EÐA  SORGAR, SVO OG ÁLAG OG KVÍÐA, EYÐAST STEINEFNIN OG VIÐ VERÐUM AÐ BÆTA ÞAÐ UPP MEÐ RÉTTRI NÆRINGU EF EKKI Á AÐ HLJÓTAST SKAÐI AF. Við andlegt álag kemur röskun á þarmastarfsemina en eðlileg þarmastarfsemi er frumskilyrði fyrir heilbrigði yfirleitt.

H.h. Hvað ráðleggur þú psoriasissjúklingum og foreldrum ofvirkra barna sem leita til þín?
E.C.
Allar ráðleggingar sem ég gef eru  einstaklingsbundnar og ekki gefnar fyrr en ég  hef kynnt mér sögu hvers og eins ýtarlega, en  ég get sagt að meginreglan hjá mér í meðferð psoriasis og exemsjúklinga og einnig ofvirkra barna sé sú að ég byrja á því að taka af þeim mjólk og sykur. Ef þeir eru ekki tilbúnir að hætta mjólkur og sykurneyslu reyni ég ekki að hjálpa þeim. Reynslan hefur sýnt mér að það er tilgangslaust;

H.h. Er mjólkin svona slæm?
E.C.
Já, gerilsneydd mjólk er afar slæm. Í Svíþjóð er mjólkurneyslan alltaf að minnka. Það er orðið opinbert mál þar, að sú mjólk sem framleidd er í dag inniheldur mikið magn af sýklalyfjum, og einnig hefur verið töluvert skrifað um rannsóknir sem sýna, að krabbameinsvaldandi efni finnst í mjólk og talið að þau komi úr túnáburði.

H.h. Hér á landi er mjólk auglýst bestikalkgjafi sem völ er á.
E.C.
Hún var það og er fyrir þá sem geta fengið hana ógerilsneydda úr heilbrigðum kúm. En fita skerðir nýtingu kalks og eftir gerilsneyðingu nýtist líkamanum enn minna af kalki mjólkurinnar. Aftur á móti nýtist okkur betur kalk úr fitusnauðum mat eins og grænmeti, kornmat og mögrum fiski.

H.h. Má þá ekki nota neina mjólkurvöru?
E.C
. Ég leyfi jógúrt, sykurlaust.

H.h. En skyr?
E.C.
Já, líka skyr, sykurlaust.

H.h. En hvað mega börnin drekka í staðinn fyrir mjólkina?
E.C.
Þau eiga að dekka vatn, gjarnan soðið. Þau mega alls ekki drekka djús eða aðra drykki með sykri og litarefnum. Það er geysistórt vandamál að forðast öll litar- og geymsluefnin sem farið er að bæta í flesta unna matvöru. Mörg þessi aukaefni valda  ofnæmi og algengt er að þau valdi ofvirkni í börnum. Fólk verður að vera ákaflega varkárt þegar  það kaupir unna matvöru. Best er að sneyða hjá henni ef hægt er.

H.h. Telur þú þá að mjólk og sykur séu þær fæðutegundir sem valdi helst húðsjúkdómum?
E.C.
Reyndur heilsuráðgjafi hefur sagt mér að sín reynsla sé sú, að við það eitt að taka mjólk og sykur af psoriasis- og exem sjúklingum batni mörgum. En mín reynsla/ hefur verið sú, að í flestum tilfellum þurfi gagngerar mataræðisbreytingar.

H.h. Hvernig mataræði er það?
E.C.
Nú má ekki gleyma að það er allt  einstaklingsbundið hvað varðar næringu, en segja má að hjá öllum þurfi að auka grænmetisneyslu. Úr því fáum við mikið af steinefnum og vítamínum, þó að vísindamenn telji að vegna þynningar ósonlagsins minnki alltaf steinefnagildi grænmets. Eitt er sameiginlegt hjá þessum sjúklingum, að þeir mega ekki borða steiktan og brasaðan mat og þurfa að varast fitu. Helst að nota kaldhreinsaðar jurtaolíur ef einhver fita er notuð. Miklu máli skiptir að líkaminn fái hvíld frá öllum þeim matartegundum sem hann getur ekki ráðið við. Grænmetið þarf að vera léttsoðið, þannig er það auðveldara í meltingu. Meðan verið er að vinna upp steinefnaskortinn þarf að taka inn kalk og önnur góð steinefni í töflum.

H.h. Hvað mikið?
E.C.
Það er ekki hægt að segja hvað mikið magn þarf að taka inn nema vita hvernig töflur er verið með og styrkleika hverrar einingar en oft þarf að þrefalda venjulegan dagskammt. Yfirleitt þurfa börn alltaf að taka kalk aukalega og bæta líka við A og D vítamínum. Einnig eru B vítamínin mjög nauðsynleg ef andlegt álag er mikið, en þó að næringin skipti mestu máli, þá er jafn nauðsynlegt að hægðir séu í lagi og þarmar tæmist reglulega. Psoriasis- og exemsjúklingar þurfa flestir að nota skolunartæki meðan verið er að koma lagi á þarmastarfsemina.

H.h: Ef við snúum okkur aftur að næringu barnanna. Telur þú að það sé   fluorskortur sem veldur tannskemmdum?

E.C. Nei. Ég held að það sé af röngu fæði. Ef við borðum kalkauðuga fæðu, þá vinnur líkaminn sitt fluor sjálfur og þannig á það að vera. Ekki með því að taka natríum fluorid heldur eigum við að nota náttúrulegt kalsíum fluorid. Það er auðvelt fyrir Íslendinga að verða sér úti um fluor. Þeir sem hafa allt þetta hraun sem Svíar hafa verið að kaupa af þeim. Nú svo eru fiskur og síld bestu fluorgjafarnir. Við þurfum ekki nema 0.3-0.7 milligrömm á dag og það fæst úr venjulegu fæði. Hættulegt er að taka of mikið af fluor. Líkaminn getur ekki losað sig við það og síðan sest það í nýrum og víðar. Fyrir stuttu var sagt frá í sænskum blöðum, tilraunum með fluorgjafir í ákveðnum skóla. Það sem þótti sögulegast við þessa könnun var, að í 100 barna hópi voru 10 börn sem komu með fyrirskipanir að heiman frá sér, urn það að þau mættu ekki fá fluor. Þegar að var gáð áttu öll þessi börn það sameiginlegt að eiga foreldra, sem annað hvort voru læknar eða tannlæknar.

H. h. Getur þú sagt mér hvernig Svíar haga máltíðum skólabarna?
E.C. Þau hafa með sér nesti, samlokur og ávexti.

H.h. Hér er börnum boðið að kaupa sykraða mjólkurdrykki í skólunum.                      E.C. Já, ég hef heyrt að þið séuð ein mesta sykurneysluþjóð heims og það sé slæmt ástand með tannskemmdir hér. Ef þið dragið ekki úr sykurneyslu verðið þið að sitja uppi með tannskemmdirnar. Eins og ég sagði áðan er rangt pH (sýrustig) í sykri. Í skólum í Svíþjóð er lögð mikil áhersla á næringarfræði. Þar er kennt um mataræði og vítamín, og samsetningu fæðutegunda. Börnin mín drekka ekki mjólk og þeim er alltaf að fjölga í Svíþjóð sem ekki drekka gerilsneydda mjólk.

H. h. Hvað drekka þau þá?
E.C. Þau drekka vatn. Ef þau fá ekki nóg kalk úr matnum, þá bæti ég það upp með Dolomit kalktöflum. Þær eru framleiddar úr besta fáanlegu hráefni og ég álít að með því að taka þær inn með mat, t.d. grænmeti, þá nýti þau það mun betur en ef þau fá það úr mjólk. Fita skerðir nýtingu kalks, en í gerilsneyddri mjólk nýtist kalkið aðeins að hálfu.

H.h. Hverjir eru helstu kalkgjafar í venjulegu fæði?

E.C. Við þurfum 800-1200 milligrömm á dag og getum fengið það úr eftirfarandi fæðutegundum: Tölurnar eru miðaðar við 100 g af fæðutegundunum.

Ostur                    632 mg
Mjólk               120-130 mg
Hvítkál                   403 mg
Síld                       162 mg
Hveitiklíð                120 mg
Egg                        89 mg
Hveitikím                 70 mg
Flest grænmeti     12-30 mg
Epli                        25 mg
Fiskur                 20-50 mg
Heilhveiti                 20 mg
Kartöflur               8-18 mg

Í lokin.
E.C.: Mín ráð eru að draga úr fitu og sykurneyslu,  ekki borða súkkulaði,  gosdrykki og gerilsneydda mjólk. Í mjólk er hvati sem breytist við gerilsneyðingu og síast síðan út um þarmaveggina og orsakar kransæðastíflu og húðvandamál. Fólk sem á við húðvandamál að etja, þarf sérstaklega að gæta að hvað það borðar. Það þarf svo að gæta þess að ristillinn tæmi sig vel.

Höfundur; Ingibjörg Sigfúsdóttir árið 1985.Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar

%d bloggers like this: