Rökhugsunin og tilfinningarnar

Öll viljum við hafa góða stjórn á tilfinningunum okkar. Íslendingar eru frekar lokuð þjóð og tala sjaldan um tilfinningar. Við erum alin upp við að eiga að sýnast sterk út á við og það er ekki talið viðeigandi að tala um að við séum döpur, niðurdregin, sorgmædd, sár eða þunglynd. Við höfum jafnvel ekki orð yfir hvernig okkur líður.

Umræða um tilfinningar er lítil og því vitum við oft ekki hvernig við eigum að bregðast við eða umgangast fólk sem á við tilfinningaleg vandamál að stríða eða hefur lent í erfiðri reynslu. Við vitum heldur ekki hvernig við eigum að haga okkur þegar við erum einstaklingurinn sem lendir í erfiðleikunum. Félagsfælni, hræðsla við dýr, kvíði, hræðsla við að standa okkur ekki nægilega vel, hræðsla við að tala opinberlega, innilokunarkennd, lofthræðsla, flug- og bílhræðsla, reiði, þráhyggja og afleiðingar af áföllum  eru algeng vandamál og mun algengari en við teljum.

segir bara ekki frá þeim því viðbrögðin sem fólk fær oftast eru „ æ hættu nú þessari vitleysu“ eða „ það er nú svo langt síðan það gerðist“.  En það er taugakerfið okkar sem stýrir því hvernig við bregðumst við í þessum aðstæðum en ekki rökhugsunin. Sem dæmi þá vitum við sem fullorðnir einstaklingar að ef lítið barn er að leika við hund eða kött þá er það dýr sennilega ekki hættulegt, en ef við á annað borð eru haldin hræðslu við dýr þá forðumst við að koma okkur í þær aðstæður að þurfa að umgangast þau. Rökhugsunin segir eitt, tilfinningarnar annað.

Við höfum jafnvel gert okkur í hugarlund hvernig við myndum bregðast við í ákveðnum aðstæðum en þegar á hólminn er komið eru viðbrögðin jafnvel þveröfug.

Lögreglan vill meina að börn séu gjörn á að segja rangt til nafn og benda í þveröfuga átt þegar þau eru spurð að nafni og hvar þau búi, ef þau hafa lent í slysi. Þegar við lendum í óvæntum aðstæðum þá er þrennt sem taugakerfið okkar hefur val um að gera, flýja, berjast eða frjósa (fight/flight syndrome). Við höfum séð þetta í raunveruleikanum og í bíómyndum.

Tökum dæmi. Ef Jón ekur aftan á bíl Gunnu við gatnamót og hann upplifir það sem ógn þá hefur taugakerfi Jóns um þrennt að velja, stinga af (flýja) af vettvangi og látið sem ekkert hafi gerst.  Eða hann getur rokið út úr bílnum og hellt sér yfir Gunnu fyrir að hafa stoppað fyrir framan hann (berjast (rífast)). Hann getur frosið, setið kyrr í bílnum sínum og vonað að þetta líði hjá (frosið). Ef aftur á móti hann upplifði þennan árekstur ekki sem ógn þá fer hann út úr bílnum, viðurkennir  sök sína og gerir skýrslu með Gunnu.

Þegar taugakerfið hefur jafnað sig á áfallinu og Jón áttar sig á því að hann stakk af af slysstað, líður honum ekki vel. En það er erfitt fyrir hann að gefa sig fram vegna þess að við sem þjóðfélag eru búin að dæma hann sem vondan mann fyrir að stinga af. Ef við auðveldum fólki að gefa sig fram, hrósum þeim og viðurkennum viðbrögð taugakerfis þeirra er ég viss um að fleiri gæfu sig fram.

Sama á við um hin tilvikin þegar Jón frýs eða rífst og skammast. Ef hann fær þau viðbrögð hjá Gunnu þegar hann hefur samband við hana að hún taki afsökunarbeini hans vel og þakki honum fyrir að hafa samband þá enda þessi samskipti alltaf vel og báðum einstaklingum og öllum þeim sem heyra af málinu líður betur. Málinu er þá lokið og tilfinningarnar róast.

Ef aftur á móti málinu er ekki lokið situr Jón uppi með skömmina og sektarkenndina, verður jafnvel kvíðinn því hann hræðist að hitta Gunnu aftur. Það gæti til dæmis leitt til félagsfælni, hann hættir að fara á ákveðna staði og heldur sig meira heima. Gunna er reið yfir því að það hafi verið keyrt á hana, hún upplifir áfallið af árekstrinum og ósanngirnina. Hún verður jafnvel varari um sig,  stressuð um að það verði aftur keyrt á hana. Reiðin og streitan spennir upp líkama hennar og afleiðingin jafnvel vöðvabólga og höfuðverkir.

Svo viðurkennum tilfinningarnar okkar og gefur þeim svigrúm. Þá líður okkur betur.

Höfundur: Jóhanna Hildiberg Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur, Bowen tæknir, TFT meðferðar kennari og meðferðaraðili, framkvæmdastjóri Heilsuheilræðis.
Vefsíður  http://heilsubot.com og http://heil.is .  Sími 824-2777.



Flokkar:Hugur og sál

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: