Skjaldkirtilsvanvirkni Týpa 2 -seinni hluti

Hvers vegna ætti Skjaldkirtilsvanvirkni Týpa 2 (Thyroid hormone resistance) að vera nú á okkar tímum orðinn sá faraldur sem dr.Mark Starr heldur fram? Hvað hefur breyst sem getur skýrt það ?

Það sem áður var sennilega fátíður krankleiki hefur að því er virðist, í ljósi breyttra aðstæðna öðlast nýjan sess í heilsufarssögu okkar mannkyns. Það virðist ljóst að almennt hafi læknar ekki áttað sig á þessu og við hin sennilega fæst heldur. Offita, vefjagigt, ýmsar þroskahamlanir barna og unglinga, aukning krónískra sjúkdóma hvaða nafni sem þeir nefnast, hegðunarvandamál, geðraskanir ofl. ofl. – allt eru þetta staðreyndir sem venjulegt fólk er að fást við í vaxandi mæli dagsdaglega. Eins ólík og þessi einkenni virðast í fljótu bragði vera, þá eru tengslin fyrir hendi. Mikil rannsóknarvinna bæði frá fyrri tíð og úr samtímanum liggur fyrir  og bendir til að svo sé.  Þúsundir einstaklinga hafa og verið meðhöndlaðir út frá þessum nýju forsendum og öðlast bætta heilsu.

– Í bók sinni Hypothyroidism Type 2: The Epidemic, færir Dr.Mark Starr rök fyrir því að erfðagallar (stökkbreytingar) í hvatberum og gallar á skjaldkirtilshormónaviðtökum á yfirborði fruma séu vaxandi vandamál með hverri nýrri kynslóð manna sem nú fæðist á jörðinni. Síðan sýklalyf og önnur efni komu á markað, sem gerðu það að verkum að einstaklingar sem annars hefðu dáið í æsku og ekki náð að auka kyn sitt (og þar með dreifa til næstu kynslóðar gölluðum hvatberum) hefur vaxandi fjöldi einstaklinga með þessa galla fæðst og er að fást við heilsufarslegar afleiðingar þess alla sína ævi. Dr.Mark Starr meðhöndlar kornabörn, börn og unglinga ekkert síður en eldri einstaklinga með þurrkuðum skjaldkirtli þegar það á við og nær með  því að láta líkama þeirra vinna eins og þeir eiga að gera en höfðu tapað hæfileikanum til. Verðandi mæður með gallaða hvatbera sem fá meðferð með þurrkuðum skjaldkirtli fæða af sér börn með skjaldkirtil og hvatbera sem virka eðlilega.

– Eiturefni úr umhverfi okkar sem trufla eðlilega virkni skjaldkirtilsins hafa aukist til muna frá því sem áður var og þeim fjölgað. Þarna er um að ræða þungmálma og ýmis efni notuð til iðnaðar s.s. blý, kvikasilfur, arsenik, kopar, ál ofl. Einnig plastefni og plastmýkingarefni (phathlates) með hormónaeftirlíkjandi virkni – þau setjast á  hormónaviðtaka frumanna og ,,stela” plássi þar sem skjaldkirtilshormónin eiga að komast að.  PCB, Díoxín, DDT, HCB, Aminotriazole og flúor eru meðal þeirra efna sem mest mælist af en listinn er mikið lengri. Öll þessi efni berast í meira og minna mæli yfir fylgju og til fósturs. Skordýraeitur og illgresiseitur notuð við  matvælaframleiðslu svo og sveppaeitur lenda inni í fæðukeðjunni og safnastu upp í líkama okkar og trufla eðlilega virkni skjaldkirtilsins.

Soja – erfðabreytt og ógerjað til manneldis – og afurðir úr soja sem finnast í ótrúlegum fjölda matvæla hafa slæm áhrif á skjaldkirtilinn og eru sennilega vanmetin orsakavaldur í þessu samhengi. (sjá greinar um það efni á vef Heilsuhringsins)

– Skortur á ákv. næringarefnum sem nauðsynleg eru heilbrigðri skjaldkirtilsstarfssemi s.s. joði . Fleira kemur til og þegar nú þetta allt kemur saman má segja að aðstæður hafi svo sannarlega breyst mikið hjá okkur og í umhverfi okkar á síðustu 100-150 árum.  Því er nauðsynlegt að skoða málin útfrá breyttum forsendum og kanna hvaða möguleikar eru á lausnum í stöðunni:
(þýðandi)

Meðferð fyrir Skjaldkirtilsvanvirkni Týpu 2

1. Staðgengils hormón
Hvort sem skjaldkirtill manneskju framleiðir ónógt hormón eða frumur  líkama hans eru ófærar um að vinna úr því sem kirtillinn framleiðir, er meðferðin sú sama: inntaka skjaldkirtils-hormóns. Út frá sjónarhóli hefðbundinnar læknisþjálfunar, getur það vakið spurningar um réttmæti að yfirfylla líkamskerfið af skjaldkirtilshormóni, í magni umfram það sem blóðpróf bentu til að væri ráðlegt eða skynsamlegt. Hafa ber þó í huga hversu stórlega vanvirkt ástand hvatberanna og/eða viðtakanna á frumunum er. Ef maður gegnsýrir vefina í nægjanlegu magni hormóna, í nógu langan tíma, fara jafnvel vanvirkir hvatberar og erfiðir viðtakar að vinna úr og nýta sér hormónið. Þegar svo líkaminn fer að starfa eðlilega, hefur hann hæfileikann til sjálfsleiðréttingar. Þá er hugsanlega hægt að minnka skammt inntekinna hormóna. Þetta bendir á þörfina fyrir að fylgjast vel með fólki með skjaldkirtilsvanvirkni týpu 2. Það er auðvelt að leggja mat á það þegar líkaminn fer að læknast, heldur Starr áfram.,,Aukinn grunnefnaskiptahiti, sem orsakast af að gefa inn þurrkaðan skjaldkirtil er bein afleiðing af aukinni virkni hvatberanna.”

Hvaða lyf virka best ? Fram undir 1960 var fólki sem þjáðist af vanvirkum skjaldkirtli gefinn þurrkaður skjaldkirtill úr svínum (desiccated thyroid) . Það þýddi allur skjaldkirtillinn þurrkaður og innihald hans – með öllum fjórum tegundum skjaldkirtilshormóna, RNA (ríbósakjarnsýru), DNA (deoxýríbósakjarnsýru) og öðrum meðvirkandi þáttum. En á 7.áratugnum var einangrað Thyroxin (T4) kynnt til sögunnar sem ,,gullmolinn” í skjaldkirtils-lyfjum. Thyroxin er einungis  hluti af skjaldkirtilshormónasambandinu. Þar sem það inniheldur ekki samvirkniáhrifin sem kirtillinn sem heild gerir, kom það ekki á óvart að það reyndist ekki eins áhrifaríkt klínískt séð og þurrkaði kirtillinn.

Ein slík rannsókn, á yfirburðum þurrkaðs skjaldkirtils m.v. thyroxin var framkvæmd í Belgíu og var birt af innkirtlafræðinginum Jacques Hertoghe og samstarfsmönnum hans í Journal of Nutritional and Environmental Medicine árið 2001. Þátttakendur sýndu skýr merki um framför þegar þeir hófu inntöku á  þurrkuðum skjaldkirtli í stað þess að taka einungis T4. Aðaleinkenni lágs skjaldkirtils – hægðatregða, höfuðverkur, lið og vöðvaverkir, vöðvakrampar, þunglyndi, óþol fyrir kulda og þreyta – minnkuðu um 70% eftir að þátttakendur skiptu út T4 fyrir þurrkaðan skjaldkirtil. ,,Einkenni sjúklinga sem þegar voru að taka T4 voru ekki frábrugðin einkennum þeirra sem  ekki fengu meðhöndlun” segir Starr, sem endurskoðaði og yfirfór rannsóknina.

Stöku sinnum þarf fólk einungis T3 eða T4 eða blöndu af þeim tveimur, vegna þess að það er annaðhvort með ofnæmi fyrir þurrkuðum skjaldkirtli eða þolir hann ekki, eða það vill ekki taka hann inn af trúarlegum ástæðum. Hver svo sem tegund skjaldkirtilshormóns er  notuð  er mikilvægt að fylgst sé með sjúklingnum reglulega og að hann sé undir eftirliti. Þetta innifelur einnig að viðkomandi fylgist með sér sjálfur. Læknirinn þarf einnig að vera tilbúinn að vinna náið með sjúklingnum og sjúklingurinn þarf að hafa vilja og getu til að uppgötva lífeðlisfræðilegar breytingar sem benda til að of mikið eða of lítið sé af hormóni og gefa reglulega skýrslu um það til læknisins.

Það er mikilvægt atriði, að þegar efnaskiptin verða árangursríkari eykst svitamyndunin og það gerir úthreinsun meiri eiturefna mögulega. Eftir því sem meira af eiturefnum hreinsast út, því betur virka frumurnar – þ.m.t. hvatberar og hormónaviðtakar. Þetta bendir til að hvatbera-vanvirkni sé hægt að leiðrétta, séu menn nægjanlega trúir verkefninu, gefi sér tíma og sýni þolinmæði.

2. Afeitrun
Eitt af því sem veldur hvatberum hvað mestu álagi eru þungmálmar. Kvikasilfur er sérstaklega lævíst, þar sem það er allstaðar í umhverfinu og hefur eyðileggjandi áhrif á kerfið. Því er einnig erfitt að eyða út úr líkamanum. Chelation meðferð í æð hefur reynst árangursrík, en er dýr og tímafrek. Ódýrari aðferðir sem einnig reynast árangursríkar eru t.d. inntaka á Chlorella (broken cell wall), fljótandi zeolitar, alfalípisýra og ákv. amínósýrur í réttum hlutföllum, oft í blöndum hver með annarri.

Sú staðreynd að stór hluti af umbreytingu T4 yfir í T3 fer fram í lifrinni bendir til, að þörf sé á góðri lifrarhreinsun, þar sem lifrin sér um að umbreyta eiturefnum úr kerfinu og umhverfinu í minna eitruð efni sem auðveldara er að losa útúr líkamanum. Auðveld og árangursrík aðferð til afeitrunar er með því að svitna. Með því að svita eiturefni útúr líkamanum minnkar álag á nýru, lifur og  úthreinsilíffæri. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt gríðarlega minnkun kvikasilfurs og annarra eiturefna eftir einungis fárra vikna reglulega sánameðferð.  Svo mikil hefur úthreinsunin á köflum verið að handklæði þátttakenda hafa orðið dökk á litinn af málmunum sem koma út á húðina með svitanum.

Athugið að sánameðferð getur haft áhrif ef fólk er að taka inn lyf. Sum lyf geta borist með svita út úr líkamanum. Hins vegar eykur úthreinsun málma efnaskiptavirkni frumunnar, sem þýðir að í mörgum tilfellum tekur fruman betur upp lyf en áður og því getur þurft að minnka skammtinn.

Hvaða tegund afeitrunar sem notuð er þarf að sýna staðfestu og stundum getur tekið lengri tíma en maður óskar sér að fjarlægja eiturefni sem liggja djúpt inni í vefjunum.

3. Næringar uppbót
Joð (Iodine) er grundvallaratriði til að skjaldkirtillinn geti virkað rétt. Kalíum joðið (potassium iodide) er frásogað beint af skjaldkirtlinum, aftur á móti hefur joð tilhneigingu til að vera meira samansafnað í brjóstum, æxlunarfærum og öndunarvegi (þ.m.t. ennis- og kinnholum). Bæði þessi form af joði eru nauðsynleg til ákjósanlegrar skjaldkirtilsvirkni. Sumar tegundir sjávargróðurs (þara) sem hægt er að nota til matar, t.d. söl, innihalda mikið magn joðs.

Til að aðstoða við umbreytingu T4 yfir í T3 er yfirleitt æskilegt að taka inn bætiefni með selen, sink og E- og B6 vítamínum. Manganese, sem þekkt er fyrir að verja skjaldkirtil og lifur er stundum kallað ,,andperulaga næringarefnið”, þar sem það hjálpar til við að koma í veg fyrir ranga dreifingu þyngdar sem þekkt er hjá fólki með vanvirkan skjaldkirtil. Skjaldkirtilshormón hækka ensím-mörk líkamans. Þar sem vítamín eru nauðsynlegur hluti bæði ensíma og co-ensíma, kalla hækkuð skjaldkirtilshormónamörk á aukna inntöku þeirra.

4. Stuðningur við innkirtla
Nýrnahettu- og skjaldkirtilsvirkni eru tengd á flókinn hátt. Stundum er fólk með vanvirkan skjaldkirtil ófært um að þola jafnvel mjög lítinn skammt af skjaldkirtilshormóni vegna þreytu í nýrnahettum. (Nýrnahetturnar hafa unnið of mikið og ,,brunnið yfir” ef svo má segja, við að reyna að auka orku líkamans og hlaupa í skarðið fyrir skjaldkirtilinn sem er vanvirkur). Þess vegna getur stuðningur við nýrnahettur, aðra innkirtla og jafnvel við undirstúku verið nauðsynlegur meðfram skjaldkirtilsmeðferð eða jafnvel áður en slík meðferð er hafin.

Samantekt

Bók dr. Mark Starr ,,Hypothyroidism Type 2: The Epidemic” sem inniheldur umfangsmikla rannsóknarvinnu er nauðsynleg lesning bæði fagfólki og almenningi. Hún vitnar í langtíma rannsóknir á þúsundum einstaklinga og sýnir fram á að vanvirkni skjaldkirtils er hömlulaus. Bókin útskýrir einnig hvernig sjúkdómurinn þróast og hvaða meðferð hentar best til leiðréttingar. Læknar úr öllum sérgreinum sem vilja auka árangur meðferðar sinnar ættu að lesa þessa bók. Myndir í bókinni af fólki með vanvirkan skjaldkirtil, fyrir og eftir meðferð undirstrika muninn á vanvirkni og því sem eðlilegt er, á ótvíræðan og sláandi hátt. Allir sem skoða þessar samanburðar-myndir hljóta að kannast þar við einhvern – einhvern sem hægt hefði verið að aðstoða að yfirstíga heilsubrest, ef aðeins þeir eða læknirinn þeirra hefðu haft vitneskju um skjaldkirtilsvanvirkni Týpu 2.

Því miður er skjaldkirtilsvanvirkni oft síðasta úrræði sem skoðað er hjá þeim sem glíma við vanheilsu. Þar sem skjaldkirtilshormón eru á margslunginn hátt tengd svo að segja hverri einustu starfsemi líkamans, getur vanvirkni skjaldkirtilsins orsakað eða magnað upp óteljandi tegundir sjúkdómsástands sem í byrjun gætu sýnst að væru ótengd. Þetta  bendir okkur á hversu mikilvægt það er að nálgast líkamann sem samþætta heild í stað þess að skoða mismunandi ástand sem staka ,,sjúkdóma”.

Mælingar á rannsóknarstofum vegna gruns um vanvirkan skjaldkirtil missa af miklum meirihluta þeirra sem af honum þjást. Algengustu rannsóknirnar sýna ekki hvað er að gerast á frumu sviðinu. Ef frumurnar eru ófærar um að útskilja og vinna úr skjaldkirtilshormóni, er manneskjan með skjaldkirtilsvanvirkni jafnvel þó eðlilegt skjaldkirtilshormónamagn mælist í blóði – í þessu tilfelli Týpu 2, sem gegnsýrir mikinn hluta almennings og er ógreind í ríkjandi læknisfræði.

Heilsufarssaga skjólstæðingsins ásamt klínískri rannsókn eru besta greiningartækið fyrir vanvirkan skjaldkirtil: í raun eru þau grunnur góðrar læknisfræði. Lagist klínisk mynd einstaklings við inntöku skjaldkirtilshormóna, þá þýðir það að viðkomandi þjáist af vanvirkni skjaldkirtils!  Þessi einfalda hugmynd getur reynst sumum sérfræðingum erfið að skilja, sérstaklega ef þeir vilja þráfaldlega hundsa einkenni sjúklingsins og halda sig við rangar kenningar á hans kostnað. Eins og dr.Thomas Boc segir: ,,Það er óteljandi fjöldi fólks sem lifir við hrörnandi heilsu vegna þess að læknar eru ekki að hlusta á hvað sjúklingar eru að reyna að segja þeim um veikindi sín. Þeir (læknarnir) hafa verið þjálfaðir til að reiða sig á blóðpróf meira en á heilsufarssögu og skoðun á sjúklingnum.”

Þurrkaður skjaldkirtill er áhrifameiri en T4 (levothyroxin) til meðhöndlunar vanvirks skjaldkirtils. Þekktar rannsóknir sanna að þungmálmar, sérstaklega kvikasilfur hafa truflandi áhrif á  upptöku og úrvinnslu skjaldkirtilshormóna. Þessvegna er afeitrun  t.d. með chelation eða sána óhjákvæmilegar. Hið sama á við um næringu, þ.m.t. fæðuuppbót með  joði og öðrum steinefnum s.s. seleni, en án þeirra er ekki hægt að nýta eða breyta skjaldkirtilshormónum í nýtilegt form fyrir líkamsvefina. Eftir því sem líkaminn verður fær um að losa sig við eiturefni og frásog næringar batnar, getur þurft að minnka skammt inntekinna skjaldkirtilshormóna. Þess vegna þarf að fylgjast með  viðbrögðum skjólstæðingsins og aðlaga skammtinn að hans þörfum.

Það er lífsnauðsynlegt að meðferðaraðilar læri að greina og meðhöndla skjaldkirtilsvanvirkni af Týpu 2. Hæfileikinn til að vinna með þetta ástand bendir til að viðkomandi meðferðaraðili hafi áhuga, opinn huga og sé hæfur fagaaðili laus við stífni  og forpokaðar hugmyndir sem endurspegla ekki líf, þjáningu eða læknisfræðilegt ástand raunverulegs fólks. Sjúklingar sem eru svo lánsamir að fá viðeigandi meðferð við vanvirkni skjaldkirtilsins njóta gríðarlegrar aukningar í lífsgæðum- líkamlega, hugarfarslega, tilfinningalega og andlega.
(Nenah Sylver Ph.D)

Viðeigandi bætiefnagjöf fyrir skjaldkirtilinn kemur í veg fyrir hjartaáföll

Árið 1948 hófst Framingham rannsókn National Heart Institude, opinberlega nefnd ,,The heart Disease Epidemiology Study.” Markmið hennar var: að finna út hvers vegan hjartaáföll væru í slíkri aukningu að nálgaðist faraldur.

Meira en 5000 íbúar Framingham, Massachusetts buðu sig fram til þátttöku í langtíma læknisrannsókn. Fólkið undirgekkst nákvæma læknisrannsókn. Í byrjun voru allir lausir við hjartasjúkdóma. Þátttakendur voru rannsakaðir með tveggja ára millibili. Þeir einstaklingar sem síðar þjáðust af hjartaáföllum aðstoðuðu við að ákvarða svonefnda ,,áhættuþætti” sem voru meðfylgjandi sjúkdómnum. Áhættuþættir fólu í sér háan blóðþrýsting, aukningu á magni kólesteróls, hækkaður aldur, ættarsaga um hjartaáföll. Fram kom að karlmenn voru í meiri hættu en konur á að fá hjartaáföll.

Árið 1950 … byrjaði dr. Broda Barnes langtíma rannsókn sína til að ákvarða hvort viðeigandi meðferð á vanvirkum skjaldkirtli myndi hindra hjartaáföll…Ætlun dr. Barnes var að rannsókn hans yrði til samanburðar við Framingham rannsóknina … Þátttakendur (hans) voru 1.569 sjúklingar sem fengu meðferð vegna vanvirkni skjaldkirtils. Skilyrði fyrir þátttöku var að hafa í a.m.k. tvö ár fengið skjaldkirtilsmeðferð… Einstök einkenni sjúklinga, viðbrögð þeirra við hormónum og grunnefnaskipta-hitastig ákvörðuðu hvaða skammtur þeim var gefinn af skjaldkirtilshormónum…

M.v. Framingham rannsóknina hefðu 72 sjúklingar dr. Barnes átt að fá hjartaáfall. Einungis fjögur hjartaáföll áttu sér hins vegar stað … Dr.Barnes gerði það af ásettu ráði að gera ekkert til að hafa áhrif á að stjórna kólesteróli, reykingum, líkamsæfingum eða öðrum breytilegum þáttum hjá þátttakendum rannsóknarinnar. Hann vildi að eini munurinn á hans þátttakendum og þeim í Framingham rannsókninni væri sá að hans notuðu skjaldkirtilshormón…

Meira en 90% þeirra hjartaáfalla sem spáð var fyrir um í Framingham rannsókninni var hægt að koma í veg fyrir … Dr. Barnes spáði því að hin mikla fyrirhöfn til að hafa stjórn á tíðni hjartaáfalla myndi mistakast, nema gengist yrði við (vanvirkni skjaldkirtilsins) og gerðar tilhlýðilegar ráðstafanir til meðhöndlunar.
(Dr.Mark Starr)


Upplýsingar um lækningastofu dr. Mark Starr og bók hans Hypothyroidism Type 2.

unnamed

Mark Starr, MD(H)
21st Century Pain & Sports Medicine
10565 North Tatum Boulevard, B115
Paradise Valley, Arizona 85253
480-607-6503
www.21centurymed.com ´
Á vefsíðunni er hægt að panta bókina sem þessi grein byggir á.

Lokaorð frá þýðanda

Undir lok síðustu aldar yfirtóku einangruð skjaldkirtilshormón framleidd af lyfjafyrirtækjum,  með einkaleyfi lyfjarisanna, markaðinn fyrir skjaldkirtilslyf og í framhaldinu hættu læknar  svo til alveg að skrifa út lyfseðla fyrir þurrkuðum skjaldkirtli. Þar með hvarf hann nánast af markaði. Skv. upplýsingum frá dr.Mark Starr eru T4 skjaldkirtilshormón eina tegund skjaldkirtilshormóna sem læknar ráðleggja sjúklingum sínum vegna vanvirkni í skjaldkirtli í dag og eru fyrir vikið þau lyf sem hvað mest er skrifað uppá lyfseðla fyrir.  Þurrkaður skjaldkirtill reynist hins vegar betur til meðhöndlunar á Skjaldkirtilsvanvirkni Týpu 2. Á Íslandi er hann (Armour thyroid) á sérlyfjaskrá og dýr m.v. skjaldkirtilshormón framleidd af lyfjafyrirtækjum.

Sé tekið mark á því sem hér hefur verið fjallað um gætu heilbrigðisyfirvöld sparað gríðarlegar upphæðir með því að taka upp þær meðferðir sem bent er á. Heilbrigðiskerfi sem er að sligast undan miklum kostnaði hlýtur að þurfa að skoða alla möguleika og ég fæ ekki betur séð en að það að læknar tileinki sér þessar gömlu aðferðir með nýjum formerkjum séu eitt það hagkvæmasta sem hægt væri að gera. Auk þess sé ég ekkert því til fyrirstöðu að spara gjaldeyri og skapa vinnu með því að láta framleiða skjaldkirtilshormón innanlands úr sauðfjár-, nautgripa eða svínaskjaldkirtli. Við eigum heilbrigða dýrastofna og vel menntað fólk og hljótum að geta gert það sem menn gerðu hér á árum áður erlendis við lélegri aðstæður.

Ég vona að lesendur hafi getað komist í gegnum þessa grein, þrátt fyrir að  hún sé kannski hálfgert torf á köflum og ýmislegt þar sem helst á erindi við sérfræðinga. Tilvera okkar og aðstæður verða sífellt flóknari og við getum ekki kastað allri ábyrgð yfir á aðra þó þeir eigi að heita sérfróðir um ákv. málefni.

Meðferðaraðilar ættu að sjálfsögðu að kveikja á perunni þegar þeir heyra skjólstæðinga sína lýsa ákv. einkennum og líðan dæmigerðum fyrir skjaldkirtilsvanvirkni en ef það gerist ekki þá er gott að hafa þessar upplýsingar í bakhöndinni, jafnvel prenta greinina út, afhenda hana lækninum og ræða svo við hann aftur þegar hann hefur kynnt sér málin. Ég hef fulla trú á að þegar menn sjá samhengi hlutanna séu þeir tilbúnir að endurskoða viðtekin gildi og málin í heild sinni.

Ég hvet lækna til að lesa bókina Hypothyroidism Type 2, þar sem er að finna ýmsar gagnlegar upplýsinga úr rannsóknum, heimildir og meðferðarúrræði sem gefist hafa vel og eru sérstaklega ætluð læknum til aðstoðar.

Læt ég hérmeð lokið þessum skrifum en bendi á frekari lesningu úr heimildarskrá og af öðrum vefsíðum í upptalningu hér að neðan.

Lifið heil
Sigríður Ævarsdóttir

Heilsuhringsgreinar um tengt efni:
Skaðsemi notkunar sojabaunaafurða á starfssemi skjaldkirtilsins. http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=159:sojavoerur-neysla-teirra-sorgarsaga-um-aroeur-heilsutjon-og-ahaettutaetti-tengda-sojaneyslu&catid=14:greinar&Itemid=10
og http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=202:sojavoerur-og-neysla-teirra&catid=14:greinar&Itemid=10

Í janúar 2011 birtist grein um tengsl vanvirks skjaldkirtils við hjartasjúkdóma á vefslóðinni:
http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=620:of-mikid-kolesterol-i-blodi-vanvirkur-skjaldkirtill&catid=5:greinar&Itemid=18

Hallgrímur Magnússon læknir skrifaði fyrir nokkrum árum grein um sjúkdóm aldarinnar á vefslóðinni:
http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=113:sjukdomur-aldarinnar-hugleieingar-um-hormona-styrikerfi-likamans&catid=1:greinar-og-vietoel&Itemid=26

Í greininni Söl er sagt frá hve joð hefur mikil áhrif á virkni skjaldkirtils. http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=338:soel&catid=1:greinar-og-vietoel&Itemid=26

Jurtir gegn truflun í skjaldkirtli. http://heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=71:jurtir-gegn-truflun-a-skjaldkirtli&catid=4:jurtir&Itemid=28

Í greininni Jurtate er sagt frá hvernig veikindi frá skjaldkirtli voru læknuð með mjólk og joði. http://heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=466:jurtate&catid=4:jurtir&Itemid=28

Vanvirkni skjaldkirtils og afleiðingar þess s.s. almennt heilsuleysi, þunglyndi og síþreyta.  http://heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=685:vanvirkni-skjaldkirtils-og-afleieingar-tess-ss-almennt-heilsuleysi-tunglyndi-og-sitreyta&catid=10:greinar-og-vietoel&Itemid=14

Með því að slá inn orðin ,,Hypothyroidism type 2” eða ,,Thyroid hormone resistance” á leitarvélum internetsins, má finna mikið safn vefsíðna sem innihalda upplýsingar um þetta efni.

Heimildir:
Greinin byggir á skrifum úr tímaritinu Townsend Letter í desemberhefti 2008 og einnig er hægt að finna á vefslóðinni: http://www.townsendletter.com/Dec2008/hypothyroid1208.htm

Nú í vor birtist svo grein og viðtal við Dr. John Lowe um þetta efni á vefsíðu Dr. Mercola á vefslóðinni  http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2011/02/26/dr-john-lowe-on-thyroid-disease-part-1.aspx, með sérstaka áherslu á tengsl þessarar tegundar skjaldkirtilsvanvirkni við vefjagigt.

Ljósmyndir:
1. http://misslizzy.me/about-me-a-good-before-and-aft/

2. http://www.google.is/imgres?imgurl=http://www.type2hypothyroidism.com/Page%2520164.jpg&imgrefurl=http://www.type2hypothyroidism.com/Type1VsType2.html&usg=__IDZqg5P-yrbvmFimbJ_EXmGgAlY=&h=266&w=333&sz=38&hl=is&start=19&zoom=1&itbs=1&tbnid=dpxe4U9-afoP-M:&tbnh=95&tbnw=119&prev=/search%3Fq%3DHypothyrodism%2Btype%2B2%26hl%3Dis%26sa%3DG%26gbv%3D2%26biw%3D1659%26bih%3D834%26tbm%3Disch&ei=i9q2TZmNIpHJsgatvozbDQ

3. http://images.betterworldbooks.com/097/Hypothyroidism-Type-2-9780975262405.jpg

Margt fleira hefur verið skrifað um skjaldkirtilinn og vanvirkni honum tengda á vefsíðu dr. Mercola og fylgja hér að neðan slóðir inná nokkrar slíkar:

1.http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2009/09/05/Another-Poison-Hiding-in-Your-Environment.aspx

2.http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2008/01/02/iodine-deficiency-part-one.aspx

3.http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2010/01/02/many-symptoms-suggest-sluggish-thyroid.aspxFlokkar:Meðferðir

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , , , ,

1 Svar

Trackbacks

  1. Ný sýn á gamalt vandamál – Skjaldkirtilsvanvirkni Týpa 2 – Heilsuhringurinn
%d bloggers like this: