Rætt við Harald Einar Hannesson sem rekur Light Clinic ehf.. Fyrirtækið sérhæfir sig í lífljóseindagreiningum og -meðferðum. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík en einnig er rekið lítið útibú á Akureyri. (Viðtalið tekið árið 2011)
Rannsóknarstofnun í hagnýtum lífljóseindavísindum
Í Drammen í Noregi er staðsett merkileg stofnun. The Institute of Applied Biophoton Science eða Rannsóknarstofnun í hagnýtum lífljóseindavísindum. Sá sem kom stofnuninni á koppinn er Dr. Johan Boswinkel en hann hefur unnið með svo kallaðar lífljóseindir (e. biophotons) frá árinu 1982. Dr. Boswinkel tileinkaði sér tungumál ljóssins í kjölfar þess að vísindamenn uppgötuðu einstaka bókstafi þess, þessar svokölluðu lífljóseindir. Hann hefur t.a.m. sett á laggirnar skóla þar sem fræðin eru kennd.
Eftir að hafa meðhöndlað yfir 25.000 manns í svokallaðri lífljóseindagreiningu og -meðferð tók þessi mikli fræðimaður, sem jafnan hefur verið talinn guðfaðir fræðanna, þá ákvörðun að kynna fræðin fyrir hverjum sem vildi og var skóli stofnaður í Hollandi um kennsluna. Dr. Boswinkel vildi að sem flestir fengju að kynnast tungumáli ljóssins.
Árið 2006 var skólinn fluttur frá Hollandi til Drammen í Noregi þar sem hann hefur tekið á sig núverandi mynd. Boðið er upp á svo kallaða ”Biophoton Therapy Training” sem er þjálfun fyrir verðandi meðferðaraðila. Þjálfun sú er einnig hluti af Bachelor námi í hagnýtum lífljóseindaheilbrigðisvísindum (e. Applied Biophoton Health Science). Námið er hluti af Evrópusamvinnu 35 háskóla og er styrkt af Evrópusambandinu. Hægt er að ljúka Mastersnámi í fræðunum í gegnum University of Graz í Austurríki. Í dag er þessi áhrifaríka meðferð notuð af hundruðum meðferðaraðila sem hafa tilskilin réttindi um gjörvalla veröld.
En hvað leiddi Harald Einar út í þetta?
Hann segist oft hafa verið spurður hvers vegna hann hafi valið að fara þessa leið og segist halda að hann hafi séð að þetta gæti verið lykillinn að þeirri heilsu og þeirri meðvitund sem við þurfum til þess að gera líkama okkar kleift að lækna sig að mestu leyti sjálfur. Haraldur Einar segir að reynsla sín og það sem hann hafi lært hingað til hafi í það minnsta ekki afsannað það.
Hvaða reynslu hefur hann?
Hann segir móður sína hafa verið sjúklingur í fjölda ára. Hann hafi þannig nánast frá því hann muni eftir sér fylgst með áhrifum hefðbundinnar læknisfræði í gegnum hana. Hún hafi í sínum veikindum háð ótrúlega baráttu og sýnt mikinn vilja til að lifa eðlilegu lífi og veita fjölskyldunni það sömuleiðis án þess að hennar veikindi stæðu í vegi fyrir því eins og Haraldur Einar orðar það.
„Eftir að hafa séð og upplifað hvers konar hindranir sem lagðar hafa verið fyrir hana á þessum árum, hvort sem um mistök hefur verið að ræða á skurðarborði eða í lyfjagjöf, hef ég alltaf talið og vitað innst inni að til væru aðrar lausnir en hefðbundnar vestrænar lækningar.“
Hvernig rak fræðin á fjörur hans?
Haraldur Einar segist hafa kynnst þessum heimi í gegnum systur sína, Sigríði Hannesdóttur sem er viðurkenndur meðferðaraðili í Noregi. Síðla árs 2008 bauð hann henni og samstarfsmanni hennar í Noregi, Jan Ronny Kullebund til landsins með það fyrir augum að kynna þessi fræði og meðferðina fyrir landanum.
„Fjöldi manna gekkst undir meðferð hjá þeim hér á landi með virkilega góðum árangri og ég sá að þarna hafði ég loksins rekist á aðra lausn í baráttu okkar mannanna gegn hinum ýmsu kvillum og sjúkdómum.“
Haraldur var svo lánsamur að vera boðið af hinum norska Kullebund er stofnaði ”The Light Clinic”, sem er net meðferðarstofa, að stofna slíka stofu hér á landi að undangengu námi til viðurkenndra réttinda. Honum leist strax vel á en var í fullri vinnu á þessum tíma svo ekkert varð úr því fyrst um sinn. Nokkru síðar neyddist vinnuveitandi hans til þess að fækka starfsfólki svo hann missti vinnuna ásamt mörgum öðrum.
Haraldur segir: ,,Þar var kallið komið og greinilegt í mínum huga að þetta væri mín leið, svo ég hélt af stað.“
Hann stóð fyrir ráðstefnu um fræðin sem haldin var á Grand Hótel Reykjavík og fékk sjálfan guðfaðir fræðanna til að halda erindi. Í kjölfarið hóf hann nám í skólanum í Drammen.
„Námið veitti mér nýja sýn á bæði mína eigin heilsu og annarra og í raun nýja sín á lífið sjálft.“
Haraldur Einar við greiningu
Hvers lags fræði er um að ræða?
Lífljóseindafræðin byggja í grunninn mikið til á hómópata- og nálastungufræðum ásamt eðlisfræði og að hluta til á vestrænum lækningafræðum ásamt hugviti frá Dr. Boswinkel. Lífljóseindafræðin leggja það til að engin ein aðferð sé sú rétta heldur þær allar og með nútímatækni sé hæglega hægt að tengja þær saman enda tengjast þær óneitanlega á einn eða annan hátt.
Hvernig fer greiningin fram?
Sjúklingurinn heldur um vota koparstöng á meðan meðferðaraðilinn notar þar til gerðan mælipenna til þess að mæla, í gegnum nálastungupunkta á fingrum og tám, þá orku sem hvert og eitt líffæri eða kerfi líkamans samsvarar. Mældar eru ljóseindir (e. photons) sem flæða í gegnum ákveðnar orkubrautir sem við köllum oft þjóðveg ljóseindanna, segir Haraldur Einar og brosir í kampinn. Ljóseindirnar mælast í gegnum rafmagnsviðnám húðarinnar á nálastungupunktum hvers líffæris eða kerfis líkamans. Mældir eru um og yfir eitthundrað punktar á bæði fingrum og tám. Greiningarhluti meðhöndlunar tekur u.þ.b. 30 mínútur
Lífljóseindir hafa gjarnan verið kallaðar stafróf líkamans en þær bera skilaboð á milli fruma og stjórna lífefnafræðilegum viðbrögðum þeirra. Hver fruma geymir allt að 100.000 lífljóseindir. Meðferðaraðilar mæla tíðni lífljóseindanna og leita eftir óreglu. Óregla getur endurspeglast í óæskilegum aðskotahlutum sem hafa borist inn í líkamann. Bakteríur, vírusar, þungmálmar og eiturefni eru dæmi um óreglu. Óregla í mælingum getur annars vegar verið mjög greinileg og hins vegar alls ekki. Í hverri greiningu og meðferð er leitast við að mæla alla nálastungupunkta í bæði fingrum og tám. Með því öðlast meðferðaraðilinn ákveðna heildarmynd og getur áttað sig vel á því hvaða líffæri eða hvaða kerfi líkamans gæti verið rót óreglunnar og um leið vandamálsins sem líkaminn glímir við.
Hvers lags tæki er um að ræða?
Tækin sem meðferðaraðilar vinna með og heita Starlight og Chiren, hafa að geyma viðsnúna tíðni af þekktum efnum sem gætu valdið vandamálum í mismunandi líffærum. Til að athuga hvort líffærið bregst t.d. við ákveðnum bakteríum sendir tækið þá tíðni sem viðeigandi efni hefur að geyma í nálastungupunktinn með rafmagni í gegnum mælipennann, útskýrir Haraldur Einar. Í raun fær líffærið því strax meðhöndlun en aðeins með mjög veikum hætti því merkið er í formi rafmagns og kemst ekki jafn víða um líkamann og lífljóseindir.
Hins vegar er óregla sem finnst í líffærum mæld með þessum hætti því merkið veikir þá orku sem óreglan veldur og tækið nemur jákvæð merki frá líffærinu. Notast er við þrjár mismunandi aðferðir í svo kallaðri hefðbundinni meðferð með: Starlight og Chiren tækjunum.
Úrræði til hlutleysingar (Neutralizing Remedies)
Merkjum þeirra efna sem skaða líkamann er snúið við og þannig hlýtur líkaminn meðhöndlun og þá um leið kvillinn.
Stuðningsúrræði (Support Remedies) Þekkt tíðni notuð og þannig styrkjum við líffæri og kerfi líkamans.
Viðsnúningur / mögnun
Bylgjulengd ljóseinda lesin. Þær sem eru í jafnvægi magnast til baka og þeim sem eru óreglulegar er snúið við áður en þær eru sendar til baka.
Hvernig fer meðferðin fram?
Seinna stig meðhöndlunar er meðferðin þar sem fundinóregla er meðhöndluð. Á þessu stigi heldur sjúklingurinn um glerstangir í sitt hvorri hönd sem eru tengdar við tækið með ljósleiðaraköplum. Meðferðaraðili forritar tækið í gegnum tölvuforrit með þeim lausnum sem hann telur rétt að beita hverju sinni, miðað við þá greiningu sem áður fór fram, að viðbættum stuðningsúrræðum. Meðferðarhluti meðhöndlunar stendur yfir í u.þ.b. 10 mínútur. Börn þurfa styttri tíma og styttist hann eftir því sem þau eru yngri.
Þetta má rekja til þess að börn eru mun móttækilegri en fullorðið fólk fyrir meðferðinni. Vandamál þeirra eru venjulega kominn styttra á veg og eru ekki jafn djúpstæð. Það sama gildir um dýr og plöntur, segir Haraldur Einar. Sjúklingar sem náð hafa 12 ára aldri standa, í meðferðarhlutanum, einnig á fótaplötum sem tengdar eru á sama hátt við tækið og glerstangirnar fyrir hendur. Þetta er gert vegna þess að ákveðnar lausnir verða að berast inn í líkamann í gegnum nálastungupunkta í iljum. Meðhöndlun sjúklings gefur bestan árangur ef stuttur tími líður á milli meðferða. Ákjósanlegur tími er um 5 – 6 dagar.
Líffærin hafa áhrif hvert á annað t.d. með þeim hætti að þegar jafnvægi kemst á eitt líffæri getur annað náð jafnvægi í kjölfarið án nokkurrar beinnar meðhöndlunar. Leitast er við að leiðrétta sem flesta punkta, í hverri heimsókn sjúklings, helst þá alla. Þannig er unnið með sjúklinginn þar til enga óreglu er að finna. Hómópatafræðin vilja líkja líkamanum við lauk þar sem það þarf að vinna með eitt lag í einu og það ysta fyrst og þannig flettir maður sig inn að kjarna vandamálsins. Það tekur líkamann u.þ.b. þrjá daga eftir meðhöndlun að losa allt óæskilegt niður í nýrun og svo út úr líkamanum.
Hefur meðhöndlun einhverjar aukaverkanir í för með sér?
Eftir hverja meðferð hefst hreinsunarstarf líkamans sem losar okkur við óæskilega aðskotahluti. Hreinsun stendur yfir í u.þ.b. þrjá sólarhringa. Sjúklingur getur fundið ákveðin merki um þreytu í líkamanum en hún er góðs viti því hún stafar að öllum líkindum af því að líkaminn er að nota svo mikla orku við hreinsunina. Einnig getur of mikið álag á nýrnahettur orsakað þreytuna en þar sem öllu er skolað út í gegnum nýru er einkar mikilvægt að drekka mikið vatn á meðan hreinsunin á sér stað. Aukin vatnsdrykkja getur leyst vandamál. Mælt er með að fullorðnir drekki a.m.k. tvo lítra á dag eftir hverja meðferð. Sjúklingar geta í einhverjum tilvikum fundið fyrir ógleði og höfuðóþægindum en ástæðan er að öllum líkindum ónóg vatnsdrykkja. Kranavatn dugar í sjálfu sér í þessu sambandi en einnig getur verið gott að drekka kolsýrt vatn þar sem kolsýran örvar nýrun.
Hversu margar meðferðir þarf fólk?
Það er mjög persónubundið hversu margar meðferðir fólk þarf til að losna við þá kvilla sem það er að berjast við. Haraldur Einar og Gylfi Hans hafa notast við tvær þumalputtareglur í því sambandi:
Meðhöndlun er ekki lokið fyrr en sjúklingur telur líðan sína betri.
Meðhöndlun er ekki lokið fyrr en enga óreglu er lengur að finna við greiningu.
Reynslan hér á landi hefur sýnt að a.m.k. þrjár meðferðir þarf til að hægt sé að átta sig í öllum tilfellum á kjarna vandamálsins. Yfirleitt fara áþreifanleg einkenni að hverfa við u.þ.b. fjórar meðferðir en eins og áður sagði er þetta eins og svo margt annað mjög persónubundið. Sumir finna mikinn mun strax eftir fyrstu meðferð en aðrir þurfa að koma 5 – 6 sinnum áður en þeir finna teljandi mun á sér. Börn þurfa í flestum tilfellum færri meðferðir og í tilfellum ungbarna geta einkenni jafnvel horfið í miðri fyrstu meðferð.
Meðal meðhöndlunartími algengra kvilla hér á landi:
Mígreni: 4 – 8 meðferðir
Astmi: 4 – 8 meðferðir
Ofnæmi: 2 – 4 meðferðir
Exem: Allt að 20 meðferðir
Getur inntaka lyfja haft áhrif á meðferð?
Haraldur Einar segir inntöku lyfja geta bæði haft mikil áhrif á greininguna og hreinsunarferlið. Meðhöndlunartími geti því lengst í kjölfar inntöku lyfja. Hægt er að koma í veg fyrir áhrif inntöku lyfja á greiningu og hreinsunsrferli með ákveðnum aðferðum að hans sögn.
Á hvaða kvilla virkar meðferðin best?
Reynsla meðferðaraðila víðs vegar um heiminn er svipuð hvað þetta varðar. Eftirtaldir kvillar virðist vera mjög meðfærilegir.
Mígreni Magabólgur Nýrnaverkir
Astmi Magasár Bakverkir
Ofnæmi Taugaverkir Brjósklos
Gigt Blöðruvandamál Blóðþrýstingsvandamál
Það mætti sjálfsagt bæta við þessa upptalningu, segir Haraldur Einar. Langflestir sem hljóta meðhöndlun með lífljóseindagreiningu og -meðferð hjá viðurkenndum meðferðaraðila finna einhvern mun á sér eftir slíka meðferð og gildir þar einu við hvaða kvilli hefur hrjáð viðkomandi.
„Ég mæli með því að fólk kynni sér fræðin og gefi þeim tækifæri. Við höfum öll gott af meðferð sem þessari þar sem í umhverfi okkar eru alls kyns óæskilegir aðskotahlutir sem eiga gott með að læða sér inn í líkama okkar og geta valdið okkur vandræðum, bæði léttvægum en einnig alvarlegum.“
Í dag eru stofur Haralds Einars í Reykjavík og á Akureyri hluti af ,,The Light Clinic” netinu en stofur munu á næstu árum opna undir þeim merkjum um allan heim að hans sögn. Hann er framkvæmdastjóri Light Clinic ehf. og viðurkenndur meðferðaraðili í lífljóseindagreiningu og -meðferð.
Fyrirtækið er til húsa að Skógarhlíð 22 í Reykjavík og að Hafnarstræti 19 á Akureyri. Netfang: haraldureinarh@gmail.comtmail.com, sími: 869-3237 best að hringja eftir klukkan 4 eða 5 á daginn. Á sömu stofu í Reykjavík starfar einnig Gylfi Hans Gylfason en þeir voru samtímis við nám í Drammen. Sími hjá honum er: 866-1769
Flokkar:Greinar og viðtöl