Of mikið kólesteról í blóði – vanvirkur skjaldkirtill

Í netfréttabréfi Bottom Line´s Daily Health News var nýlega stutt grein um tengsl vanvirks skjaldkirtils og of mikils kólesteróls í blóði. Greinin byggir á upplýsingum frá Dr. Irwin Klein, MD, innkirtlasérfræðingi og prófessor í læknisfræði og frumulíffræði. Greinin er skrifuð fyrir Bandaríkjamenn og um Bandaríkjamenn svo sem sjá má á þýðingunni, en þar sem heilsufar okkar Íslendinga er um margt líkt því sem gerist vestan hafs eru þessar upplýsingar áhugaverðar fyrir okkur. Hér á eftir kemur greinin í lauslegri þýðingu.

Skjaldkirtillinn, sem er lítill, fiðrildislagaður kirtill staðsettur framantil í hálsinum getur orsakað mikil og undarleg vandamál annarsstaðar í líkamanum. Nýlega komst ég að því að hin raunverulega orsök of hás kólesteróls hjá allt að 10 milljón Bandaríkjamanna liggur í vangreindum vandamálum tengdum skjaldkirtlinum.  ,,Það er rétt – skjaldkirtillinn þinn gæti verið að orsaka hátt kólesteról hjá þér” (blaðamaður fréttablaðsins Daily Health News):

Fyrirbæri sem of sjaldan er tilkynnt um

Ég talaði við innkirtlasérfræðinginn dr. Irwin Klein, MD, prófessor í lækningum og frumulíffræði og yfirmann Skjaldkirtilsdeildar North Shore háskólasjúkrahússins í Manhasset, New York.  Dr. Klein hefur rannsakað sambandið milli skjaldkirtilsins og hjartaheilsu í þrjá áratugi. Hann tjáði mér að skjaldkirtislhormón hefðu gríðarleg áhrif á hjarta- og æðakerfið. Rugl á starfssemi skjaldkirtilsins, sérstaklega vanvirkni hans, gætu leitt til mikils kólesteróls jafnt og  breytinga á blóðþrýstingi, viðnámi í æðakerfinu, hjartsláttartruflana ofl.

Að sögn dr. Klein, eru margir læknar ekki meðvitaðir um þessi tengsl, en þau eru óhrekjanleg – að níu af hverjum tíu einstaklingum með vanvirkan skjaldkirtil hafa of mikið kólesteról í blóði. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að auðvelt er að finna og laga margt ólag á skjaldkirtlinum og með því afleiðinguna þ.e. hátt kólesteról. Dr. Klein deilir hér með okkur hagnýtum ráðleggingum um hvernig hægt sé að hafa stjórn á skjaldkirtils-tengdum kólesteról-vandamálum.

Vanvirkur skjaldkirtill: Það sem þú þarft að vita

Þótt undarlegt megi virðast er margt fólk með vanvirkan skjaldkirtil sem ekki veit um það. Þetta er algengasti kvilli í skjaldkirtli og hefur áhrif á allt að 15% fullorðinna kvenna – sérstaklega konur yfir fimmtugt –  eftir 80 ára aldur hefur hann áhrif á bæði kyn jafnt. Vandamálið stafar oft af bólgum sem ekki ræðst við og/eða sjálfsónæmi. Líkaminn hættir að framleiða nægjanlegt magn af skjaldkirtilshormónum og fram koma einkenni eins og þreyta og orkuleysi. Ef ekkert er að gert getur vanvirknin versnað með tímanum og afleiðingin orðið alvarlegt heilsuleysi – ekki aðeins of mikið heildar kólesteról heldur einnig of mikið hættulegt lágþéttni  lipoprótein (LDL), apolipoprotin B og þrígliseríð.

Sumt fólk með vanvirkan skjaldkirtil hefur það skýr einkenni að það veit að eitthvað er að – en ekki allir. Eins og sjá má af listanum hér fyrir neðan má auðveldlega rekja einkennin til annarra ástæðna.
Einkenni geta verið …
• Alvarleg þreyta, lág orka og veikleiki
• Aukin viðkvæmni fyrir kulda
• Þunglyndi, rugl og minnisleysi
• Harðlífi
• Föl, þurr húð
• Klofnar fingurneglur og hár
• Útblásið andlit
• Hæsi og heyrnarmissir
• Lið og/eða vöðvaverkir
• Miklar tíðablæðingar
• Þyngdaraukning
• Óútskýrt blóðleysi

Ef þú upplifir langvinn einkenni sem þessi, farðu þá til læknis og fáðu mat á skjaldkirtilsheilsu þinni. Eða, ef þú ert með of hátt kólesteról, biddu þá lækni þinn að gera á  þér skjaldkirtilsörvandi hormóna (TSH) próf.  Oft er horft framhjá þessari einföldu og fjárhagslega hagkvæmu blóðprufu til að sjúkdómsgreina skjaldkirtils sjúkdóma, segir dr. Klein – jafnvel þó að opinber fræðsla mæli með skjaldkirtils-prófi fyrir fólk með of mikið kólesteról í blóði.

Auðveld lausn

Sem betur fer er meðferð við vanvirkum skjaldkirtli yfirleitt einföld, beinskeitt og árangursrík – ein tafla af skjaldkirtilshormóni í stað þess sem líkaminn á að framleiða daglega. Ef þú ert meðal þeirra u.þ.b. 5% Bandaríkjamanna sem ert með kólesteról í hærri kantinum vegna vanvirks skjaldkirtils, eru möguleikar á að inntaka skjaldkirtilshormóns muni samtímis leiðrétta kólesterólmagnið í blóði þínu.

Læknirinn þinn finnur út réttan skammt af skjaldkirtilshormóni og þar sem það kemur í stað hormóna sem líkaminn á að framleiða sjálfur undir eðlilegum kringumstæðum en gerir ekki í nægjanlegu magni, eru fáar hliðarverkanir við inntökuna. Þetta lyf er einnig til þess að gera ódýrt.

Hins vegar hafa kólesteról lækkandi statin lyf marktækar hliðarverkanir og eru dýr. Mikilvægast er þó að statin lyf eru ekki jafn áhrifarík til lækkunar kólesteróls hjá fólki með vanvirkan skjaldkirtil og inntaka skjaldkirtilshormóns, þar sem þau taka ekki á undirliggjandi vandamáli (hinum vanvirka skjaldkirtli).

Um höfundinn
Irvin Klein, MD, er innkirtlasérfræðingur og prófessor í læknisfræði og frumulíffræði, NYU School of Medicine, New York borg og varaformaður lyfjastofnunar North Shore háskólasjúkrahússins í Manhasset (New York) . Hann er einnig formaður Rannsóknanefndar Amerísku Skjaldkirtils samtakanna og í ritstjórn The Journal of the Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism.

Heimildir
http://www.bottomlinesecrets.com/print.html?article_id=100002688
Daily Health News daylyhealthnews@edhn.bottomlinesecrets.com

Höfundur:  Sigríður Ævarsdóttir



Flokkar:Meðferðir

Flokkar/Tögg, , , , , , , ,

%d