Ginseng – Hvernig á að greina hismið frá kjarnanum

Heyrst hefur að sum vítamín og bætiefni sem til sölu eru í verslunum innihaldi ekki nákvæmlega það sem gefið er upp á umbúðunum. Fáar kvartanir sem berast um slík vörusvik eru rannsakaðar og því má segja að rannsókn Neytendasamtakanna þann 26.11.2007, sem gerð var á ginseng árið 2007 sé undantekning.  Um rannsóknina má lesa á heimasíðu samtakanna:  

http://www.ns.is/ns/frettir/?cat_id=12981&ew_0_a_id=294781  þar kemur fram í rannsókn sem gerð var með þremur rannsóknar aðferðum og unnin af þýsku faggiltu rannsóknarstofunni PhytoLab, hafi staðfest að fyrirtæki Eggerts Kristjánssonar hf. undir nafninu „Fæði fyrir alla“ hafi selt hvítt ginseng sem Rautt Eðal Kóreu Ginseng.

Aðdragandi málsins var sá að Eggert Kristjánsson/Fæði fyrir alla, lét hanna eftirlíkingu af Rauðu Eðal Ginsengi og setti hana á markað. Neytendastökunum barst fjöldi kvartana frá fólki sem taldi sig hafa keypt Rautt Eðal Ginseng og fann ekki þau áhrif sem það bjóst við. Sumir töldu að varan innihéldi hvítt ginseng sem væri lakara að gæðum. Allar mælingar rannsóknarstofunnar staðfestu að þetta var rétt.  Eggert Kristjánssyni hf var gert að breyta umbúðunum, þannig að þær líktust ekki Rauðu Eðal Ginsengi.

Heilsuhringurinn leitaði til Sigurðar Þórðarsonar hjá fyrirtækinu Eðalvörur, sem hefur flutt inn rautt Kóreu ginseng síðan árið 1988. Við báðum hann að fræða okkur um ginseng og tildrög þess að hann hóf innflutning á ginsengi.

Sigurður: ,,Ég hef alla tíð haft áhuga fyrir náttúrulækningum. Fyrstu kynni mín af ginsengi hófust þegar ég var ungur stýrimaður á erlendu kaupskipi með kínverskri áhöfn. Þá eignaðist ég ævilanga vináttu hámenntaðs landflótta Kínverja sem vann við kröpp kjör, sem háseti. Hann kenndi mér ýmislegt m.a. um þessa merkustu og elstu lækningajurt og gagnsemi hennar. Ég var því lengi búinn að þekkja til ginsengs þegar ég hóf innflutning hingað.

Ósvikið rautt ginseng í hæsta gæðaflokki er munaðarvara og hjá mér kom aldrei neitt annað til greina en að flytja inn Rautt Eðal Ginseng, sem hafði komið best út úr öllum gæðakönnunum, sem ég hafði séð og var í mestum hávegum í Asíu. Það vakti mikla athygli í S-Kóreu hve ginsengið náði fljótt vinsældum á Íslandi. Einungis ríkið þar í landi framleiðir og selur Rautt Eðal Ginseng. Árið 1992 var mér boðið af stjórnvöldum S-Kóreu á alþjóðlega ginseng ráðstefnu, þar voru saman komnir vísindamenn víða úr heiminum sem kynntu rannsóknir sínar. Þessar vísindaráðstefnur hafa verið haldnar fjórða hvert ár og hefur mér ævinlega verið boðið á þær síðan. Þetta eru hvorki verslunar- né viðskiptaferðir“.

Mikill fróðleikur
Ég hafði áhuga fyrir að vita sem mest um ginseng. En auðvitað var mikil vinna fyrir mig og torf að lesa vísindalegar rannsóknarskýrslur, þar sem ég hafði ekki menntun til þess. En það hafðist og varð léttara með æfingunni. Elstu skráðar heimildir um lækninga- og heilfarslegt forvarnargildi ginsengs eru meira en 2000 ára gamlar en elstu heimildir um skipulagða ræktun og vinnslu rauðs ginseng eru um 1000 ára gamlar. Verðmætast allra ginseng tegunda var kóreskt rautt ginseng, sem var ófrávíkjanlega eign keisarans í Kína.

Eftir að vísindalegar rannsóknir á rauðu kóresku ginsengi hófust upp úr 1960 kom fljótlega í ljós að það var kröftugra og hafði betri virkni en hvítt ginseng, t.d. að bæta lifrarstarfsemi. Það er löngu viðurkennt í Austurlöndum fjær að mismunandi verkunaraðferðir skipta verulegu máli. T.d. er hvítt ginseng þvegið og þurrkað með eða án rótarbarkarins, en mun meira er lagt í vinnslu á rauðu ginsengi, það er þvegið, gufað og sólþurrkað. Komið hefur fram að slík meðferð dregur mjög úr líkum á að það valdi óþoli. Markmiðið er að auka lyfjafræðilega virkni og draga úr skaðlegum aukaverkunum, einnig að auka stöðugleika og geymsluþol. 

Nauðsyn er að  neytendur viti hvernig á að greina efnin í sundur

Rautt ginseng                                                                                    Hvítt ginseng

Mismunur

Útlit                                 Rautt ginseng                                          Hvítt ginse Litur                                 gulbrúnt                                                    kremhvítt
Lykt                                  sæt /ristuð                                                 lík heyi
Bragð                               beisk / sætt                                                beisk / lík heyi
Vef uppbygging              þétt                                                            laus

Raki                                 minna er 12%                                            u.þ.b. 12%

Innihald virkra efna
Andoxunarefni                 auðugt                                                       lítið
Ginsenosíðar                   36 tegundir                                               24 tegundir
Stöðuleiki/geymsluþol    10 ár                                                         3 ár

Lyfjafræðileg virkni
Andoxunar áhrif              hærri                                                         lægri
Æxlishemjandi áhrif       kröftugri                                                    áhrifaminni
Blóðrás                           meiri virkni                                               minni virkni
Aldur rótar                     6 ár                                                            3 ár
Meltanleiki                    framúrskarandi                                           í meðallagi

Kóreumenn lýsa mismunandi gæðaflokkum ginsengs á ljóðrænan hátt og flokka jurtina með eftirfarandi hætti:

Heilar rætur
1. Himneskur gæðaflokkur.
2. Jarðneskur gæðaflokkur.
3. Góður gæðaflokkur, jafnframt nefndur mannflokkur.

Hliðar rætur
1. Stórar hliðar rætur
2. Smærri hliðar rætur
3. Úrgangs rótarendar
4. Grannir rótarendar

Hugtökin hliðar rætur og rótarendar vísa til minni rótarhluta sem vaxa út úr rótarbolnum.

Sjá líka fleiri greinar um ginseng ef slegið er inn ginseng finnast margat fleira um ginseng.

I.S. skráði viðtalið árið 2011

 



Flokkar:Annað, Ýmislegt, Greinar og viðtöl

Flokkar/Tögg, , , ,

%d bloggers like this: