Vísindamenn hafa eytt áratug í að rannsaka eiginleika rósmarín, blóðbergs, neguls og piparmintu til varnar skordýrum. Þessar jurtir gætu orðið lykilinn í baráttunni gegn skordýrum og öðrum skaðvöldum í lífrænum landbúnaði, segja rannsakendurnir. Þessar mikilvægu jurtaolíur hafa mjög breiða virkni gegn skordýrum. Sumar drepa skordýrin algerlega, á meðan aðrar halda aftur af þeim eða bæla þau niður. Smáatriðin voru kynnt á haustfundi American Chemical Society (ACS) í Washington DC.
Þessi nýju skordýraeitur eru í reynd agnarlítið magni af mixtúru tveggja til fjögurra ólíkra jurta sem þynnt er út í vatni. Rannsóknina leiddi dr Murray Isman, frá Bresku Kólumbíu í Vancouver háskólanum í Kanada. Sumar algengar kryddtegundir eru nú notaðar af bændum til að vernda lífræna jarðarberja, spínat og tómatauppskeru gegn eyðileggjandi plöntulús og smámaurum. Notkun þessara jurta hefur reynst þeim sem stunda lífræna ræktun betur í baráttunni við skaðvalda. Þær eru enn mjög lítill hluti á skordýraeiturs markaðinum, en fara vaxandi og eru að ávinna sér sess i baráttunni gegn skordýrum. Ólíkt venjulegu skordýraeitri þá útheimta umræddar jurtir ekki heftandi samþykkt frá heilbrigðis eftirlitinu og eru nú þegar til staðar. Ávinningur er sá að skordýr eru síður líkleg til að mynda viðnám – hæfileikann til að verjast eitrinu sjálfu.
En plöntu-skordýraeitrið hefur líka sína ókosti.
Lífrænar olíur sem eru búnar til úr umræddum jurtum eiga það til að gufa mjög hratt upp og eyðast í sólarljósi, þá þurfa bændur að bera þær oftar á uppskeruna en þegar venjulegt skordýraeitur á í hlut. Sumar olíur endast aðeins fáar klukkustundir, samanborið við það að venjulegt skordýraeitur endist í daga eða jafnvel mánuði. Einnig eru þær líka almennt minna virkar, en venjulegt skordýraeitur, þannig að það þarf að hafa meira magn af þeim til þess að ná ásættanlegum árangri í baráttunni við skordýr.
Rannsakendur eru að leita leiða til að búa til nýstárlegt skordýraeitur með áhrifaríkri, langtíma virkni. Það er ekki töfraformúla í baráttunni gegn skaðvöldum því að enn er venjulegt skordýraeitur virkast við að halda fiðrildalirfum, engisprettum, bjöllum og öðrum stórum skordýrum í skefjum í almennri ræktun fæðu. Það sem mestu skiptir er; hvað er gott fyrir umhverfið og heilsu almennings.
http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8206045.stm Story from BBC NEWS: Published: 2009/08/17 17:33:50 GMT
Höfundur Ingibjörg Gunnlaugsóttir árið 2011
Flokkar:Umhverfið