Getur te skerpt athygli, hindrað elliglöp og fækkað krabbameinstilfellum?

Er tedrykkja heilsusamleg ?

Að drekka fjóra til fimm bolla af tei á dag getur hjálpað til við að halda bæði huganum og líkamanum heilbrigðum, eftir því sem ný rannsókn sem birt var í auka-útgáfu tímritsins Journal of Nutrition í ágúst 2008.  Könnun sem gerð var bendir til að fjórir til fimm bollar af tei á dag styrki athyglisgáfuna og einbeitni. Þessi og fleiri hliðstæðar kannanir á fjölfenólum í tei, m.a. á heilbrigði hugans, erfðafræðilegum líkum á að fá krabbamein og insúlínónæmi. Allt þetta var til umræðu í upphafi fjórðu alþjóðlegu málstefnunnar um te og heilbrigði mannkynsins.  Þar var einnig samantekt á sönnunum fyrir mikilvægi tes fyrir hjarta- og æðakerfið og hvort líkaminn nýtir þessi mikilvægu flavonefni í tei. ,,Þetta varpar skýru ljósi á störf margra nýrra brautryðjenda sem verið hafa að rannsaka grænt te og gagnsemi þess fyrir heilsu almennings” sagði Jeffrey Blumberg ph.d., sem er prófessor við Kaliforníuháskóla í Los Angels  Og hann bætir við:  ,,Gríðarlegar framfarir hafa orðið til að skilja betur, hvernig te getur dregið úr hættu á hjartasjúkdómum, vissum tegundum krabbameins og fullorðinna sykursýki (sykursýki II), auk þess að stuðla að heilbrigðri starfsemi taugakerfisins.

Efnið Theanín í tei bætir athygli og einbeitni.

Árangur af tvíblindri rannsókn sem nýlega var birt sýndi að amínósýra sem nefnd er theanín og finnst í töluverðu magni í öllum tejurtum, þ.e.a.s. jurtum af tegundinni Camellia sinesis hvort sem um er að ræða svart te eða grænt te eða aðrar tetegundir.  Allar þessar tegundir höfðu áhrif á athyglisgáfuna m.ö.o. bættu og gerðu einstaklinga betur vakandi og betur færa og einbeittari. John Foxe ph.d. prófessor í taugalíffræði og fleiri skildum greinum við Borgarháskólann í New Yourk-borg staðfestir þetta og segir síðan: ,,Það sem meira er.  Við höfum séð að aðeins 20 mínútum eftir að theaníns hefur verið neytt vex magn þess í blóði og það hefur áhrif á alfa bylgjur heilans.  Þetta varir í 3-4 klst. og við höfum hugleitt hvort þetta gæti skýrt ástæðuna fyrir því að margir vilja helst fá sér tebolla á þriggja til fjögurra stunda fresti.

Foxe og samstarfsmenn hans notuðu rafeindamælitæki til að fylgjast með einstaklingum þar sem sumir fengu ,,gervilyf” (placebo) en aðrir 50 mg af koffeini eða theanín, jafngildi fimm til sex bolla af tei.  Þriðji hópurinn fékk hvort tveggja, koffein og theanín. Þátttakendur voru beðnir að leysa margskonar verkefni sem kröfðust vakandi athygli.

Niðurstöðurnar úr þessum prófunum voru unnar hjá rannsóknarstofu Natan S. Kline stofnunarinnar fyrir sálfræðilegar rannsóknar í Orangeburg, New York. Af þeim var dregin sú ályktun að theanín og koffein í sameiningu séu betri en annaðhvort efnið, hvort í sínu lagi, til að bæta athyglisbrest.  M.ö.o. hafa þessi tvö efni samvirkni (synergism) og til samans mynda þau rólegt afslappað ástand, svo að hugurinn getur einbeitt sér betur að verkefnum sem unnið er að. Vitað er að líkaminn tekur theanín upp í smáþörmunum og að það kemst auðveldlega yfir blóð-heilaþröskuldinn, en í heilanum hefur það áhrif á taugaboðefni og örvar virkni á alfa-bylgjum en alfa-bylgjur eru taldar vera tengdar rólegu en þó vakandi hugarástandi. Í einum bolla af löguðu tei er oftast á milli 10-20 mg af theaníni.

Getur te varið aldrað fólk fyrir elliglöpum ?

Nýlegar rannsóknir Silviu Mandel ph.d. við Eve Topf Center fyrir taugahrörnunarsjúkdóma í Ísrael sýna, að virk flavonefni í tei geta haft fjölþætta virkni á frumur til að halda taugakerfinu heilbrigðu.  Mandel, hefur verið að rannsaka áhrif af tei á starfssemi heilans á rannsóknarstofu og hefur notað tilraunadýr við þesssar rannsóknir í meira en áratug og hefur fylgst með dýratilraunum á sjúkdómum í taugakerfinu. Þá notar hún dýra-fyrirmyndir að sjúkdómum í taugakerfinu eins og t.d. Parkinson og Alzheimer-sjúkdóma.

Magnið af hreinsuðu epigallocatechin gallat, sem er algengasta fjölfenólið í tei, samsvarar nálægt 2-3 bollum af grænu tei á dag. Magni sem samsvarar þessu er bætt út í fóður dýra sem voru með Parkinsoneinkenni sem þau fengu af lyfjum sem þeim voru gefin.  Þetta var gert til að sjá hvort einkenni Parkinsonveiki versnuðu eða minnkuðu við að nota fjölfenólið.  Niðurstaðan varð sú að dýr sem fengu efnið þ.e. fjölfenólið virtust losna við að fá þann heilaskaða sem annars hefði orðið og Parkinssons/Alzheimersjúkdómurinn veldur á heilafrumum.  Það orsakar útfellingar sem skaða þessar frumur, bæði hjá mönnum og dýrum með Parkinssonsjúkdóm.  ,,Ekki er það aðeins að fjölfenólið varni því að heilafrumur deyi”, segir Silvia Mandel.  ,,Svo virðist að fjölfenólið hjálpi líkamanum við að lagfæra taugafrumur sem hafa orðið fyrir skaða eða eyðilagst.”

Fjölmargar kannanir hafa staðfest að fæða auðug af ávöxtum og grænmeti styðja líkamann í að vinna gegn hrörnun taugakerfisins með oxunarvarnarefnum. Það tengist því  hversu auðug þessi matvæli eru af flavon-efnum.  Þar koma fjölfenól-flavoníð úr tei einmitt við sögu. Stundum virðist þó fleira en hægt er að skýra eingöngu með oxunarvarnareiginleikum eða þvi að fanga súrefnisstakeindir, aðeins skýra hluta þess sem þarf að skýra.  Því virðist vera um flókna líffræðilega skýringu að ræða, sem varnar því að heilafrumur deyi og hjálpar jafnvel við að lagæra aftur það sem aflaga hefur farið eða skemmt erfðaefni þeirra. Faraldfræðilegar- og nýjar dýratilraunir víðs vegar um heiminn mæla með að drekka te, sérstaklega þær tegundir sem í er mikið af flavon-efnum, sem nefnd eru catechin, sem hjálpa til við og styðja heilastarfsemina, þegar við eldumst. Nýlegar greinar frá árinu 2009 segja frá verndandi áhrifum fjölfenóla á taugakerfið.  Tan ofl. fundu öfugt samband af neyslu á dökku tei og Parkinsonsonsjúkdóms (þ.e. þeir sem drukku dökkt te fengu sjaldnar Parkinson en aðrir).  Það var fundið við 12 ára rannsókn á 63 þúsund einstaklingum.  Við úrvinnslu voru hugsanleg áhrif af koffeini tekin með í útreikninginn og eingöngu miðað við teið og möguleg áhrif af koffeini reiknuð til frádráttar

Önnur könnun (Kondinov ofl.) var gerð á tæpum 300 Parkinson-sjúklingum. Þar kom í ljós að ef þeir drukku þrjá eða fleiri bolla af tei á dag seinkaði það framvindu sjúkdómsins um 7,7 ár, að minnsta kosti hvað hreyfigetu varðaði. Þar að auki sýna dýratilraunir að fjölfenól bæta minnið hjá Alzheimer-sjúklingum og fjölfenól vernda taugakerfið gegn streitu af völdum súrefnisstakeinda (Hagus ofl.)

Te getur breytt arfgengi krabbameina

Krabbameinshindrandi áhrif af að  nota grænt te veitir innsýn í hvernig erfðavísar bregðast við langavarandi sjúkdómsástandi og hvernig má hafa áhrif á það með því að breyta mataræðinu.  Innan Hakim læknir og prófessor og deildarforseti við Mel and Enid Zuckerman College of Public Health er prófessor við Krabbameinsmiðstöð Arizona Háskóla.  Hann hefur gert nokkrar klínískar prófanir á fólki síðasta áratug og hvort bæði dökkt og grænt te séu gagnleg við vissa krabbameinssjúkdóma.  Síðasta læknisfræðilega tilraunin sem hann hefur gert bendir til að líffræðilega virk efnasambönd í tei hafi marktæk áhrif á erfðavísa (gen) sem stjórna hvort einstaklingurinn sé í hættu á að fá krabbamein og hvort frumur geri við skaða sem þær hafa hlotið.

,,Góðu fréttirnar eru þær að í grænu tei eru gen sem skipta máli og leika hlutverk, þó að við getum ennþá ekki sagt nákvæmlega hvaða gen sýna viðbrögð og hvaða gen sýna það ekki. Þar að auki sýnir forkönnun okkar að grænt te er gagnlegt til að bæta fitu-efnaskipti hjá reykingafólki og þeim sem áður hafa reykt. Vegna þess að ekki er vitað um nein óheppileg áhrif af því að drekka te, en það getur aftur á móti verið hollt og gott, er því engin ástæða til þess að drekka það ekki“ Hakim ráðleggur að drekka að minnsta kosti fjóra bolla á dag.

Sannanir hlaðast upp

Á undirbúningsfundi fyrir Alþjóðlega málþingið um te og heilsufar þjóða (International Scientific Symposium), kom fram síðasta samantekt lykil-vísindamanna og stofnana frá flestum heimshlutum. Þar voru kynntar rannsóknir af ýmsum toga og faraldsfræðilegar rannsóknarniðurstöður, sem snertu te og hlutverk þess í að viðhalda góðri heilsu og draga úr sjúkdómum. Afhjúpanir nútímans á hollustu þess að drekka te hefur leitt til aukinna rannsókna, sem aftur benda til að neysla á tei sé mikilvægur hlekkur til að efla almennar heilbrigði. Niðurstaða þessa málþings var að hvetja vísindasamfélagið til að halda áfram að kanna þetta spennandi rannsóknarsvið.

Heimild: Townsend Letter, júlí 2009. Æ.J. þýddi

Óréttmæt gagnrýni:

Eftir að ég hafði þýtt þessa grein mundi ég allt í einu eftir að ekki alls fyrir löngu var verið að gagnrýna í sjónvarpinu nokkrar vörur sem fást í verslunum hér á landi.  Ekki man ég nú hvaða vörur þetta voru, nema ein þeirra var te, grænt te að mig minnir, enda var ég alls ekki að hlusta á sjónvarpið þegar ég heyrði þetta, aðeins af tilviljun. Á eftir kom svo þekktur læknir og var spurður álits. Hann varð strax mjög gagnrýninn og sagði að þessar vörur væru allar stórvarasamar til neyslu og nefndi nokkur eiturefni sem væru í þessum vörum, líka í teinu.

Sjálfsagt er þetta sem hann sagði allt rétt, en honum láðist að geta þess hversu mikið væri af þessum efnum í 4-5 bollum af tei. Það skiptir þó öllu máli t.d. hversu mikið af koffeini er í 4-5 bollum af tei eða kaffi. Koffein er bæði í tei og kaffi og einnig í sumum gosdrykkjum. En magnið er ekki meira en svo að 2 bollar af kaffi eða 5 bollar af tei á dag skaða sjálfsagt fáa.  Sé drukkið mörgum sinnum meira getur það þó valdið hjartslætti og trufluðum blóðþrýstingi.

Höfundur: Ævar JóhannessonFlokkar:Greinar

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: