Vísindamenn fóru að íhuga hvort í grænu tei kunni að vera einhver efni sem hindra krabbamein, þegar ljóst var að flest krabbamein, alveg sérstaklega í brjóstum eru miklu fátíðari í Kína en í vestrænum löndum. Sértu á ferð í Kína sérðu venjulegt sveitafólk bera með sér flöskur með grænu tei sem þetta fólk notar líkt og vesturlandabúar nota gosdrykki. Þegar vísindamenn fóru nánar að athuga þetta komust þeir að því að grænt te, sem er búið til úr ógerjuðu laufi tejurtarinnar Camillia sinesis, er sama jurt og venjulegt svart te sem evrópubúar nota oftar. Það er búið til úr samskonar laufi, sem látið er gerjast áður en það er þurrkað og notað.
Vísindamennirnir fundu að í grænum telaufum ar mikið af efnasamböndum sem nefnd eru fjölfenól (polyphenols). Eitt þeirra er nefnt Epigallocatechin gallat. Heilmikið hefur verið rætt og ritað um oxunarvarnareiginleika og krabbameinsvarnareiginleika þess og skyldra efnasambanda (Þessi og skyld efnasambönd finnast víða í jurtaríkinu, einkum í berjum og ávöxtum og afurðum úr þeim. Til sölu hafa t.d. verið vínþrúguextraktar, picnogenol, efni úr furuberki og ýmiskonar ávaxta- og berjaextraktar. Innskot þýð.) Litlar læknisfræðilegar rannsóknir hafa þó ennþá verið gerðar á þessum efnum.
Allt þetta er þó að breytast. Jákvæðar fréttir um grænt te eru stöðugt að berast. Nýlega var gerð tilraun með Fjölfenól E (Polyphenol E), sem er staðlað form af Epigallocatechin gallat. Þessi tilraun gaf merkilega góðan árangur á langvarandi hvítblæði, sem eldra fólk fær oft og erfitt er að lækna til hlýtar með núverandi aðferðum (þessi sjúkdómur heitir á ensku ,,Chronic lymphocytic leukemia”) Þessar niðurstöður voru birtar í ágúst 2009 og það sem má telja merkilegast var, að það var í afar íhaldssömu tímariti ,, Journal of Clinical Oncology” (Skanafelt 2009).
Fyrirtækið sem framleiðir Fjölfenól E, gæti með heppni fengið að skrá efnið sem lyf eftir sjö ár.
Lymphocytic leukemia einkennist af auknum fjölda hvítra fruma í blóðinu. Það eru fyrst og fremst svokallaðar lymfósítur eða eitilfrumur sem fjölgar óeðlilega. Þetta er hægt vaxandi krabbamein í blóðinu, andstætt barna- eða ungmenna hvítblæði sem leggur fólk að velli mjög fljótt eftir að þess verður vart. Vegna þess að fólk lifir oft lengi þó að það hafi greinst með þetta hægfara krabbamein, er það kaldhæðnislegt að það er oftast miklu verra að lækna það en bráðahvítblæði. Tait D.Shanafelt og tugur samverkafólks hans við Mayo Clinic fylgdust með 33 sjúklingum sem allir fengu Fjölfenón E í misstórum skömmtum, sem voru frá 400-2000 mg. tvisvar á dag. Einn þeirra virtist læknast algerlega, að minnsta kosti í bili.
Þetta gerðist á tæpum mánuði: Hjá þriðjungi sjúklinganna fækkaði eitilfrumunum um 20% eða meira. Hjá ellefu af tólf sjúlingum, sem voru með finnanlega hnúta í sogæðaeitlum minnkuðu þeir um 50% eða meira eftir þessa skömmu læknismeðferð. Lágmarks hliðarverkanir komu fram hjá sjúklingunum, ólíkt því sem oftast verður þegar notuð eru frumudrepandi krabbameinslyf. Algengustu hliðarverkanirnar, sem vart var hjá um þriðjungi sjúklinganna stafaði sennilega frá streitu í lifrinni (transorminitis) en þau einkenni voru afar mild Einnig varð vart minniháttar verkja frá kviðnum hjá tæpum þriðjungi sjúklinganna og smávegis ógleði hjá helmingi þátttakenda.
Stærri könnun (phase 2 trial) er nú í undirbúningi. Þá mun öllum sjúklingunum verða gefinn 2000 mg af Polyphenol E tvisvar á dag. Fyrir þá sem ekki geta beðið eftir að lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) gefi sitt leyfi til að skrá efnið sem lyf, en það getur tekið mörg ár. Má benda á að hægt er að fá efnið (Polyphenol) í Bandaríkjunum í hylkjum sem eru 250-400 mg. Hæfilegt er að nota 10-16 hylki á dag. Einnig er að hægt að fá lífrænt ræktað grænt te og te-vörur sem e.t.v. gera sama gagn.
Ralph Moss phd krabbameinslæknir. Townsend Letter des. 2009,
Ath. Fjölfenól E er stundum einnig nefnt Fjölfenon E vegna einkaleyfisréttar á nafninu.
Sjá líka greinina: Getur te skerpt athygli, hindrað elliglöp og fækkað krabbameinum á www.heilsuhringurinn.is
Höfundur: Ævar Jóhannesson
Flokkar:Greinar