Inflúensuvírus A og B fuglaflensu og svínaflensu

Hér fer á eftir grein frá árinu 2010 sem byggð er á heimildum frá Margret Demleitner kennara Lífsskólans. Margret er: iðjuþjálfi, naturpractic, grasalæknir, ilmolíufræðingur og nálastungulæknir. Hún vann á Háskólasjúkrahúsinu í Munchen í 26 ár og kennir nú víða um heim þessi fræði.

Margret Demleitner 1
Margret Demleitner

Það má segja að inflúensuvírus A og B, fuglaflensu og svínaflensu sé allt sami vírusinn sem hefur ólíka formgerð í mótefnavökum eða krókum.  Sérstaklega er A inflúensuvírusinn með breytilegan mótefnavaka svo að hann býr til nýja tegund af vírus í gegnum hviklyndi. Það þýðir að það kemur brestur í mótefnavakann svo það verður frávik í honum. Þetta er ástæðan fyrir að alltaf finnast nýjar tegundir vírusanna. Alvarlegar bakteríusýkingar eftir inflúensusjúkdóm  geta haft mikla fylgikvilla sem eru oft hættulegir. Líkaminn er veikburða eftir að hafa barist við erfiðan vírus og þá eiga bakteríurnar sterkan aðgang að honum og geta þá orsakað örlagaríka og jafnvel banvæna lungnabólgu.

Ef fólk hefur þjáðst af alvarlegum veikindum fyrir vírussýkinguna gæti vera hætta á að fá heilabólgu og hjartavöðvabólgu. Sérstaklega kemur þetta fyrir hjá öldruðu fólki og hjá fólki sem hefur veikt ónæmiskerfi fyrir. Það hefur komið fyrir að fólk hafi dáið innan nokkurra klukkutíma ef ónæmiskerfið er mjög veikt. Veikindi vegna inflúensuvírus-sýkingar hefjast með skyndilegri byrjun en eftir 1 til 3 daga má búast við  áköfum höfuðverk, hita upp að 39 til 40 stigjum, bakverkjum, verkjum í vöðvum- og liðverkjum. Einnig kvefi, slímhimnubólgu, barkabólgu og verkjum fyrir aftan brjóstbeinin vegna erfiðs hósta. Venjulega líður sjúklingnum betur eftir nokkra daga en mjög mikil aðgát skal höfð svo að hitinn gjósi ekki upp aftur og betra er að vera degi lengur heima og reyna ekki um of á ónæmiskerfi líkamans. Mjög þarf að gæta barna sem fá veikina en fyrst og fremst þarf að koma í veg fyrir að þau fái hana. Eins og hér hefur komið fram eru inflúensuvírusarnir af sama stofni en hafa breyst og þar með búið til ný afbrigði sem þarf að varast á styrkari hátt ef hægt er en þann fyrsta, eða annan, þriðja og fjórða t.d.

Mikið hefur verið rætt um hvort bólusetningar séu góðar eða slæmar. Ég ætla ekki að hleypa mér í þær umræður en ég sjálf mundi ekki treysta mér til að fara í margar bólusetningar á stuttum tíma þar sem ég álít það þurfa sterkt ónæmiskerfi til að vinna úr því. Það þarf að gera fólki ljóst hvað bólusetning er og hvaða afleiðingar þær geta haft og hvað þær geta gert gott  eða illt fyrir líkamann. Alltaf þarf að mínu mati að vera mjög góð lýsing á hversu sterkt fólk er áður en bólusetning fer fram  svo að koma megi í veg fyrir hættuástand. Í flestum tilfellum væri best að leita álits heimilislæknis viðkomanda til að fá álit hans á veikleikastöðu líkamans. Ég tel það hættulegt ef fólk fær marga ólíka vírusa í líkama sinn hvern á eftir öðrum eða að bakteríur nái fótfestu eftir mikil veikindi eins og áður er sagt. Þetta hefur kostað flest dauðsföllin eftir inflúensuveikindin. Bóluefnin hafa reynst mjög misjöfn að gæðum og þarf að ganga úr skugga um hvort viðhöfð séu bóluefni sem eru í hágæðaflokki. Sem betur fer hefur hvorki ,,svínaflensan” né ,,fuglaflensan” náð neinni hæð í dánartölu á móti A inflúensunni eða B inflúensunni.

Inflúensuvírus

Hér koma tölur um dánartíðni nokkurra algengra veikinda í heiminum í dag.

A og B inflúensa: Á hverju ári deyja um það bil 15.000 manns í Þýskalandi og má búast við að önnur lönd séu með sambærilega tölu miðað við fólksfjölda. Fyrir um fimmtán árum fór það upp í 30.000 á ári. Á heimsvísu er talið að um 500.000 látist árlega.  Enginn hefur gert stór mál vegna þessa.

Af hverju er svo mikil hróp gerð vegna fugla- og svínaflensu?

Í Þýskalandi hefur verið staðfest að 22.600 manns hafi fengið svínaflensuna. 240 hafa dáið  vegna hennar, 80% þeirra voru með undirliggjandi sjúkdóma. WHO segir að þangað til núna hafi 16.450 manns dáið vegna svínaflensu í öllum heiminum. Nokkrum dögum eftir að hún kom upp í Mexikó kallaði breska stjórnin hana faraldur og hefur það kostað offjár.

Eftirfarandi tölur koma frá virtum heimskönnunum. Margret Demleitner fær sínar heimildir t.d. frá háskólanum í Munchen. Fuglaflensa: Álitið er að um 250 manns hafi látist á tíu ára tímabili. Það gerir 25 manns á ári. Í Þýskalandi er ekki minnst á fuglaflensuna lengur en lyfjafyrirtækin hafa fengið offjár vegna hennar. Hvað varðar ,,svínaflensuna” er nafnið kannski ekki rétt lengur þar sem hún smitast einnig milli manna. Ekki er talið sannað að þau meðul, sem hafa verið kostuð með miljörðum, gagnist þessum inflúensum. Það er talinn alvarlegur faraldur ef ein milljón manna hafa smitast.”Spánska veikin” árið 1918 felldi margar miljónir manna. Til fróðleiks langar mig til að geta um að á ársgrundvelli deyja 2 miljónir úr malaríu, 2 miljónir úr bakteríum sem orsaka niðurgang og um 10 miljónir vegna lungnasmits.

Hvað er til ráða gegn smiti og hvað er til ráða ef smit hefur borist í líkamann?

Fyrst og fremst þarf að styrkja ónæmiskerfið Alveg frá barnsaldri þarf að styrkja vel ónæmiskerfið. Það er alls ekki slæmt að börn fái að glíma við algengar bakteríur svo að þau myndi þol gegn þeim. Til að virkja vel ónæmiskerfið er mjög mikilvægt að fá næringu frá nýjum ávöxtum og grænmeti. Ekki er gott að gefa litlum börnum sterka eða súra ávexti, þar sem þau eiga erfitt með að melta þá. Korn er þeim nauðsynlegt en það þarf að vanda til þess. Ég persónulega gef aldrei börnum gróft brauð þar sem þau hafa ekki kraft til að brjóta það niður. Ef gróf korn eru möluð nást öll bætiefnin en engin hætta er á að þau festist í ristlinum og myndi sár. Fita er öllum nauðsynleg.

Í mörgum löndum eru notaðar olíur en ég vil helst rjóma, sérstaklega fyrir börnin og ómengað smjör. Öllum er nauðsynlegt að fá kalk og höfum við á Íslandi haft mjólkurvörur í hávegum en hægt er að fá kalk úr öðrum vörum ef kosið er. Lýsi hefur verið í árhundruð talið vera öllum nauðsynlegt fæðubótarefni. Fiskur er mjög góð fæða en ýsu tel ég alls ekki góða til uppbyggingar en allur feitur fiskur er mjög áhrifaríkur og er laxinn þar í farabroddi ásamt t.d. síldinni okkar góðu. Gott kjöt er mjög uppbyggjandi og fyrir börn er það áhrifaríkast hakkað. Sykureirssykur er tvísykra og þarf því að fara í gegnum vinnslu lifrar. Það er því betra að borða einsykraafurðir. Ég held að það sé slæmt að allir ávaxtagrautarnir hafi farið halloka í okkar mataræði. Sérstaklega rabbabaragrauturinn.

Mjög áríðandi er að svefn sé nægur og of mikil streita er öllum hættuleg. Áríðandi er að hreint súrefni sé nægt og hreyfing er lífsnauðsynleg frá barnsaldri.

Fyrir fullorðna er mjög gott að fasta einu sinni til tvisvar á ári til að hreinsa líkamann.  Gott er að iðka gufuböð og sund. Gott er að þjálfa ónæmiskerfið í köldum stuttum sturtuböðum að morgni. Þetta styrkir ónæmiskerfið. Gott er að fá köld armböð. Köld andlitsböð eru einnig mjög áhrifarík. Þetta hjálpar til við að örva yfirborðsæðar. Handleggjaböð: Byrja með hægri handlegg. Látið vatnið renna yfir bakhlið handar, niður handlegg og að öxl. Látið renna í stuttan tíma og snúið síðan handleggnum og látið renna eins. Síðan er gert eins við hinn handlegginn. Þetta á ekki að taka meir en 20 sekúndur.

Náttúrulegar meðferðir gegn inflúensuvírusum
Allar inflúensuvírusasýkingar eru meðhöndlaðar á sama hátt í óhefðbundnum náttúrulegum lækningum. Ekki er gerð önnur meðhöndlun þótt vírusinn hafi breytt sér.

1.    Ilmkjarnaolíumeðferð
2.    Afeitrunarmeðferð
3.    Nálastungumeðferð
4.    Blómadropameðferð
5.    Biochemestry eða lífefnafræðis-meðferð
6.    Hnykkingameðferð
7.    Næringarmeðferð
8.    Ósónmeðferð
9.    Grasalækningar

Greinarhöfundur: Selma Júlíusdóttir skólastjóri Lífsskólans, Aromatherapyskóla Íslands. Mars 2010.

 



Flokkar:Greinar og viðtöl

Flokkar/Tögg, , , ,

%d