Þeir sem drekka ,,diet“gosdrykki er hættara við þyngdaraukningu

Nýjar rannsóknir segja að fólk sem að drekkur ,,diet“ drykki tapi ekki þyngd. Staðreyndin sé sú að þeir auki þyngd sína. Niðurstaðan er fengin úr 8 ára gömlum upplýsingum, sem teknar voru saman af Sharon P. Fowler, MPH og samstarfsmönnum við ,,University of Texas Health Science Center, San Antonio“. Fowler birti þessi gögn á árlegum fundi hjá ,,American Diabetes Association“ (samtökum sykursjúkra) í San Diego. ,,Það sem kom okkur ekki á óvart var að öll neysla gosdrykkja var tengt þyngdaraukningu og offitu“ sagði Fowler.

Það sem kom á óvart var að þegar við skoðuðum fólk sem neytti eingöngu ,,diet“ gosdrykkja þá var hættan á jafnvel enn meiri offitu“. Staðreyndin er sú þegar rannsóknaraðilarnir skoðuðu gögnin nánar, uppgötvuðu þeir að næstum öll offitu áhætta frá gos drykkjum kom frá ,,diet“ gosdrykkjum. ,,Fyrir hverja dós eða flösku af ,,diet“ gosdrykkjum sem viðkomandi neytti á hverjum degi var 41% meiri hætta á þyngdaraukningu,“ sagði Fowler. Hópur Fowler´s skoðaði 7-8 ára gögn um rannsókn á sexhundruð tuttugu og tveggja manna hópi Mexíkóana og Ameríkana á aldrinum 25 – 64 ára, sem voru í kjörþyngd í byrjun rannsóknarinnar. Þriðjungur jók þyngd sína eða varð spikfeitur.

Hjá þeim sem drukku venjulega gosdrykki, var áhættan á þyngdaraukningu eða að verða spikfeitir þessi :
26% fyrir 1/2 dós á dag
30.4% fyrir 1/2 dós – 1 á dag
32.8% fyrir 1 – 2 dósir á dag
47.2% fyrir 1 – 2 dósir á dag

Hjá þeim sem drukku ,,diet“ gosdrykki var áhættaná þyngdaraukningu eða að verða spikfeitur þessi:
36.5% fyrir 1/2 dós á dag
37.5% fyrir 1/2 dós -1 á dag
54.5% fyrir 1 – 2 dósir á dag
57.1% fyrir 1 – 2 dósir á dag

Fowler er fljót að bæta við að rannsókn af þessu tagi sanni ekki að ,,diet“ gosdrykkir orsaki offitu. Líklegra er að það sé eitthvað sem tengist ,,diet“ gosdrykkjum sem tengist offitu. Fowler gefur í skyn að hluti af skýringunni geti verið sá að fólk sjái að það sé að byrja að fitna og sé þá líklegra til að skipta yfir í ,,diet“ gosdrykki. En þrátt fyrir að skipt sé yfir í ,,diet“ gosdrykki, þá haldi samt þyngd þeirra áfram að aukast af einhverri ástæðu. ,,Svo að ,,diet“ gosdrykkja neysla er ávísun á yfirþyngd og offitu“. Fowler bendir á nýlega tilraun sem gerð var á rottu ungum sem aldir voru á gervisætuefni og sýndi fram á að þeir ungar fengu meiri löngun í kaloríur en þeir ungar sem fengu venjulegan sykur. Ef að þú býður líkamanum upp á eitthvað sem bragðast eins og kaloríur, en er það ekki, þá er hann viðbragðsskjótur og leitar að kaloríunum sem þú gafst honum fyrirheit um en hann fékk ekki,“ segir Fowler. Sumar gosdrykkjarannsóknir benda til þess að neysla ,,diet“ gosdrykkja örvi matarlyst.

Heimildir: Fowler, S.P. 65th Annual Scientific Sessions, American Diabetes Association, San Diego, June 10-14, 2005; Abstract 1058-P. Sharon P. Fowler, MPH, University of Texas Health Science Center School of Medicine, San Antonio.Leslie Bonci, MPH, RD, director, sports nutrition, University of Pittsburgh Medical Center. WebMD News: „Artificial Sweeteners May Damage Diet Efforts.“ http://my.webmd.com/content/ article/89/100381.htm Davidson, T.L. International Journal of Obesity, July 2004; vol 28: pp 933-955.http://www.foxnews. com/printer_friendly_story/0,3566,159579,00.html

Þýtt og endursagt Ingibjörg GunnlaugsdóttirFlokkar:Greinar, Næring

%d