Uppskriftir að kæfum

Alls konar kæfur og álegg
Margir borða alltaf sama áleggið ofan á brauð. Hér koma nokkrar uppástungur af hollu og góðu áleggi á brauð og kex. Með því að þynna það aðeins má nota það sem ídýfur, eða sem hliðarrétt með steiktu grænmeti og salati. Ég hvet ykkur til að aðlaga þetta að ykkar bragðlaukum og vera skapandi í eldhúsinu. Gangi ykkur sem allra best

,,Hummus“ (baunakæfa)
300 g. soðnar kjúklingabaunir
1-2 hvítlauksrif
1/2 búnt steinselja
2 msk. tahini (sesamsmjör)
3 msk. sítrónusafi
3 msk. appelsínusafi
2 tsk. tamarisósa
1/2 tsk. cuminduft
1 dl. grilluð paprika eða sólþurrkaðir tómatar (t.d.LaSelva)
Allt sett í matvinnsluvél og maukað þar til silkimjúkt.

Rótargrænmetiskæfa
1 sæt kartafla
1 rauðrófa
1 steinseljurót
2 gulrætur
1 epli
4 msk. kókosolía eða ólífuolía
2 tsk. karrý
1 laukur, fínt skorinn
1-2 msk. af lífrænu mangóchutney (má sleppa og nota 2 fínt saxaðar döðlur)
1 msk. tamari
1 dl. gróft malaðar heslihnetur
1 egg
3 msk. spelt
Sjávarsalt og nýmalaður pipar
Þvoið grænmetið og rífið gróft. Hitið olíuna í potti og setjið karrýið í (5 sek) síðan lauk, hvítlauk og mýkið í 2-3 mín Bætið chutney og tamari útí og mýkið í 2-3 mín., Setjið rifna grænmetið út í mýkið í um 10 mí. Takið pottinn af hellunni og bætið restinni af uppskriftinni útí & hrærið vel saman Setjið í smurt eldfast mót og bakið í 45-55 mín við 200¨C

Eggaldinkæfa
2 eggaldin
1-2 hvítlauksrif, pressuð
Safi úr 1/2 -1 sítrónu
3-4 msk. góð kaldpressuð ólífuolía
Smá sjávarsalt og nýmalaður pipar
Skerið eggaldinið í 2 og stingið með gaffli í hýðið á nokkrum stöðum. Setjið það með sárið niður á bökunarplötu í 200C ofn & bakið í 30 – 45 mín allt eftir stærð Þegar eggaldinið er bakað þá skafið innan úr því og setjið í skál með hvítlauk, sítrónusafa, ólífuolíu, salt og pipar. Hrærið saman og notið sem kæfu

Hnetukæfa

150 g hnetur (t.d. heslihnetur, furuhnetur, valhnetur, möndlur)
2-3 hvítlauksrif
2-3 msk. sítrónusafi
1 dl. græn kaldpressuð ólífuolía
/Smá sjávarsalt
1-11/2 dl. vatn
Allt sett í matvinnsluvél og maukað

Avókadókæfa
250 g. avókadó, sem búið er að fjarlægja hýði og stein
1 stór fínt saxaður tómatur
1 msk. fínt saxaður rauðlaukur
1-2 hvítlauksrif
4 msk. fínt saxaðir sólþurrkaðir tómatar (t.d. semisecci frá LaSelva)
3-4 msk. steinselja, fínt söxuð
1 msk. sítrónusafi
Smá sjávarsalt og nýmalaður pipar. Stappið avókadóið með gaffli og blandið restinni útí

Sólblómakæfa
2 b. sólblómafræ, lögð í bleyti í 4 klst
1/3 b. sítrónusafi
1/4 b. tahini
2-3 msk. smátt saxaður rauðlaukur
2-3 hvítlauksrif, pressuð
1/2 -1 tsk. sjávarsalt
Smá cayenne pipar
4-6 vorlaukar
1 búnt ferskar kryddjurtir, t.d. steinselja coriander, basil, dill. Mér finnst gott að blanda 2 eða fleiri saman. Smá vatn ef með þarf. Allt sett í matvinnsluvélina nema vatn, maukað vel saman. Bætið smá vatni útí ef ykkur þykir þurfa

Höfundur: Sólveig Eiríksdóttir 2007Flokkar:Uppskriftir

%d bloggers like this: