Aldrei Ristil aftur

Hér er úrdráttur úr myndbandi eftir dr. Eric Berg D.C. um ráð til að meðhöndla og koma í veg fyrir Ristil.

Af öllum þeim slæmu aðstæðum sem einstaklingur getur upplifað trónir ristill á toppnum. Þjáningar vegna ristils geta haft afdrifarík áhrif á líf þeirra sem af honum þjást. Ristill stafar frá hlaupabóluveiru sem getur legið í dvala í líkamanum. Í þeim tilfellum sem veira kemur út getur hún skapað sársaukafull útbrot.

Eric Berg gefur fólki ráð til að sigrast á þessum vírusi, en til þess að þarf fólk að skilja svolítið eðli vírusins. Veikleikinn liggur í eigin ónæmiskerfi, sem eru góðar fréttir því að það er hægt að stjórna vírusnum ef einhver vitneskja er um ónæmiskerfið. Það fyrsta sem þarft að vita er að ákveðnir hlutir koma af stað þessum vírusi t.d. ákveðin lyf.

Þó að prednisón sé stundum hluti af meðferð þá getur það valdið veikleika sé það nota of lengi og orsakað það að veiran brjótist út. Prednisón er eins konar lyfjaútgáfa af kortisóli, sem er hormón, sem virkjast af streitu. En allt sem bælir og dregur úr styrk ónæmiskerfisins mun geta valdið endurvirkjun veirunnar.

Streita getur lamað ónæmiskerfið og minnkað varnir líkamans, fækkað hvítum blóðkornum og getur gert fólk mjög viðkvæmt fyrir því að vírusinn vakni úr dvala. Geislun getur líka valdið endurvirkjun vírusins. Það er ekki verið að tala um röntgenmyndatöku heldur sólina og áhrif þess ef fólk brennur og fær of mikla sól. Sólbruni getur valdið of miklu af UV geislum.

Of lítið D-vítamín veldur mikilli viðkvæmni fyrir því að þessi vírus kvikni. Ristill versnar mjög mikið ef skortur er á D-vítamíni. Fólk sem býr fjarri miðbaug eru í meiri hættu að fá ristil og það tengist beint D-vítamíni. Þeir sem fá ristil eru þrisvar sinnum liklegri til að hafa lítið eða ekkert D-vítamín í blóði. Aftur á móti eru þeir sem meðhöndlaðir eru með D-vítamíni í 16 sinnum minni hættu að fá aftur ristil.

Stór áhættuþáttur er fyrir fólk með háan blóðþrýsting að fá ristil eða níu sinnum líklega. Fólk með MS sjúkdóm er líka í áhættuhópi. Sennilega er ein besta meðferðin fyrir MS sjúklinga stórir skammtar af D-vítamíni.

Einn mjög algengur erfðafræðilegur veikleiki er innan D-vítamín viðtakans og getu hans til að taka upp D-vítamín. Einstaklinga með slíka vangetu gæti skort D-vítamín og venjulegur skammtur sem meðal maður myndi taka af D-vítamíni gæti verið of lítill. Það veldur hættu á ristil.

Örugglega eru hundruð mismunandi þættir sem D- vítamín hjálpar, stjórnar eða stillir ónæmiskerfið. D- vítamín eykur alls kyns mismunandi efni og vopn sem ónæmiskerfið notar til að drepa vírusa. Það bælir vírusa almennt og heldur þeim niðri ekki bara vírusi sem veldur ristli heldur mörgum mismunandi vírusum þar á meðal Epstein – Barr og berklum í öndunarfærum (öndunarfæra veirum).

D-vítamín er í raun ekki vítamín, það er hormón og er mjög líkt kortisóli. Mismunurinn er að D-vítamín er bólgueyðandi og styrkir ónæmiskerfið án þess að bæla það. Kortisól aftur á móti bælir ónæmiskerfið en D-vítamín dempar ónæmiskerfið ef það er ofvirkt. Dæmi: það styrkir þann sem er með skert ónæmiskerfi og dempar ofvirkt ónæmiskerfi niður í það sem það ætti að vera. Þannig að allar meðferðir með kortisól eða prednisón myndu njóta góðs af D- vítamíni.

Það er þrennt sem er best að gera?
Nr. 1- að kaupa D-vítamín krem (útvortis), sem borið er beint á ristilútbrotin, því er nuddað á sárin minsta kosti þrisvar á dag.
Nr. 2- taka inn 40.000 IU D-vítamín hvern einasta dag.
Í öðru vídeói um sama efni kemur fram að ásamt D-vítamíni þurfi að taka magnesíum, K 2 vítamín og omega 3.
Nr. 3- að bera geraníum ilmkjarna olíu á meinið. Vegna þess að geraníum olía er ekki bara veirueyðandi heldur er hún líka frábær gegn sársauka, það finnst innan fárra mínútna.

Ekki er vitað um að D-vítamín krem fáist á Íslandi. Eina sem fannst við leit á netinu var sterkt D-vítamin í vökvaformi: https://www.lyfjaver.is/vara/now-d3-liquid-extra-29ml/ mætti kannski nota í neyð. En Geraníum ilmkjarna olía fannst hér: https://klaran.is/products/geranium-ilmkjarnaolia-12ml .

Ingibjörg Sigfúsdóttir: stytti og endursagði úrdrátt úr myndbandinu: https://youtu.be/E4ghFFE2Czc eftir dr. Eric Berg D.C. í nóvember 2023. Myndir sem fylgja eru teknar úr sama myndbandi.

Bára Hafsteinsdóttir skrifaði og benti á að þetta D-vítamínkrem fengist á  iherb.com. Hún sagði mjög auðvelt að panta þaðan og að varan berist  yfirleitt á 3-4 dögum.

Hér má lesa kynningu á starfi dr. Eric Berg DC og heilsutengdri fræðslu hans. https://heilsuhringurinn.is/2023/11/08/kynning-a-dr-eric-berg-d-c-og-heilsutengdri-fraedslu-hans/Flokkar:Meðferðir

Flokkar/Tögg, , ,

%d bloggers like this: