Vísindalegar skýringar á orsökum matarfíknar

Fyrir áratug eða svo fundust fá vísindaleg rök eða sannanir fyrir því að ástæður matarfíknar gætu verið vegna efnalegrar ánetjunar. Í dag eru rökin hinsvegar óyggjandi og miklu víðtækari en á þeim tíma þegar alkóhól og önnur vímuefni voru flokkuð sem fíkniefni. Samkvæmt þeim rannsóknum sem nú liggja fyrir má líta svo á að margir mismunandi lífefnalegir orsakaþættir liggi að baki og valdi matarfíkn. Eftirfarandi eru nokkrar af þeim rannsóknum sem styðja þetta og eru mest sannfærandi:

D2 genið
Árið 1990 fundu vísindamenn D2 genið hjá fólki sem átti við offitu að stríða, áður hafði það eingöngu fundist hjá þeim sem eiga við alkóhólisma og/eða vímuefnafíkn að stríða. Þ.e.a.s. að D 2 genið fannst hjá fólki sem réð ekki við ástríðu sína í einföld kolvetni þó að það væri ekki alkóhólistar. Earnest Noble M.D, (sem leiddi rannsóknina) heldur því fram að genið sem slíkt valdi ekki offitu, heldur sé frekar undirliggjandi, innri orsakavaldur matarfíknar. Það sé því rétt að líta á offitu sem afleiðingu ofáts, alveg eins og að verða drukkinn er afleiðing af því að drekka of mikið alkóhól. Offita verður þannig ein af líkamlegum afleiðingum af efnafræðilegri fíkn í mat.

Sneiðmyndir sanna breytingar á heilastarfsemi
Samsafn af sneiðmyndarannsóknum af heilastarfsemi frá rannsóknarmiðstöðvum sýna allar að þegar einstaklingur missir stjórn á áti sínu og þyngd, verða breytingar á heilastarfsemi sem eru svipaðar og verða hjá þeim sem neyta eiturlyfja. (sjá rannsóknir og heimildir*)

Sneiðmyndir af heila sýna fram á huglæga þráhyggju
Öll efnafræðileg fíkn þróar með sér huglæg vandamál. Fíkillinn þróar með sér svokallaða hugræna afneitun á fíkninni. Fíkillinn upplifir sælutilfinningu (hvernig honum leið þegar hann fékk sér eitthvað bragðgott og sem deyfði vanlíðan hans, en gleymir neikvæðum tilfinningum og líkamlegum afleiðingum), þráhyggju hugans, (réttlætir og trúir algjörlega hugsunum sem segja að það sé í lagi að fá sér mat sem veldur þeim fíkn og/eða missa sig í lotuátu) og tímabundna andlega blindu (sama og alkóhólistar kalla ,,blackouts“). (Phil Werdell MA). Vísindamenn sem stunda rannsóknir á heila með sneiðmyndum og segulómmyndum (CAT scans, Pet scans) hafa sýnt fram á að hægt er að bera kennsl á breytingar á huga alkóhólista, vímuefnaneytenda og matarfíkla, að ákveðnir hlutar heilans verða fyrir reglulegum og stigvaxandi áhrifum vegna fíknarinnar (sjá rannsóknir*).

Sykur getur breyst í ópíumaða í líkamanum
Fjölmargar rannsóknir gerðar af prófessorum í sálfræði (sjá skrá um rannsóknar aðila *) hafa sýnt fram á að ofneysla á sykri getur valdið því að líkaminn sjálfur framleiði ópíumaða (virkt efni ópíums, sem eru deyfandi, sljógvandi efni) og í þeim tilfellum, geti valdið líkamlegri ánetjun.

Yfirfærsla á alkóhólisma í matarfíkn
Rannsóknir sýna að þeim sem fíknir eru í alkóhól er hætt við að yfirfæra fíknina á sykur og einföld kolvetni og að hægt er að hjálpa þeim með fráhaldi frá bæði sykri og alkóhóli.

Truflun á virkni serótónins
Auk sjúklegrar aðlöðunar dópamín nemanna í heila matarfíkilsins, hefur lengi verið vitað af truflun á framleiðslu serótónin framleiðslu í líkama þeirra.

Endorfín örvar ofát
Aðra líffræðilega skýringu á sykurfíkn er hægt að finna í virkni beta-endorfína. Endorfín eru oft sögð valda ,,náttúrulegri sælutilfinningu“ en beta-endorfín getur einnig aukist í líkamanum, samfara meiri löngun í sykur, önnur einföld kolvetni og sumar fitur.

Tengs milli vannæmni á insúlíni og fíkn
Afleiðingar sykursýki er vöntun á insúlíni, en fyrir suma matarfíkla er of mikil insúlínframleiðsla vandamál. Celiac sjúkdómurinn (veldur glutenóþoli) og matarfíkn
Einnig eru tengsl á milli matarfíknar og Celiac sjúkdómsins á háu stigi. Viðbrögð Celiac sjúklings við glúteni, er að loka þeim frumuhimnum sem vinna úr næringu í þörmunum. Á háu stigi getur þetta lýst sér í stöðugri hungurtilfinningu ef viðkomandi borðar hveiti. Viðkomandi er haldinn stöðugri löngun til að borða meira, en þó að borða sé meira, léttir það ekki á gífurlegri hungurtilfinningunni.

Þörf á meðferðarúrræðum
Rannsóknir á meðferðarprógrammi Glenbeigh Psychiatric Hospital of Tampa´s Food Addiction og námskeið Food Dependency Recovery Services (ACORN), sýna að sömu aðferðir og meðferðarúrræði eiga við þá sem haldnir eru matarfíkn og þá sem haldnir eru alkóhólisma og öðrum fíknum. Þýtt og endursagt af E.H.G. með góðfúslegu leyfi úr greininni „Scientific Evidence of Food Addiction“ eftir Phil Werdell MA, Forstöðumanns ACORN Food Dependency Recovery Services 2006 (sjá fleiri heimildir *).

Hver er munurinn á venjulegum matmanni, þeim sem á við átröskun að stríða, eða þeim sem þjáist af matarfíkn? Venjulegur matmaður Getur átt í vanda með yfirvigt (jafnvel mikla offitu) ef hann borðar of mikið af kaloríuríkum mat og hreyfir sig of lítið. Vandamál þessa fólks er aðallega líkamlegs eðlis. Ef viðkomandi velur að borða vel samsett fæði, stundar líkamsrækt í hófi og fær stuðning við þessar lífsstílsbreytingar, getur hann haldið sér innan eðlilegra viðmiðunarmarka hvað þyngd varðar. Það sem virkar er viljastyrkurinn; bara leggja niður hnífapörin og ýta sér frá borðinu.

,,Vandamála/tilfinninga“ át (átraskanir)

Sá sem á við þennan vanda að stríða á oft í svipuðum vanda með þyngdina og „venjulegi matmaðurinn“, en er vanmáttugur að fylgja ráðleggingum um að grennast eða þyngjast og styrkja heilsufar sitt, jafnvel þó fullur vilji og löngun sé fyrir hendi. Fyrir þá sem greinast með greinanlegar átraskanir s.s. listarstol, eða lotugræðgi getur undirliggjandi vandi verið huglægs-tilfinningalegs eðlis: ,,Það er ekki hvað þú ert að borða/éta, heldur það sem er að borða/éta þig“. Þeir sem eiga við vandamála/tilfinningaát að stríða, nota mat til að deyfa og lækna tilfinningar sínar. Það sem virkar fyrir þá sem eiga við þennan vanda að stríða er vel samsett mataræði og hófleg líkamsrækt, ásamt því að tileinka sér leiðir til að höndla tilfinningar sínar.

Matarfíkillinn

Sá sem á við matarfíkn að stríða, ávinnur sér efnafræðilega ánetjun í ákveðin matvæli eða mat yfir höfuð. Líkami þessa fólks vinnur lífefnafræðilega öðruvísi úr mat en líkami venjulegs matmanns gerir og vandamála/tilfinninga átmannsins. Margir matarfíklar hneigjast til þess að ánetjast mat; sérstaklega sykri, hveiti, glúteni, fitu, salti, koffíni og/eða mat í miklu magni – alveg eins og alkóhólistinn hneigist til efnafræðilegrar ánetjunar í alkóhól og vímuefni s.s. heróín, kókaín og lyfseðilsskyld lyf. Eftir því sem fíknin þróast/ágerist, verða matarfíklar vanmáttugir yfir líkamlegri löngun og mynda brenglun og þráhyggju hugans, sem heldur þeim í afneitun á ástandi sínu.

Það sem virkar fyrir matarfíkilinn:
Megrun, átak eða aðhald dugar ekki og þerapía eingöngu ekki heldur. Það sem virkar fyrir matarfíkilinn er uppgjöf, að gefast upp fyrir þeim breytingum sem fráhald er, frá þeim matartegundum sem valda þeim fíkn. Að vera tilbúinn að stíga þau skref sem þarf til að ná og viðhalda bata. Í uppgjöfinni felst sú andlega breyting sem þarf til og hefur gefið þúsundum sem átt hafa í vanda með efnalega ánetjun, nýtt líf.

Ef þú telur þig eiga við matarfíkn að stríða, hvað er þá til ráða?
Það er gífurlega áríðandi fyrir hvern þann sem grunar að hann sé haldinn matarfíkn að fá greiningu á ástandi sínu. Þá er hægt að leita sér aðstoðar með hliðsjón af greiningunni, hjá viðeigandi meðferðaraðilum.

12 spora bataleiðin:
Margar rannsóknir og ekki síst reynsla þúsunda, sýna fram á árangur af 12 spora bataleiðinni í 12 spora samtökum fyrir matarfíkla. (OA, GSA, FAA, RFA, FA)

Heimildir:
Rannsóknir á heilastarfsemi með sneiðmyndum:
University of Florida, McKnight Brain Institute, Brookhaven National Laboratory, Pennsylvania State University Department of Psychology and Rehabilitation, Harvard University Medical School, Iowa University Department of Psychology, Yale University Department of Psychology, Massachusetts General Hospital og U.S. Department of Health.

Rannsóknir á ópíumöðum:
University of Washington, Princeton University, University of Los Andes, Merida, Venezuela, Yale University School of Medicine og af National Institude of Drug Abuse,

Heimildir:
E.P. Noble MD, et al, „D2 Dopamine Receptor Gene and Obesity,“ International Journal of Eating Disorders, Volume 15, Number 3, Apríl 1994 pp 205-219 Mark Gold MD (ED), Eating Disorders, Overeating, and Pathological Attachment to Food: Independent of Addictive Disorders? The Haworthe Medical Press, Binghamton, New York, 2004 (Einnig gefið út sem Journal of Addictive Diseases, Vol. 23, No: 3, 2004) Adam Drewnowski, et al,

,,Taste Responses and Preference for Sweet High-Fat Food: Evidence for Opioid Involvement,“ Physiological Behavior, 1992, Vol. 51, pp 371-9; Carlo Colantuoni et at, ,,Evidence That Intermittent, Excessive Sugar Intake Causes Endogenous Opioid Dependence,“ Obesity Research Vol. 10, No. 6 June 2002, pp 478-488; Nora Volkow and Roy Wise, „How Can Drug Addiction Help Us Understand Obesity?; K.L.Katz og M.H. Gonzalez, The way We Eat: A Six Step Path to Weight Control, Sourcebooks, Naperville, Ill., 2002; Elizabeth Capaldi og Terry Powley (eds), ,,A Role for Opiates in Food Rewards and Food Addiction,“ Taste, Experience and Feeding, American Psychological Association, Arlington, 1990

Höfundur: Esther Helga GuðmundsdóttirFlokkar:Annað, Ýmislegt

%d bloggers like this: