Sætuefnið ,,Aspartam“umdeildasta aukefni allra tíma

Sætuefnið ,,Aspartam“ hefur verið mikið í fjölmiðlunum undanfarnar vikur. Deilan um hvort Aspartam sé öruggt til neyslu eða hvort það sé skaðsamlegt virðist ekki ætla neinn endi að taka. Hið opinbera (heilbrigðiskerfið og Umhverfisstofnun) heldur ávallt fram að efnið sé öruggt til neyslu á meðan sístækkandi hópur manna heldur hinu gagnstæða fram. Í þessari grein ætla ég að reyna að fara eins vítt um þetta mál og ég get og á sama tíma að halda greininni eins stuttri og mögulega er. Því satt best að segja er hægt að skrifa endalaust um Aspartam, enda hafa verið skrifaðar fjöldi greina og bóka um efnið og myndir búnar til um það. Einnig mun ég eftir bestu getu setja inn heimildir svo að lesandinn geti notað þessi skrif til að finna frekara lesefni um þetta málefni. Bendi ég strax á góða grein um Aspartam í september 2005 hefti hins virta tímarits The Ecologist sem er auðlesin og ég studdist við, við samningu þessarar greinar, ásamt fjölda annarra heimilda. Hægt er nálgast þessa grein þýdda á íslensku inn á vef heilsumiðstöðvarinnar Heilsuhvols (www.heilsuhvoll.is)

Upphaf Aspartams
Upphaf Aspartams má rekja til 1965 þegar rannsóknarmaður hjá lyfjafyrirtækinu ,,Searle“ sleikir magasárlyf sem hann er að rannsaka af fingri sér og kemst að því að það er verulega sætt á bragðið. Aspartam, umdeildasta aukefni í sögunni hefur orðið til. Næstu ár rannsakar Searle Aspartam til að geta lagt fram sönnur fyrir bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) að það sé öruggt til neyslu.Í febrúar 1973 óskar Searle eftir leyfi til að markaðssetja Aspartam og leggur til yfir 100 rannsóknir sem eiga að styðja öryggi þess. Aspartam fær markaðsleyfi ári seinna sem aukefni. Ári síðar vegna fjölda ábendinga setur FDA á stofn nefnd til að rannsaka Searle vegna gruns um óheiðarleg vinnubrögð, meðal annars vegna 25 lykil rannsókna á Aspartam. Nefndin skilar 500 blaðsíðna skýrslu af sér sem segir af svikulum vinnubrögðum lyfjafyrirtækisins. Searle hafði vísvitandi haldið undan rannsóknum sem sýndu fram á skaðsemi, breytt rannsóknum sé í hag og borið niðurstöður vitlaust fram. Þáverandi yfirmaður FDA, Alexander Schmidt lét hafa eftir sér að rannsóknir Searle hafi verið ,,incredibly sloppy science. What we discovered was reprehensible“.

Í fyrsta sinn í sögunni óskar FDA eftir rannsókn á fyrirtæki vegna glæpsamlegs athæfis. FDA setur á fót aðra nefnd til að rannsaka starfshætti Searle er varða rannsóknir á Aspartam. Nefndin skilar af sér skýrslu sem kemst að sömu niðurstöðu og sú fyrri, að Searle hafi vísvitandi falsað fjölda rannsókna til að láta líta út að Aspartam væri öruggt til neyslu þegar rannsóknirnar sýndu að það væri stórvarasamt. Þegar hér er komið sögu leitar Searle til Donald Rumsfeld (fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna) til að taka að sér stjórn fyrirtækisins. Til að gera langa sögu stutta varðandi ákæruna á hendur Searle, tekur Samuel Skinner ríkissaksóknari málið að sér en nokkru síðar segir hann starfi sínu lausu og byrjar að vinna hjá Sidley & Austin, lögfræðifyrirtækinu sem sér um að verja Searle fyrir ákæru FDA. Undirmaður hans William Conlon tekur við starfinu. William tefur málið til hins ýtrasta þangað til að ákærufrestur rennur út og Searle sleppur þannig með skrekkinn. William Conlon fer stuttu síðar að vinna fyrir Sidley & Austin, lögfræðifyrirtæki Searle.Þann 30. september 1980 lýsir nefnd FDA því einróma yfir að Aspartam fái ekki leyfi til markaðsetningar nema að geta sýnt fram á öryggi þess. Hér eftir gerast hlutirnir hratt í sögunni.

Í janúar 1981 lýsir Donald Rumsfeld því yfir á sölufundi hjá Searle að hann muni fá Aspartam leyft innan árs og að hann muni innleysa greiða sem hann eigi inni. Í Aspartam heimildamyndinni Sweet Misery (fæst á Amazon. com) kemur lögfræðingurinn James Turner fram og segir frá fundi á milli sín og Donald Rumsfeld þar sem Rumsfeld spyr hann hvernig hægt sé að fá Aspartam leyft. Turner svarar því með að gera langtíma rannsóknir sem geti sýnt fram á öryggi Aspartams. Rumsfeld svarar því að hann hafi nægjanlega margar rannsóknir undir höndum og að hann muni fara sínar leiðir til að fá þetta í gegn. Á þessum tímapunkti er náinn samstarfsmaður Rumsfeld, Ronald Reagan settur forseti Bandaríkjanna. Eitt af fyrstu embættisverkum Reagans er að taka þáverandi yfirmann FDA úr embætti sínu og setja í hans stað einn af sínum mönnum, Arthur Hull Hayes. Nánast samstundis 21 janúar 1981, sækir Searle aftur um leyfi til að markaðssetja Aspartam. Fimm manna nefnd fellir umsóknina, þrír á móti tveimur. Þá gerist nokkuð sem er algjört einsdæmi. Hayes bætir óvænt einum manni við nefndina og hann kýs Aspartam í vil og þetta setur málið í þrot. Þann 15 júlí 1981 leyfir Arthur Hull Hayes upp á sitt einsdæmi Aspartam til notkunar í þurrmat, stuttu síðar almennt í matvæli og 1983 í gosdrykkjum.

Í heimildarmyndinni ,,Sweet misery“ segir fyrrverandi starfsmaður FDA frá því þegar starfsmenn rannsóknarsviðs hafi farið á fund með Hayes deginum áður en hann samþykkti Aspartam og grátbeðið hann um að samþykkja ekki þetta efni til notkunar þar sem rannsóknir bentu eindregið á að efnið væri ekki öruggt til neyslu, en án árangurs. Hayes hættir stuttu síðar, eftir að hann hefur leyft Aspartam og fer að vinna hjá fyrirtæki sem er nátengt Searle. Í tilkynningu frá United Press International árið 1987 segir frá því að yfir 10 opinberir starfsmenn sem voru lykilmenn í að fá Aspartam samþykkt ynnu nú hjá fyrirtækjum tengdum Aspartamiðnaðinum. Ein af meginrökum þeirra sem réttlæta notkun Aspartams er að ,,Aspartam hefur farið í gegnum strangt rannsóknarferli og þurft að fá samþykki hjá opinberum stofnunum eins og FDA“. Eins og sjá má á því ferli sem Aspartam fór í gegn til að verða samþykkt þá eru þessi rök einungis orðin tóm. Allt bendir til þess að Aspartam komst í gegn sökum pólitískra áhrifa frekar en vísindalegs stuðnings, enda sýndu skýrslur fram á að rannsóknir Searle á Aspartam væru ekki virði pappírsins sem þær voru skrifaðar á. Það sem skýrslurnar sýndu meðal annars fram á að Searle hélt undan rannsókn þar sem 7 öpum var gefið Aspartam í 52 vikur með þeim afleiðingum að 5 fengu flogaveiki og 1 dó, og annarri rannsókn sem sýndi fram á að aspartiksýra (innihaldsefni Aspartams) ylli holumyndun á heila rannsóknardýra.

Í einni rannsókn dóu 98 af 196 rannsóknardýrum en krufningar voru tafðar svo lengi að ekki var hægt að segja til um dánarorsök. Þetta eru einungis fá dæmi af þeim fjölda falsana sem rannsóknarmenn Searle viðhöfðu til að búa til rannsóknir sem sýndu fram á öryggi Aspartams. Munið þetta næst þegar þið lesið ,,rannsóknir sýna fram á öryggi Aspartams“ því þá er meða annars verið að vitna í þessar sömu rannsóknir Ástæðan fyrir því að leggja svona mikla áherslu á að fá Aspartam samþykkt hjá FDA er að það gerir eftirleikinn mun auðveldari því flest önnur lönd fylgja fordæmi þess. En hvað með úttektina sem Vísindanefnd matvælaöryggisstofnunar Evrópu framkvæmdi og segir að Aspartam sé öruggt?

Því miður virðist framkvæmd þessarar úttektar vera verulega ábótavant eins og hjá FDA. Þeir sem framkvæmdu úttektina hafa af einhverjum ástæðum ákveðið að sleppa flest öllum hlutlausum rannsóknum sem sýna fram á aukaverkanir af neyslu Aspartams og byggja úttekt sína á rannsóknum framkvæmdum af hagsmunaðilum sem sýna fram á öryggi Aspartams. Þær fáu rannsóknir sem sýndu fram á aukaverkanir og notast var við, voru nánast undantekningalaust ómerktar með hagsmunarannsóknum. Einnig hefur verið bent á hagsmunaárekstra nokkurra meðlima Vísindanefndarinnar sem unnu að úttektinni, en þeir voru meðlimir í International Life Sciences Institute (ILSI) sem samanstendur meðal annars af Monsanto (þáverandi eiganda Aspartams), Kóka Kóla og Pepsi. Allt fyrirtæki sem hafa gífurlegra hagsmuna að gæta vegna Aspartams.

Innihaldsefni Aspartams
Þarnæst skulum við líta á innihaldsefni Aspartams og hvaða áhrif þau hafa á líkamsstarfsemi. Þetta er sá hluti greinarinnar sem hægt væri að eyða mestum tíma í en til að stytta greinina mun ég aðeins segja lítillega frá hverju efni og í stað þess benda á vísindagrein skrifaða af tveimur læknum sem fjalla ýtarlega um virkni Aspartams og var greinin birt í vísindatímariti og hægt er að nálgast hana í heilu lagi á http://www.dorway.com/barua.html. Þessi grein er nokkuð ýtarleg og mæli ég með henni fyrir fagfólk og ef þú lesandi vilt gefa lækni þínum eða næringarfræðingi lesefni um Aspartam þá er þessi grein vel til þess fallin. Aspartam er búið til úr þremur efnum: fenalalanín, aspartiksýru og tréspíra. Þótt svo að öll þessi efni fyrirfinnast í náttúrunni þá líkist samsetning Aspartams engu náttúrulegu efni þó svo að fylgismenn Aspartams líki því gjarnan við aðrar náttúrulegar afurðir eins og mjólk og tómatsafa til að gera lítið úr skaðsemi þess. Fenalalanín er amínósýra (uppbyggingarefni  próteins) og er 50% af innihaldi Aspartams.

Þeir sem hafa sjúkdóminn PKU geta ekki borðað matvæli sem innihalda Aspartam þar sem þau geta ekki unnið úr fenalalaníni sem veldur því að það safnast fyrir í líkama þeirra og veldur skemmdum á taugakerfi. Fyrir þær sakir eru vörur með Aspartam merktar „inniheldur fenalalanín“. Fenalalanín getur einnig hindrað myndun seratóníns (gjarnan kallað gleðihormónið) í líkamanum, en lækkun á því er þekkt orsök þunglyndis og annarra geðrænna vandamála. Eitt af niðurbrotsefnum fenalalaníns er diketopiperazine sem er þekkt krabbameinsvaldandi efni, en engar langtíma rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þess á mannslíkamann vegna neyslu á Aspartami. Aspartiksýra er einnig amínósýra og er 40% af innihaldi Aspartams. Aspartiksýra, eins og glútamiksýra (aðal innihald MSG, þriðja kryddsins), hefur það hlutverk í líkamanum að vera taugaboðefni, en þegar magn þess í líkamanum eykst (eins og við neyslu Aspartams og MSG) þá oförvast taugafrumur og geta eyðilagst í kjölfarið. Fyrir þessar sakir tilheyra aspartiksýra og glútamiksýra til excitotoxina (excito = örva, toxin = eitur), en eyðileggjandi áhrif excitotoxina á taugavef eru þekkt. Manneskjan er sérstaklega viðkvæm fyrir áhrifum excitotoxina.

Hlutlausar rannsóknir hafa sýnt fram á að við neyslu drykkja sem innihalda Aspartam þá eykst magn þessara efna í líkamanum.
Rök þeirra sem aðhyllast Aspartam er að það þurfi ekki að hræðast þessar amínósýrur og benda á að matur inniheldi almennt amínósýrur (sem er alveg rétt), en það sem þeir taka ekki með í dæmið er að þá eru amínósýrurnar fenalalanín og aspartiksýra bundnar öðrum amínósýrum í löngum próteinkeðjum og þær losna hægt og bítandi út í blóðrásina til að nýtast eðlilega líkamsstarfsemi, ólíkt því þegar Aspartam á í hlut þegar þessar amínósýrur eru óbundnar og fara hratt út í blóðrásina í miklu magni. Munið það þegar þessi rök eru notuð að innihaldsefn i Aspartams séu náttúruleg eins og t.d. í mjólk og kjöti Þriðja og seinasta innihaldsefnið er tréspíri (methanól) og er 10% af innihaldi Aspartams. Það þarf nú ekki að fullvissa nokkurn mann um skaðsemi tréspíra, áhrif hans eru þekkt. Methanól breytist í formalín í líkamanum og þar á eftir í maurasýru, bæði eru þekkt eiturefni sem skemma taugakerfi, frumur og eru krabbameinsvaldandi. Deilan stendur um hvort tréspírinn í Aspartami og niðurbrotsefni þess nái að valda skaða eða ekki.

Fylgjendur Aspartams halda því fram að tréspírinn og afleiður hans safnist ekki fyrir í líkamanum og benda á að það að tómatsafi inniheldur sex sinnum meira magn af methanóli heldur en sambærilegt magn af diet gosi, og fyrst að tómatsafi er ekki hættulegur af hverju ætti diet gos að vera það. Við skulum skoða þetta nánar. Það er rétt að tómatsafi inniheldur 6 sinnum meira magn af tréspíra en diet gos, en það sem fylgjendurnir sleppa til að réttlæta óréttmætan samanburð sinn er að tómatsafi inniheldur ethanól sem hlutleysir methanólið (eins og basi myndi hlutleysa sýru). Einnig er talið að pektín innihald tómatssafa hjálpi við að binda methanól niður þannig að skaði hljótist ekki af því. Tréspírinn í Aspartam er óbundinn og er tilbúinn að uppsogast í líkamanum og Barcelona rannsóknin sýndi fram á að formalínið frá methanólinu binst í vefjum líkamans. Samanburður á innihaldsefnum Aspartams við náttúrulegar afurðir er með engu móti réttlætanlegur enda líkist efnauppbygging Aspartams engri náttúrlegri fæðu, ef svo er þá væri ég til í að fá að vita um hana. Munið það þegar það er verið að líkja Aspartam við náttúrulega fæðu.

Rannsóknir á Aspartam
Framkvæmdar hafa verið hundruð rannsókna á Aspartam. Þó svo að fylgjendur Aspartams segi ávallt ,,rannsóknir sýna fram á öryggi Aspartams“ þá eru tugir rannsókna sem segja hið gagnstæða. En hverju á maður að trúa? Ef ein rannsókn segir eitt og önnur rannsókn segir þveröfugt, hver er þá sannleikurinn? Sú rannsókn sem getur best varpað ljósi á þá spurningu er rannsókn sem læknir að nafni Ralp G. Walton framkvæmdi árið 1996. Í henni tekur hann 165 rannsóknir á Aspartam sem framkvæmdar voru fyrir 1996 og flokkar þær niður í tvo hópa, annars vegar þær sem framkvæmdar voru af hagsmunaaðilum og hins vegar hlutlausar rannsóknir. Skoðar hann svo hvort að hagsmunir hafi einhver áhrif á lokaniðurstöðu rannsóknarinnar (hvort það sé aukaverkun af Aspartam eða ekki).

Niðurstaðan er sláandi. Allar 74 rannsóknirnar þar sem rannsókn er annað hvort framkvæmd af hagsmunaðila Aspartams eða kostuð af honum sýna fram á engar aukaverkanir af neyslu Aspartams. Af 91 hlutlausri rannsókn sýndu 84 rannsóknir fram á aukaverkanir af neyslu Aspartams. Helsta gagnrýnin á rannsókn Dr. Waltons hefur verið að hann valdi að flokka FDA rannsóknir sem hlutlausar, en í ljósi þess að  DA er þekkt fyrir að hallast að hagsmunum lyfjaiðnaðarins og hvernig FDA hefur ýtt hagsmunum Aspartams áfram þá vilja margir halda því fram að FDA rannsóknirnar eigi betur heima flokkaðar með hagsmunaðilum. Ef svo er gert sýna nánast 100% hlutlausra rannsókna fram á að aukaverkanir séu af Aspartam. Munið það og einnig að úttektir á Aspartam rannsóknum Searle sýndu fram á að þær væru meira og minna falsaða næst þegar því er hent fram að rannsóknir sýni fram á öryggi Aspartams.

Aukaverkanir Aspartams
En hvaða áhrif getur Aspartam haft á starfsemi líkama okkar? Eins og sést meðal annars hér að ofan  virðist innihaldsefni Aspartams samkvæmt rannsóknum hafa ýmis taugaskemmandi áhrif, raska hormónajafnvægi eða valda krabbameini sem veldur fjölda einkenna. Dr. Betty Martini stofnandi ,,Mission Possible“ sem berst fyrir að fá Aspartam bannað fór í mál við FDA til að fá afhentan lista yfir þau einkenni sem hafa verið tilkynnt til FDA vegna neyslu Aspartams. Listinn sem búinn er til úr tilkynningum 10.000 manna (sem er gífurlegur fjöldi þar sem það er almennt viðurkennt að í allra mesta lagi 1% tilkynni aukaverkanir) sem hafa kvartað yfir aukaverkunum segir frá 4 dauðsföllum og yfir 90 mismunandi aukaverkunum. Meirihluti þeirra stafa frá eituráhrifum Aspartams á taugakerfið. Meðal aukaverkana eru: höfuðverkir, svimi og vandræði með jafnvægi, skapgerðarbreytingar, flökurleiki og uppköst, krampar og flog, minnistap, vöðvaslappleiki, staðbundnar bólgur, þreyta og almennur slappleiki, magaverkir og magakrampar, sjónbreytingar og sjónskerðing, niðurgangur, útbrot og vöðva- og liðamótaverkir.

Til eru rannsóknir sem styðja tilvist nánast allra þessara aukaverkana við neyslu Aspartams. Dr. John W. Olney birti rannsóknargrein í vísindatímaritinu The Journal of Neuropathology and Experimental Neurology þar sem hann sýnir að aukning á áður sjaldgæfum heilakrabbameinum er í línulegu sambandi við aukningu á neyslu Aspartams. Þetta er í samræmi við rannsóknir sem hafa sýnt frá upphafi möguleika Aspartams að valda heilakrabbameini. Hefur mér ávallt þótt það orka tvímælis að efni sem Aspartam skuli vera leyft af hinu opinbera þegar fjöldi rannsókna bendir til að efnið sé varasamt til neyslu, og á sama tíma eru fjöldi náttúrulegra efna bönnuð hér á landi vegna rannsókna sem benda mögulega á aukaverkanir af neyslu þeirra og svo í kjölfarið koma fram tugir rannsókna sem sýna fram á öryggi þess. Gott dæmi um þetta er náttúrulega sætuefnið Stevia sem unnið er úr Stevia plöntunni sem hefur fjölda jákvæðra áhrifa á starfsemi líkamans. Margir tugir rannsókna styðja öryggi Stevia efnisins og Stevia hefur verið notað t.d. í Japan í tugi ára án nokkurra vandræða.

Hvaða hagsmuni er verið að verja þegar umdeilt sætuefni eins og Aspartam er leyft en Stevia er bönnuð?
Hvaða hag hafa neytendur af því? Af hverju hlaupa yfirvöld ávallt til handa og fóta þegar náttúrulegt fæðubótaefni er orðað við vægar og sjaldgæfar aukaverkanir á meðan lyf eins og Vioxx dró er talið er 60.000 manns til dauða áður en brugðist var við. Áður en upptalning á aukaverkunum líkur þá er við hæfi að minnast á eina aukaverkun sem fólk ætti að vera hissa á og það er þyngdaraukning. Bæði rannsóknir á dýrum og á fólki hafa sýnt að neysla Aspartams og diet gosdrykkja getur leitt til þyngdaraukningar. Í einni rannsókn þar sem athugaðar voru neysluvenjur 1550 manna í 7-8 ár kom í ljós að þeir sem drukku diet drykki þyngdust meira en þeir sem drukku sykraða gosdrykki. Rannsóknaraðilarnir komust að þeirri niðurstöðu að fyrir hverja dós af diet gosdrykkjum sem neytt var á dag jókst hættan hjá viðkomandi á offitu um 41%.

Hversu algengar eru aukaverkanir af neyslu Aspartams?
Erfitt er að segja hvort eða hvenær aukaverkanir munu stafa af neyslu Aspartams sökum þess hversu misjöfn starfsemi okkar er frá lífeðlisfræðilegu sjónarhorni. Skammtur af tréspíra sem getur dregið eina manneskju til dauða getur jafnvel haft lítil sem engin sjáanleg áhrif á aðra manneskju. Þekkt er í lyflækningum hversu mismunandi áhrif lyf geta haft á fólk. Með þetta fyrir augum er ekki hægt að alhæfa um hversu mikið magn Aspartams er öruggt. Þekkt er að sumar manneskjur sem eru viðkvæmar fyrir aukefnum tilkynna aukaverkanir við að tyggja svo lítið sem eina tyggjóplötu sem inniheldur Aspartam, á meðan aðrar manneskjur hafa neytt sykurlausra vara til fjölda ára og byrja ekki að upplifa aukaverkanir fyrr en seint og síðar meir. Einmitt fólk sem þetta á erfitt með að rekja þá vanlíðan sem það upplifir til neyslu Aspartams þar sem það tengir það ekki við t.d. diet gos sem það hefur drukkið til fjölda ára.

Sérfræðingar á þessu sviði ráðleggja fólki sem telur að það sé að upplifa aukaverkanir vegna neyslu Aspartams (eða þeir sem vilja einungis athuga það) að hætta neyslu allra þeirra vara sem innihalda Aspartam (og helst annarra kemískra sætuefna) og MSG (vegna svipaðar virkni þess) í 2- 4 vikur og fylgjast með hvort líðan breytist. En eru einhverjar vísbendingar sem geta sagt til um hversu algengar aukaverkanir eru af almennri neyslu fæðu sem inniheldur Aspartam? Svarið er já við því. Fljótlega upp úr því að Aspartam var leyft af FDA byrjuðu kvartanir vegna aukaverkana af völdum þess að hrannast inn. Kvartanir af völdum Aspartams náði hámarki þegar sjötíu og fimm prósent af öllum kvörtunum sem bárust FDA  voru vegna Aspartams.

Þessi staðreynd er gríðarleg vísbending um að Aspartam valdi aukaverkunum. CDC (Centers for Disease Control) staðfesti tilvist þessara aukaverkana, þar sem fjöldi manna gat staðfest uppruna aukaverkana sinna til Aspartams þar sem aukaverkanirnar komu og fóru með neyslu Aspartams. Ekkert var gert í þessum máli þrátt fyrir umfang kvartana. Árið 1995 hætti FDA að safna tilkynningum um aukaverkanir af völdum Aspartams. Önnur vísbending um umfang aukaverkana kemur frá flugmönnum. Ef flugmenn fá flogaveikiskast (ein af aukaverkunum Aspartams) missa þeir sjálfkrafa flugréttindi sín. Eftir að fjöldi flugmanna höfðu misst réttindi sín vegna flogaveikiskasta sem hægt var að rekja til neyslu Aspartams ákvað fjöldi flugmannatímarita að vara flugmenn við neyslu diet gosdrykkja.

Sett var á laggirnar hjálpalína til að taka á móti símtölum frá flugmönnum sem gætu hafa fengið aukaverkanir vegna Aspartams. Á skömmum tíma höfðu yfir sex hundruð flugmenn samband við hjálparlínuna og tilkynntu aukaverkanir sökum sætuefnisins. Seinasta vísbendingin sem sögð verður hér kemur frá lækninum HJ Roberts. Dr. Roberts er þekktur læknir sem meðal annars hefur verið kosinn besti læknir Bandaríkjanna af vísindatímariti og er sérfræðingur á sviði erfiðra sjúkdómsgreininga og sykursýki. Hann skrifaði bókina ,,Aspartame Disease: an ignored epidemic“ sem er yfir 1000 blaðsíður þar sem Dr. Robert lýsir meðhöndlun sinni á 1200 manneskjum þar sem tveir þriðju sjúklinga hans upplifa minnkun sjúkdómseinkenna sinna við að hætta neyslu Aspartams. Dr. Roberts telur að hundruð þúsunda, þó líklegra milljónir, séu að upplifa aukaverkanir af einhverjum toga sökum neyslu á vörum sem innihalda Aspartam. Rannsóknir HJ Roberts á sjúklingum sýndu fram á að eituráhrif Aspartams gátu líkt eftir eða gert verri fjölda sjúkdóma eins og til dæmis sykursýki, MS, gigt, vefjagigt, þunglyndi og fjölda annarra geðrænna sjúkdóma, athyglisbrest og vanvirkan skjaldkirtil.

Af hverju er Aspartam ekki bannað?

Eins umdeilt og Aspartam er eru nokkrar staðreyndir sem enginn getur neitað. Leyfisveiting Aspartams í Bandaríkjunum fylgdi ekki eðlilegum starfsháttum. Nálægt hundrað rannsóknir og það hlutlausar í þokkabót, hafa sýnt fram á aukaverkanir af völdum Aspartams og svo hin síðasta er að aukaverkanir eru algengar í ljósi fjölda manna sem hafa kvartað til FDA vegna aukaverkana. Um allan heim vinnur fjöldi lækna, vísindamanna og samtaka að því að fá þetta efni bannað. Lögsóknir eru í undirbúningi í New York, og þingmenn hafa reynt að fá Aspartam bannað. En þetta hefur verið án árangurs þar sem Davíð berst á móti risanum. Aspartam var lengi vel einráða á sætuefnamarkaðnum sem var um 1 milljarðs dollara virði, þannig að eftir miklu er að sækjast. Staðan er einfaldlega sú að ef leyfisveiting Aspartams hefur verið byggð á fölskum forsendum þá mun það líta einstaklega illa út fyrir þau samtök, stofnanir og fagaðila sem hafa barist fyrir réttlætingu Aspartams frá upphafi og rýra trúverðugleika þeirra fyrir almenningi. Nokkuð augljóst er að það myndi ekki líta vel út fyrir þau samtök sem tóku á móti miklum fjárstyrkjum frá framleiðendum aspartamog mæltu með vörunni í kjölfarið, Samtök sem eiga að bera sjúklinga sinna fyrir brjóst.

Það var aldrei ætlun mín að vera þekktur sem Aspartanhatari númer eitt (eins og einn orðaði það). En það er erfitt sem heilbrigðisstarfsmaður sem sér hörmulegar afleiðingar neyslu Aspartams reglulega í starfi, að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að við værum betur sett án þess að hafa þetta aukefni í fæðu okkar. Ég er ekki að halda því fram að efni þetta sé bráðdrepandi eða að hver sá sem neytir þess muni fá heilakrabba eða flogaveiki innan árs, það væru jafnmiklir öfgar og að halda að því fram að Aspartam sé 100% öruggt. Staðreyndin virðist vera sú að tíðni og alvarleiki aukaverkana af neyslu Aspartams er langt umfram það sem eðlilegt getur talist og að það ferli sem Aspartam hefur farið í gegnum til að vera samþykkt er í besta lagi verulega óeðlilegt. Með þessi rök og þá staðreynd í huga að það er engin nauðsyn af Aspartami sem réttlætir notkun þess (annar en hagnaður framleiðenda og seljenda) þá finnst mér að notkun Aspartams ætti að vera banna hér á landi okkur öllum til bóta.

Hver sem afstaða þín er gagnvart Aspartam þá höfða ég til þín að íhuga alvarlega að gefa ekki börnum vörur sem innihalda Aspartam þar sem læknar sem hafa sett sig á móti Aspartami eru sammála um að ung börn eru viðkvæmari fyrir þessu efni en fullorðnir. Mæli ég með eftirfarandi grein um áhrif Aspartams á börn (www.wnho.net/report_on_aspartame_and_children.htm). Aspartam er í fjölda vara hér á landi, til dæmis gosdrykkjum, tyggjó, mjólkurvörum, ýmsum megrunarvörum og fjölda vara sem ætlaðar eru sérstaklega börnum, eins og Latabæjar fjölvítamínið. Ef aukaverkanir Aspartams eru eins slæmar og umfangsmiklar og margir vilja halda þá er það kannski ekki tilviljun að þegar fagfólk í heilsugeiranum og læknar sem stunda lækningar sem flokkast undir óhefðbundnar lækningar er spurt hvaða efni það telji vera varasamast heilsu fólks þá er svarið oftar en ekki Aspartam og MSG.

Að lokum
óska ég eftir reynslusögum frá lesendum af neyslu Aspartams (t.d. af diet gosdrykkjum eða öðrum sætuefnavörum) og hvaða áhrif það hefur haft á heilsu ykkar eða aðstandenda ykkar. Hægt er senda reynslusögurnar á tölvupóstfang mitt hallimagg@ heimsnet.is. Haraldur Magnússon Osteópati B.Sc. (hons), heilsumiðstöðinni Heilsuhvoli (www. heilsuhvoll.is). Osteópatía er 4-5 ára háskólanám sem líkur með B.Sc. (hons) gráðu og eru osteópatar sérhæfðir í að meðhöndla stoðkerfavandamál af ýmsum toga. em tóku á móti miklum fjárstyrkjum frá framleiðendum Aspartams og mæltu með vörunni í kjölfarið, samtök sem eiga að bera hag sjúklinga sinna fyrir brjósti. Það var aldrei ætlun mín að vera þekktur sem Aspartamhatari númer eitt á Íslandi (eins og einn orðaði það). En það er erfitt sem heilbrigðisstarfsmaður sem sér hörmulegar afleiðingar neyslu Aspartams reglulega í starfi að loka augunum fyrir þeirri staðreynd að við værum betur sett án þess að hafa þetta aukefni í fæðu okkar.

Ég er ekki að halda því fram að efni þetta sé bráðdrepandi eða að hver sá sem neytir þess muni fá heilakrabba eða flogaveiki innan árs, það væru jafnmiklir öfgar og að halda að því fram að Aspartam sé 100% öruggt. Staðreyndin virðist vera sú að tíðni og alvarleiki aukaverkana af neyslu Aspartams er langt umfram það sem eðlilegt getur talist og að það ferli sem Aspartam hefur farið í gegnum til að vera samþykkt er í besta lagi verulega óeðlilegt. Með þessi rök og þá staðreynd í huga að það er engin nauðsyn af Aspartami sem réttlætir notkun þess (annar en hagnaður framleiðenda og seljenda) þá finnst mér að notkun Aspartams ætti að vera banna hér á landi okkur öllum til bóta.

Hver sem afstaða þín er gagnvart Aspartam þá höfða ég til þín að íhuga alvarlega að gefa ekki börnum vörur sem innihalda Aspartam þar sem læknar sem hafa sett sig á móti Aspartami eru sammála um að ung börn eru viðkvæmari fyrir þessu efni en fullorðnir. Mæli ég með eftirfarandi grein um áhrif Aspartams á börn (www.wnho.net/report_on_aspartame_and_ children.htm). Aspartam er í fjölda vara hér á landi, til dæmis gosdrykkjum, tyggjó, mjólkurvörum, ýmsum megrunarvörum og fjölda vara sem ætlaðar eru sérstaklega börnum, eins og Latabæjar fjölvítamínið. Ef aukaverkanir Aspartams eru eins slæmar og umfangsmiklar og margir vilja halda þá er það kannski ekki tilviljun að þegar fagfólk í heilsugeiranum og læknar sem stunda lækningar sem flokkast undir óhefðbundnar lækningar er spurt hvaða efni það telji vera varasamast heilsu fólks þá er svarið oftar en ekki Aspartam og MSG.

Höfundur: Haraldur Magnússon ostiópati



Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar