Möndlumjólk

1 dl möndlur 2-4 döðlur (minna ef þið viljið ekki hafa hana sæta en meira ef þið viljið hafa hana mjög sæta) nokkur korn af hreinni vanillu eða annað krydd t.d. kanill eða cayenne pipar (má sleppa) 3-4 dl vatn (magnið af vatninu fer eftir því hversu kraftmikill blandarinn ykkar er, því kraftmeiri því meira vatn) allt sett í blandarann og blandað um 2-3 mín. Gott að gera hlé eftir 1/2 mín til að kæla blandarann niður ef hann er ekki mjög sterkur svo sigtið þið mjólkina hratið er hægt að nota í bakstur, t.d. í gulrótarköku eða í konfekt gott að setja nokkra ísmola útí möndlumjólkina áður en þið berið hana fram.

Möndlumjólk er sérstaklega kalk, járn og próteinrík, hún er upplögð í staðinn fyrir mjólk fyrir þá sem hafa mjólkuróþol, líka sem næringarríkur drykkur fyrir alla. Þegar búið er að sigta hana er sniðugt að setja út í hana frosin ber og búa til ,,búst“, líka banana og ferska ávexti, jafnvel spínat og klettasalat til að búa til algjöra orkubombu. Einnig er ótrúlega gott að setja út í hana 1 msk af hreinu kakódufti og 2 auka döðlur, þá eruð þið komin með sérlega flottan og hollan kakódrykk.

Möndlumjólkin geymist í 2 daga í ísskápnum en það má líka frysta hana, bæði eins og hún kemur fyrir, líka í klakaboxum. Ef þið viljið fá möndlumjólkina ennþá næringarríkari leggið þá möndlurnar í bleyti í 8-12 klst áður en þið búið mjólkina til. Það þarf ekki að afhýða þær því að svo sigtið þið hana og þá sigtast hýðið frá. En ef þið viljið ekki sigta hana er sniðugt að afhýða möndlurnar, það er auðvelt að afhýða möndlurnar þegar þær hafa legið í bleyti. Til að hafa möndlumjólkina sem allra næringarríkasta þá er best að nota lífrænar möndlur.

Gangi ykkur vel.

Höfundur: Sólveig Eiríksdóttir 2006Flokkar:Uppskriftir

%d bloggers like this: