Náttúrlegt járn

Járn er eitt af þeim lífsnauðsynlegu næringarefnum sem við þurfum fyrir líkamann.

Móðir á meðgöngu og móðir með barn á brjósti þarf að passa upp á járnið og þegar þarf að venja barnið af brjóstinu, þarf meðal annars að huga að því að barnið fái nóg járn. Járnið er eitt útbreiddasta grunnefni jarðarinnar. Það tengist mörgum öðrum efnum og við mætum því í alls kyns myndunum og litabrigðum í náttúrunni. Mæðrum er gjarnan ráðlagt að gefa barni sínu kjöt frá 6 mánaða aldri til þess að það fá nóg af járni. Að mínu mati er það alls ekki nauðsynlegt.

Það á ekki að þurfa því nóg er af járni annars staðar í matnum. Kjöt er í rauninni allt of þungmelt fæða fyrir mjög ung börn. En hvar finnum við járnið í jurtunum? Við finnum það aðallega í blaðgrænunni og í fræjum og ávöxtum. Brenninetlan er sérstök „járnjurt“. Gott er að nota hana sem te eða í þurrkuðu formi út á t.d. morgunkorn. En aðallega finnum við járn í heilu korni með öllu sem því tilheyrir. Heilt korn inniheldur auðmeltanlegt járn. Barnagrautar sem gerðir eru úr lífrænt ræktuðu korni og unnir á réttan hátt þannig að engin næringarefni fari til spillis, innihalda mikið af náttúrlegu járni(sjá næringarefnatöflu). Næringarefnainnihald í 100 g af lífrænt ræktuðu korni:

Prótein í g járn í mg
Hafrar 13,oo 4,1
Bygg 8,oo 2,4
Hrísgrjón 11,7 1,3
Hirsi 8,oo 4,8
Maís 9,oo 1,1
Quinoa 13,8 4,2
Spelt 14,2 4,1

Ráðlagður dagskammtur af járni er:
Fyrir karla frá 18 ára. 10 mg, fyrir konur 11-60 ára 15 mg. Rannsóknir hafa sýnt fram á að korn ræktað á lífrænan hátt getur innihaldið allt að 77% meira af járni en korn ræktað á hefðbundinn hátt. Að auki inniheldur lífrænt ræktað korn miklu meira af mikilvægum snefilefnum, sem eru lífsnauðsynleg þó í litlu magni sé. Ástæðan fyrir því að minna er af stein-og snefilefnum í korni ræktuðu á hefðbundinn hátt er að með einhliða notkun á tilbúnum áburði sem inniheldur takmarkað magn af næringarefnum, rýrist næringargildi jarðvegsins smám saman og snefilefnin hverfa og magn steinefna minnkar.

Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að svo mikið af unnum kornvörum eru vítamín og járnbættar með kemiskum næringarefnum. Allar korntegundir með hýði innihalda járn (sbr. næringarefnatöflu), en sumar þó meira en aðrar. Eins getur verið mismunandi magn af öðrum næringarefnum eftir korntegundum. Þess vegna er mikilvægt að nota allar korntegundirnar, bæði fyrir börn og fullorðna.

En líkaminn nýtir járnið betur ef hann fær einnig C-vítamín. Þess vegna er mikilvægt að gefa C-vítamínríkar jurtir eða ávexti með hverri grautarmáltíð. T.d. safa úr sítrónu eða sólberjum, eða ávaxtamauk. Í korninu eru einnig mjög góð prótein og hægt er að fá allar 8 lífsnauðsynlegar amínósýrur úr korni. Til að sæta grauta er ráðlegt að nota náttúruleg sætuefni. Ég mæli sérstaklega með þurrkuðum ávöxtum. Hægt er að leggja þá í bleyti og mauka fyrir minnstu börnin.

Einnig mæli ég með lífrænu rófusírópi eða Rapadura hrásykri. Bæði þessi sætuefni innihalda járn og B-vítamín. mikið járn má nefna allt grænt eins og grænkál og salat, hnetur, möndlur, sesamfræ, apríkósur, fíkjur, döðlur, sveskjur, rúsínur, ferskjur og plómur. Einnig ýmsar baunategundir eins og t.d. linsur. Apríkósur innihalda mikið magn af járni, en einnig mjög mikið af A-og C-vítamíni, sem gerir að járnið nýtist sérstaklega vel. Sérstaklega mikið járn er í öllu sjávarþangi og þörungum. Það þarf að borða mjög lítið af því til að fá vænan járnskammt. Mikilvægt er að borða ekki of mikið af því í einu til að fá ekki of mikið joð. Best er að nota það sem krydd.

Rauðrófur og rauðrófusafi eru sérstaklega góðir járngjafar, en ekki ætti að gefa börnum rauðrófur fyrr en eftir 3 ára aldur. Rauðrófurnar eru of kröftug fæða fyrir lítil börn. Eitt af því sem ég legg áherslu á varðandi næringu fyrir börn er að kenna þeim frá unga aldri að drekka jurtate. Te úr fennelfræjum er gott fyrir ungabörn til að koma í veg fyrir vindverki. Þá er þeim gefin væg blanda úr teskeið (2-3 tsk.) fyrir hverja máltíð. Kamillute má gefa mjög ungum börnum. Það er róandi og græðandi og hamlar gegn sýkingum.

Það hefur einnig góð áhrif á svefn og er gott að gefa barninu ef það kvefast. Rauðrunnate er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og er te sem hentar öllum. Það má gefa það ungabörnum. Rauðrunnate, redbush eða rooibos eins og það heitir í Suður-Afríku, þar sem það er ræktað, er mjög auðugt af járni  og það inniheldur einnig C-vítamín sem gerir það sérstaklega gott fyrir járnbúskapinn. Það inniheldur einnig mikið af öðrum mikilvægum steinefnum og er mjög andoxandi. Það inniheldur ekki koffein og er mjög milt á bragðið. Það verður ekki rammt þó það standi lengi.

Rauðrunnate er einnig gott fyrir þá sem eru með ofnæmi og óþol því það hamlar framleiðslu á histamíni og dempar því ofnæmisviðbrögð. Það inniheldur flavoníða sem virka slakandi á vöðvana í þörmunum og hefur því haft góð áhrif á börn með magakrampa. Rauðrunnate hefur verið mikið rannsakað og áhrif þess því verið vísindalega staðfest. Að lokum vil ég minnast á það hvað getur haft áhrif á lélega nýtingu járns í líkamanum.

Það eru m.a. kaffi, aukaefni í matvælum og ofneysla á fosfór og sinki. Til að hjálpa til við nýtingu á járni er gott að neyta C-vítamínríkrar fæðu, taka inn 1 tsk. af eplaediki fyrir mat(það styrkir meltingarvökvann) og drekka 1 bolla af fíflatei (dandelion) tvisvar á dag. Frá Holle og Aurion eru til barnagrautar sem eru unnir úr heila korninu, sem hefur auk þess verið ræktað á lífrænan hátt eftir ströngustu kröfum í lífrænni ræktun(demeter). Grautarnir eru einnig unnir á sérstakan hátt til þess að mikilvæg næringarefni glatist ekki. Þeir eru mjög auðmeltanlegir.

Höfundur: Hildur Guðmundsdóttir



Flokkar:Fæðubótarefni, Næring