Gulrótin tilheyrir sveipjurtaættinni. Þær plöntur sem tilheyra þessari ætt hafa nokkra grunneiginleika. Það sem með hjálp ljóss, lofts, vatns og jarðsalta verður til í blöðunum, dregur rótin kröftugt til sín og um leið blæs hún út og verður kjötmikil. Þannig gefur náttúran okkur nærandi rótargrænmeti eins og selleri, nípu, steinseljurót og sérstaklega gulrótina. En blóm þessara tegunda eru smá og litlaus. Þau svífa eins og litlar stjörnur yfir grænni plöntunni. Þessi tegund ber ekki heldur safarík ber. Í staðinn myndar hún sterkar ilmkjarnaolíur í hörðum þurrum ávöxtum og gefur okkur bragðmiklar kryddjurtir. Hverjir eru ekki hrifnir af kúmeni, fennel, anis og dilli ! Gulrótin leggur litla áherslu á blóm og fræ. Hún safnar allri orkunni í rótina. Þar blómstrar hún og nær einkennum ávaxtar: sem myndar ilmkjarnaolíur, rótin fyllist af bragðmikilli orku. Skyldleiki hennar við ljósið birtist í hinum lýsandi appelsínugula lit. Þennan lit gefur karótínið en frá því kemur erlenda heitið á gulrótinni (carot). Karótínið er í jurtinni sem blóma- eða ávaxtalitur og er skylt ljósinu eins og blaðgræna í flestum blöðum. Nýlegar rannsóknir sýna einnig fram á hlutverk karótínsins að taka upp ljósorkuna í jurtinni. Karótín er forstig A-vítamíns, sem er í meira magni í gulrótinni en í nokkurri annarri ætri plöntu. Ef okkur vantar þetta vítamín eiga ystu frumurnar í húðinni það til að þorna upp. Það hefur einnig áhrif á allar slímhimnur, sérstaklega hornhimnu augans. Einnig vöxtur tairlyn Anne Dittaannanna minnkar og hæfileikinn til að nýta fitusýrur.
A-vítamín í einu grammi :
Apríkósur 20 mg, tómatar 20 mg, salat, spínat 25-50 mg, gulrætur 90 mg, karótín leysist upp í fitu og meltist betur ef fitu er bætt við. Þess vegna er mælt með að setja kaldpressaða jurtaolíu á rifnar gulrætur. Einnig að setja smá fitu saman við nýpressaðan gulrótasafa. Auk karótín innihaldsins safnast fyrir í rótinni sykur sem afleiðing ljósvirkninnar. Allt að 6-10% af sykri. Í rótinni finnum við líka sölt. Gulrótin er sérlega rík af söltum og steinefnum. Hún inniheldur: magnesíum, kalk, kalíum, fosfór, nikkel, kobolt, járn, kopar, joð og mangan. Kísilsýru í magni 1-5%.
Gæði gulrótarinnar er mjög háð ræktunaraðferðinni, því hún er mjög viðkvæm fyrir gæðum jarðvegsins. Ef jarðvegurinn er meðhöndlaður eins og gert er í lífrænni ræktun verður gulrótin bragðmikil, sæt og auðug af karótíni og næringarefnum. En með notkun tilbúins áburðar og eiturefna rýrast gæði hennar til mikilla muna. Hún er líka dugleg að sjúga í sig öll efni jarðvegsins sem gerir hana svo næringarríka, en hún sýgur líka í sig öll óæskileg efni sem notuð eru við ræktunina sem er ekki eins gott fyrir neytandann. Þess vegna þurfum við að vanda okkur þegar við veljum okkur hana sem næringu.
Hvernig virkar gulrótin sem næring í manninum?
Með rótareiginleikum sínum og miklum næringarefnum styrkir hún starfsemina í höfði mannsins, í heilanum, taugunum og skynfærunum. Því hugsun Gulrótin stórkostleg fæða okkar byggir á steinefnamyndun, á fínu niðurbroti próteina og gegnumgrípandi saltferlum. Uppbygging taugakerfisins hjá barninu styrkist af ljós-og kísilferlum í gulrótinni. Í lifrinni breytist karótínið í A-vítamín. Þaðan streymir ljósmyndunin upp í augað og þjónar manninum þannig að hann geti skoðað hinn ytri lýsandi heim. Það stuðlar að myndun hornhimnunnar. Skortur á A-vítamíni leiðir til náttblindu. Sá sjúkdómur er miklu tíðari en áður var haldið. Hjá þeim sem eiga erfitt með að keyra bíl í myrkri getur ástandið oftast lagast við að fá nóg af karótíni úr fæðunni. Í genum augum virkar ljósið alveg inn í efnaskiptaferlin. Augnlæknirinn Hollwich hefur staðfest að þessi ljósvirkni auki blóðmyndun. Og einnig þar tekur gulrótin þátt. Það má með sanni segja að gulrótin sé næring með alhliða virkni fyrir manninn. En við verðum að huga að því að veita henni sérstaka meðhöndlun til þess að kraftar þeir sem í henni búa fái sem best notið sín.
Þýtt og endursagt úr „Næringarfræði fyrir börn“ eftir Udo Renzenbrink þýskan lækni: Gulrótin er eitt mikilvægasta grænmetið í ungbarnafæði. Hún ætti að vera hluti af fæðinu hvern einasta dag. Þegar barn hættir á brjósti um 4-6 mánaða er gott að byrja að gefa ferskpressaðan gulrótasafa. Gott er þá að þynna hann út með vatni. Gefa aðeins smakk til að byrja með smávegis úr teskeið. Athugið að ekki á að gefa börnum undir 1 árs aldri hrátt grænmeti jafnvel þó það sé mjög smátt rifið. Það er of erfitt fyrir þau að melta. En hrásafar eru í lagi. Gulrótin er líka mjög góð soðin og maukuð ein og sér eða blönduð saman við aðrar fæðutegundir. Nú er rétti árstíminn til að fá lífrænt ræktað frábært grænmeti eins og gulrætur, blómkál, brokkoli, rófur og fleira sem er það besta sem við getum fengið fyrir okkur og börnin okkar.
Flokkar:Greinar