Nýir vaxtarsprotar orkulækninga

Að undanförnu hefur margt verið að koma fram á sjónarsviðið, sem styður þá forsögn ýmsra vísindamanna, að læknavísindin séu nú að komast hægt og sígandi á nýtt stig læknismeðferða, þ.e. burtu frá efnainntökum og þá sérstaklega í burt frá svokölluðum Pharmalyfjum eða gerviefna-lyfjumí átt að tæknivæddri orkumeðferð af ýmsu tagi. Þessa skoðun hefur undirritaður stutt lengi vel, hreinlega af rökrænum ástæðum.

Því til stuðnings má t.d. benda á kínverska menningu. Enda hefði svo gamalgróin menning sem Kínverja, með sínum árþúsundalöngu innbyrðis átökum og fjölmörgum yfirtökum landsins af nágrannaherjum, ekki getað viðhaldið læknisfræði aðferðum sínum fram á þennan dag, nema þær bæru raunhæfan árangur. En þær byggjast, eins og kunnugt er, á orkuflæði innan mannslíkamans, enda þótt slík meðferð sé einnig fólgin í inntöku efna af fíngerðri náttúru. Við nánari kynni af Kínverjum kemur ennfremur í ljós, að þeir eru allra þjóða tortryggnastir, en vilja á hinn bóginn skjót viðbrögð við vandamálum. Svona svipað og Íslendingar, sennilega.Einnig það mælir með hefðbundinni orku-læknismeðferð þeirra. Hér á eftir mun ég nú reyna að gera nokkra grein fyrir ýmsum nýjum líffræði uppgötvunum og því tengdri orkulæknismeðferð og vísindagrunninum þar á bakvið.

Ókeypis orka
Sennilega er eitt það veigamesta þess eðlis, sem vitað er, komið frá Rússlandi. En nú í sumar (2004) kynnti Vladimir L. Zagraidski á alþjóðlegri ráðstefnu í München, niðurstöður áratugalangra rannsókna vísindamanna tengdum Geimferðaáæltun Rússlands (og áður Sovétríkjanna). Þeirra rannsóknasvið tengdist úthaldi og heilbrigði geimfaranna utan við gufuhvolf jarðar. En niðurstöðurnar sanna það, að lífrænar verur eru stöðugt nátengdar ,,morfógenetísku“ bakgrunnssviði geimsins, sem veitir þeim orku. Þetta á þar með við okkur öll, hvar sem við erum stödd.

En nú má spyrja: Hvers vegna er svona mikill munur á viðfangsefnum og niðurstöðum austurs og vesturs á vísindasviðinu? Í fyrsta lagi er munurinn ekki eins mikill og ætla mætti af upplýsingum almennra fjölmiðla, þó nokkur sé. En það eru hins vegar náin tengsl vestrænna fjölmiðla (og nú einnig rússneskra) við fyrirtækjarekstur markaðsstjórnendanna, sem hindrar heiðarlega frásögn á því, sem fyrir liggur, en þó má á einhvern hátt útleggja það sem samkeppni eða hagsmunaárekstur við viðkomandi stórfyrirtæki.

Í þessu ljósi er áhugavert að skoða þróun „sovétskra“ vísinda þau rúm 70 ár, sem þetta ómannúðlega kerfi var þar við völd. Í stuttu máli virkaði samspilið þar á milli þannig, að ,,Æðstaráðið“ lét margoft vísindamenn ríkisins vinna óhindrað að því sem þeir sjálfir töldu áhugavert. En þegar niðurstöður voru fengnar, skoðuðu ,,þess menn“, hvort nota mætti niðurstöðurnar til hagsmuna flokksins, eða ekki. Það sem ekki var dæmt nothæft, var svo einfaldlega sett í pappakassa.

Þessir pappakassar hlóðust upp innan háskólanna og annarra stofnanna og það er ekki fyrr en um 2000, sem þó nokkuð margar áhugaverðar, en þó gamlar niðurstöður, fóru að berast til Vesturlanda úr pappakössunum. Um leið gerði það kleyft að benda á töluvert mikinn mismun milli heildarstefnu vísindanna innan og utan Sovétríkjanna. Það er einkum á sviði lífeðlisfræði, t.d. erfðafræði og þar með á læknisfræði, sem mismunurinn liggur.

En oft á tíðum er mismunurinn svo sláandi að sú hugsun læðist að, hvort kerfi vestrænnar læknisfræði hafi annað hvort verið blint á öðru auganu í yfir 70 ár, eða þá að hagsmunir vestræns kapítalisma hafi hreinlega nær eingöngu beint vestrænum vísindum í átt að lausnum lyfjaiðnaðarins. Hvað sem því líður er það staðreynd, að mikið skemmdarverkastarf hefur verið unnið gegn nýjum uppgötvunum til hagsbóta almennings í hinum vestræna heimi síðastliðin 100 ár.

Bæði á sviði læknisfræði og orkuvinnslu og þá ekki síst tengt öllum vélum, sem ganga fyrir olíu-eldsneyti af hverju tagi sem er. En þetta tvennt er, sem kunnugt er, orðið að tugþúsunda miljarða Evra heimsviðskiptum. Það er um leið staðreynd, að þessar nýju upplýsingar frá gömlu Sovétríkjunum, sem nú eru einkum að koma fram í Þýskalandi, vegna tegsla DDR við Sovétríkin, eiga eftir að hafa í för með sér miklar breytingar á efnahagskerfi vesturlanda, ef ekkert óvænt grípur þar inní. Það gefur okkur, sem veðjum á orkulækningar, góða von um að þessi þróun sé komin til að vera.

Leysi-Homopatía
Hér í vestrinu er þó ekki allt hljótt. Þar má t.d. nefna lækninn og háskólakennarann Ken West við Oxford. Hann hefur kynnt nýja læknismeðferð, sem hann hefur þróað. Hún felst í því, að í stað hefðbundinna smáskammtalækninga nýtir hann leysi með infrarauðu ljósi, sem getur beint sömu upplýsingum inní mannslíkamann. Hann beinir leysigeislanum í vissa punkta mannslíkamans þannig, að líkaminn geti sjálfur valið úr þeim í þeirri röð, sem hentar til að virkja eigin sjálflækninga þátt hans.

Þar á eftir koma jafnvægisæfingar, sem byggja á Jin Chin Do þannig, að upplýsingarnar geti flætt þangað, sem þær koma að bestum notum. West telur, að þessi meðferð valdi afeitrun, styrki ónæmiskerfið, virki ýmis þýðingarmikil lífæri betur, losi um orkustíflur, komi jafnvægi á hormónaframleiðslu o.fl. – Þessi meðferð er ódýr vegna þess að nota má sömu skammtana aftur og aftur. Hliðarverkanir eru ekki fyrir hendi, nema ef vera skal léttur höfuðverkur og afeitrunar verkir.

Bíó-ljóseindir (fótónur)
Ein tiltölulega ný vestræn vísindakenning, sem mun hafa mikla þýðingu fyrir það, hvað við setjum ofan í okkur, og þar með fyrir heilsu og vellíðan okkar, er Bíó-Fótónu eða líf-fótónu  kenning F.A. Popp frá Þýskalandi. Reyndar hófust rannsóknir tengdar þessari kenningu um aldamótin 1900 í Sviss, framkvæmdar af Dr. M. Bircher-Benner. Við þessa sögu koma einnig: Alexander Gurwitsch í Rússlandi 1920, Erwin Schrödiger, Austurríki 1930 og George Crile, Bandaríkjunum 1934. Á árunum 1970 til 80 hóf svo Popp rannsóknir sínar, sem sönnuðu tilveru og verkun þessara líffótóna.

Þær innihalda í stuttu máli, að allar lífverur gefa frá sér sérstakar ljóseindir. Og það sem skiptir meira máli og er um leið byltingin í málinu, er að næringargildi, eða öllu heldur næringarorka matvæla, sem eru jú öll unnin úr lífverum af einu eða öðru tagi, fer ekki eftir kaloríuinnihaldi þeirra, heldur eftir magni líf-fótónu útgeislunar matvælanna. Þetta þýðir, að öll matvæli þar sem notkun tilbúinna kemískra efna kemur við sögu, eins og t.d. grænmeti eða kjöt dýra, sem lifa á slíkum jurtum, hefur minna næringarorkugildi fyrir okkur, en hin sem eru fengin með sjálfbærum vinnuaðferðum.

En af hverju er það svo? Það er vegna þess, að í grunninn erum við ljósverur! – Það kann að koma mörgum á óvart, en samt er það skiljanlegt með hliðsjón af skammtakenningum eðlisfræðinnar (quantum mechanics). Þegar sameindir næringarinnar eru komnar inní líkami okkar hefur ljósmagn þeirra þannig mikið meira að segja fyrir starfsemi líkamans, en efnafræðilegt innihald þeirra. Þetta er vegna þess, að við sjálf þurfum á þessu ljósi að halda fyrir ýmsa þýðingarmikla innri starfsemi líffæra okkar. Við gefum og sjálf sams konar ljós frá okkur. Það, að þetta ljósmagn var illmælanlegt uns fyrir fáum áratugum, hindraði það að unnt v

æri að sanna þessa gömlu kenningu fyrr en nú. Með næmari ljósmælum tölvualdarinnar er þetta nú hinsvegar hægt. Frá leikmannssjónarmiði er samt ljóst, að nær allt sem lifir fær á einn eða annan hátt ljósorku frá sólinni. Aðeins vegna þess er það staðreynd, að við lifum af ljósi. Og það sem skiptir meira máli fyrir neytandann er, að nú þegar er boðið uppá lítil skönnunartæki, sem unnt er að taka með sér í innkaupaleiðangurinn. Til þess að geta valið aðeins mest ljósgefandi matvælin. Þessi tæki eru enn dýr en eiga eftir að lækka í verði. Nú er talið að það  séu DNS boðberar líkamans, sem geymi endanlega fengið líf-ljós í sér.

En þessi uppgötvun mun í heild sinni gjörbreyta skilningnum á því, hvernig tækni lífsins og mannslíkamans virkar. Nú þegar er vitað, að líf-ljósið stýrir samvinnu hormóna og ensíma og fjölda annarra efnaferla innan mannslíkamans. En lengra eru menn ekki komnir ennþá. Ekki þarf að orðlengja það, að fyrstu viðbrögð efnafræðinga við uppgötvun bíó-fótóna, var alger afneitun. Slíku og þvílíku þyrftu þeir ekki á að halda. Þeirra gamla veldi og innlegg í læknisfræðina skyldi halda sínu gamla gildi áfram, hvað sem það kostaði! Þess konar viðbrögð eru svipuð og þegar hinn frægi bandaríski eðlisfræðingur, Harwey Fletcher Sr., neitaði að hafa orðið vitni að orkufyrirbæri, sem hann skyldi ekki. Hann var seinna spurður, hvers vegna hann hefði neitað? „Jú, ég gat ekki viðurkennt, að ég vissi ekkert um  þetta . . . .“

Neurófónn
Enn tiltölulega óþekkt tækni er neurófóninn eða taugasíminn. Hann var fundinn upp fyrir um 40  árum og hefur þann eiginleika meðal annars, að flest heyrnarlaust fólk getur aftur heyrt með aðstoð hans. Það var vísindamaðurinn Patrick Flanagan, sem fann hann upp og hefur endurbætt hann mikið á síðustu áratugum. En enda þótt hann hafi fengið mörg einkaleyfi á honum, þá er þessu sérkennilega tæki almennt haldið utan við vísindauppgötvanir. Og það þrátt fyrir þá sérstöku læknisfræðilegu bót, sem hann getur veitt fólki. Það mun sennilega vera hluti af þeim sérkennilegu menningarviðbrögðum okkar, sem setur allt sem ekki er 100% í samræmi við þungefnislega gerð mannsskepnunnar í bás með dularfullum fyrirbærum. Og þau geta  ekki verið til og eru þar með ekki til.

Niðurstaðan er því sú, að allt sem menn skilja ekki, eða hafa ekki lært í skólum, er afgangsstærð og mælist sem frávik frá norminu. Slíkt þarf ekki að ræða meira. Neurófóninn flokkast þar með greinilega. Flanagan segir, að húð okkar sé stærsta líffæri okkar. Og auk þess að vera fyrsta vörn okkar gegn smitun, er þetta líffæri einnig risastór LC-heili. Þar að auki er húðin piezo-rafvirk, þ.e. þegar hún er nudduð eða fær titring í sig, þá framleiðir hún rafboð og skalabylgjur.

Það sem neurófóninn gerir er að virka á taugarnar í húðinni með digital merkjum sínum, sem fela í sér sama tíma-hlutfall og það sem er skynjað sem hljóð af öllum taugum mannslíkamans. Neurófónninn er því rafræn „fjarhrifa“ vél. Tilraunir hafa sannað, að boð hans snerta ekki heyrnartaugina, heldur berast beint til heilans. Þetta þýðir að neurófónninn kemur merkjum sínum til skila með einskonar sjötta skynfærinu. Í heild er því þetta tæki bæði hjálp fyrir flesta heyrnarlausa, svo og aðstoð við að stilla heilann á alfa- eða beta-bylgjur, þ.e. fyrir okkur til að komast í meðvitundarástand sem þeim fylgja. Það getur einnig bætt lærdómshæfileika fólks til muna og hjálpað til við að leysa upp sterka ávana eins og ofneyslu af öllu tagi.

Einn sérstakur áfangasigur, sem vannst með neuró-fóninum var að koma á beinu sambandi milli manns og höfrunga. Það tókst að þýða hljóðmál þeirra yfir á mannamál og þannig var unnt að skiptast, að nokkru leyti, á boðum við þá. Það eru Japanir, sem allra þjóða best hafa tekið sér þessa merkilegu tækni sér til aðstoðar. En það sem hún gerir er að skýra enn betur fyrir okkur hvernig við erum samsett en almennar kennslubækur nútímans geta. Kennslubækur og hefðbundin þekking innan læknaskólanna er þar ekki undanskilin.

Orkulækninga samvinna
Að lokum skal þess getið, að nokkur hópur vísindamanna hefur myndað hóp, sem fjallar ýtarlegar um orkulækningasviðið. Fyrsti alþjóðlegur fundur þeirra var haldinn í Charitee sjúkrahúsinu við Humboldt háskólann í Berlín í september 2003. Það er DGEIM eða Félag þýskrar orku- og upplýsinga-læknisfræði, sem stendur að þessu m.a. Þarna komu fyrirlesarar eins og Fritz Albert Popp, Cyril Smith, Konstantin Meyl, Johann Lechner, Karl Maret, Ulrich Warnke, A. Varga, V.  Nasarov, V. Kovalenoko, og Hartmut Müller auk fleiri. En sá síðastnefndi hefur nú lagt stórt framlag til nýrrar heimsmyndar, sem enn er lítið þekkt, Global Scaling. En tengsl hans við læknisfræðina er í gegnum hlutfallslögmál alls í sjáanlega heiminum okkar, sem hann telur vera afgerandi fyrir alla okkar tækni, þ.á.m. læknisfræðitækni.

Höfundur: Einar Þorsteinn Ásgeirsson greinin skrifuð í Berlín árið 2004.

 



Flokkar:Greinar og viðtöl

%d bloggers like this: