Molar

Leggið skartgripi í saltvatn
Í fyrirlestri sem breski líffræðingurinn Harry Oldfield hélt í Reykjavík 1982, sagði hann að hægt væri að verjast því að húð verði dökk undan skartgripum, með því að leggja þá í saltvatn yfir nótt. Sama gildir ef gröftur kemur aftur og aftur í göt undan eyrnalokkum. Við að liggja í saltblöndu úr 1 teskeið af salti og 1 bolla af vatni jafnast út spennan í málminum

Steinefni
Steinefni auðvelda líkamanum að losa sig við eiturefni. Þau flýta fyrir því að beinbrot grói og styrkja hjartað. Skortur steinefna veldur svefnleysi og braki í liðamótum, sérstaklega hjá unglingum.

Zinkskortur
Skortseinkenni koma fram í hvítum blettum í nöglum, sykursýki, hormónatruflunum, blöðruhálskyrtilsbólgu,slímhimnuvandamálum, hamlar líkamsvexti, lesblindu. Einnig í ljósfælni, ótímabærri syfju fyrirvaralaust svo erfitt er að halda sér vakandi og halda athygli. Zink er í fiski, lifur, hveitikími, baunum, hnetum og sólblómafræi.

Lyf sem skaða þarmaflóru
Inntaka sýklalyfja, stera af kortisón-gerð, getnaðarvarnarpillu, ásamt nokkrum gigtar- og ofnæmislyfjum, geta veiklað ónæmiskerfi líkamans og drepið nauðsynlegan gerlagróður í þörmum. Til að verjast því má taka inn lactobacillus- acidophylus-gerla. Rósmarin er gott gegn orkuleysi eftir sýklalyfjainntöku.

Heimildir:
Heilsuhringurinn. Plus-Minus-Balancen, eftir Julie Völdan ’77 og 88. Fortageet Ny tið og vi. Alexandrria Terapierne, Haandbog for kronsik syge, eftir Kurt Nielsen 1977. Naturmedicin- Hanndbog om naturlige helbredelsemetoder eftir, Helane HöjringFlokkar:Kynningar

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: