Hvað þarf til að ýta tveimur miðaldra konum af stað alla leið til Puerto Rico á námskeið um mataræði? Og hvað þarf til að hætta að borða ,,almennilegan íslenskan mat“ og fara að borða hrátt grænmeti og ávexti? Undirrituð fór ásamt vinkonu sinni á Heilsustofnun dr. Ann Wigmore í Puerto Rico í mars 2003 til að læra þar lífsstíl sem kenndur er við hana og hjálpað hefur fjölda fólks, sem þjáðst hefur af hinum ýmsu sjúkdómum aftur til heilsu með breyttu mataræði. Rósa vinkona mín hefur þjáðst af gigt í 25 ár og reynt ýmislegt bæði lækningar og kjörlækningar til að ná tökum á sjúkdómnum.
Þegar hún rakst á grein í gömlum Heilsuhring eftir Sollu á Grænum kosti þar sem hún dásamaði kraft hráfæðis fannst henni tilvalið að leggja land undir fót og skoða hvort þarna væri á ferðinni varanleg lausn fyrir hana og ég brá mér með henni til heilsubótar. Þarna var ekki aðeins um að ræða matreiðslunámskeið heldur 2 vikna námskeið í lífsstíl þar sem lögð er áhersla á:
- 1. Hrátt, lifandi fæði, sem móðir jörð gefur af sér
- 2. Auðmeltanlegt maukað fæði sem reynir sem minnst á meltingarkerfið.
- 3. Ræktun lífræns grænmetis og ávaxta.
- 4. Spírun fræja og korns 5. Ristilhreinsun 6. Hugleiðslu, jóga, nudd, hvíld og fleira til uppbyggingar líkamanum
Hver var Ann Wigmore?
Hún var fædd í Litháen árið 1909 en fluttist ung til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni. Ann Wigmore varð snemma meðvituð um hversu fæðið hefur geysileg áhrif á líkamann. Hún slaðaðist illa á fótum og fékk drep í báða fætur aðeins 16 ára gömul. Hún stóð frammi fyrir því að láta taka af báða fætur, en þá læknaði amma hennar hana með jurtum. Í Bandaríkjunum fylgdist Ann með öfugþróun í fæðuvali fólks sem sífellt borðar óhollari og meira Unninn mat og í miklu meira magni en hóflegt er.
Stærsta heilbrigðisvandamál hins vestræna heims er ofát og rangt mataræði. Ann fullyrti að langflestir sjúkdómar stöfuðu af röngu mataræði sem aftur verka á andlega líðan okkar. Hún sýndi fram á með rannsóknum sínum að líkaminn er í stakk búinn til að heila sig sjálfur séu honum skapaðar aðstæður til þess. Árið 1963 stofnaði hún fyrsta heildræna (wholestic) heilsuhælið – Hippocratesar heilsustofnunina í Boston. Hún hafði þá köllun að leiðbeina fólki til sjálfshjálpar. Dr. Ann Wigmore fékk margs konar viðurkenningu fyrir störf sín sem læknað hafa þúsundir manna af ýmsum sjúkdómum .
Út á hvað gengur þessi lífsstíll?
Ann Wigmore sækir hugmyndina að þessum lífsstíl sem hún kýs að kalla Lifandi fæðu-lífsstíl (Living food) til Hippocratesar, sem var faðir læknisfræðinnar og öll læknisfræðin byggir á. Hippocrates lagði megináherslu á VATN-LOFTOG SÓLARLJÓS til heilunar og sagði það undirstöðu alls auk þess fæðis sem við neytum. ,,Látum fæðuna vera læknisdóm okkar,“ sagði hann. Lífsstíllinn gengur út á það að lifa í jafnvægi við náttúruna, rækta líkama og huga og halda góðu heilbrigði og orku.
Til þess að gera það þarf að borða það sem móðir jörð gefur af sér. ,,Móðir Jörð er tengingin frá líkama okkar til æðra sjálfsins og þaðan til Guðs“ segir dr. Ann Wigmore. ,,Engir sjúkdómar eru ólæknandi“, sagði hún ennfremur „ef fólk lifir í jafnvægi við náttúruna. Ann Wigmore dó 1995 þá 86 ára gömul. Þegar hún dó var hún við miklu betri heilsu en þegar hún var 20 ára. Hún hljóp upp um fjöll og firnindi og blés ekki úr nös og var líkamlega fullkomlega heilbrigð. Af hverju dó hún þá kynnuð þið að spyrja. Jú, hún var á fyrirlestrarferð í Boston og þá kviknaði í hótelinu sem hún gisti á og hún fékk mikla reykeitrun sem dró hana til dauða. Hennar tími hefur verið kominn. Dr.Ann var afar trú þessum lífsstíl og fylgdi honum fullkomlega þau rúmlega þrjátíu ár sem hún lifði eftir honum.
Hversu mikilvæg eru ensímin?
Lifandi fæðu- lífsstíllinn leggur mikla áherslu á ensím-ríkan mat, auðmeltanlegan og nærandi, en það er lykilatriði til sjálfsheilunar segir dr. Ann. Matur sem vex upp af Móður Jörð er undirstaðan, grænmeti, ávextir, hnetur og fræ. Ensím í fæðu eyðileggjast við 40 °C hita. Þess vegna er soðinn og steiktur matur ensímalaus hversu hollur sem hráefnið er annars. Fræin þurfa að spíra til þess að í þeim verði ákveðin efnabreyting, ávextir og grænmeti þurfa að vera fullþroskuð. Ann Wigmore bendir okkur á að þegar við sendum góða næringu til frumanna og ,,frárennsli“ líkamans sé í fullkomnu lagi, þá sé líkaminn í standi til að koma jafnvægi á kerfið og sjálfsheilun fari í gang bæði sálræn og líkamleg. Hún segir:
Ensímin þjóna mikilvægu hlutverki við að brjóta niður fæðuna. Næringarefnin úr fæðunni þurfa að eiga greiða leið gegnum þarmaveggina eftir blóðinu til þess að næra frumurnar. Ensímin hjálpa einnig til við losun á eiturefnum og úrgangi líkamans.
* Í líkamanum eru margskonar og mismunandi ensím. Eitt hlutverka ensíma að umbreyta fæðunni í bein-, húð-, vöðva-, kirtla- og líffærafrumur.
* Ensím má finna í munnvatninu, maganum, lifrinni og brisinu. Þau hafa hvert sitt hlutverk, við meltingu, eyðingu úrgangsefna og niðurbroti sjúkdómsvalda.
*Ensím gegna mikilvægu hlutverki í nýtingu próteins til vaxtar og orku.
*Án ensíma er ekkert líf.
Hvað getur gerst í líkamanum við skort á ensímum?
Ann Wigmore dregur ekkert úr áhrifum ensímaskorts á líkamann. Hún segir:
* Heilinn getur skroppið saman.
* Brisið, nýrun, lifrin og hjartað geta stækkað.
* Innkirtlar geta hætt að virka rétt s.s. skjaldkirtill, heiladingull og nýrnahettur.
* Ónæmiskerfið veikist.
* Eyðing úrgangsefna og eiturefna úr líkamanum minnka og þau hlaðast upp í frumum líkamans.
* Hrörnun líkama og hugar verður hraðari.
* Sjúkdómar/ geðröskun geta gert vart við sig.
? Ótímabær dauði.
Hver eru frumorsök sjúkdóma og hvað getum við gert?
Þegar við borðum of mikið verður ofhleðsla á meltingarkerfinu og ofnæmi/óþol byrjar að þróast segir dr. Ann. Hún bendir á að um 80% af fólki eigi við vandamál í meltingarkerfinu að stríða sem veldur vanhæfni í að melta fæðið eðlilega. Þess vegna leggur hún áherslu á að fæðið sé maukað svo að álag á meltingarkerfið verði sem allra minnst. Hún bendir líka á að þegar fólk eldist minnkar framleiðsla ensíma í líffærunum og þá er enn meiri þörf á að borða ensímríkan mat til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Eiturefni geta hlaðist upp í líkamanum þegar við borðum of mikið af efnabreyttum og unnum mat segir hún ennfremur.
Líkaminn getur hreinsað sig og losað sig við þessi efni með því að borða lifandi fæði sem er ensímríkt og auðmeltanlegt. Þegar við höfum eytt eiturefnum sem hafa hlaðist upp í líkamanum þá eru frumurnar í standi til að nærast eðlilega, ónæmiskerfið styrkist, endurbyggir sig og ver þannig líkamann fyrir bakteríum og veirum. Eins og áður er getið hélt Ann Wigmore því fram að hægt væri að lækna alla sjúkdóma með réttu mataræði. Hún lagði ríka áherslu á að mismunandi ensím brjóta niður hverja fæðutegund og þess vegna skipti máli hvernig við setjum matinn saman.
Af hverju skal blanda matinn saman?
Ann Wigmore leggur einnig áherslu á að blanda saman matinn og mauka hann og borða þannig. Hún segir:
1. Með því að mauka matinn útbúum við á einfaldasta og árangursríkasta hátt mat sem er bæði næringarríkur og auðmeltanlegur.
2. 2. Með því að mauka matinn spornum við á móti lélegum matarvenjum okkar sem flest okkar hafa þróað gegnum árin sem hafa orsakað marga af þeim sjúkdómum sem hrjá okkur , þ.e. að gleypa illa tugginn mat á methraða.
3. 3. Matur sem er ríkur af fersku grænmeti, ávöxtum, korni, spírum, fræjum og hnetum inniheldur þá næringu sem líkaminn þarf til þess að halda orku og vinna gegn sjúkdómum. Þegar við maukum saman þessi efni getum við tryggt að í fæðunni séu öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast.
4. 4. Maukað fæði er sérstaklega ráðlagt fólki sem á við einhverja sjúkdóma að stríða. Þá þarf líkaminn ekki eins mikla orku til að melta matinn, orku sem betur er varið í annað s.s. það að heila líkamann.
5. 5. Maukaður matur er fullur af vítamínum, steinefnum, ensímum og öðrum efnum sem nauðsynleg eru fyrir líkamann. Eiginleikar hveitigrass (Wheatgrass) Hveitigrassafi er safi sem pressaður er úr hveitigrasi sem vaxið hefur í u.þ.b. 5-6 daga. Þennan safa ráðleggur dr. Ann fólki að drekka daglega a.m.k 1 desilítra.
Hún segir m.a. um safann:
* Hveiti-grassafi hefur 70% blaðgrænu, klórofýl.
* Hann er afar auðmeltanlegur, tekur aðeins um mínútu og líkaminn þarf enga orku til að meltahann.
* Vísindi hafa sýnt fram á að blaðgræna kemur í veg fyrir og eyðir vexti og þróun óæskilegra baktería.
* Blaðgræna (hveitigras) endurhleður blóðflæðið. Rannsóknir á mörgum dýrum sýndu að ofnæmisviðbrögð voru engin gagnvart efninu. Það tekur 4-5 daga fyrir rauðu blóðkornin að ná aftur eðlilegum fjölda við að drekka hveitigrassafa jafnvel þó að blóðkornin séu mjög fá.
* Í hveitigrasi eru yfir 100 mismunandi efnasambönd sem maðurinn þarfnast.
* Safinn fer inn í vefi líkamans, hreinsar þá og endurnýjar.
* Hveitigrassafi er sérlega góður til að afeitra líkamann 15 pund af af hveitigrasi er sambærilegt við 350 kg af gulrótum, káli o.fl. að næringargildi.
* Hveitigrasið eyðir burt eiturefnum úr líkamanum sem safnast hafa upp t.d. vegna mikillar lyfjanotkunar.
* Það hjálpar til við að hreinsa lifrina.
* Það kemur jafnvægi á blóðsykurójafnvægi.
* Það er gott við alls kyns blóðsjúkdómum.
* Það bætir meltinguna.
* Það er ríkt af ensímum. Hveitigrassafinn skiptir sköpum þegar fólk er að við einhverja sjúkdóma að stríða. Þá þarf líkaminn ekki eins mikla orku til að melta matinn, orku sem betur er varið í annað s.s. það að heila líkamann.
Kornsafi
Annar drykkur sem er afar næringarríkur, fullur af steinefnum og vítamínum er kornsafinn. Þennan safa getum við einnig gert heima með lítilli fyrirhöfn.
Ristilhreinsun hvað er nú það?
Hugmyndafræði dr. Ann gengur út á það að halda meltingarkerfinu hreinu og heilbrigðu. Hún bendir á að flestir sjúkdómar orsakist af eiturefnum og efnaskorti í líkamanum. Orsakirnar eru tilfinningalegar, geðrænar, næringarlegar, umhverfislegar og vegna lífsmáta okkar. Ristillinn er geysiþýðingarmikið líffæri í þessu samhengi. Ef ristillinn er fullur af ,,gömlum skít“ sem getur setið þar árum saman er ristillinn ekki í stakk búinn til að vinna þau næringarefni úr líkamanum sem síðan flytjast til frumanna, né hreinsa út þau eiturefni sem við tökum inn með matnum. H n bendir okkur einnig á að í ristilinn setjum við tilfinningaleg áföll og þegar við hreinsum hann losum við okkur við gamlar tilfinningar og áföll sem við höfum orðið fyrir og heilun líkamans fer í gang. Hún leggur áherslu á að ekki sé nóg að breyta um mataræði ef ristillinn er ekki hreinsaður. Fólk getur haft frá tveimur og allt upp í tuttugu kíló af uppsöfnuðum skít í ristli sem heftir allt meltingarkerfið. Hún lætur sjúklinga sína hreinsa ristilinn daglega í 3 mánuði eða 90 sinnum með stólpípu til þess að hreinsa út gamalt drasl.
Lokaorð
Á þessum tveimur vikum í Puerto Rico lærðum við stöllur afar margt. Þar opnaðist fyrir okkur nýr skilningur á hversu mikilvægt er að vera meðvitaður um hvaða mat við látum ofan í okkur og hvernig allt virkar saman. Fæðan, hvernig og hvað við borðum, hvernig okkur líður, hvernig álag hefur áhrif á hvað við látum ofan í okkur. Það hefur aftur áhrif á hvernig okkur líður. Hvernig hægt er að hreinsa til í kerfinu og koma á jafnvægi aftur og ná þannig tökum á bæði sjúkdómum og lífsmáta. Þegar við höfðum farið í gegnum námskeiðið og hreinsað líkamann þá leið okkur ótrúlega vel, eins og líkaminn væri laus undan oki. Kannski ekki ósvipuð tilfinning og komast í gott bað þegar maður er grútskítugur og þreyttur, nema þetta virkaði bæði andlega og líkamlega. Orkan jókst um allan helming og andlegur léttleiki fyllti sál okkar.
Það var svo sannarlega þess virði að læra þetta. Og reyna svo eftir fremsta megni að fylgja þessum lífsstíl.
HEIMILDARLIST: 1. The Blending Book (1997) Ann Wigmore and Lee Pattinson ISBN: 0-89529-761-2 3. Dr.Atkins´ Age- Defying Diet Revolution (2000) ISBN: 0-312-25189-0 4. Enzyme Nutrition (1985) Edward Howell ISBN: 0-89529- 300-5 5. Næringargildi Matvæla, næringarefna.
Höfundur: Hólmfríður Árnadóttir talmeinafræðingur
Flokkar:Næring