Athyglisbrestur og ofvirkni

Mikilvægt er að meðhöndla barnið en ekki sjúkdóminn. Við getum byrjað á að spyrja hvort barnið skorti eitthvað sérstakt? Og hvort barninu sé gefið eitthvað sem það hefur ekki þörf fyrir. (Tilvísanir til heimilda eru númeraðar.)

Algengustu hegðunarvandamál barna ,,Attention Deficit/Hyperactivity Disorder“ skammstöfun ADHD1 eru athyglisbrestur, fljótfærni og ofvirkni, sem oft fylgja námserfiðleikar, mótþrói og þunglyndi. Oft íþyngir þetta allri fjölskyldunni, sérstaklega síðan byrjað var að nota Ritalin ,,methylphenidate“ lyfjameðferð, sem hefur svo að segja sömu áhrif á miðtaugakerfið og kókaín eins og önnur amfetamin lyf, sem hafa sterkar og alvarlegar hliðarverkanir og eru þar á meðal vanabindandi. Vísindarit sem fjalla um ADHD eru mörg eða meira en 4000, með ritrýndum greinum allt frá árinu 1966.2

,,Elskulegt barn ber mörg nöfn“ segir danska orðatiltækið ,,Kært barn har mange navne“ þó að umhverfi ofvirks barns sé kannski ekki alltaf reiðubúið til að kalla barnið elskulegt. Staðreyndin er sú að börn með áðurtalin einkenni hafa gegnum tíðina verið kölluð ýmsum nöfnum bæði af almenningi og ekki síður af rannsóknaraðilum og læknum. Ástandi barna með ADHD einkenni var fyrst lýst af Still 19023 og þá nefnt skertur hæfileiki til góðrar dómgreindar „inhibitory volition“. Frá 1940 til 1960 var orsökin talin vera heilaskemmd sökum höfuðmeiðsla, sýkingar eða skaða af völdum eitrunar „minimal brain damage or dysfunction“ skammstafað MBD. Upp úr 1960 bættist ofvirkni „hyperactivity“ við þessa greiningu.

Á milli 1970- 1980 fá einkenni ofvirkni stærri merkingu í greiningum miðað við önnur einkenni. Árið1980 kom út ,,greiningartæki“ hannað af Félagi geðlækna í Bandaríkjunum (American Psychiatric Association) Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders, Third dition (DSM III), þar sem er skráð „hyperkinetic reaction of childhood“ og sem breyttist fyrst í ,,hyperkinetic syndrome“ og ,,hyperactive child syndrome“ og síðan í „attention deficit disorder“ (ADD) annað hvort með hyperactivity(ofvirkni) eða án hyperactivity. Þegar DSM-III var endurgerð 1987 (DSM-III-R) hafði fyrri áhersla á ofvirkni (hyperactivity) færst til athyglisbrestar (inattention) og fljótfærni (impulsivity).

Enn einu sinni var þörf á að fíngera greininguna samhliða rannsóknum á ADHD. Þannig að árið 1994 í DSM-IV er opinbera heitið ,,Attention Deficit / Hyperactivity Disorder“ eða ADHD með þremur undirheitum.5 Mörg okkar sem vinnum við að hjálpa þessum börnum gerum greinarmun á þeim börnum, sem eiga eingöngu við athyglisbrest að stríða þ.e. börn greind ADD og hins vegar börnum, sem eru einnig ofvirk eða ADHD. En öll opinber skjöl og rannsóknaraðilar eru beðin um að nota ADHD.9 ADHD byrjar í barnæsku og getur oft varað langt fram á fullorðinsár.

Nákvæmar orsakir fyrir ADHD eða ofvirkni barnanna eru ekki ljósar og geta verið torskildar. Samt sem áður eru sterk (eitur) lyf notuð sem lyfjameðferð á meðan gengið er fram hjá hættulausum og áhrifaríkum aðferðum.6,7 Þessar aðferðir fjalla meðal annars um að minnka eða fjarlægja algerlega truflandi og ertandi aukaefni í mat eins og litar- bragð- og rotvarnarefni, kemísk efni frá umhverfinu, sveppi og myglu. Einnig taugatruflandi efni frá þungmálmum og aðra mengun. Allt eru þetta efni sem geta valdið óþoli eða ofnæmi.

Truflun í virkni skjaldkirtilsins hefur einnig fengið umfjöllun sem mögulegur meðvirkur þáttur og þá tengt við meðal annars eiturefni úr umhverfinu. Hér verður rætt um ADHD og ADD í sitt hvoru lagi vegna þess að það er munur á þessum einkennum og jafnvel orsökum þeirra. Aðallega verður hér lögð áhersla á þátt mataræðis, fæðuóþols og aukefna, en lítið sem ekkert farið inn á aðrar aðferðir eins og samtöl og þroskaþjálfun. Umfjöllunin hér um ofvirkni mun snúast um áhrif aukefna í mat, fæðuofnæmi og fæðuóþol og sykur. En umræðan um ADD án ofvirkni mun snúast um þátt þungmálma og sýkinga í eyrum. Það er þó mikilvægt að hafa í huga, að þó að þessi tvö einkenni séu skilin að, geta margir þættir verið sameiginlegir í þeim báðum.

Einkennalisti eða skapgerðarlisti ADHD
6. Ofvirkni (hyperactivity)
7.Skortur á skilningi (perceptual motor impairment).
8.Tilfinningalegt ójafnvægi (emotional instability).
9.Almennur skortur á umhverfisvitund (general coordination deficit).
10. Athyglisbrestur (disorders of attention), stuttur einbeitingartími, (lack of perseverance), erfitt að ljúka því sem byrjað er á, hlustar ekki, einbeitingarleysi.
11. Fljótfærni (impulsiveness) framkvæmd án hugsunar, truflun í verki (abrupt shifts in activity), bágborin skipulagshæfni ( poor organizing), (jumping up in class).
12. Truflun í hugsun og minni (disorders of memory and thinking).
13. Sérstakir námsörðugleikar.
14. Truflun í tali og heyrn (disorders of speech and hearing).
15. Tvíræð taugaboð (equivocal neurological signs) og óregla í heilalínuriti (electroencephalographic irregularities). Slíkar skapgerðarlýsingar eru oft gefnar um vandamál í skólum bæði hvað varðar hegðun og lærdóm. Þótt fleiri þættir geti verið viðriðnir, þá benda líkur til þess að aukefni, fæðuóþol og sykurneysla sé aðalástæða fyrir einkennum ofvirkra barna.

Lyfjameðferð gegn ADHD
Það hlýtur að vera erfið ákvörðun fyrir lækni, jafnvel þó þrautreyndur sé, að ákveða lyfjagjöf handa barni sem hefur verið greint með ADHD. Ekki síst vegna þess hve margvísleg og alvarlegeinkenni getur verið um að ræða, t.d. þau alvarlegustu: fjörfiskur, þunglyndi og kvíði, sem krefjast mikillar aðgætni á vali lyfja fyrir þessa óheppnu kynslóð ungs fólks. Eins og áður er sagt er Ritalín algengasta lyfjameðferð gegn ADHD. Í íslensku lyfjahandbókinni segir: ,,Ritalin getur valdið angist og óróa og aukið hættu á gláku. Mikil hætta er á að lyfið valdi ávana, sérstaklega ef það er gefið samfellt í langan tíma.“

Scarnati tók saman úr fagritum alvarlegustu áhrif lyfsins rítalíns: Geðbilunareinkenni sem flokka má í: Æði af ýmsum stigum, hugaróra, hugaróra með ofsóknareinkennum og eitrunargeðbilun. Nánar útskýrt eru þetta: Skynvillur, bæði í sjón og heyrn, geðklofa- og einhverfueinkenni verða verri; Þegjandaháttur, ófélagslyndi, óframfærni og að draga sig til baka, átta sig ekki á eigin takmörkum, skipulagsleysi, taugaóstyrkur og fara auðveldlega úr jafnvægi, óttablandin viðhorf, árásargirni, er gjarnt að beita líkamlegu ofbeldi, kvíði, óttaköst, lyfjamisnotkun, endurtekin þunglyndisköst, barnið verður háð efninu sálrænt, sælukennt ástand sem líkist áhrifum af kókaíni.

Þegar ,,methylphenidate“ er tekið inn með þunglyndislyfjum eins og „tricyclics“ og „Prozac“, geta yfirlið komið fyrir, blóðþrýstingur hækkað, hiti lækkað og börnin geta fengið krampa. Þorsteinn Hjaltason héraðsdómlögmaður skrifar um hliðarverkanir lyfsins: Missir matarlystar, minni vöxtur og þroski, vöðvakippir eða fjörfiskur, sjóntruflanir, taugaveiklun, svefnleysi, þunglyndi, óframfærni, geðvonska, magaverkir, hraður hjartsláttur, ýmis geðræn vandamál,og það getur hindrað eðlilegan vöxt og þroska hjá börnum.

Hin virta stofnun Physicians Desk Referance10 birtir langan lista alvarlegra afleiðinga Rítalíns fyrir börn og hefur ennfremur eftirfarandi að segja: ,,Hjá börnum veldur það lystarleysi, kviðarverkjum, þyngdartapi, sé það notað lengi, svefnleysi og hröðum hjartslætti í sumum tilfellum. Ef rítalín er notað lengi er nauðsynlegt að blóðfrumur og blóðflögur séu taldar reglulega. Einnig er nauðsynlegt að hætta tímabundið að nota ritalín svo að hægt sé að meta ástand barnsins. Lyfjameðferð á ekki og þarf ekki að vara óendanlega.

Sé barnið æst eða hafi tilhneigingu til þess, getur ritalín verkað öðruvísi en til er ætlast og á þá að hætta meðferð sé það nauðsynlegt. (Physicians1 Desk Referance. 53rd edition, 1999. Pgs. 2078-9.) Ekki þarf að efast um að Rítalín er ekki með öllu hættulaust lyf. Það hefur margar alvarlegar og hættulegar hliðarverkanir. Mitt álit er, að það þurfi að vera mjög góð ástæða til að nota þetta lyf í meðhöndlun á börnum og allar aðrar aðferðir sem gætu bætt ástand barnsins þarf að skoða og reyna áður en lyfjagjöf hefst. Ég vil ekki útiloka að í einhverjum tilfellum sé nauðsynlegt að nota það eða annars konar lyf til að bæta líf barnsins en það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að líta á þætti eins og mataræði og útiloka óæskileg viðbætt efni í fæðunni.

Hversu útbreytt er ADHD?
Frá 4 til 20% skólabarna í Bandaríkjunum eru greind með ADHD og í sumum borgum þar gæti talan verið 10-15%.11 Árið 1993 voru meira en 2 milljónir bandarískra barna greind með ADHD sem hafði aukist úr 902.000 frá árinu 1990. Nýlegar tölur benda á mikla aukningu þar í landi eða nærri 4 milljónir barna og í Kanada, Puerto Rico, Bretlandi, Noregi, Hollandi, Þýskalandi og Nýja Sjálandi séu á bilinu 7-10% barna greind með ADHD1. Á Íslandi er samkvæmt upplýsingum landlæknis 1000 börn greind og í meðferð vegna ofvirkni. Fleiri drengir þjást af ADHD en stúlkur og talið er að það komi fram í einni stúlku á móti 3-10 drengjum. Í Bandaríkjunum eru yfir tvær milljónir stráka6 á skólaaldri í lyfjameðferð vegna ADHD. Þar, eins og hér og alls staðar annars staðar í heiminum þar sem þetta fyrirbæri er þekkt, er notað rítalín „methylphenidate“.

Aðrar meðferðir
Viðbætt efni: Aukaefni spanna yfir breiðan væng af kemískum efnum. Hér er um að ræða efni sem eru notuð í mat, drykki og efni sem ekki teljast matvara t.d. snyrtivörur. Í Bandaríkjunum eru um 5000 efni notuð og ætli það sé ekki eitthvað álíka hér á landi. Þessi efni eru meðal annars kekkjunarefni (t.d. calium silicate), andoxunarefni (BHT, BHA), aflitunarefni (t.d benzoyl peroxide), litarefni ( t.d. aromat), bragðefni, þykknunarefni, ýmis sölt, rotvarnarefni (t.d benzóöt, nitröt, súlfít) og gúmmi. Áætluð inntaka þessara efna er 4 til 5 kíló á hvern bandarískan borgara í USA.

Neysla fæðuaukaefna er álitin vera á hvern einstakling 13 til 15 grömm daglega. Kenningin um að aukaefni valdi ofvirkni kom fram hjá Benjamin Feingold M.D. á miðjum 7. áratugnum. Samkvæmt þeirri kenningu eru um 40-50% ofvirkra barna með ofnæmi fyrir kemískum litarefnum í mat, bragðefnum og geymsluefnum og fyrir salisylötum og fenólum, náttúrulegum efnum, sem koma fyrir í mat.36 Feingold byggði kenningu sína á 1200 athugunum sem tengdu aukefni við náms- og hegðunarvandamál. Síðan Feingold setti fram niðurstöður sínar og kenningu hefur hlutverk aukefna, sem orsakavalds ofvirkni verið heitt umræðuefni vísindamanna.37-48.

Samt sem áður hafa rannsóknaraðilar einungis einbeitt sér að 10 af þeim 3000 aukefnum sem Feingold hafði áhyggjur af. Við fyrstu skoðun virðist meiri hlutinn af þeim tvíblindu rannsóknum gerðar til að afsanna Feingold kenninguna og sýna fram á neikvæðar niðurstöður. 1,4,11,12 það er að segja, það fannst ekki hlekkur á milli aukaefna og ofvirkni. Við nánari athugun kemur samt sem áður í ljós, að þessi umræddu efni gegna, þegar allt kemur til alls, mikilvægu hlutverki í ofvirkni.13 -19

Til dæmis sýna rannsóknir Murrays og Pizzorno að einkenni minnkuðu hjá helmingi ofvirkra barna í könnun þeirra, sem voru sett á Feingold mataræði.17 Rippere hefur kafað djúpt í rannsókn og bók C.Keith Connors; ,,Food Additives and Hyperactivity“ sem reynir að sanna að Feingolds kenningin sé röng og enginn fótur sé til fyrir tengslum á milli aukaefna og ofvirkni. Hún (Rippere) sýnir skref fyrir skref, að rannsóknir Connors séu ekki fullnægjandi og það sé litið fram hjá niðurstöðum sem í raun styðja kenningu Feingolds18,19. Það er áhugavert að niðurstöður rannsókna á ofvirkum börnum, sem voru gerðar utan Bandaríkjanna voru mun hliðhollari Feingolds kenningunni17. Flest allar bandarísku rannsóknirnar voru gerðar af matvælarisanum the Nutrition Foundation.

Feingold fæðið
Útiloka: Öll matvæli, fæðubótarefni (vítamín /steinefni og annað), tannkrem, sælgæti og drykkjarföng, sem innihalda tilbúin litarefni, bragðefni og rotvarnarefni. Skoða vandlega innihaldslýsingar á vörunum hvort um er að ræða: Litarefni, þ. á m. gult eða rautt ásamt bragðefnum þ.á.m. vanilin sem er notað í óekta vanillu. Sætuefni þ. á m. aspartame (nutra sweet), saccharine, sucralose og önnur andoxunarefni BHA, BHT og TBHQ rotvarnarefni; natr. bensóat og benzósýru. Feingold ráðleggur einnig að útiloka: Maís og öll maís sætuefni MSG, (3ja kryddið, monosodium glutamate), grænmetis eggjahvítuefni (HVP hydrolyzed vegetable protein) saltpétur, natron, natr. nitrat, notað í reyktum og söltuðum kjötafurðum, efni í bökunarvörum (calcium propionate). Hann ráðleggur einnig að útiloka mat sem inniheldur salisylöt sem eru ekki fæðuviðbætt efni, heldur náttúrulegt. Hér á eftir er listi með fæðutegundum sem innihalda salisylöt,
Möndlur,
Epli (cider og cider/eplaedik),
Apríkósur, Alls konar ber,
Kirsuber,
Negull,
Kaffi,
Agúrka,
Pikles,
Currants,
Vínber,
Rúsínur,
Vín og vínedik,
Græn paprika,
Chili pipar,
Nektarínur,
Appelsínur,
Feskjur,
Plómur,
Sveskjur,
Tómatar,
Te, þ.á.m. blandað jurtate,
Aspirin eða magnyl verkjatöflur eða lyf sem innihalda efnið.
Olíur sem innihalda methyl salisylöt og er oft notað sem myntu bragðefni.
Það getur verið ansi erfitt að halda barninu á svona ströngu fæði (og við erum ekki komin að óþolinu enn!), en það er vel þess virði að reyna í stuttan tíma eða svona 3-4 vikur.

Fæðuóþol
Að fjarlægja aukefni og salisylöt úr fæðunni er nauðsynlegt og mögulegt en sjaldan fullnægjandi til að vinna á einkennum ADHD. Allt að 88% af ADHD börnum bregðast við þessum efnum séu þau sett undir tunguna og viðbrögð könnuð17, en í tvíblindum rannsóknum bregst ekkert barn við þessum efnum einum. Taka verður tillit til þess að um ofnæmi eða óþol fyrir matnum sjálfum getur verið að ræða, finna þarf út um hvaða mat er að ræða og fjarlægja hann.

Rannsókn var gerð á 76 alvarlega ofvirkum börnum sem sett voru á svokallað lág-næmni fæði (oligoantigenic diet) sem samanstendur af lambakjöti, kjúklingum, kartöflum, hrísgrjónum, banönum, eplum, grænmeti úr kál- og brassica fjölskyldunni, fjölvítamíntöflum og þremur grömmum af kalki (calcium gluconate) daglega.49 Að fjórum viknum liðum höfðu einkenni ofvirkninnar lagast hjá 62 þeirra (82%). Þar af höfðu 21 þeirra náð eðlilegri hegðun. Önnur einkenni eins og til dæmis höfuðverkur og magaverkur voru sjaldgæfari.4 Þegar aftur var byrjað að neyta efnanna sem numin voru úr fæðinu þegar rannsóknin hófst, kom í ljós hvaða fæðutegundir það voru sem orsökuðu ofvirknina. Í annarri rannsókn sem O’Shea et al.50 gerðu voru 15 börn prófuð með einni fæðutegund í einu.

Niðurstöður hennar og rannsóknar sem Egger et al49 gerði, á svipaðan hátt, eru sýndar í töflu 1 þar sem tölur Egger eru settar í sviga fyrir aftan tölur O’Shea. Í stærri rannsókn með 185 börnum fengust eftirfarandi niðurstöður. Börnin voru sett á lág-næmni fæði í fjórar vikur eða tvenns konar kjöt (lamb og kjúkling), kartöflur og hrísgrjón, tvenns konar ávexti (banana og perur), grænmeti (kál, spírur, blómkál, sperglakál, agúrkur, sellerí, gulrætur) og vatn. Fæðið var bætt með kalki, magnesíum, zinki og nokkrum grunnvítamínum. Hegðun 116 þeirra batnaði og kennsl voru borin á þær fæðutegundir sem ollu ofvirkninni, með því að taka þær inn aftur eina og eina í einu.

Hægt er að mæla fæðuofnæmi og fæðuóþol í blóði með svokallaðri Elisa tækni. Þegar ofnæmisviðbrögð koma strax eru svokölluð IgE mótefni mæld og við óþoli sem eru sein viðbrögð (allt að 72 tímum eftir að fæðutegundarinnar er neytt) eru mæld IgG viðbrögð. En það geta einnig verið IgA og IgM, en miklu sjaldnar. Immuno Laboratories í Fort Lauderdale, Florida, er ein af fremstu rannsóknarstofum heims og eru með konsulent fyrir Danmörku og Ísland: Nordic Laboratories 0045 33932019.

Tafla 1
% REACTING (NUMBER OF
ITEM                % REACTING26        PATIENTS)25
Red dye          88                            NT*
Yellow dye       80                            NT
Blue dye          80                            NT
Coloring and
preservations    NT                       79 (34)
Cow’s milk        73                          64 (55)
Soya               NT                             73 (15)
Chocolate         33                            64 (34)
Grape              40                             50 (18)
Orange            40                             45 (49)
Peanuts           47                             32 (32)
Wheat             30                              49 (53)
Corn               40                               29 (38)
Tomato           47                              20 (35)
Egg                20                                40 (50)
Cane sugar      40                             16 (55)
Apple              40                              13 (53)
Fish                NT                               24 (48)
Oats               NT                               23 (43)

Sykur
Sykurneysla á mikinn þátt í ofvirkni og á sinn þátt í árásargjarnri/stjórnlausri og eyðileggjandi hegðun.17,20,21 Stór rannsókn framkvæmd af Langseth22 sýndi niðurstöður sem benda til óeðlilegs glúkósa þols hjá 74% af 261 ofvirku barni sem gefin var sykurmáltíð. Samandregið getur þetta ástand bent til að blóðsykur sé of lágur (hypoglycemiu) sem hefur m.a. í för með sér að adrenalín hækkar í blóðinu en þetta getur leitt til ofvirkni. Einkenni hypoglycemia eru23 þreyta án ástæðu, óróleiki, getur ekki verið róleg eða setið kyrr, hugarrugl, gleymska, einbeitingarskortur, erfiðleikar við að taka á vandamálum, pirringur, óvanaleg reiðiköst.

Það má geta þess, að taugaefnafræðilegar rannsóknir2,24 gætu bent til samhengis á milli ójafnvægis í taugaboðefnum sérstaklega dopamini, serotonini adrenalini og noradrenalini og ADHD. Það verður spennandi að fylgjast með framtíðarverkefnum með hentugri og betri könnunum sem geta mælt þessi boðefni og niðurbrotsefni þeirra í blóði, þvagi og mænuvökva. Þá kemur vonandi í ljós hvað af þeim efnum geta haft áhrif á boðefnakerfið og á hegðun.

Þessar rannsóknir eru þegar hafnar og nýlega hófst norsk rannsókn framkvæmd af Knivsberg, A.M. et al þess eðlis að mæla peptíð efni í þvagi 15 barna á aldrinum 4-11 ára og greind með ADHD. Markmiðið var að mæla afleiðingar þess að útiloka casein úr fæði barnanna (casein er eggjahvítuefni í mjólkurafurðum) og hugsanleg áhrif á hegðun þeirra. Peptíð voru mæld fyrir og eftir rannsóknina, sem tók eitt ár, svo og samtöl við foreldra, einnig var málþroski, skilningur og hreyfiþroski prófað. Niðurstöður voru marktækar breytingar. Þvagrannsóknir þessar eru gerðar í Noregi og hjá Nordic Laboratories í Danmörku. Wolraich og Co. settu á laggirnar rannsókn þess efnis að afsanna kenninguna um tengsl milli sykurneyslu og ofvirkni barna.

Niðurstöður voru birtar í New England Journal of Medicine árið 1994.25 niðurstöður þeirra voru að sykur hefði ekki marktæk áhrif á ofvirk börn. Samt sem áður, þegar gerð rannsóknarinnar er skoðuð betur kemur fram að viðmiðunarhópurinn, sem var 6-10 ára, og sem var á „lágskammtasykri“ fékk 5.3 tsk af hvítum sykri daglega. Þessi viðmiðunarskammtur er svo stór, að það ætti ekki að hafa komið rannsóknaraðilum á óvart, að prufuhópurinn skyldi ekki hafa brugðist marktækt meira við en viðmiðunarhópurinn. Engar tilraunir voru gerðar til að fjarlægja fæðutegundir sem eru þekktar fyrir að valda ofnæmi eða óþoli eins og mjólk, hveiti og egg, og sem framkalla hegðunareinkenni hjá sumum ofvirkum börnum. Öll fengu börnin leyfi til að drekka gosdrykki meðan á tilrauninni stóð. Í lok rannsókarinnar má lesa þakklæti þeirra sem að henni stóðu til General Mills, Coca-Cola, PepsiCo og Royal Crown.

ADD: Börn sem eru aðallega með athyglisbrest
Hér verður aðallega fjallað um börn sem eiga erfitt með að beita athygli sinni, taka eftir og læra. Þau eru miklu þyngri í sinni orku en þau sem einnig eru ofvirk. Það eru þrír þættir sem virðast tengjast þessum einkennum: Eyrnabólga16, Næringarskortur17, Þungmálmar18.Það er mikilvægt að fjalla hér um tíðar eyrnabólgur (Otitis) í barnæsku og meðhöndlun þeirra með sýklalyfjum sem eru tengdar auknum líkum á ADD. Börn með skerta eða alvarlega skerta heyrn eiga í mörgum tilfellum erfiðara með tal- og málþroska, minni gáfur og námsörðugleika.52,53

Kannanir hafa sýnt að námsörðugleikar eru tvisvar sinnum algengari hjá börnum með eyrnabólgur eða hafa verið með þær.52 Börn sem eru með tíðar eyrnabólgur hafa þar að auki í mörgum tilfellum verið í sýklalyfjameðferð. Mörg þeirra oft. Sýkladrepandi lyf eins og penicillin hefur, eins og kunnugt er, eyðileggjandi áhrif á náttúrulegu þarmaflóruna sem getur haft miður góðar afleiðingar fyrir barnið. Hætta er á sveppasýkingu meðal annars, þannig að ef um tíða sýklalyfjameðferð hefur verið að ræða, þarf að skoða mögulegar afleiðingar þeirra.

Næringarskortur
Skortur á svo að segja hvaða næringarefni sem er hefur áhrif á heilastarfsemina.54,55 Járnskortur er einn aðal næringarskortur barna í Bandaríkjunum. 54 Járnskortur sýnir sig meðal annars sem marktækur brestur í athygli, stuttur athyglistími, minnkað viðnám og ,,leti“. Íslenska Manneldisráðið gerði könnun á mataræði íslenskra barna 1992-1993. Á vefnum:www born.is, er ágæt grein Önnu Sigríðar Ólafsdóttur næringarfræðings og þar má meðal annars lesa að 10-15 ára íslensk börn borðuðu að meðaltali 96 g af sykri á dag. Á laugardögum er magnið tvöfalt.

Anna Sigríður vitnar enn fremur í nýlega rannsókn sem Rannsóknarstofa í næringarfræði við Háskóla Íslands gerði um mataræði tveggja ára barna. Þar kom fram að þessi aldurshópur neytti 32 g af sykri daglega. Hér er um að ræða viðbættan sykur. Helstu rök gegn óhóflegri sykurneyslu eru þau að verði sykurinn mjög fyrirferðamikill í daglegu fæði er hætt við að minna verði um nauðsynleg næringarefni. Þau börn sem borðuðu mestan sykur fengu minnst af vítamínum og steinefnum. Mikil sykurneysla getur því ekki síður leitt til vannæringar en offitu. Fleiri rannsóknir sýna samhengi milli næringarskorts og námsörðugleika og hvernig fæðubótarefni geta bætt stöðu þessa barna.56,57,58

Þungmálmar og ADD
Þungir málmar eru alls staðar í nútíma umhverfi. Sama gildir um alls konar efni eins og tilbúinn áburð, illgresis-, sveppa- og skordýraeitur og skara af alls konar lyktar- og mengunarefnum. Öll þessi efni hafa verið tengd við óvenjulega hegðun (perception, cognition og motor ability).26 Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem niðurstöður sýna samhengi á milli lítils námsárangurs (learning disabilitiy) og þungmálma í líkamanum. 59,65 Við greiningu á hári einstaklinga með námsörðuleika kemur fram mikið magn af kvikasilfri, áli, blýi og kopar.59,60

Vannæring og há gildi af þungmálmum haldast oft í hendur af þeirri ástæðu að sum þessara næringarefna sem skortur er á, eru nauðsynleg til að binda eða minnka upptöku málmanna. Tafla 2 sýnir niðurstöður nokkurra rannsókna sem skoða hárprufur og málmgildi barna með námsörðugleika. Börn sem verða fyrir skaða vegna þungmálma geta fengið truflanir m.a. á taugakerfið sem hefur áhrif á athyglisgáfu, tilfinningasvið og hegðunarmynstur.27 Hvar geta börnin komist í snertingu við þungmálma og aðra mengunarvalda? Svarið er, alls staðar. Tökum það nærtækasta fyrst.

Amalgam eða silfurfyllingar í tönnum innihalda eins og kunnugt er kvikasilfur. Fyllingarnar liggja sterklega undir grun að „leka“ þannig að kvikasilfrið geti lekið úr tönnum móðurinnar á meðgöngu og haft þannig áhrif á taugakerfi barnsins strax í móðurkviði. Í Svíþjóð eru flestir tannlæknar hættir að nota amalgamfyllingar og fyrir mörgum árum var vanfærum konum ráðið frá því að fá silfurfyllingar eða að hreyfa við silfurfyllingum, vegna hættu á leka og mögulegum afleiðingum fyrir hið ófædda barn. Í Danmörku er vanfærum konum bent á að borða ekki fisk vegna innihalds þungmálma og annarra mengunarefna t.d. PBC.

Ísland er því miður ekki stikkfrítt þó að við teljum okkur búa í hreinasta landi veraldar. Við höfum því miður ekki áhrif á hvað kemur með vindum og veðrum og öllum þeim kemísku efnum sem hefur verið kastað í hafið langt fyrir utan okkar lögsögu, en hefur áhrif á okkar fiskimið líka. Börnum okkar má líkja við kanarífuglana og hvernig þeir voru og eru enn notaðir í kolanámunum úti í heimi. Þegar þeir hætta að syngja er það merki þess að eitraðar gastegundir eru í loftinu og sprenging á næsta leyti sem getur riðið þeim öllum að fullu. Eins og kanarífuglinn, eru börnin okkar næmari en við og sum þeirra næmari en önnur.

Í nágrenni heimilis og skóla má einnig athuga mengunareða ofnæmisvalda. Það getur verið blý, asbest, radon, raki og þar með mygla, ryk, gallað loftræstikerfi og margt annað. Næmt barn í mengaðri kennslustofu getur brugðist við með þreytu, pirringi, vanlíðan og hegðunarvandamálum og á allt í einu erfitt með að læra. Það er ekkert undarlegt þó að einhverjir bregðist illa við. Það eru fleiri þúsund kemísk mengunarefni og málmar í umhverfinu, fyrir utan þann fjölda aukefna sem við notum sem næringu. Og verkefnið hlýtur að verða að skoða alla þá þætti sem mögulega ögrar næmni og þar með heilsu barna okkar áður en sprengjan springur.

Skjaldkirtillinn
Skjaldkirtilshormónar (Thyroid hormones) verka með boðefnum heilans, dópamíni, adrenalíni og serotonini og eru bráðnauðsynleg fyrir myndun og þroska fóstursins.26,28,29 Í könnun á hvaða þættir auki líkur á ADHD hefur lítil virkni skjaldkirtilsins snemma í barnæsku (hypothyroidism) legið undir grun. Lítil virkni skjaldkirtils vanfærra kvenna og tengsl þessa ástands við skerta heilastarfsemi barnsins hefur verið velþekkt í meira en 100 ár.29 Líkur eru á að ofvirk börn séu með skerta starfsemi skjaldkirtils. Ástæðanna verður að leita meðal annars í umhverfinu. Tilbúin kemísk efni í umhverfinu liggja undir sterkum grun.26-33 Það getur verið ástæða til að taka tillit til þess möguleika að móðirin sé með skjaldkirtilvandamál og barnið sem er grunað um að vera með ADHD, sé með ójafnvægi í þessum kirtli líka. Þetta má finna með blóðprufu.

Bætiefni
B vítamin. Til eru rannsóknir sem sýna bæði góð viðbrögð eða alls engin gegn ADHD við inntöku B vítamína. Það virðist samt vera góð hugmynd að nota stöku B vítamín í einstaka tilfellum til dæmis til að jafna lágt serotonin í blóði en þá er notað B 6 (pyridoxine). Börn sem neyta mikils sykurs þurfa m.a. auka skammt af B vítamíni.
Járn
Þarf að vera náttúrlegt og ekki tekið í of langan tíma í einu.
Zink
Fjölmargar rannsóknir sýna að ofvirk börn skortir fjölómettaðar fitusýrur, bæði omega 6 og omega 3 og innihalda DHA. Þær er hægt að fá úr sólblómaolíu, hörfræolíu og fiskiolíu. Það er algjör nauðsyn að vanda sig í vali á olíum. Þær verða að vera kaldhreinsaðar (nonhydrogenated) og lífrænar. Fosfatidylserin hefur sýnt að það bætir heilastarfsemi. Þetta efni hefur áhrif á boðefni heilans meðal annars. Dagleg inntaka á 200-300mg, í 4 mánuði bættu athygli og lærdóm hjá 90% barna af 21 barni sem greint var með ADHD34

Magnesíum, C vítamín, góð fjölvítamín/steinefni
Að lokum vil ég uppörva bæði foreldra, kennara og aðra sem daglega umgangast börn með ADHD, eða hafa grun um að börnin þeirra séu með hegðunarvandamál sem gæti tengst ADHD. Lítið á vandamál barnanna og allrar fjölskyldunnar í heild þar sem fleiri þættir eru skoðaðir sem mögulegar ástæður fyrir hegðun barnsins, áður en það er sett í lyfjameðferð, sem hefur margar og hættulegar hliðarverkanir. Það eru margar haldbærar sannanir fyrir því að aukaefni hafi áhrif á hegðun barna með ofvirkni. Taka verður tillit til möguleika á fæðuofnæmi og/eða óþoli.

Skynsamlegast og ódýrast er að prófa lág-næmnifæði (oligoantigenic) í 4 vikur og síðan taka inn eina og eina fæðutegund í einu í minnst 3 daga hverja um sig og athuga og skrá viðbrögð. Ef viðbrögð koma eða versna skal hætta með þessa fæðutegund undir eins. Ef enginn bati fæst með þessu fæði er möguleiki á að barnið bregðist við einhverju öðru í matnum eða úr umhverfinu. Allan unninn sykur ber að forðast og bætiefni sem nefnd eru áður í greininni. Athuga skal hvort um eyrnabólgu (otitis media) eða þungmálma eitrun sé að ræða.

Sérstaklega á þetta við börn með ADD. Afla skal sér aðstoðar hjá færum næringarráðgjöfum sem eru tilbúnir að vinna með foreldrum og líta á ADHD út frá heildarmynd. Ég ráðlegg ekki að leita aðstoðar hjá fagfólki sem ekki hefur sett sig inn í rannsóknir á til dæmis skaðsemi litarefna og sykurs.Samvinna foreldra, starfsfólks leikskóla og kennara, um barnið og hvað það má borða. Einnig er mikilvægt að gagnkvæm virðing og skilningur sé fyrir hendi, svo að vel takist til.

Samtalsmeðferð er æskileg í flestum tilfellum og til að fá sem bestan árangur þarf öll fjölskyldan að vera með. Leitið upplýsinga á netinu, ykkur til stuðnings. Hér eru nokkur vefföng: http://www.healthy.com og smellið á expert columns og síðan finna ADD og hyperactivity. http://www.feingold.org/indexx.hmtl. http://www.medigenesis.com/readingroom. Og svo er hægt að kynna sér þær fjölmörgu heimildir sem ég vitna í. Margar greinar um ofvirkni hafa birst í Heilsuhringnum á undaförnum árum og eru þaublöð enn fáanleg.

Höfundur: Þorbjög Hafsteinsdóttir, greinin skrifuð 2001.

Heimildir
1  Taylor EA. Childhood hyperactivity. Br J Psychiatry 1986; 149: 562-573
2  Tannock R. Attention deficit hyperactivity disorder advances in cocitive, nerobiological , and genetic reshearch. J Child Psychol Pschiatry 199839:65-93
3  Still gf. Some abnormal psychical conditions in children. Lancet 1902;I:1008-1012
4  American psychiatric Assiciation (APA). Diagnostic and Statistical manual of Mental disorder (Third edition, rev). Washington, DC:APA; 1987
5  American psychiatric Assiciation (APA). Diagnostic and Statistical manual of Mental disorder (Fourth edition). Washington, DC:APA; 1994
6  Gant C Complementary medicine approaches to ADHD. Presentation to Annual Conference, American College of Advancement in Medicine (ACAM), rlando, FL, May 1999;Laguna Hills, CA, ACAM, 1999.
7 Garber SW, Garber MD, Spizman RF. Beoynd Ritalin. New York, NY: harper collins; 1997
8  Scarnati R. An outline of hazardous side effects of Ritalin (methylphenidate). Int J Addictions 1986; 21:837-841
9  Morgunblaðið 7.júni 1998
10  Medical Economics Company (MEC). Physicians1Desk Reference, 53rd Edition. Montvale, NJ: MEC; 1999
11  Bellanti J, Crook WG.Introductory remarks. In: bellanti JA, Crook WG, Layton RE, eds. Attention, Deficit Hyperactivity Disorder: Causes and Possible Solutions (Proceedings of a Conference). Jackson, TN: International Health Foundation 1999
12  Swanson JM, Lerner M,Williams L, et al. More frequent diagnosis of attention deficit-hyperactivity disorder, New Engl J Med 1995; 333:944-945
13  Greenhill LL. Diagnosing attention-deficit/hyperactivity disorder in children. J Clin Psychiatry 1998;59:31-41
14  Bird HR, Canino G, Rubio-Stipec M, et al. Estimates of the prevalence of childhood maladjustment in a community survey in Puerto Rico. Arch Gen Psychiatry 1988:45:1120-1126
15  Gubta VB. Manual of Developmental and Behavioral Problems in Children. New York, NY: Marcel Dekker; 1999
16  Goldman LS, Genel M, Bezman RJ, et al. Diagnosis and treatment og attention deficit/ hyperactivity disorder in children and adolescents. J Am Med Assoc 1998; 279: 1100-1107
17  Murray MT, Pizzorno JT. Encyclopedia of Natural Medicine. Rocklin, CA: Prima Publishing; 1998
18  Rippere V. Placebo-controlled tests of chemical food additives: are they valid? Med Hypotheses 1981;7:819-823
19  Rippere V. food additives and hyperactive children: a critique of Conners. Br J Clin Psychiatry 1983;22:19-32
20  Crook WG. Sugar, yeast and ADHD: fact or fiction? In: Bellanti JA, Crook WG, Layton RE, eds. Attention Deficit Hyperactivity Disorder: Causes and Possible Solutions (Proceedings of a Conference) Jackson, TN: International Health Foundation: 1999
21  Prinz, RJ, Roberts WA, Hantman E, et al. Dietary correlates of hyperactive behavior in children. J Consult Clinpsycol 1980;48:760-769
22  Langseth L, Dowd J. Glucose tolerance and hyperkinesis. Fd Cosmet toxicol 1978;16:129-133
23  Kathleen DesMaison:Hvorfor sukker er farligt 1.udgave,1.oplæg: Aschehoug Dansk Forlag A/S Side 43
24  Glanzman MM. What is ADHD?In: Bellanti JA, Crook WG,Layton RE, eds. Attention Deficit Hyperactivity Disorder: Causes and Possible Solutions (Proceedings of a Conference) Jackson, TN: International Health foundation 1999
25  Wolraich M, Wilson D, White J. The effects of sugar on behavior and cognition in children: a meta-analysis. J Am Med Assoc 1995;274:1617-1621
26  Brucker-Davis F. effects of enviromental synthetic chemicals on thyroid function. Thyroid 1998;8:827-856
27  Moon C Marlowe M, stellern J, et al. Main and interaction effects of metallic pollutants on cognitive functioning. J Learn Disabil 1985; 18: 217-227
28  Brouwer A, Morse DC, Lans MC, et al. Interactions of persistens enviromental rganohalogens with the thyroid hormone system: mecanism and posible consequences for animal and human health. Toxicol Indust Health 1998;14;59-84
29  addow JE,Palomaki GE, Allan WC, et al. Maternal thyroid deficiency during pregnacy and subsequent neuropsychological development of the child. N Eng J Med 1999;341:549-555
30 30  Jacobson JL,Jacobson SW, Humphrey HEB. Effects of in utero exposure to polychlorinated biphenyls and related contaminants on cognitive functioning in young children. J Pedriatr 1990;116:38-45
31  Jacobson JL,Jacobson SW. Intellectual impairment in children exposed to polychlorinated biphenyls in utero. N Engl J Med 1996;335:783-789
32  Koopman-Ésseboom C, Morse DC, Weisglas-Kuperus N, et al. Effects of dioxins and polychlorinated biphenyls on thyroid hormone status of pregnant women and their infants. Pediatr Res 1994;36:468-473
33 Thomas KB, Colborn T. Organochlorine enochrine disruptors in human tissue. In: colborn T, Clement C, eds. Chemically Induced Alterations in Sexual and Functional Development: The Wildlife/Human connection. Princeton, NJ:Princeton Scientific Publishing: 1992
34 34 Ryser CA, Kidd PM. Benefits of PS(phosphatidylserine) against attention deficit in a preliminary study. Lancet (Letter in preparation)
35 T.E.Tuorma, „The Adverse Effects of Food Additives on Health: A Review of the Literature with Special Emphasis on Childhood Hyperactivity.“ J Orthomolecular Med 4 (1994):225-3836 N. Feingold, Why Your child is Hyperactive (New York:Random House
37  C. Connors, C. Goyette, D. Southwick, J. Lees, and P. andrulonis, „Food Additives and Hyperkinesis: A Double-blind Experiment“ Pediatrics 58 (1976):154-166
38  C.Goyette, C.Connors, T. Petti, and L. Curtis“Effects of Artificial colors on Hyperkinetic Children: A Double-Blind challenge Study“ Psychopharmacol Bull 14 (1978):39-40
39  C.Connors, Food Additives and Hyperactive children (New York) Plenum Press, 1980
40  J. Harley, R. Ray, L.Thomasi, et al.“Hyperkinesis and Food Additives: Testing the Feingold Hypothesis“, Pediatrics 61(1978):811-7
41  K.Rowe, I. Hopkins, and B.Lynch, „Artificial Food Colouring and Hyperkinesis“, Aust Paediatr J 15(1979):202
42 F.Levy, S. Dumbrell, G.Hobbes, et al. „Hyperkinesis and Diet: A
double blind cross over trial with Tartrazine Challenge“ Med J
Aust 1 (1978):61-4
43 K.Rowe“Food Additives“ Aust Paedriatr J 20(1984):171-4
44 A.Schauss: „Nutrition and Behavior“: Complex Interdiciplinary
research,“ Nutr Health 3(1984) 9-37
45  J. Swanson and M.Kinsbourne, „food Dyes Impair Performance of children on a Laboratory Learning Task“ Science 207(1980):1485-7
46  B.Weiss, J. williams, S. Margen et al. „Behavioral Responses to Artificial Food Colours“ Science 207 (1980): 1487-9
47  B.Weiss, „Food Additives and Enviromental chemicals a Sources of Childhood Behavior Disorder“ J Am Acad Child Psychiatry 21 (1982):144-152
48  B.rimland, the Feingold Diet: an Assessment of the reviews by Mattes, by „Kaval and Fornes and Others“ J Learn Disabil 16(1983): 331-3
49 J.Egger, C.Carter, P.Graham, D.Gumley, and J. Soothill, Controlled Trial og Oligoantigenic Treatment in the Hyperkinetic Syndrome“ Lancet(1985):540-5
50 50 J.O1Shea and S.Porter, Double-Blind Study of children with Hyperkinetic Syndrome treated with Multi Allergen Extract Sublingually“ J Learn Disabil 14(1981):189-91
51  J. egger et al. „Controlled Trial og Hyposensitization in children with Food1Induced Hyperkinetic Syndrome“ Lancet 339(1992):1150-3
52  J. Reichman and W. Healey, „Learning Disabilities and Conductive Hearing Loss Involving Otitis Media“ J Learn disabil 16(1983):272-8
53  P.silva, C.Kirkland,A.simpson ,,I. Steward and S.williams „Some Developmental and Behavioral Problems with Bilateral Otitis Media with Effusion“ J Learn Disabil 15(1982):417-21
54  M.Krause and L.Mhan, „Nutritional Care in the Disease of the Nervous system and Behavioral disorders“ Food, Nutrition and diet Therapy (Philadelphia:W.B. Saunders, 1984),654-670
55  R.Tseng, J. Mellon and K.Bammer, „The Relationship Between Nutrition and Student Achivement, behavior and Health:A review of the Literature (Sacramento, CA :California state Department of Education,1980).
56  M. colgan and L.colgan „do Nutrient supplements and Dietary changes affect Learning and Emotional reactions of Children with Learning difficulities? A controlled Series of 16 cases“ NutrHealth 3(1984):69-77.
57  J.Kerschner and W.Hawke, „Megavitamins and Learning disorders“ A controlled Double-blind Experiment1 J Nutr 109(1979).819-826
58  S.Perkins „Malnutrition: A Selected Review of its Effects on the Learning and Behavior of children,“ Int J early childhood 5(1977): 173-9
59  M.Marlow, A. Coissairt, K. Welch, and J.Errera 2 Hair Mineral content as a predictor of Learning disabilities“ J Learn Disabil 17 (1977):418-421
60  R.Phil and M.Parkes „Hair element content In Learning Disabled Children“ Science 198 (1977):204-6
61  O.David, J.Clark,and K. Voeller „Lead and Hyperactivity“, Lancet ii(1972):900-3
62  O.David, S.Hoffman, and J.Sverd, „Lead and Hyperactivity. Behvioral Response to chelation: A Pilot Study“ Am J Ppsychiatry 133 (1976): 1155-1188
63  V.Benignus, D.Otto, K.Muller and K.Seipple, „Effects on age and body Lead burden on CNS Finction in Young Children: EEG Spectra,“ EEG and Clin Neurophys 52(1981):240-8
64  B.rimland and G.Larson „Hair Mineral Analysis and Behavior: An analysis of 51 studies“ J Learn Disabil 16(1983).279-285
65  D.Bryce-Smith, „Lead Induced disorders of Mentation in Children“, Nutr Health 1(1983):179-184Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar

%d